Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 15

Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is JARÐVÍSINDAMENN staðfesta að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið að breyta sér undanfarna daga. Hraun er að mestu hætt að renna en sprengivirkni hefur aukist til muna. Gosinu er lýst sem kröftugu sprengigosi þar sem mestum hluta kvikunnar er sundrað, í minnisblaði sem vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Ís- lands sendu frá sér í gærkvöldi. Jarðskjálftamælingar undanfarna daga hafa bent til þess að nýtt kviku- innskot sé að koma djúpt að undir eldfjallinu. Greining á ösku sýnir nær óbreytt efnainnihald, ef til vill heldur frumstæðari kviku, eins og vísindamenn taka til orða, en breyt- ingin er þó sögð á mörkum þess að vera marktæk. Nýja kvikan virðist því ekki komin upp á yfirborðið en getur þrýst á efnið sem var fyrir. Gosmökkur rís hátt Þessi mikla sprengivirkni leiðir til þess að dökkur gosmökkur rís hátt. Mökkurinn var talinn ná 9 kílómetra hæð í gærmorgun en um 6 kílómetra eftir hádegið. Mökkurinn er þrískipt- ur. Efsta lag lá í gær til suðausturs, neðra lag var með jaðar til suð- suðausturs og neðst var rykský í jað- arlagi sem sameinaðist fjúki undir Eyjafjöllum. Búast má við öskufalli í byggð þar sem mökkurinn fer yfir. Veðurspáin reiknar með að askan fjúki áfram til austurs og suðausturs næstu daga. Lítið vatn úr gilinu Sést hefur á vefmyndavélum að mjög hefur dregið úr rennsli bræðsluvatns frá Gígjökli og kemur vatnið nú að mestu undan jöklinum sjálfum en ekki úr gilinu ofan við aurkeiluna þar sem mikið rennsli hefur verið til þessa. Vísindamenn- irnir vekja athygli á því að hugs- anlega hafi hraunrennslið breytt rennslisstefnu vatnsins. Þá verði að hafa í huga að vatn geti safnast sam- an í dældum og hlaupið snögglega fram Vísindamennirnir sjá enn ekkert sem bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Kvikan sundrast nú í kröftugu sprengigosi Morgunblaðið/Kristinn Laufskálavarða Gosstrókurinn lá yfir Mýrdalssand í gær og þar féll fín- gerð og ljós aska. Bílarnir sem fóru þjóðveginn þyrluðu henni upp. Dregur úr hrauni og rennsli vatns undan Gígjökli SEX flugvöllum á Írlandi var lokað í gærkvöldi vegna ösku frá Íslandi. Flugbannssvæðið hefur stækkað mikið eftir að sprengivirkni jókst. Nýjasta öskudreifingarspá bresku veðurstofunnar gerir ráð fyrir því að það nái að ströndum Írlands og að dreifðari aska nái alveg til Spán- ar og Portúgals. Vegna þess hversu hátt askan fer verða farþegavélar sem fara milli Evrópu og Ameríku að fljúga norður fyrir Ísland eða langt suður fyrir. Sex írskum flugvöllum lokað 20° 10°V Spá um öskufallsský Gefinútkl.18.00 ígær.Gildir til kl.12.00 ídag. Flug óheimilt og flugvöllum lokað. Flug heimilt með sérstökum undan- þágum og eftirliti. 40° 50° 60° 70° 30° 20° 10°40° 0° 10° EFTIR því sem lengri tími líður og aska fellur víðar verður stærra svæði undir í því sem kalla má öskubyl. Þegar ekið var í gegnum svæðið um kvöldmatarleytið í gær má segja að samfellt kóf hafi verið frá Lauf- skálavörðu á Mýrdalssandi að Steinum undir Eyjafjöllum, með þeirri und- antekningu að það birti talsvert til í Mýrdalnum. Stuttu síðar fréttist þó af öskufalli þar. Austast rigndi ljósgrárri öskunni af himnum og strókurinn lá hátt yfir Álftaveri og Meðallandi og út á haf. Vestar fauk eldri aska til og frá, ýmist neðan af sléttunni eða ofan af heiðinni. Morgunblaðið/Kristinn Kóf frá Mýrdalssandi að Steinum n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK. 998 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl FYRIR SÆLKERAN A BEINT FRÁ ÍTALÍU HUNT’S BBQ SÓSUR 4 TEGUNDIR 299KR./STK. ALLRA BLANDAÐIR RINDLAR BLANDAÐAR BOMBUR 359 KR./PK. MEISTARA MÖNDLUKAKA 489KR./STK. BERTOZZI PARMISSIMO OSTUR 699KR./STK. Við gerum meira fyrir þig HEITT MEÐ HEIM GRÍSASÍÐUR PÖRUSTEIK KR./KG 599 698 Ferðafólki verður ekki hleypt á Þórsmerkurveg að Gígjökli á meðan hætta er þar á ferðum, að sögn Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns á Hvolsvelli. Lokun vegarins hefur verið gagnrýnd en Kjartan segir að al- mannavarnir fái upplýsingar um hættuna frá vísindamönnum Veðurstofu Íslands og Jarðvís- indastofnunar Háskólans og taki mark á þeim. Ekki hefur verið skipulagður viðbúnaður vegna hugsanlegrar umferðar um svæðið um helgina. Kjartan segir að það verði þó athugað í dag. Lokað að Gígjökli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.