Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 GENGI evrunnar hélt áfram að veikjast gagnvart Bandaríkjadal í gær. Evran fór í 1,27 gagnvart daln- um og hefur ekki verið veikari í 14 mánuði. Evr- ópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum í 1% eins og við var búist en hins vegar var mikil eftir- vænting um hvað Jean-Claude Trichet myndi segja um viðbrögð bankans við skjálftavirkni á mörkuðum vegna Grikklands á blaðamannafundi um ákvörð- unina. Skemmst er frá því að segja að Trichet sagði að engar líkur væru á greiðslufalli Grikklands og að bankinn hefði ekki rætt um bein inngrip á skulda- bréfamarkaði vegna hins mikla þrýstings sem hefur verið á markaðnum með ríkisskuldabréf skuldsettra evruríkja. Skuldavandi grefur undan evru Reuters STUTT ... ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í gær, í 5,1 milljarðs króna viðskiptum. Vísitalan fyrir verð- tryggð skuldabréf, GAMMAi: Verð- tryggt, lækkaði um 0,2% í 2,2 milljarða króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í viðskiptum fyrir 2,8 milljarða króna. Úrvalsvísitalan, OMXI6, lækkaði um 1,26% í gær og nam veltan á hlutabréfamarkaðinum 96 milljónum króna. Gengi bréfa í Marel lækkaði um 2,26%, Össuri um 1,56% og bréf í BankNordic hækkuðu um 0,63% í verði. Lítið fjör á hluta- og skuldabréfamarkaði Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ÞÝSKI bankinn Landesbank Bad- en-Württemberg (LBBW) hefur til- kynnt fjármálaráðherra að langt muni líða þar til íslenska ríkið njóti trausts á ný meðal alþjóðlegra fjár- málastofnana. Það sé meðal annars vegna vinnubragða hins opinbera í endurskipulagningu Byrs og Spari- sjóðsins í Keflavík, en eignir beggja sjóða hafa verið færðar á nýja kennitölu. Erlendir kröfuhafar eru sagðir telja furðu sæta að ríkið hafi tekið yfir sjóðina tvo, í ljósi þess að fáum dögum áður sagði í bréfi stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins að endurskipulagningu sjóðanna myndi ljúka innan skamms. Endurskipulagningaráætlun mun hafa verið samþykkt í ágúst síðast- liðnum af öllum kröfuhöfum. Þegar ganga átti endanlega frá samkomu- laginu í október setti ríkið ný skil- yrði eiginfjárinnspýtingar, sem voru ekki talin viðunandi. „Þau fólu í sér nýjar og gjörbreyttar forsendur varðandi afskriftir og endurgreiðslu skulda,“ segir Arnar Þór Jónsson, lögmaður þýsks banka sem átti hagsmuna að gæta í Byr. Fengu ekki að skoða skýrslu Íslensk stjórnvöld fengu Deutsche Bank til að vinna áreið- anleikakönnun á sparisjóðunum. Að sögn Arnars Þórs óskuðu erlendir kröfuhafar eftir að sjá öll gögn máls- ins til að taka upplýsta ákvörðun, en fengu ekki. „Kröfuhafar komu ítrek- að á framfæri áhyggjum sínum af framgangi málsins við íslensk stjórnvöld, en fátt var um svör.“ Ríkið rúið trausti  Landesbank Baden-Württemberg telur vinnubrögð íslenskra stjórnvalda við endurskipulagningu sparisjóða ámælisverð  Lýstu ítrekað áhyggjum sínum » Kröfuhafar ósáttir við vinnulag ríkisins » Samkomulag hafði náðst í október 2009 » Fengu ekki að skoða áreiðanleikakönnun Höfuðstöðvar LBBW í Stuttgart. Bankinn gagnrýnir íslenska ríkið harð- lega fyrir vinnubrögð við endurskipulagningu Byrs og SPKef.                    !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-./0 +10.21 +,3./+ ,,.4- ,+.41, +2.13/ ++/./0 +.054/ +1+.,2 +23.05 +,-.-3 +13.+2 +,3.-5 ,,.+3/ ,+.+/3 +2.11/ ++/.-/ +.053/ +1+.-0 +23.-0 ,,+./-,+ +,1.+/ +13.20 +,/.,0 ,,.,+ ,+.,+2 +5.43/ ++2.+5 +.05-/ +1,.3 +2/.,1 FLESTIR stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja landsins nefndu 66°Norður þegar þeir voru spurðir um hvaða íslenska vörumerki þeim dytti fyrst í hug. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR hefur gert fyrir Viðskiptablaðið. Samtals voru spurningarnar lagðar fyrir 354 stjórnendur í 300 stærstu fyrir- tækjum landsins. Af þeim svaraði 201 og svarhlutfall var því 56,6%. Icelandair var nefnt næstoftast en tvö efstu fyrirtækin skáru sig nokkuð úr. Þar á eftir komu Bónus, Lýsi, Sláturfélag Suðurlands og Marel. „Ég er mjög stoltur af þessu. Við höfum tengt vörumerki okkar mikið við útivist og hreyfingu sem og náttúru landsins í mark- aðssetningu okk- ar,“ segir Halldór Gunnar Eyjólfs- son, forstjóri 66°Norður. Halldór G. Eyjólfsson 66°Norður þekktasta vöru- merkið meðal stjórnenda sem kemur á óvart, hefði mun alvar- legri áhrif á traust fjárfesta á Ís- landi. Á þinginu ræddi Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, um nýja stofnun, Íslandsstofu, sem taka á við af Útflutningsráði. Verkefni Íslandsstofu verða viða- meiri en verkefni Útflutningsráðs eru nú. Í fyrsta lagi er Íslandsstofu ætlað að setja skýran ramma utan um ímyndar- og kynningarmál Ís- lands þar sem aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi og þekkingariðnaði koma til samstarfs við hið opinbera um að efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis. Í öðru lagi verður markaðs- og kynn- ingardeild Ferðamálastofu rekin innan vébanda Íslandsstofu sem mun fá það lögbundna hlutverk með þessu frumvarpi að laða til landsins erlenda ferðamenn. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is STÖÐUGLEIKI í skattamálum skiptir meira máli en nákvæmlega hver skattprós- entan er. Kom þetta fram í máli Eyþórs Arnalds, framkvæmda- stjóra Strokks Energy á Út- flutningsþingi Útflutningsráðs í gær. Sagði hann að það sem ynni með rekstri útflutningsfyrirtækja á Ís- landi væri annars vegar veik króna og hins vegar gott starfsfólk. Á hinn bóginn sagði hann að óvissa í skatta- málum gerði rekstrarumhverfið erf- iðara sem og sveiflur í gengi krón- unnar. Sagði hann að nýr skattur,  Varar við áhrifum óvæntra skatta Eyþór Arnalds Stöðugleiki í skattamálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.