Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 20
Nokkrar staðreyndir um sundlaug Álftaness SUNDLAUG okkar Álftnesinga hefur verið gerð að táknmynd fjár- hagsvandræða líkt og tómur glerturninn á Höfðatorgi er oft tengdur við offjárfest- ingu í byggingariðnaði. Heyrst hefur: „Sveitarfélagið Álfta- nes fór á hausinn vegna sundlaugarinnar.“ Nei, mjög hröð fólksfjölgun, án uppbyggingar tekjustofna, gerði sveitarfélaginu mjög erfitt að standa við skuldbindingar sínar. Á tímabilinu 2000 til 2008 jókst íbúa- fjöldi um rúm 60%. Sveitarfélögum ber skylda að sjá börnum fyrir menntun hvernig sem þau eru í stakk búin til þess enda notar sveitarfélagið 84% af föstum skatt- tekjum sínum til fræðslu- og upp- eldismála samanborið við 56% á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hlutfalls- lega mikil útgjöld Álftaness til skólamála eru eðlileg þar sem börn og unglingar eru 18,6% íbúa sam- anborið við 11-15% á höfuðborg- arsvæðinu. „Álftnesingar eru bruðlarar að vilja fá sundlaug í sínu sveitarfé- lagi, nóg er til af sundlaugum í grenndinni.“ Nei, samkvæmt námskrá er skylda að kenna börnum á grunn- skólaaldri sund. Á því tæpa ári sem sundlaugin hefur verið í notkun eru skólasundheimsóknir orðnar um 6.400. Þessar heimsóknir jafngilda 128 fulllestuðum 50 manna rútuferðum í eitthvert ná- grannasveitarfélagið með tilheyrandi umstangi og útgjöldum vegna leigu á sundaðstöðu. „Svo toppuðu þeir allt með því að byggja lands- ins stærstu rennibraut og öldulaug.“ Nei, öldulaugarbúnaðurinn kost- aði um 19 milljónir og vatns- rennibrautin 35 milljónir króna með uppsetningu auk kostnaðar við kerin sem taka við krakkaskar- anum. 60 milljónir eru miklir pen- ingar, en þó ekki nema 2,5% af heildarskuldum sveitarfélagsins. Þessar viðbætur við laugina hafa eflaust átt sinn þátt í því að hinn 1. apríl sl. höfðu 90.886 manns heim- sótt laugina frá opnun hennar hinn 23. maí 2009. Ef gert er ráð fyrir að 15% gesta séu ekki Álftnesingar en komi í laugina vegna sérstöðu hennar má áætla að viðbótartekjur vegna þeirra séu nú þegar tæplega tvær milljónir króna sem koma til móts við rekstrarkostnað sundlaug- arinnar. Eftir Rannveigu Önnu Guicharnaud Rannveig Anna Guicharnaud Höfundur skipar 3. sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar. 20 Umræðan KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 PRESTASTEFN- AN sem var haldin í lok apríl sl. kaus að vísa málefninu „Ein hjú- skaparlög“ til biskups Íslands og kenning- arnefndar kirkjunnar fremur en að lýsa yfir stuðningi sínum við það á stefnunni sjálfri. Raunar var helmingur prestanna reiðubúinn að skrifa undir stuðn- ingsyfirlýsingu en hinn helmingur var það ekki. Þessi niðurstaða þýðir þó alls ekki að prestar þjóðkirkj- unnar og guðfræðingar séu á móti hugtakinu um „Ein hjúskaparlög“ ólíkt því sem nokkrar fréttir hermdu ranglega eða misskildu. Meginástæðurnar fyrir því að um helmingur prestanna vildi bera málið undir kenningarnefnd eru einkum tvær: Í fyrsta lagi er það óvissa um hvaða áhrif „Ein hjúskaparlög“ munu hafa á samband þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur í heiminum en aðeins tvær kirkjur, sænska kirkjan og sam- einaða kanadíska kirkjan (United church of Canada) hafa viðurkennt hjónavígslu milli samkynhneigðra para í dag og í öðru lagi finnst mörg- um prestum vanta staðfestingu á því hvort kirkjulegur skilningur á hug- takinu „hjónaband“ nái til ein- staklinga af sama kyni. Mér skilst að hvorugt af ofangreindu sé nýtt af nál- inni og hafi verið til umræðu und- anfarin ár. Ég tel því að það sé bara tímasóun að bera málið undir kenn- ingarnefnd aftur en ég trúi því þó að nefndin muni vera jákvæð í áliti sínu á einum hjúskaparlögum. Samt sem áður finnst mér sem ákveðin vanþekking og ótti sé enn til staðar á meðal okkar presta. Ég á hér ekki við þá sterku fordóma sem ákveðinn hópur fólks hefur gegn sam- kynhneigð heldur van- þekkingu og ótta hjá fólki sem hefur frekar góðan skilning á mál- efnum samkyn- hneigðra. Þetta skynja ég í viðhorfi eins og: „En staðfest samvist tryggir samkynhneigðu fólki sömu réttindi og fólki í hjóna- bandi. Það skiptir því engu máli þó að staðfest samvist sameinist í einum hjúskaparlögum.“ Að mínu mati varðar skoðun af þessu tagi ekki rétt- indi fólks heldur afhjúpar hún í raun fordóma og mismunun sem er djúp- stæð. Víst er staðfest samvist „næst- um“ það sama og hjónaband. Nú er hægt að vígja staðfesta samvist hjá presti með blessun. Af hverju verður þá staðfest samvist að vera aðskilin frá hjónabandi? Sumir munu svara: „Af því að staðfest samvist er milli einstaklinga af sama kyni, en hjóna- band er milli karls og konu.“ Einmitt. Munurinn milli hjónabands og stað- festrar samvistar snýst bara um kynjasamsetningu. En af hverju þurfum við að að- greina þessi tvö fyrirbæri sem hafa í raun sama innihaldið eftir kynja- samsetningu? Það hníga engin lög- fræðileg rök að því, þar sem þessi tvö form eru nú þegar jöfn að réttindum. Það eru engin trúarleg rök sem hægt er að færa fyrir því, a.m.k. í lúth- erskri guðfræði, þar sem hjónaband er borgaralegt hugtak. Ástæðan fyrir því að málið hefur verið sent til kenn- ingarnefndar, eins og ég skil það, er fremur sú að laga á það að kenn- ingaumhverfi kirkjunnar svo að hjónaband samkynhneigðra falli þar inn í. Það eru því ekki rök sem skilja að þessi tvo form kirkjulegrar bless- unar á sambandi tveggja einstaklinga af sama kyni heldur aðeins áhyggjur og ótti gagnkynhneigðra. Ég held að staðfest samvist hafi sögulega merk- ingu, en á þeim grundvelli er hún að- eins tímabundið hugtak sem brúar bilið á milli hinnar neikvæðu hegð- unar samfélagsins í garð samkyn- hneigðra í fortíðinni og jákvæðrar framtíðar. Hún er ekkert annað en „sérmeðferð“ til þess eins að leyfa samkynhneigðum að njóta réttinda sinna í sínu umhverfi en ekki í sam- eiginlegu umhverfi með öllum öðrum borgurum. Ef til vill höfum við gagnkyn- hneigðir þroskast nægilega til þess að sýna samkynhneigðum góðan skilning og vináttu – svo framarlega sem þeir búa í sínum heimi. Það er hins vegar ótti sem hindrar menn í að nálgast „ein hjúskaparlög“ og við þurfum að komast yfir hann. Meiri- hluti samfélagsins á að sjá að það er ekki þörf á neinni girðingu á milli sín og samkynhneigðra. „Staðfest sam- vist“ er jú girðing sem meirihlutinn vill halda til þess að aðgreina sam- kynhneigð frá umhverfi sínu. Mér sýnist þetta vera atriði sem við eigum að velta vel fyrir okkur. Við þurfum að halda áfram að losa okkur við for- dómana og fræðast og láta af órök- studdum ótta gagnvart samkyn- hneigðum og óþarfa aðgreiningu ef við viljum byggja upp samfélag þar sem réttlæti og kærleikur ríkir. Að þessu leyti varða „ein hjúskaparlög“ meirihluta samfélagsins en ekki að- eins samkynhneigða sjálfa. Hvers vegna þurfum við „ein hjúskaparlög“? Eftir Toshiki Toma »Meirihluti sam- félagsins á að sjá að það er ekki þörf á neinni girðingu á milli sín og samkynhneigðra. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. LEIÐTOGAR í stjórnmálum keppast nú við að iðrast og ferst þar líkt og farí- seum þeim sem vildu helst iðrast sem hæst svo að allir heyrðu. En í iðrunarlestri gömlu hrunflokkanna er samt falskur tónn. Flokkar þessir hreyktu sér af því um langt árabil að hafa skapað „góðærið“ meðan bankabólan hét því nafni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar bentu á fjöl- margt því til sönnunar að þeir hefðu komið hlutunum í kring með einkavæðingu bankanna, með sam- þykkt EES og með auknu frjáls- ræði í viðskiptum. Við vorum harla mörg bláeyg meðal kjósenda þess- ara flokka sem trúðum þessu að einhverju eða öllu leyti. Nú þegar öllum má vera ljóst að „góðærið“ var að stórum hluta tek- ið að láni og restinni stolið er kom- ið annað hljóð í strokkinn. Forystu- menn flokkanna biðjast reyndar margfaldlega afsökunar á því að hafa ekki verið árvökulir, að hafa ekki horft gagnrýnum augum á hlutina en taka um leið fram að sökin sé fyrst og fremst og eiginlega eingöngu bankanna. Rétt eins og „góðærið“ áður var eig- inlega eingöngu stjórn- málamönnum að þakka. Vissulega voru þeir Björgólfur Thor og Sig- urður Einarsson í miklum metum meðal stjórn- arflokkanna tveggja en það var aldrei haft á orði að þeir ættu góðærið, sem samt er nú þeim að kenna eftir á. Í þessu er fólgin mikil afneitun. Staðreyndin er að Íslandsbersar allra tíma eru inni við beinið eins. Upphafið að ránskapnum lá í því þegar stjórnarflokkarnir tveir ákváðu að ræna þjóðina ríkisbönk- unum og gefa þá staurblönkum vin- um sínum. Í þessari skuldsettu yf- irtöku bankanna voru á ferðinni stærri afglöp en svo að það sé líð- andi að þau liggi refsilaus hjá garði. Meðan ekki liggur óyggjandi fyr- ir hverjir vissu og stóðu að því óheillaverki höfum við litla mögu- leika á að gera upp við hrunið. Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson Höfundur er atvinnurekandi og skip- ar annað sætið á lista VG í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að þakka sér góðærið en kenna bönkunum um harðærið MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 14.maí gefur Morgunblaðið út sérblað Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið höfðar til allrar fjölskyldunnar, þannig að allir ættu að finna sér stað eða skemmtun við hæfi. MEÐAL EFNIS: Fjölskylduvænar uppákomur um land allt. Hátíðir í öllum landshlutum Gistimöguleikar. Ferðaþjónusta. Útivist og náttúra. Uppákomur. Skemmtun fyrir börnin. Sýningar. Gönguleiðir. Tjaldsvæði. Skemmtilegir atburðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. maí. Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.