Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010
Fyrsta árs hönnunarnemar við
Listaháskóla Íslands sýna í dag af-
rakstur myndskreytingarnám-
skeiðs á tískuteikningasýningu í
Hugmyndahúsi háskólanna,
Grandagarði 2. Sýningin verður
opnuð kl. 17. Hildur Yeoman stýrði
myndskreytingarnámskeiðinu en
sýnendur eru tíu talsins.
Tískuteikningasýning
nema við LHÍ opnuð
Fólk
Verslunin Havarí heldur sér-
staka hamingjustund alla þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
milli kl. 16 og 17, en þá eru ýmis til-
boð á varningi verslunarinnar. Auk
þess verður í dag haldin útgáfuteiti
í Útúrdúr sem er í sama rými og
Havarí, vegna fjöllistabæklingsins
Somemilk. Ekki er nóg með þetta
því á sunnudaginn verður í Havaríi
opnuð myndlistarsýningin Boom-
dagar en á henni sýna Joseph Mar-
zolla, Morri og Amanda Riffo verk
sín. Ef menn eru svo í enn meiri
plötukaupahug má skreppa á rým-
ingarsölu Skífunnar við Laugaveg
sem brátt verður lokað.
Menningarveisla í
Havaríi um helgina
Miðasala á tónleika færeysku
söngkonunnar Eivarar Pálsdóttur í
Íslensku óperunni, 28. maí nk.,
hefst í dag kl. 10. Tónleikana held-
ur Eivör í tilefni af útgáfu nýrrar
breiðskífu sinnar, Larva. 400 miðar
eru í boði og númeruð sæti. Með Ei-
vöru leika Benjamin Petersen,
Mikael Blak og Høgni Lisbert.
Miðasala fer fram á midi.is.
Miðasala hafin á út-
gáfutónleika Eivarar
ÞAÐ hlýtur að teljast býsna góður
árangur hjá nema á fyrsta ári í
grafískri hönnun að vinna sam-
keppni um veggverk á skrifstofu
útgáfurisans SonyMusic í London.
Það gerði Eva Vestmann en hún
nemur grafíska hönnun við hinn
virta lista- og hönnunarháskóla
Central Saint Martins í London.
„Ég fékk tilkynningu um að ég
hefði unnið fyrir rúmri viku en
þetta hefur verið í gangi frá því í
desember,“ segir Eva.
Verkið sem hún hannaði fyrir
SonyMusic er unnið úr texta og
skuggamyndum af tónlistar-
mönnum, textinn tilvitnanir í
þekkta tónlistarmenn sem hafa ver-
ið á samningi hjá fyrirtækinu. Eva
má því miður ekki birta mynd af
sigurverkinu og því getur það ekki
fylgt greininni.
„Það var beðið um eitthvað sem
tengdist sögu SonyMusic,“ segir
Eva um kröfurnar í samkeppninni,
„eitthvað grípandi og ferskt sem
gæti staðist tímans tönn því þeir
vilja hafa þetta uppi í a.m.k. fimm
ár.“ Eva segist hafa notað tilvitn-
anir úr viðtölum og víðar, allt aftur
til ársins 1889, en tilvitnun í Betty
Smith er frá því ári. „Ég tek
stærstu nöfnin hjá SonyMusic; Elv-
is, Frank Sinatra, Bruce Spring-
steen, Michael Jackson, Janis Jopl-
in,“ nefnir hún sem dæmi.
Bakgrunnur verksins er í lit, unn-
inn úr hringformum en textinn og
skuggamyndirnar í svörtu.
„Það er erfitt að útskýra þetta í
síma,“ segir Eva. Verkið verður
býsna stórt, um 2x2 metrar og Eva
segist fá ágætlega greitt fyrir það.
Hversu mikið vill hún ekki segja.
helgisnaer@mbl.is Eva Vestmann Á fyrsta ári í grafískri hönnun við CSM.
Tilvitnanir í tónlistar-
stjörnur allt frá 1889
Nemi í grafískri hönnun hannar veggverk fyrir SonyMusic
Eftir Matthías Árna Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
HVÍTASUNNUHELGINA 21.-24.
maí verður Skjaldborg – hátíð ís-
lenskra heimildarmynda, haldin í
fjórða sinn á Patreksfirði. Auk þess
að frumsýna nýjar og spennandi ís-
lenskar heimildarmyndir er eitt af
settum markmiðum hátíðarinnar að
hún sé samkoma þar sem kvik-
myndagerðarfólk og áhugamenn um
heimildarmyndir geta komið saman
og notið þess besta sem íslensk heim-
ildarmyndagerð hefur upp á að bjóða.
Upphaf hátíðarinnar má rekja til
ferðar Hálfdánar Petersens, eins
skipuleggjandanna, til Patreks-
fjarðar fyrir fjórum árum. „Hátíðin
verður þannig til að ég er á ferðalagi
um Patreksfjörð þar sem ég rekst á
þetta gamla kvikmyndahús sem
áhugamannahópur um kvikmyndir
og Lionsklúbburinn voru nýbúnir að
gera upp. Ég komst að því að það
væri ekki í mikilli notkun, nema þá
helst á sunnudögum. Fann strax á
mér að þetta kvikmyndahús væri til-
valið til að halda kvikmyndahátíð í.
Ég setti mig í samband við Geir
Gestsson sem var í forsvari fyrir upp-
byggingu á húsinu og bar þessa hug-
mynd undir hann og honum leist bara
mjög vel á það og boltinn fór að
rúlla.“ Fyrsta Skjaldborgarhátíðin
var haldin í maí 2007.
Ekki til heimildarmyndahátíð
-Hvers vegna heimildarmyndir?
„Við komust að því að heimildar-
myndir ættu enga eigin hátíð hér á
landi og að það væri mikil gróska í
heimildarmyndum og margir ein-
yrkjar að gera margar mjög flottar
myndir.“
Á hátíðinni er flokkur tileinkaður
myndum sem eru í vinnslu og ekki
fullkláraðar. „Það hafa verið allt að
sex myndir í flokknum á hverju ári og
þar gefst kvikmyndagerðarfólkinu
færi á að sýna brot úr og spjalla um
myndirnar, heyra viðbrögð áhorf-
enda og nýta sér þau við frekari
vinnslu á þeim.“
-Hverjar eru helstu myndirnar í
ár?
„Það er svolítið erfitt að segja það,
þar sem ekki er alveg búið að ganga
frá dagskránni. Heiðursgesturinn frá
því í fyrra, Þorfinnur Guðnason, sýn-
ir myndina Garðshólmi - út í nátt-
myrkrið. Ég er mjög spenntur fyrir
henni og hún mun koma alveg sjóð-
andi heit vestur beint úr klippingu.
Svo verður Burkina Faso 8600 km
eftir Þorstein J. sýnd og ný mynd eft-
ir Árna Sveinsson sem heitir Backy-
ard og sýnir tónlistarsenuna í bak-
garðinum hjá Árna+1 úr FM
Belfast. Og þetta er bara brot af þeim
myndum sem sýndar verða í ár.“
Hátíðin hefur stækkað hratt á
þessum fjórum árum og fjölgar gest-
um um 100 manns árlega. „Hátíðin
getur því miður ekki orðið öllu stærri
eins og er. Það er bara einn sýning-
arsalur á staðnum og gistipláss í
bænum er fljótt að verða fullbókað.
Þessi stærð hentar mjög vel í augna-
blikinu og hún nær vonandi að halda
sér þar til Hilton reisir risahótel í
bænum.“
Nýr kynnir í ár
Undanfarin ár hefur kynnir hátíð-
arinnar verið Teitur Atlason, fyrr-
verndi blaðamaður og núverandi
nemi í alþjóðaviðskiptum í Gauta-
borg. Breyting verður þó á því í ár
því Teitur kemst ekki til Patreks-
fjarðar þetta árið og verður kynning
á hátíðinni í höndum Ragnars Braga-
sonar.
Ekki er formlega búið að ákveða
dagskrána en Hálfdán segir að verið
sé að leggja lokahönd á þá vinnu og
ætti hún að vera tilbúin í byrjun
næstu viku. Hægt er að fylgjast með
dagskránni og fá upplýsingar um
myndir hátíðarinnar og fyrri hátíða á
heimasíðunni www.skjaldborgfilm-
fest.com.
Skjaldborg Úr myndinni Garðshólmi - út í náttmyrkrið eftir Þorfinn Guðnason. Grátbrosleg mynd um hamfarir íslensku þjóðarinnar og ljósið í myrkrinu.
Hilton-hótel óskast á Patró
Kvikmyndagerðarkona frá Færeyjum heiðursgestur Yfir 30 heimildar-
myndir sýndar á hátíðinni í ár Hátíðin getur ekki orðið öllu stærri
Katrin Ott-
arsdottir er
fædd og
uppalin í
Færeyjum.
Hún útskrif-
aðist frá
Danska kvik-
myndaskól-
ann árið
1982 sem leikstjóri. Á meðal
þekktari mynda Katrinar eru
Atlantic Rhapsody og Bye Bye
Bluebird sem hlaut hin eftir-
sóttu Tiger-verðlaun á kvik-
myndahátíðinni í Rotterdam.
Katrin hefur einbeitt sér í aukn-
um mæli að heimildarmynda-
gerð og nýlega lauk hún við þrí-
leik sem fjallar um þrjá
færeyska listamenn. Eru þetta
myndirnar Eingin kann gera tað
perfekta, Ein regla um dagin má
vera nokk! og Sporini vaksa úr
orðum.
Þríleikurinn verður sýndur á
hátíðinni auk þess sem Katrin
mun sitja fyrir svörum og ræða
kvikmyndagerð sína.
Katrin Ottarsdóttir