Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 1
 Gæsluvarðhalds krafist yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings  Lán vegna skuldatrygginga á Kaupþing fóru í gegnum Magnús Guðmundsson í Lúxemborg Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Andra Karl og Rúnar Pálmason TVEIR stjórnendur hjá hinum fallna Kaup- þingi banka voru handteknir í gær vegna rann- sóknar á fjölda afbrota. Mennirnir eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Skýrslutök- ur yfir Hreiðari og Magnúsi stóðu fram á kvöld og lauk raunar ekki fyrr en á ellefta tímanum. Að því er Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur sak- sóknari, segir var Hreiðar Már boðaður til skýrslutöku í gærmorgun og mætti hann í húsakynni saksóknarans sjálfviljugur. Skýrslu- töku lauk um hádegi og var Hreiðari Má þá til- kynnt að hann væri handtekinn. Í kjölfarið krafðist sérstakur saksóknari tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir Hreiðari Má, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Dóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur tók sér frest til hádegis í dag til að kveða upp úrskurð sinn. Allt að átta ára fangelsi Hreiðar Már var vistaður í fangaklefa lög- reglu höfuðborgarsvæðisins við Hverfisgötu. Aftur var tekin skýrsla af honum í gærkvöldi en ekki fékkst uppgefið hvort Hreiðar hefði sjálfur óskað eftir því að gefa skýrslu. Ólafur kvað handtöku Hreiðars Más tengjast rann- sókn á skjalafalsi, auðgunarbrotum, brotum gegn lögum um verðbréfaviðskipti – meðal annars markaðsmisnotkun – og brotum gegn hlutafélagalögum. Ekki hefði verið ráðist í hús- leitir vegna rannsóknarinnar í gær. Síðdegis í gær bárust svo fréttir af því að annar stjórnandi Kaupþings hefði verið hand- tekinn. Var þar um að ræða Magnús Guð- mundsson, forstjóra Banque Havilland í Lúx- emborg, en sá banki var reistur á rústum Kaupþings í Lúxemborg. Ekki er ljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Brotin sem rannsóknin beinist að varða allt að átta ára fangelsi. Bankamenn handteknir  Slóð liggur til Lúxemborgar | 4 F Ö S T U D A G U R 7. M A Í 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 105. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is –– Meira fyrir lesendur Sérblað FÓTBOLTINN 2010 fylgir Morgunblaðinu í dag HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR»9 EDDA FYRSTI HEIÐURSFÉLAGINN DAGLEGT LÍF»10-11 FRÆÐA UM TÍSKU OG HÖNNUN 6 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VERKAMANNAFLOKKUR Gord- ons Browns forsætisráðherra missti meirihluta sinn á breska þinginu í kosningunum í gær eftir 13 ára for- ystu en mestar líkur voru á að eng- inn flokkur fengi hreinan meirihluta. Útgönguspá benti til þess að Íhalds- flokkurinn yrði stærstur, fengi 305 sæti, Verkamannaflokkurinn 255 sæti en Frjálslyndir demókratar yrðu að sætta sig við svipaðan þing- sætafjölda og í kosningunum 2005 eða 61. Kjörsókn var talin hafa verið mun betri en 2005 og víða biðraðir við kjörstaði. Dæmi voru til að kjör- stöðum væri lokað þótt enn ættu margir eftir að kjósa en sums staðar var kjördagur lengdur um hálftíma, að sögn BBC. Hópur fólks í Shef- field efndi til setuverkfalls til að mótmæla skipulagsleysinu og bent var á að oft ynnust kjördæmi á örfá- um atkvæðum. Því gæti farið svo að frambjóðendur kærðu kosninguna. Það sem kom flestum stjórn- málaskýrendum á óvart var lélegt gengi Frjálslyndra demókrata en flest benti til þess í síðustu skoð- anakönnunum að þeim væri að tak- ast að hrista ærlega upp í flokka- kerfinu. En gangi útgönguspá eftir er ljóst að góð frammistaða leiðtoga flokksins, Nicks Cleggs, í sjónvarps- kappræðum hefur ekki dugað til.  Bresku kosningarnar | 17 Reuters Spenna Eftirlitsmenn fylgjast með talningunni í Meadowbank Stadium í Edinborg í gær. Stjórn Browns fallin  Útgönguspá benti til sigurs Íhalds- flokksins en hann næði ekki meirihluta Kl. 20.29 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var í gærkvöldi leiddur af lögreglumönnum út úr húsakynnum sér- staks saksóknara við Laugaveg og inn í ómerktan lögreglubíl. Þaðan lá leiðin að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem Hreiðar Már var vistaður í nótt. Hreiðar Már kom til landsins með flugi frá London á miðvikudags- kvöld og mætti boðaður til skýrslutöku í gærmorgun. Hann er búsett- ur í Lúxemborg þar sem hann einnig starfar. Hvorki Hreiðar Már né lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, gáfu sig á tal við fjölmiðla eftir að skýrslutöku lauk. Hreiðar Már að skýrslutöku lokinni í gærkvöldi  Eru í haldi vegna rannsóknar á skjalafalsi, auðgunarbrotum og markaðsmisnotkun HAFNARFJARÐARBÆR er í ábyrgðum fyrir lífeyrisskuldbind- ingum starfsmanna hjá sparisjóðn- um Byr. Skuldbindingin nam 1,3 milljörðum króna um áramót. Ef hún fellur að einhverju leyti á sveit- arfélagið getur það haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu þess, að mati endurskoðenda bæjarins. Málið er rakið aftur til ársins 1971. Þá dugðu iðgjöld ekki fyrir líf- eyrisskuldbindingum sem starfs- mönnum Sparisjóðs Hafnarfjarðar var lofað og tók bærinn á sig að veita ábyrgð á því sem upp á vantaði. Sparisjóður Hafnarfjarðar rann inn í Byr sem nú er kominn í þrot. Ekki er víst að bærinn hafi losnað undan ábyrgð. Skuldbindingin er skráð í ársreikningum bæjarins. | 6 Bærinn í ábyrgð fyrir Byr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.