Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 8
KARLMAÐUR á sjötugsaldri var í Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Honum var einnig gert að greiða konu, sem hann var dæmdur fyrir að nauðga, eina milljón króna í bætur. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Hér- aðsdóms Norðurlands vestra en lækkaði hins veg- ar bætur til konunnar um hálfa milljón króna. Konan kom á lögreglustöðina á Blönduósi í ágúst árið 2008 og greindi frá því að maður hefði nauðgað sér á heimili hans skömmu áður. Maður- inn var handtekinn í kjölfarið og sat í gæsluvarð- haldi í fjóra daga vegna málsins. Fram kom á sín- um tíma að konan og maðurinn unnu saman og var konan undirmaður mannsins. Maðurinn neitaði sök en í skýrslu hans fyrir dómi kom meðal annars fram að hann myndi ekki hvenær hann hóf drykkju þennan dag. Hann sagði sig ráma í að konan hefði komið heim til hans og þau ætlað að fara saman að vinna við að beita línu. Taldi hann sig hafa drukkið um þrjá bjóra, en svo myndi hann ekki meira. Hann fullyrti hins vegar að þær sakir sem á hann væru bornar fengju ekki staðist vegna þess að þegar hann væri drukkinn „mundi ég aldrei gagnast kvenmanni að neinu leyti“. Héraðsdómur taldi framburð konunnar einkar trúverðugan og að gögn málsins styddu hann. Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu og einnig að brot mannsins hefði verið alvarlegt og hann misnotað sér traust sem konan bar til hans. Varð- andi bótakröfu konunnar segir Hæstiréttur að ekki liggi fyrir nein gögn um afleiðingar brotsins þótt ljóst sé að það hafi haft áhrif á andlega heilsu hennar. Braut gróflega gegn samstarfskonu Í HNOTSKURN »Maðurinn veittist að konunni með of-beldi, káfaði á brjóstum hennar og sleikti og hafði við hana samræði. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Frægum kvikmyndamógúl í gömluHollywood varð stundum hált á svellinu þegar hann orðaði hugsun sína. Hann sagði eitt sinn að auðvitað hefði hann oft rangt fyrir sér, en á móti kæmi að sér skjátlaðist aldrei.     Launamál seðlabankastjórans eruaf þessari ætt. Launahækkun um 400 þúsund krónur er ekki slæm þeg- ar tillit er tekið til þess að um launa- lækkun er að ræða.     Það er ekki hægtannað en taka undir með Ragnari Reykás og furða sig á að menn séu að fjargviðrast yfir þessu, því hækkun upp á 400 þúsund, sem er í raun lækk- un um sömu upp- hæð, jafnar sig út og rúmlega það.     Lára, formaður bankaráðsins, miðl-aði þeim upplýsingum að hún væri bara að efna loforð sem var gef- ið í forsætisráðuneytinu. Nú hefur Jó- hanna sjálf tekið fram að hún hafi ekkert slíkt loforð gefið. Ætla menn að rengja það?     Þegar Lára miðlaði sínum upplýs-ingum sagði hún bara að loforðið hefði verið gefið í forsætisráðuneyt- inu. Þannig að það gæti einhver hafa gert sem bara var staddur í stjórn- arráðshúsinu af tilviljun. Til dæmis leigubílstjóri að koma með bréf. Eða maðurinn sem þvær gluggana. Á að gera Jóhönnu ábyrga fyrir einhverju fleipri manna sem flandra um húsið á eigin ábyrgð?     Ef einhver þeirra asnaðist til að lofafélagsmálaráðherranum skuld- lausum Hummer, á Jóhanna þá að standa við það?     Það dugar ekki fyrir Láru að segjaað það hafi verið andinn í forsæt- isráðuneytinu að standa bæri við lof- orðið við Má. Lára Júlíusdóttir Er Lára miðill? Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 11 rigning Akureyri 16 skýjað Egilsstaðir 11 alskýjað Kirkjubæjarkl. 15 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 11 heiðskírt Lúxemborg 6 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 13 léttskýjað París 14 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 8 alskýjað Berlín 7 skúrir Vín 21 léttskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 18 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Montreal 12 þrumuveður New York 23 heiðskírt Chicago 15 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 7. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:39 22:11 ÍSAFJÖRÐUR 4:25 22:35 SIGLUFJÖRÐUR 4:07 22:18 DJÚPIVOGUR 4:04 21:45 ÞAÐ getur verið þrautin þyngri að ná áttum í þoku nema þekkja vel til kennileita. Sé sú þekk- ing ekki fyrir hendi stoðar lítt að rýna í kort. Það er þó freistandi að reyna enda stundum ekk- ert annað í stöðunni þegar brýnt er að komast á áfangastað. Undanfarna tvo daga hefur þykk þoka legið yfir höfuðborginni, þó hefur verið nokkuð hlýtt í veðri. Í dag er spáð hægviðri á landinu og gert er ráð fyrir að það fari að létta til eftir hádegi, einkum í innsveitum. Hiti verður 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi. ERFITT AÐ NÁ ÁTTUM Í ÞYKKRI ÞOKUNNI Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.