Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 40
Gengið hefur verið frá samningum
við þýska útgáfurisann Schott Music
um útgáfu á bókinni Maxímús Mús-
íkús heimsækir hljómsveitina eftir
Hallfríði Ólafsdóttur
og Þórarin Má Bald-
ursson. Schott
Music, sem sér-
hæfir sig í útgáfu
tengdri tónlist,
er yfir 200 ára
gamalt og með
starfsemi víða
um heim.
Schott Music gefur
út Maxímús Músíkús
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Hreiðar Már handtekinn
2. Hávaði að gera íbúa „brjálaða“
3. Skífunni lokað
4. Óskað eftir aðstoð almennings
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimild-
armynda, verður haldin í fjórða sinn á
Patreksfirði 21.-24. maí. Meðal mynda
eru Garðarshólmi – út í náttmyrkrið
eftir Þorfinn Guðnason og Burkina
Faso 8600 km eftir Þorstein J. »32
Yfir tuttugu heimild-
armyndir sýndar
Verk Ernu Óm-
arsdóttur, Teach
us to outgrow our
madness, verður
sýnt í dag í leik-
húsinu De War-
ande í borginni
Turnhout í Belgíu.
Verkið hefur verið
sýnt víðsvegar um
Frakkland, Bretland, Ítalíu, Ísland,
Holland og Belgíu. Í verkinu dansa
Erna Ómarsdóttir, Lovísa Ó. Gunn-
arsdóttir, Sigríður S. Níelsdóttir o.fl.
Teach us to outgrow
our madness í Belgíu
Á laugardag Hæg vestlæg átt. Skýjað, en þurrt að mestu vestan- og norðanlands, ann-
ars bjartviðri. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðankaldi
við austurströndina. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og fer heldur að létta til eftir hádegi, einkum í inn-
sveitum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
VEÐUR
Fannar Þór Friðgeirsson
leikmaður Vals fór á kost-
um í fjórða úrslitaleiknum
gegn Haukum um Íslands-
meistaratitilinn í karla-
flokki í handbolta. Fannar
skoraði 12 mörk í 32:30
sigri Vals en úrslitin réðust
í framlengingu. Liðin eigast
við á morgun, laugardag, í
oddaleik á heimavelli
Hauka sem hafa titil að
verja – í leik þar sem allt
verður lagt undir.
Valur og Haukar
mætast í oddaleik
Björgvin Páll Gústavsson landsliðs-
markvörður í handknattleik veit af
áhuga þýskra liða sem leika í efstu
deild. Björgvin ætlar að vera áfram í
herbúðum sviss-
neska meist-
araliðsins
Kadetten en
liðið leikur í
Meistara-
deild
Evrópu á
næstu
leiktíð.
»2
Þýsk lið hafa sýnt
Björgvini Páli áhuga
Reykjavíkurliðunum Val og KR er
spáð sigri á Íslandsmótinu í fót-
bolta samkvæmt spá forráðamanna
og leikmanna úrvalsdeildar kvenna
og karla. KR sigrar í karlaflokki og
Íslandsmeistaralið Vals ver titilinn í
kvennaflokknum. Nýliðar Selfoss
og Hauka falla úr efstu deild karla –
gangi spádómarnir eftir. Íslands-
mótið hefst á mánudag. »4
Titlarnir enda í Reykja-
vík gangi spáin eftir
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Ernir
Öldungur Stefán Bjarnason man vel
kreppuna á 4. áratug 20. aldarinnar.
STEFÁN Bjarnason verkamaður,
sem er 100 ára í dag, man tímana
tvenna. Óhætt er að segja að hann
hafi upplifað aldahvörf á mörgum
sviðum um ævina.
Stefán lagðist í spænsku veikinni
1918 líkt og öll fjölskylda hans og
hann man vel eftir Kötlugosinu sama
ár. Stefán var um tvítugt þegar hann
flutti til Reykjavíkur og þar tók
kreppan á móti honum. Verst af öllu
var atvinnuleysið, að sögn Stefáns.
Einu sinni var Stefáni og félögum
hans boðin vinna í korter. Starfið
fengu færri en vildu. Honum þykir
kreppan þá og ástandið nú ekki
sambærileg.
Stefán kveðst hafa verið komm-
únisti og vera það enn. Hann segir
skoðanir sínar hafa á stundum gert
sér erfitt að fá vinnu.
Þrátt fyrir heilsuleysi á yngri ár-
um vann Stefán fulla vinnu fram yfir
85 ára aldur. En hverju þakkar
hann betri heilsu?
„Ég þakka hana mjög mikið því
að ég stundaði íþróttir. Ég gekk í
Ármann og þar fékk maður svo að
segja ókeypis íþróttir nær alla daga
ef maður vildi. Ég fór á hverju ein-
asta kvöldi, mátti heita, á æfingar,
annað hvort í glímu eða frjálsum
íþróttum. Lengi vel eftir erfiðan
vinnudag. Ég hætti glímunni en
leikfimin var góð með vinnunni.“ | 6
Atvinnuleysið var verst
Stefán Bjarnason verkamaður er 100 ára í dag Hann
fékk spænsku veikina 1918 og man Kötlugosið sama ár
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Helga Bjarnason
SAUÐBURÐUR er um það bil
hálfnaður á bænum Nykhóli við Pét-
ursey. Þar varð öskufall í gær, eins
og víða frá Eyjafjöllum í vestri út að
Meðallandi í austri. Hjónin Guðjón
Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir
eru með um 400 fjár og reikna með
að um 650 lömb fæðist þetta vorið.
Þótt sauðburður gangi ágætlega
og ekki hafi neyðarástand skapast
enn horfir ekki vel með plássið í fjár-
húsunum. Í gær var ekki enn þor-
andi að setja fé út, enda nýfallin aska
á túnum.
Guðjón skiptir stíunum upp í litlar
krær fyrir hverja og eina kind sem
búin er að bera, svo þær tapi ekki
lömbunum og þau troðist ekki undir.
Þegar þrjú hundruð lömb verða
komin til viðbótar verður lítið um
pláss. Þau reikna með að beita á
heimatúnin í sumar og sleppa því að
heyja hluta af sínu ræktarlandi.
Lambféð | 14-15
Sauðburður í skugga ösku
Ekki má setja fé út
en húsin rúma ekki
allt fé með lömbum
Morgunblaðið/Kristinn
Burður Guðjón Harðarson, bóndi á Nykhóli við Pétursey, hjálpar kind að bera. Sú var tvílemba en alls kostar óvíst
er hvenær hún fær að fara út með lömbin. Sauðburður er um það bil hálfnaður á Nykhóli og sífellt þrengir meira að.