Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 „ÞETTA var afskaplega fallega hugsað,“ segir Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, sem útnefnd var fyrsti heiðurs- félagi Hollvina Grensásdeildar (HG) á aðalfundi samtakanna sem fram fór fyrir skemmstu. Segir hún ánægjulegt að senn styttist í að markmið samtakanna um að bæta húsa- og tækjakost Grensásdeild- arinnar verði að veruleika. Á aðalfundinum kom fram að vatnaskil hefðu orðið í fjárhags- stöðu HG með aðkomu Eddu Heið- rúnar og söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás sem hún stóð fyrir með aðstoð HG og annarra vel- unnara. „Það var mín lukka að finna verkefni sem gefur svona mikla gleði og gengur svona vel,“ segir Edda Heiðrún og tekur fram að hún vonist til þess að hægt verði að klippa á borða vegna nýs húsa- kosts eftir þrjú ár þegar Grens- ásdeildin fagnar 40 ára afmæli sínu. Að sögn Gunnars Finnssonar, formanns HG, skilaði átakið Á rás fyrir Grensás 102,5 milljónum króna. Spurður hvort búið sé að ákveða hvernig söfnunarféð verði nýtt seg- ir Gunnar það grundvallaratriði að ráðstafa ekki fénu fyrr en fyrir liggi nákvæmlega hvernig heilbrigð- isráðuneytið ætli að taka á málum og búið sé að hanna nýtt skipulag á Grensásreitnum þar sem fram komi hvernig uppbygging sé fyrirhuguð á reitnum þ.m.t. ný álma fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun og bíla- geymsla, en sú hönnunarvinna er þegar farin af stað á vegum Land- spítalans. Bendir hann á að heildar- kostnaðurinn vegna viðbyggingar sé a.m.k. einn milljarður eða um 100 milljónir í vexti og afborganir á ári miðað við um 20 ára afskrift- arbil. Þjóðhagslega hagkvæmt „Það gefur augaleið að söfn- unarféð hrekkur skammt í það,“ segir Gunnar og tekur fram að ver- ið sé að skoða aðkomu lífeyrissjóð- anna að fjármögnun þessarar fram- kvæmdar. Bendir hann á að þar á bæ sé áhugi fyrir verkefninu, ekki síst þar sem það uppfylli mörg skil- yrði sem lífeyrissjóðirnir hafa sett fyrir aðkomu sinni að málum, m.a. að verkefnið sé vel skilgreint, geti hafist fljótlega og sé atvinnuskap- andi. Gunnar minnir jafnframt á að fjárfesting í endurhæfingu sé mjög arðbær fyrir samfélagið. „Skatttekjur af þeim 100 ein- staklingum sem Grensásdeild út- skrifar á hverju ári eru meira en 85 milljónir á ári,“ segir Gunnar og tek- ur fram að sparnaður felist líka í því að gera fólki kleift að búa heima í stað þess að dvelja á ríkisrekinni stofnun. „Varlega reiknað mun fjár- streymið til ríkissjóðs og sparnaður hans á ári hverju því nema mun hærri upphæð en nemur kostnaði við fjármögnun framkvæmdanna við Grensásdeild. Þar að auki munu framkvæmdirnar leiða til þess að deildin geti bætt færni enn fleiri en hún getur nú, sem mun síðan aftur auka tekjuflæðið til ríkissjóðs enn meira.“ silja@mbl.is Edda útnefnd fyrsti heiðursfélaginn  Vatnaskil urðu í fjárhagsstöðu Hollvina Grensásdeildar með aðkomu Eddu Heiðrúnar Backman og söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás  Átakið skilaði samtökunum rúmum 102 milljónum Í HNOTSKURN »Átakið Á rás fyrir Grensásskilaði 102,5 milljónum. »Fyrsta verkefni HollvinaGrensáss (HG) er að bæta aðgengi fatlaðra að Grens- ásdeildinni með yfirbyggðu bílastæði með snjóbræðslu fyr- ir 10-15 bifreiðir við aðal- inngang deildarinnar. »Það verkefni verður fjár-magnað með 25-30 millj- óna króna styrk sem heil- brigðisráðherra hefur heitið samtökunum, en ráðherra ávarpaði aðalfund HG. »Þær framkvæmdir gætuhafist þegar á þessu ári. Þakklát Edda Heiðrún vonar að hægt verði að klippa á borða eftir þrjú ár. NÍU ára nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, fjöl- skyldur þeirra og starfsmenn skól- ans fögnuðu saman framúrskarandi árangri barnanna í stærðfræði í síð- ustu samræmdu prófum í 4. bekk. Meðaleinkunn skólans í stærðfræði var 8,8 en landsmeðaltalið var 6,1. „Við höfum kallað þau Íslands- meistara í stærðfræði 4. bekkjar og rétt eins og þegar aðrir verða Ís- landsmeistarar í handknattleik í 4. flokki er haldin hátíð og veitt verð- laun,“ sagði Vilborg Einarsdóttir, foreldri eins barnsins, en það voru foreldrarnir sem stóðu fyrir verð- launahátíðinni. Páll Hilmarsson, formaður skóla- nefndar Garðabæjar, afhenti börn- unum, sem eru 28 talsins, verðlaun af þessu tilefni og hvatti þau til að setja markið hátt og verja titilinn við næsta tækifæri. Langefstur í stærðfræði Verðlaunagripurinn var gylltur vasareiknir á endurunnu timbri og gleri, hannaður og smíðaður af Braga Jóhannssyni, þúsundþjala- smiði Barnaskólans. „Það á að verðlauna sem vel er gert og þessi börn skipuðu skól- anum á meðal fimm efstu skóla á landsvísu í íslensku, en í stærðfræði var skólinn langefstur,“ sagði Vil- borg. „Það verður ekki horft framhjá því að kennsla að hætti Hjallastefnunnar skilar góðum árangri í námi ekki síður en náms- gleði, eins og við foreldrar merkj- um vel hjá börnunum okkar,“ segir Vilborg. Hún segir mikla áherslu lagða á samskipti skólans, foreldra og fjöl- skyldna. „Svo skiptir staðsetningin ekki síður máli þegar svona nið- urstöður fást,“ segir Vilborg. „Bæj- aryfirvöld í Garðabæ hafa sett mál- efni skóla, barna og fjölskyldna í algeran forgang á undanförnum ár- um og það skapar jarðveg sem get- ur skilað svona árangri.“ Frábært! Krakkarnir í 4. bekk í Barnaskóla Hjallastefnunnar hafa tilefni til að fagna rækilega eftir að hafa náð frábærum árangri í stærðfræði. Gylltar reiknivélar fyrir góðan árang- ur í stærðfræði Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Str. m-xxxl Verð kr. 4.900 Köflóttar skyrtur Skokkar áður 16.990 nú 11.990 Margar gerðir St. 36-52 Laugavegi 54, sími 552 5201 Helgarbrjálæði 8,8 Meðaleinkunn nem- enda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í stærðfræði HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Ker, Skeljung og Olíuverslun Íslands, til að greiða Vestmannaeyjabæ 14,4 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem bærinn varð fyrir vegna ólög- mæts samráðs félaganna. Félögin voru hins vegar sýknuð af bótakröfu útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjabær taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna þriggja um verð sem félögin buðu fyrir eldsneyti í útboði á árinu 1997. Hæstiréttur féllst á það og segir m.a. í dómnum, að bréf framkvæmdastjóra markaðs- sviðs stórviðskipta hjá Skeljungi frá 10. mars 1998 til Kers og Olís veiti eindregna vísbendingu um að félögin þrjú hafi haft með sér samráð við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og samið um skiptingu framlegðar. Jafnframt að minnisblað fram- kvæmdastjóra markaðssviðs stór- notenda hjá Olís styddi sömu niður- stöðu og einnig gögn, sem komu fram við rannsókn Samkeppnis- stofnunar á ætluðum brotum olíu- félaganna á þágildandi samkeppnis- lögum. Hæstiréttur sýknaði hins vegar félögin þrjú af bótakröfu Dala-Rafns í Vestmannaeyjum en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á kröfu félagsins um að olíufélögin greiddu því 2,3 milljónir króna í bæt- ur vegna tjóns, sem ólöglegt samráð þeirra var talið hafa valdið. Hæstiréttur segir, að þrátt fyrir umfangsmikla öflun gagna við máls- meðferð stjórnvalda á sviði sam- keppnismála, sem Dala-Rafn hafi að nokkru fengið aðgang að, hafi félagið ekkert lagt fram, vísað til gagna eða rökstutt á annan hátt að olíufélögin þrjú hafi sérstaklega haft samráð um viðskipti eða verðlagningu við það. Olíufélögin sakfelld og sýknuð Dæmd til að greiða Vestmannaeyjabæ 14,4 milljónir króna AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.