Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LJÓST virtist í gærkvöldi að enginn stjórn- málaflokkur fengi hreinan meirihluta á þingi í kosningunum sem fóru fram í Bretlandi. Lág- marksmeirihluti er 326 sæti og Íhaldsflokki Dav- ids Camerons var spáð 305 þingsætum í út- gönguspá breska ríkisútvarpsins, BBC. Áratugir eru síðan þessi staða kom síðast upp í landinu en venjulega tryggja einmenningskjördæmin og kosningakerfi, þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í kjördæminu hreppir þingsætið, að einn flokkur fái meirihluta þingsætanna 650. Kjörsókn var mun meiri en þegar síðast var kosið og talið að hún gæti farið yfir 70% en kvart- að var yfir því að talning gengi víða hægt. Búist var við lokatölum einhvern tíma eftir miðnættið en þegar voru komnar tölur úr nokkrum kjör- dæmum er blaðið fór í prentun. Aðeins eru birtar lokatölur úr kjördæmunum en ekkert sagt um stöðuna meðan talningin fer fram. Frjálslyndir demókratar Nicks Cleggs fengu samkvæmt útgönguspám einungis 61 þingsæti sem er mun minna en kannanir höfðu bent til og jafnvel færri sæti en flokkurinn hafði eftir kosningarnar 2005. Verka- mannaflokkur Gordons Browns forsætisráð- herra fékk samkvæmt spánni 255 þingsæti og aðrir flokkar alls 29 þingsæti. Gangi út- gönguspár eftir er komin upp sú óvænta staða að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar geta ekki myndað saman meiri- hlutastjórn en Íhaldsmenn geta myndað stjórn með öðrum hvorum hinna stóru flokkanna. Einnig er hugsanlegt að Cameron leiti eftir stuðningi hjá norðurírskum sambandssinnum ef þingsætafjöldi þeirra nægir til að þingmeiri- hluti verði fyrir hendi. Íhaldsflokkurinn gæti myndað minnihlutastjórn, fordæmi eru fyrir þeirri leið. En verði hún farin er talið líklegt að fljótlega verði aftur boðað til kosninga þar sem hún yrði völt í sessi og verkefnin sem blasa við eru ógnvægileg, fyrst og fremst vegna skulda- stöðu ríkisins. Brown áfram til bráðabirgða? Ekki eru ákveðnar reglur til um hvað skuli gera nái enginn flokkur meirihluta í kosning- unum en reynt að fara eftir hefðum. Undir venjulegum kringumstæðum fara stjórn- arskipti fram um leið og úrslitin eru ljós. Þá hefði Cameron flutt inn í bústað forsætisráð- herra, Downingstræti 10, þegar í dag. En þurfi að mynda samsteypustjórn mun Brown sitja áfram þar til hún hefur verið mynduð. Mikil umræða hefur verið um kosningafyr- irkomulagið í Bretlandi fyrir þessar kosningar og er ljóst að henni mun ekki linna að þeim loknum. Sætafjöldi flokka á þingi er vegna ein- menningskjörsdæmanna iðulega ekki í neinu samhengi við kjörfylgið. Þetta hefur sér- staklega átt við um Frjálslynda demókrata. Íhaldsflokkur Camerons í lykilstöðu  Útgönguspár bentu þó til þess að enginn fengi hreinan meirihluta  Brown og Clegg fá líklega of lítið fylgi til að mynda saman ríkisstjórn Meðaltal síðustu kannana Verkamannaflokkurinn Fylgi: Áætl.þingm. 28% fjöldi: 257 sæti Íhaldsflokkurinn Fylgi: Áætl. þingm. 36% fjöldi: 284 sæti Frjálslyndir demókratar Fylgi: Áætl. þingm. 27% fjöldi: 80 sæti Öðrum flokkum er spáð alls 29 sætum. [Síðustu kosningar 2005: 36,1% fylgi/349 sæti] [Síðustu kosningar 2005: 33,2% fylgi/210 sæti] [Síðustu kosningar 2005: 22,6% fylgi/62 sæti] BRETAR eru þekktir fyrir að veðja um allt milli himins og jarðar. Hinn mælski Nick Clegg var nær óþekktur meðal almennings fyrir kosningarnar. En honum vafðist tunga um tönn þegar blaðamaður The Times spurði hvort hann hefði ekki reynt að hagnast með því að veðja á eigin sigur. „Já af hverju gerði ég það ekki?“ sagði Clegg loks. Veðmálafyrirtæki sem kom sér upp útibúi við kjörstaðinn þar sem David Cameron greiddi atkvæði gerði ráð fyrir að líkurnar á að hann yrði forsætisráðherra væru fimm sinnum meiri en að hann myndi ekki hreppa hnossið. Veðjað sem aldrei fyrr um sigurvegarann ÞINGKOSN- INGAR í ríki með um 44 milljónir atkvæðisbærra karla og kvenna krefjast mikillar skipulagningar. Eitt sinn kom upp eldur á ein- um kjörstaðnum og var þá gripið til þess ráðs að hafa kjörstaðinn í farang- ursgeymslu bíls á staðnum. Ræst- ingafólk hafði eitt sinn í ógáti fleygt öllum kössunum með kjör- seðlum og varð að sækja nýjar birgðir í skyndingu um morguninn. Óvæntar uppá- komur geta truflað BRESKIR kjós- endur verða að fara að settum reglum, mega t.d. ekki skrifa dónaleg skilaboð til þingmanna á seðilinn. Taka má hundinn með í kjörklefann að því tilskildu að hann trufli ekki kosninguna. Bannað er að stunda áróður á kjörstað. En er í lagi að mæta slompaður? Já, en starfsmenn mega þá kanna með nokkrum spurningum hvort umræddur kjósandi teljist hæfur til að greiða atkvæði. Í lagi að kjósa dálít- ið slompaður SARAH Brown og eiginmaðurinn, Gordon Brown forsætisráðherra, á leið á kjörstað í North Queensferry í Fife í Skotlandi í gær. Ekki var talið líklegt að Brown missti sjálfur þingsæt- ið, allar kannanir bentu hins vegar til þess að Verkamannaflokkurinn fengi sína verstu út- komu í marga áratugi. En kosningakerfið olli því að ekki var samt hægt að útiloka að hann fengi fleiri þingsæti en Íhaldsflokkurinn. Reuters Á VIT ÓVISSUNNAR Gordon Brown er 59 ára gamall og var orðinn 49 ára þegar hann giftist; eiginkonan er Sarah Brown og þau eiga tvo syni. Eins og fleiri ráðamenn hefur hann verið spurður mikið um smekk sinn og áhuga- mál. Hefur Brown gengist við mikilli aðdáun sinni á Simon Cowell og raunveruleika- sjónvarpi, einnig að hann dái Bítlana og Frank Sinatra. Vitað er að ráðherrann er æstur fót- boltafíkill og fylgist vel með leikjum í enska boltanum en uppáhaldsliðið er sjálfsögðu skoskt, Raith Rovers. Brown hefur oft minnt fólk á að sjálfur sé hann ekki af ríkum kominn og hafi gengið í venjulega ríkisskóla, ekki einkaskóla. Ruðningur og lestur Prestsonurinn frá Skotlandi er sagður einhver mesti lestrarhestur sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Breta, hann var afburðanem- andi, hóf háskólanám í Edinborg aðeins 16 ára gamall og lauk doktorsprófi í sagnfræði. Hann lék áður ruðningsbolta og fékk eitt sinn spark sem varð til þess að hann missti sjón á vinstra auga og tókst naumlega að bjarga hinu auganu. Verkamannaflokkurinn David Cameron verður seint tal- inn af alþýðlegum ættum, faðir hans er auðugur verðbréfasali og fjölskyldan er talin eiga tug- milljónir punda. Meðal forfeðra hans voru Vilhjálmur fjórði Bretakonungur, kátur og kærulaus sjóliðsfor- ingi sem var við völd snemma á 19. öld, og hjá- kona hans, Dorothea Jordan. Eiginkona Came- rons er Samantha Gwendoline, dóttir aðalsmannsins sir Reginalds Sheffields, og börn- in eru þrjú. Fjórða barnið, Ivan, var mjög fatl- aður drengur sem lést í fyrra, sex ára gamall. Aðdáandi grínþátta Cameron gekk í hinn fræga og dýra Eton- menntaskóla sem fóstrað hefur fjölda breskra leiðtoga og lauk síðar námi í heimspeki og hag- fræði við Oxford-háskóla. Þar er hann sagður hafa stundað skemmtanalífið óspart. Cameron hefur skýrt frá því að hann hafi gaman af spennuþáttum eins og Midsomer Murders og grínþáttunum Shameless, einnig dái hann sveit- ir eins og Radiohead og söngkonuna Lily Allen. Hann mun vera fremur hikandi stuðningsmaður Aston Villa. Íhaldsflokkurinn Nicholas Clegg er 43 ára gamall eins og keppinauturinn Came- ron og tók við leiðtogaembætt- inu í flokki Frjálslyndra demó- krata 2007. Móðir hans er hollensk og faðirinn er efnaður bankamaður, að hluta til af rússneskum aðals- ættum. Sonurinn gekk í dýran einkaskóla, Westminster, í London en síðar lauk Clegg námi í mannfræði í Cambridge þar sem hann þótti einnig efnilegur leikari. Eiginkona Cleggs er spænsk, Miriam Gonzalez Durantez, og eiga þau þrjú börn sem öll eru kaþólsk eins og móðirin. Sjálfur er Clegg yfirlýstur trúleys- ingi en stundar innhverfa íhugun. Tungumálamaður og matgæðingur Clegg stundaði ýmis störf, var m.a. bankamað- ur í Helsinki og lærði blaðamennsku undir handleiðslu Christopher Hitchens á vinstririt- inu Nation í New York. Clegg er hrifinn af matgæðingaþættinum Come Dine With Me, hlustar mest á klassíska tónlist og stundar ákaft skíði og tennis. Hann er tungumálagarp- ur, talar m.a. hollensku, frönsku, þýsku og spænsku. Frjálslyndir demókratar Bresku þingkosningarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.