Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 RITLISTARHÓPUR Kópa- vogs var stofnaður 1995 og þá var haldinn fyrsti upplestur Kópavogsskálda og hefur verið haldinn reglulega síðan. Á morgun lesa félagar Ritlistar- hópsins í Kórnum, í Bókasafni Kópavogs, í tilefni af 55 ár af- mæli Kópavogsbæjar og 15 ára afmæli Ritlistarhópsins. Lest- urinn hefst kl. 15:00. Lesarar verða Þórður Helgason, Anna S. Björnsdóttir, Arngrímur Vídalín, Sigrún Guð- mundsdóttir, Kristján Hreinsson, Anna Karin Júlíussen, Eyþór Rafn Gissurarson, Hjörtur Harðarson, Sigríður Helga Sverrisdóttir, Stein- þór Jóhannsson og Eyvindur P. Eiríksson. Bókmenntir Upplestur Ritlistar- hóps Kópavogs Eyvindur P. Eiríksson ÞÓRUNN Bára Björnsdóttir opnar myndlistarsýninguna Surtsey – merki um líf á morg- un kl. 15:00 í listasal Iðu- hússins í Lækjargötu 2a, 2. hæð. Á sýningunni eru verk máluð á þessu ári og tengjast áhuga Þórunnar á náttúrunni. Hún hefur verið að vinna að áþekku efni síðustu þrjú ár, byrjaði með vatn, síðan mosa og fléttur og nú það hvernig líf hefur þróast í hrjóstrugu umhverfi að loknu gosi. Þórunn lauk meistaragráðu í myndlist við Westelyan-háskóla í Connecticut, fór svo í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og loks til myndlist- arnáms í Edinborgarháskóla. Myndlist Surtsey – merki um líf í listasal Iðu Þórunn Bára Björnsdóttir UPPISTANDSHÓPURINN Mið-Ísland fer með gamanmál á Gljúfrasteini í Mosfellsbæ á morgun kl. 16:00. Fram koma Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi og Halldór Lax- ness, Dóri DNA, sem kemur fram órakaður og með hatt að hætti ungskálda. Uppistandshópurinn Mið- Ísland hefur komið víða við á því rúma ári sem hann hefur verið starfræktur. Auk hefðbundinna uppistands- kvölda hafa meðlimir komið fram í sjónvarpi og á ýmsum menningarviðburðum. Hópurinn hélt til dæmis uppistand fyrir gesti Listasafns Akureyrar síðasta sumar og skemmti Íslendingum ytra. Gamanmál Mið-Ísland á Gljúfrasteini Halldór Laxness, Dóri DNA Væri Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Snæfells, flottari með hár? 36 » LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík fagnar fjörutíu ára afmæli í vor og af því tilefni hefur verið sett upp sýning í Norræna húsinu til að rifja upp að- draganda og tilurð fyrstu hátíð- arinnar. Ivar Eskeland, sem var fyrsti for- stjóri Norræna hússins sem var opnað í ágúst 1968, var ötull tals- maður norrænar menningar og fékk fljótlega þá hugmynd að komið yrði á laggirnar norrænni listahátíð þar sem allt hið besta í norrænum listum yrði á dagskrá. Borgaryf- irvöld tóku hugmyndinni vel og all- ir þeir sem heyrðu af henni, en smám saman varð norræna listahá- tíðin að alþjóðlegri listahátíð, meðal annars fyrir tilstilli Vladimirs Ashkenazy sem flutti til Íslands um líkt leyti með Þórunni Jóhanns- dóttur eiginkonu sinni. Mikið var um dýrðir á fyrstu há- tíðinni og er það rakið í máli og myndum á sýningunni í Norræna húsinu og þar gefur að líta dag- skrár, úrklippur, ljósmyndir og annað efni. Hátíð André Previn stjórnar Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Listahátíð í Reykjavík fjörutíu ára Sýning sett upp í Norræna húsinu Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „ÉG HEF gert þó nokkuð af því að mála vatnslitamyndir. Það er ekki auðvelt að eiga við vatnsliti en ég er að ná stöðugt betri tökum á þeim,“ segir Daði Guðbjörnsson, en á morgun, laugardag, verður opnuð í Gallerí Fold á Rauð- arárstíg sýning á vatnslitamyndum eftir hann. Myndirnar eru um tutt- ugu, málaðar síðastliðinn vetur. Egg sem þema „Að vinna með vatnsliti krefst mikillar þekkingar á sjálfum sér og efninu. Það er ekki hægt að hnika neinu, maður verður að hitta á það rétta strax til að halda létt- leika,“ segir Daði. Þegar hann er spurður hvort eitthvert eitt ákveð- ið þema sé ríkjandi í myndunum segir hann: „Það er eggform í öll- um myndunum og fuglar eru líka áberandi. Eggið er þemað í sýn- ingunni og á að vera lýsandi fyrir von mína um endurfæðingu þjóð- arinnar. Í góðærinu, eða réttara sagt gróðærinu, var fólk með nefið upp í loftið, var merkilegt með sig og fékk svo sinn skell. Minn skiln- ingur á lífinu er sá að það efnis- lega sé blekking. Auðvitað þurfum við öll að sjá fyrir okkur og eiga fyrir nauðsynjum en við megum ekki gleyma okkur í því verald- lega.“ Glaðlegar myndir Þú hefur oft talað um að þú sért andlega leitandi og að myndir þín- ar eigi að miðla þeirri sýn. Það á þá við um þessar myndir, er ekki svo? „Jú, eggin sem myndirnar sýna eru tákn þess að fólk þurfi að endurfæðast. Ein leið til að end- urfæðast er að stunda sahajayoga. Það eru fjögur ár síðan ég byrjaði að stunda þessa hugleiðsluaðferð og ég tel að ég hafi endurfæðst í gegnum það en þetta tekur allt sinn tíma.“ Hefur myndlist þín breyst á þessum fjórum árum? „Hún er miklu yfirvegaðri. Í gegnum sahjayoga næ ég betra jafnvægi og um leið er ég mun hnitmiðaðri og öruggari með það sem ég er að gera. Annað hef ég lært og það er að þegar maður er að skapa þá gerir maður ekki neitt sjálfur. Ég er ekki að segja að ég sé með lokuð augun að stýra penslinum. En í staðinn fyrir að nota heilahvelin tengi ég mig við alheimsvitundina og þá er það hið guðlega sem málar myndina. Ég er ekki lengur við stýrið heldur er ég verkfæri. Myndirnar eru glað- legar og það er vegna þess að guð- legur máttur er jákvæður og vill færa okkur hamingju, en okkur mannfólkinu hættir til að leita í það sem er miður gott og því fer sem fer. Ég vonast til að mynd- irnar miðli jákvæðni og fólki líði betur af því að hafa þær í kringum sig. Betur get ég ekki boðið.“ Daði Guðbjörnsson sýnir í Gallerí Fold Morgunblaðið/Ernir Verkfæri „Myndirnar eru glaðlegar og það er vegna þess að guðlegur mátt- ur er jákvæður og vill færa okkur hamingju.“ Endurfæðing þjóðar ÞORSTEINN Helgason, myndlist- armaður og arkitekt, opnar sýningu á verkum sínum í Reykjavík Art Gallerí næstkomandi laugardag. „Ég er búinn að vera að vinna að þessum verkum í þó nokkurn tíma og það var kominn tími á einhvers- konar uppgjör og því ætla ég að halda sýningu þarna í gömlu kex- verksmiðjunni Frón en sýningar- rýmið er mjög skemmtilegt, hrátt og opið. Myndir mínar munu því gefa staðnum allt annan svip.“ Verkin sem Þorsteinn mun sýna eru að hans sögn mjög í takt við það sem hann hefur áður verið að gera. „Ég hef haldið mig nokkuð innan sama ramma og áður, þó er ég að prófa mig áfram út í stærri fleti en áður og því mætti kannski segja að ég sé að þróast eitthvað innan þess sviðs sem ég hef skapað mér.“ Þorsteinn segist aðallega vinna með heita og kalda fleti sem mynda svo ákveðna spennu og kontrast innan hvers verks. „Ég sæki minn innblástur í línur og liti en ég myndi segja að ég væri abstrakt-expressjónískur enda á ég mér fyrirmyndir í danskri abstraktlist þar sem ég bjó lengi í Danmörku.“ Þorsteinn vinnur allajafna sem arkitekt og rekur sína eigin stofu, Ask arkitekta. „Það er oftast í nógu að snúast hjá mér. Ég reyni að mála eins mikið og ég mögulega get. Ég sem og spila einnig djass- tónlist og ég finn fyrir sterkri teng- ingu á milli allra þessara listgreina. Hugmyndafræðilega séð er þetta allt mjög svipað, maður fær hug- mynd og þróar hana hvort sem það er á striga eða á strengjum, yfir- leitt læt ég bara tilfinningarnar ráða og þá verður útkoman oftast ásættanleg.“ asgerdur@mbl.is Þorsteinn Helgason sýnir í Reykjavík Art Gallerí Reyni að mála eins mikið og ég mögulega get Morgunblaðið/Ernir Tilfinningar Þorsteinn Helgason, myndlistarmaður, arkitekt og djassari, opnar sýningu í Reykjavík Art Gallerí á morgun. PAMELA De Sensi flautuleikari stendur fyrir harla óvenjulegri upp- ákomu í Salnum í Kópavogi næst- komandi sunnudag en þá fara fram barnatónleikar og klassískt diskótek. Markmið barnatónleikanna er að kynna klassíska tónlist fyrir börnum með því að kenna þeim takt, sýna þeim nótnabækur og hljóðfæri. „Þetta er þáttur í barnatónleika- röðinni Töfrahurðin sem er skipulögð sérstaklega með það í huga að láta krakka sem mæta á tónleikana taka virkan þátt í þeim með okkur. En það fer þannig fram að krakkarnir eru fengnir upp á svið þar sem þau eru látin fara í gegnum töfradyrnar og þar með breytast þau í hljómsveitar- stjóra að hætti Mozarts eða Händel. Fremstur í flokki er DJ Sóri (Sig- urþór Heimisson) og mun hann að- stoða krakkana á sviðinu en þetta er sett upp eins og einskonar diskótek enda er þetta auglýst sem slíkt. Hljómsveit hússins er í þetta skiptið Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna undir öruggri stjórn Oliver Kentish. „Við höfum fengið dansara frá Listdansskóla Íslands til að hjálpa og þau munu til dæmis dansa sígaunadansinn úr Carmen. Ýmsir fleiri dansarar munu taka þátt í uppátækinu en börnunum býðst einnig tækifæri á að dansa, því sér- stakur dansherra hefur verið skip- aður til að leiða dansinn en það er enginn annar en Jóhann Friðgeir Valdimarsson stórtenór sem tók það að sér.“ Fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu munu sjá um að hita upp fyrir tón- leikana með uppákomum og andlits- málun en húsið verður opnað kl 12:30 og tónleikarnir hefjast kl 13. Klassískt barna- diskótek í Salnum Börnin leidd í gegnum töfradyr og breytast í hljómsveitarstjóra Töfrahurð Barn breytist í hljóm- sveitarstjóra í Salnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.