Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 34
Snillingur Andy Kaufman setti á svið margra mánaða blóðuga baráttu við Jerry Lawler, vinsælan fjölbragðaglímumann úr Suðurríkjunum. Bestu brandararnir eru þeir,sem enginn skilur nemasögumaðurinn. Andy heit- inn Kaufman var frumkvöðull í slík- um bröndurum. Hann plataði fólk með því að setja á svið atburðarás, sem stundum tók marga mánuði eða ár – gerði sjálfan sig að annarri af tveimur aðalpersónum leikrits- ins.    Hin persónan var áhorfandinn,sem taldi sig vera áhorfanda en var í rauninni þátttakandi í brandaranum. Andy hló eins og brjálæðingur að viðbrögðunum, þegar hann fór niðrandi orðum um íbúa Suðurríkja Bandaríkjanna og gaf þeim leiðbeiningar um það hvernig ætti að nota salern- ispappír. Snillingurinn hló í ein- rúmi.    Margir kynnu að líta svo á, aðþarna hafi reynt mjög á skil- greininguna á brandara. Reyndar má spyrja sig hvort praktískur brandari, sem enginn veit að er praktískur brandari nema sá sem hann segir, sé brandari yfirhöfuð. Er nóg að einn hlæi? Hversu marga hlæjendur þarf til að brandari verði brandari? Þurfa þátttakendur í brandara að vita að þeir séu þátt- takendur í brandara? Andy var sama. Hann bara hló.    Í raun er um að ræða ákveðnagrundvallarspurningu, um fé- lagslegt eðli manneskjunnar. Flest- ir hafa óstjórnandi þörf fyrir sam- skipti við annað fólk. Þeim finnst til að mynda, í þessu samhengi, lítið vera varið í brandara sem enginn skilur nema þeir sjálfir. Afskaplega fáir eru það miklir einherjar í eðli sínu, að þeim nægi að hlæja hrossa- hlátri, einir, að eigin sviðsettum leikritum, sem enginn annar veit að eru leikrit. Slíkir menn eru ekki „eðlilegir“.    Líklega er sá ráðuneytisstjóri tilað mynda varla til, sem væri til í að halda tilfinningaþrungna ræðu fyrir starfsmenn ráðuneyt- isins á mánudagsmorgni, þar sem hann lýsti því fyrir vinnufélögunum að hann ætti í mikilli innri baráttu vegna munablætis – sérstaklega væru farsímar ómótstæðilega kyn- þokkafullir – og halda svo inn á skrifstofu sína og hefja störf eins og ekkert hefði í skorist. Ekki segja neinum frá brandaranum.    Þegar allt kemur til alls er þóerfitt að fullyrða, að víðs vegar um þjóðfélagið séu ekki ein- staklingar að gera grín að manni á nákvæmlega þennan hátt. Nógu mikið er víst um skemmtilega kar- aktera hér og þar. Kannski eru praktísku brandararnir á Íslandi 317.630 talsins og 80,67 ár að með- allengd? ivarpall@mbl.is Kannski erum við öll brandarar AF LISTUM Ívar Páll Jónsson » Afskaplega fáir eruþað miklir einherjar í eðli sínu, að þeim nægi að hlæja hrossahlátri, einir, að eigin sviðsett- um leikritum, sem eng- inn annar veit að eru leikrit. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Crazy Heart kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára I Love you Phillip Morris kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára She‘s out of my league kl. 6 - 8 B.i. 12 ára The spy next door kl. 6 LEYFÐ The Crazies kl. 8 B.i. 16 ára Legion kl. 10 B.i. 16 ára Daybreakers kl. 10 B.i. 16 ára Fantastic Mr. Fox ísl. texti kl. 6 LEYFÐ Nowhere Boy ísl. texti kl. 6 B.i.10 ára The Living Matrix ísl. texti kl. 6 LEYFÐ Food, Inc. ísl. texti kl. 6 LEYFÐ Moon ísl. texti kl. 8 B.i.10 ára The Young Victoria ísl. texti kl. 8 B.i.12 ára Imaginarium of Dr. P ísl. texti kl. 8 - 10:15 B.i.12 ára Un Prophéte enskur texti kl. 9 B.i.16 ára Trash Humpers ísl. texti kl. 10 B.i.18 ára Ondine ísl. texti kl. 10 B.i.12 ára HHHHH - SV, Mbl HHHHH - SV, Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 12 VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM Í ÖRFÁ DAGA SÝND BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI sum stefnumót enda með hvelli SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI HHHH - MM, Bíófilman.is HHH - TV, Kvikmyndir.is 0 stjörnur HHHH - T.V, Kvikmyndir.is HHH - T.V, Kvikmyndir.is www.graenaljosid.is Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.