Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 11
borð við Skvísuvaktina á bloggsíðu sinni. Á Skvísuvaktinni fær Ásdís Rán ungar og efnilegar stúlkur í viðtal, og spyr um hárlit, uppáhaldsskemmtistað, skálastærð og eftirlæt- islíkamsræktarstöð. Hún kallar sjálfa sig The IceQueen og birtir eggjandi myndir af sjálfri sér á heimasíðu sinni. Nú síðast sendi hún frá sér títtnefndan poppslagara. Stundum er sagt að „ef þú verður ekki fyrir gagnrýni ertu sennilega ekki að gera mikið“. Ásdís Rán er ein af þessum manneskjum sem hámarka alltaf nytjar af þeim aðstæðum sem hún er stödd í. Þegar eig- inmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson, gekk til liðs við knattspyrnuliðið CSKA Sofia flutti Ásdís Rán með til Búlgaríu. Hún hafði aldrei komið þangað áður. Garðari gekk sæmilega á knatt- spyrnuvellinum, en innan fárra mánaða hafði Ásdís prýtt forsíðu eins þekktasta dægurtímarits Búlg- aríu. Henni var boðið að taka þátt í raunveru- leikaþáttum, og fyrr en varði hafði henni tekist að skapa sér nafn þar í landi, jafn- vel stærra en eiginmanns síns sem var þó atvinnuknattspyrnumaður. Á sama tíma stendur hún í barnauppeldi, og glímir við erfiða bakveiki sem hún greindi nýverið frá. Ef einhver er of- urkona, þá er það Ásdís Rán Gunn- arsdóttir. Og nýja lagið hennar er bara virkilega skemmtilegt. Þórður Gunnarsson | thg@mbl.is Ásdís Rán Gunnarsdóttir gaf út frumraun sína átónlistarsviðinu í vikunni. Popplagið Feel mybody var frumflutt á útvarpsrásinni Kananum,en skömmu eftir frumflutninginn hlóðust inn beiðnir um lagið á aðrar útvarpsstöðvar. Skyldi engan undra, því um er að ræða ákaflega grípandi og hressandi sumarsmell sem verður án efa vinsæll til framtíðar, jafnt á skemmtistöðum borgarinnar sem annars staðar. Lagið lýsir upplifun ungrar konu af áhuga karlmanna í kringum sig, á sér. Í textanum talar konan til óskilgreinds einstaklings, sem að því er virðist girnast hana með ein- hverjum hætti. Hún er þó ekki viss um að viðkomandi ráði hreinlega við návist hennar, en spyr þó hvort viðkomandi vilja finna fyrir líkama hennar. Það kann þó að vera retór- ísk spurning. Ásdís hefur hingað til ekki tjáð sig op- inberlega um hvort textinn sé byggður á eigin reynslu. En þeir sem til hennar þekkja þykjast halda að svo sé. Athygli mína vöktu viðbrögðin við lagi Ásdísar Ránar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook. Margir, þar á meðal ég, voru ánægðir með lag- ið. Þeir sem hins vegar kunnu ekki að meta lag Ásdísar sáu ástæðu til að gera þeirri skoðun sinni alveg sérstaklega góð skil. Orð eins og „hljóðmengun“ voru meira að segja notuð um lagið. Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf. Þegar fólk tekur sig til og hraun- ar yfir frumraun Ásdísar á tónlist- arsviðinu er augljóst að eitthvað meira býr að baki. Enda er Ásdís umdeild kona. Ekki kunna allir að meta hvernig hún kynnir sig og skilgreinir sjálfa sig á op- inberum vettvangi. Hún gerir út á kynþokka sinn (sem er óumdeildur) og heldur úti dagskrárliðum á »Þegar fólk tekur sig til og hraunar yfirfrumraun Ásdísar á tónlistarsviðinu er augljóst að eitthvað meira býr að baki. Enda er Ásdís umdeild kona. HeimurÞórðar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Daglegt líf 11 Tískubloggarar Rakel og Svana í nýjustu tísku frá toppi til táar. að; frá öðrum netsíðum, bókum, blöðum og bíómyndum og síðan segj- ast þær „gúgla“ hugmyndir sem þær hafa í kollinum til að fá nánari upp- lýsingar. Á eigin forsendum Rakel og Svana segja að Svart á hvítu-bloggið fái um þúsund til fimmtán hundruð heimsóknir á dag sem verður að teljast góður árangur fyrir svo ungt tískublogg á íslensku. „Það eru aðallega stelpur á aldr- inum tuttugu til þrjátíu ára sem eru að skoða okkur. Við höfum ekki aug- lýst síðuna nema þá í gegnum Face- book en við höfum mikinn metnað fyrir þessu og háleit markmið. Við erum á Blogspot núna, sem er ein- föld síða í notkun, en ætlum í fram- tíðinni að stofna okkar eigið lén og gera alvöruheimasíðu úr þessu. Okkur hefur verið boðið að skrifa á Eyjunni og Pressunni en höfn- uðum því, við viljum vera á eigin for- sendum. Við setjum ekki inn auglýs- ingafærslur, þ.e skrifum um vörur sem við fáum gefins, því þá myndi síðan missa trúverðugleika sinn. Bloggið á að endurspegla okkar hug- myndir og smekk, það verður samt ekki almennilegt fyrr en við verðum báðar á landinu, það er ekki hægt að stækka þetta á meðan önnur er er- lendis og við vinnum saman í gegn- um msn,“ segja stúlkurnar. 90% af fötunum frá H&M En hvernig lýsa tískubloggarar eigin stíl? „Minn stíll er frekar hefðbundinn, ég er ekki með neinn öfgastíl. Ég verð nú að viðurkenna að ég eyði ansi miklu í föt en þetta fer mikið eft- ir buddunni hverju sinni. Ég reyni alltaf að gera góð kaup, mér finnst Monkí og Weekday rosalega flottar búðir, þær eru í Danmörku og Sví- þjóð. Svo er ég hrifin af H&M, Zöru og Top Shop enda eru þær alltaf með nýjasta nýtt. Einnig verslum við báðar á netinu. Ég held að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í tískunni núna, það er svo margt í boði,“ segir Rakel. „Ég er líka frekar hefðbundin í klæðaburði,“ segir Svana, „Ég held að ég kaupi 90% af fötunum mínum í H&M og kíki svo annað slagið á markaði og í búðir með notuð föt.“ Þær viðurkenna að sumir undrist þennan mikla fataáhuga þeirra. „Það er hægt að senda spurningar til okkar og við höfum verið spurðar hvernig við höfum efni á þessu. Stelpur á okkar aldri skilja þetta en fjölskyldunni finnst stundum nóg um,“ segir Svana og Rakel bætir við: „Sumir fóru að bera meiri virðingu fyrir þessu eftir að við byrjuðum með bloggið, virðast skilja þessa áráttu betur. Við erum ekkert öðru- vísi en margar stelpur á okkar aldri.“ Hvert er svo framtíðarmarkmiðið með Svart á hvítu? „Markmiðið er að við verðum svo frægar í tískuheiminum að við fáum boð um að sitja á fremsta bekk á stórum tískusýningum úti í heimi,“ segja þær og hlæja. „Nei, alls ekki. Við erum mjög rólegar yfir þessu, markmiðið er aðeins að gera síðuna stærri og flottari og halda áfram að blogga um tísku og hönnun,“ segja þær stöllur að lokum. www.svartahvitu.blogspot.com Við setjum ekki inn auglýsingafærslur, þ.e skrifum um vörur sem við fáum gefins, því þá myndi síðan missa trúverðugleika sinn. Slúður, slúður, slúður, það er alltaf gaman að lesa gott slúður um fræga fólkið. Vefsíðan www.x17online.com er góð í því að uppfræða fólk í máli og myndum um hvað fræga fólkið er að gera. Á forsíðunni eru hefðbundnar slúðurfréttir, yfirleitt um stjörnur í yngri kantinum, sumar hverjar eru nánast bara þekktar innan Banda- ríkjanna. Í myndagalleríinu má sjá mikið af myndum flokkuðum í þrjá flokka; eftir þeim nýjustu, þeim vinsælustu og eftir stjörnum. Myndirnar eru oft- ast teknar af fólkinu úti á götu í hversdagslegum erindagjörðum eða við að stunda áhugamál sitt. Meðal nýjustu mynda eru myndir af Joel Madden, manni Nicole Richie, með dóttur þeirra á röltinu. Einnig eru tuttugu og fimm myndir af Lindsay Lohan á göngu, svartklæddri og sjúskaðri. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með brostnum hjörtum er tengill á vefsíðunni á umfjöllun um skilnaði í Hollywood. Svo er tengill á umfjöllun um sjónvarpsþætti, á myndbandsupptökur af frægum og á margt annað. x17online.com er afbragðs slúð- ursíða fyrir þá sem vilja lítið vandað slúður með mörgum myndum. Vefsíðan: www.x17online.com Reuters Tíðir gestir Joel Madden og Nicole Richie eru vinsælt umfjöllunarefni á síðunni. Slúðurfréttir og myndir Aðalfundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn föstudaginn 14. maí nk. kl. 10:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 5. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 17 gr. samþykkta félagsins. 6. Kosning endurskoðunarfélags. 7. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 8. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem óska eftir að fá endanlegar tillögur og dagskrá sendar geta sent tölvupóst á fjarfestatengsl@bakkavor.com Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um framboð til stjórnar skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 9:00 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hluthafaskrá að morgni 12. maí 2010. Reykjavík 6. maí 2010 Stjórn Bakkavör Group ehf. Aðalfundur Bakkavör Group ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.