Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞAR sem borið var niður í gær og spurst fyrir um aflabrögð á vertíðinni var viðkvæðið alls staðar hið sama: Vertíðin hefur verið gjöful, ágætt verð fæst fyrir afla og afurðir og einu vandamálin eru kvótatengd. Á kvótamarkaði hefur lítið fram- boð verið undanfarið nema í ýsu og á hátt leiguverð þátt í því. Það eru helst snurvoðarbátar sem hafa leigt til sín ýsu. Líklegt er að ýsa verði notuð í tegundatilfærslu í lok vertíðar, t.d. á móti karfa. Minna hefur verið selt á fiskmörk- uðum það sem af er þessu ári en í fyrra, meginástæða þess eru minni kvótar. Verðið á mörkuðunum hefur hins vegar verið talsvert hærra en í fyrra. Maímánuður hefur byrjað ágætlega á mörkuðunum og í næstu viku hefjast strandveiðarnar. Í gær höfðu Fiskistofu borist 437 umsóknir um leyfi til strandveiða. Ekki lengur talað af óvirðingu um löngu og keilu Eiríkur Tómasson, forstjóri Þor- bjarnar í Grindavík, sagði að kvóti fyrirtækisins í þorski hefði minnkað ár frá ári og línubátar fyrirtækisins væru nánast búnir með sinn þorsk- kvóta. „Það er ekki nóg með að þorskurinn sé að verða búinn heldur hefur langa veiðst í miklu meira mæli í vetur en áður,“ sagði Eiríkur. „Ef einhvers staðar er vitlaust gef- ið þá er það í úthlutun á kvóta í löngu. Útbreiðslan hefur aukist mjög mikið og færst norður með Vestfjörðum. Þetta gerir okkur erfitt að sækja keilu í kantana suður og vestur af landinu,“ sagði Eiríkur og bætti því við að það væri löngu liðin tíð að talað væri af óvirðingu um löngu og keilu, sem færu ýmist í salt eða þurrk. „Það er líka athyglisvert að línu- bátarnir eru búnir að veiða mun meira af ýsu á þessu ári en í fyrra og hún hefur fengist nánast uppi í fjöru. Togararnir, sem eru utar, hafa hins vegar fengið miklu minna. Ég get nefnt sem dæmi að tveir línubátar frá okkur fóru í síðustu viku rétt út fyrir innsiglinguna og lögðu og fengu mjög gott af þorski og ýsu, en yfirleitt höf- um við ekki fengið ýsu á línuna eftir páska,“ sagði Eiríkur. Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri hjá Vísi í Grindavík, tók í sama streng varðandi aflabrögð. Hann sagði þau hafa verið góð í vetur og þorskkvót- inn væri langt kominn. Með maí- mánuði breyttist sóknin og skipin sæktu í keilu og löngu. Nánast öllum afla skipa Vísis er landað í Grindavík á þessum tíma ársins, en fyrirtækið er einnig með starfsstöðvar á Þing- eyri, Húsavík og Djúpavogi. Áhyggjur vegna strandveiða Eiríkur sagði að markaðir erlendis væru alveg þokkalegir að því leytinu að þeir tækju vel við. Hins vegar væri verð á þorskafurðum almennt frekar lágt í erlendri mynt ef meðaltal síð- ustu tíu ára væri skoðað. Það væri líka umhugsunarefni hversu mikið af sjávarafurðum færi til Bretlands og Suður-Evrópu, þar sem ýmsar blikur væru á lofti. „Því er ekki að neita að við höfum áhyggjur af næsta ári,“ sagði Eiríkur. „Með strandveiðunum er verið að taka af þeim sem hafa atvinnu af út- gerð og sjómennsku allt árið og af- henda þeim sem eru í öðrum tilgangi á sjó. Á næsta ári er fyrirsjáanlegur enn frekari samdráttur hjá okkur bæði í veiðum og vinnslu,“ sagði Ei- ríkur. Saxast á þorskkvótann  Mun meira hefur veiðst af löngu en áður  Lítið framboð af öðru en ýsu á kvótamarkaði  Erlendir markaðir taka vel við en verðið undir meðallagi Þegar tæpir fjórir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu eru aðeins um 20% eftir af þorskkvótanum. Um þetta leyti árs hefur sókn í löngu oft hafist af krafti, en nú bregður svo við að aðeins um 11% eru eftir af löngukvótanum. Heildarstaða afla Þorskur Aflamark: 129.164 Afli t. aflamarks: 103.395 Hlutfall: 80% Ýsa Aflamark: 62.146 Afli t. aflamarks: 38.326 Hlutfall: 61,7% Ufsi Aflamark: 48.410 Afli t. aflamarks: 29.748 Hlutfall: 61,5% Karfi Aflamark: 50.121 Afli t. aflamarks: 42.836 Hlutfall: 85,5% Langa Aflamark: 5.897 Afli t. aflamarks: 5.222 Hlutfall: 88,7% Keila Aflamark: 5.136 Afli t. aflamarks: 3.498 Hlutfall: 68,1% Steinbítur Aflamark: 11.245 Afli t. aflamarks: 7.634 Hlutfall: 67,9% Skötuselur Aflamark: 2.463 Afli t. aflamarks: 2.250 Hlutfall: 91,3% Grálúða Aflamark: 12.763 Afli t. aflamarks: 7.329 Hlutfall: 57,4% Skarkoli Aflamark: 6.425 Afli t. aflamarks: 4.284 Hlutfall: 66,6% Aflatölur í tonnum LEIKSKÓLAPLÁSSUM í Reykja- vík verður fjölgað svo hægt sé að bjóða öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólavist í haust. Var tillaga borgarstjóra þess efnis samþykkt í borgarráði í gær. Plássum verður fjölgað bæði í borgarreknum og sjálfstætt starf- andi leikskólum. 1400 börn hefja í fyrsta sinn leikskólagöngu í Reykja- vík í haust en aldrei hafa fleiri leik- skólabörn fengið þjónustu í borginni en nú. Dagforeldrum fjölgar Um 6.800 börn eru í leikskólum borgarinnar auk þess sem allt að 800 börn þiggja þjónustu dagforeldra og 700 þjónustutryggingu. Dagfor- eldrum hefur fjölgað um a.m.k. tutt- ugu frá áramótum en efnt var til réttindanámskeiðs með það að markmiði að fjölga þeim þar sem þörf hefur verið á. Útgjöld til leikskólamála skv. fjár- hagsáætlun 2010 eru um 7% hærri að raungildi en á árinu 2006. Plássin tryggð  Öllum tveggja ára börnum tryggð leikskólavist í Reykjavík næsta haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Í skóla Um 1.400 leikskólabörn hefja skólagöngu sína í haust. Yfir 20 handfærabátar hafa undanfarna daga landað á Arnarstapa, en þeir koma þangað á vorin eins og far- fuglarnir. Aflabrögð hafa verið góð og lönduðu sumir minni bátanna tvisvar á dag fyrri hluta vikunnar, en í gær var ekki eins gott veður til sjósóknar. Margir bátanna koma frá Akranesi og Borgarnesi, en einnig víðar að. Framundan eru strandveiðar og margir þeirra sem síðustu daga hafa verið á handfæraveiðum hafa verið að taka kvóta sinn áður en þær byrja. Mest af aflanum sem landað er á Arnarstapa fer á markað. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vorboðarnir komnir á Arnarstapa Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 10. maí, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg SvavarG uðnason Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is SKÝRSLA sem Háskólinn á Akur- eyri vann fyrir starfshóp sem vinnur að endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar hefur verið kynnt í hópnum. „Skuldastaða sjávarútvegsins almennt býður ekki upp á það að veiðiheimildir séu innkallaðar og þeim endur- úthlutað gegn gjaldi,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður starfshópsins, í samtali við Fiskifréttir um niður- stöður skýrslunnar. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og formaður starfshópsins, sagði í gær að hann myndi ekki ræða einstök atriði skýrslunnar meðan hún væri til meðferðar í starfshópnum. „Daði Már Kristófersson á hagfræðideild HÍ vann líka fyrir okkur skýrslu og hún verður kynnt í starfshópnum á föstudag. Við munum síðan fá rýni á báðar þessar skýrslur og ræða þær í hópnum. Fyrr en þeirri vinnu er lok- ið eru þessar skýrslur ekki til opin- berrar birtingar af minni hálfu,“ sagði Guðbjartur. Spurður um skuldastöðu sjávar- útvegs og túlkun Björns Vals á niðurstöðum skýrslunnar sagði Guð- bjartur: „Þessi skýrsla svarar þessu ekki svona afdráttarlaust. Fyrir liggur að skuldastaða sjávarútvegs er hræðileg og það hefur legið fyrir lengi. Það breytir ekki þeim hug- myndum sem við höfum um grundvallarbreytingar og staðfestir kannski enn frekar hversu mik- ilvægar þær eru.“ Skuldlítil fyrirtæki þyldu endurúthlutun Fram kemur í Fiskifréttum að skýrsluhöfundar hafi kannað m.a. skuldastöðu 20 kvótahæstu fyrir- tækjanna. Niðurstaðan hafi verið sú að 15% fyrirtækjanna séu svo illa stödd að þeim verði ekki bjargað frá gjaldþroti. Þá séu 45% fyrirtækj- anna í erfiðri stöðu og þurfi aðstoð. Þetta þýðir að 40% fyrirtækjanna eiga að geta spjarað sig. „Vissulega myndu skuldlítil fyrir- tæki í góðum rekstri þola slíka endurúthlutun en staðreyndin er sú að innan við helmingur fyrirtækj- anna er í þeirri stöðu. Það segir sig sjálft að hin fyrirtækin standa ekki undir frekari útgjöldum,“ er haft eft- ir Birni Val. aij@mbl.is Innköllun erfið vegna skuldastöðu Formaður starfshóps segir svör í skýrslu HA ekki afdráttarlaus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.