Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Frekar var illa mætt á Tí-brártónleikum Salarins áþriðjudag eða aðeins um40 manns. Mátti e.t.v. um kenna ríkjandi efnahags- ástandi samfara framboði Listahá- tíðar. Smærri en hljómmeiri salur hefði að líkindum komið að betra haldi. Einkum klarínettinu, er þarf á meiri endurómi að halda en píanóið; sérstaklega á efsta tón- sviði er átti til að verka svolítið skerandi framan af í fremsta hljómlistarhúsi Kópavogsbæjar. Að öðru leyti var margt skemmtilegt áheyrnar í flutningi Ingólfs Vilhjálmssonar og kata- lónska píanistans Lluïsu Espigolé. Ingólfur er þegar kunnur fyrir ekki sízt líflega túlkun nútíma- verka á vegum m.a. Atonal Fut- ure/Njútons, adapters o.fl., og veitti að þessu sinni hlustendum klassískari viðmiðun í verkefnavali en oft áður. Fyrst með hinu al- kunna Fantasíustykki Schumanns Op. 73 (1849) er þeir félagar fluttu af yfirveguðu öryggi. Fyrra verk hins „þýzkuskotna Ítala“ Busonis (1866-1924), sex- þætt Svíta Op. 10 frá 1878, hreif mann að vísu ekki alveg upp úr skónum; frekar gamaldags smíð fyrir sinn tíma og varla ýkja inn- blásin, auk þess sem klarínettleik- urinn virtist svolítið loppinn í hraðarunum líkt og blaðið svaraði ekki nógu vel – fyrir utan stund- um heldur harðan hljómakorðuleik úr píanóinu. Þeir agnúar hurfu þó að mestu eftir hlé í nýklassísku verki Stra- vinskíjs án undirleiks frá 1919, Þrem einleiksstykkjum, er neist- aði af smitandi kátínu og fjöri. Seinna Busoniverkið kom þar á eftir, Elegía í Es (1920) og útvíkk- aði tónalt hljómamálið á allt að Prokofjevskan hátt í glimrandi samleik. Hápunkturinn að mínu viti var þó Fjögur stykki Albans Bergs Op. 5 frá 1913, enda auðugt af jafnt drama og dulúð sem gáska og geig, og samstillt innlifun dúós- ins var sömuleiðis við hæfi. Rhapsodie Debussys frá 1910 hnauð myndarlega endaró á tón- leikunum með heillandi túlkun þar sem þessi hljómþrungna „hvikla“ (ef svo mætti íslenzka reikula rapsódíugreinina) geislaði af góm- sætri andagift í blómstrandi með- förum dúósins – að ekki sé minnzt á virtúós tilþrif klarínettsins undir lokin er flugu fislétt um loft við að virtist hverfandi fyrirhöfn. Eins og vera bar. Salurinn Kammertónleikarbbbnn Verk eftir Schumann, Busoni, Brahms, Berg, Stravinskíj og Debussy. Ingólfur Vilhjálmsson klarínett og Lluïsa Espi- golé píanó. Þriðjudaginn 4. maí kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Drama, dulúð, gáski og geigur Dúóið Lluïsa Espigolé og Ingólfur Vilhjálmsson. Ingólfur Vilhjálmsson heldur ein- leikstónleika á sunnudag í 15:15 tónleikaröðinni í Norræna húsinu. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Klas Thorstensson, Pei-Yu Shi, Davíð Brynjar Franzson, Pál Ivan Pálsson, Áka Ásgeirsson og Roderick de Man. Tónleikarnir eru með yfirskriftina Háspenna og hefjast kl. 15:15. TÍMARITIÐ Zoo hefur beðist af- sökunar á ummælum leikarans Danny Dyer sem svarar bréfum les- enda í sérstökum dálki í tímaritinu. Dyer fékk bréf frá manni sem sagð- ist eiga um sárt að binda eftir að kærastan sagði honum upp. Dyer svaraði því til að hann ætti annað- hvort að fara á fyllirí með félögum sínum eða skera í andlit kærust- unnar þannig að enginn karlmaður myndi líta við henni. Dyer sér eftir þessu ósmekklega uppátæki. WENN.com Danny Dyer Ósmekklegt svar. Zoo biðst afsökunar POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. ÍSL. TAL Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó HHH T.V. - Kvikmyndir.is The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Date Night kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára The Spy Next Door kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ She‘s Out of My League kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. Sýnd kl. 3:40 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 (POWER SÝNING) SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.