Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Burstað af Beethoven Fjölmennur hópur starfsmanna safna, meðal annars Þjóðminjasafnsins og Listasafns Íslands, starfaði í Byggðasafninu á Skógum í gær við að þrífa muni sem hafa orðið fyrir öskufalli vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þorgerður Hanna Hannesdóttir, starfsmaður Þjóðskjalasafns Íslands, burstar hér af styttu af tónskáldinu Beethoven. Kristinn FYRIR sextíu árum tók saga Evrópu nýja stefnu. 9. maí 1950 bauð Robert Schu- man, utanríkis- ráðherra Frakklands, löndum Evrópu og Þýskalandi þar á með- al að taka þátt í sam- eiginlegu pólitísku verkefni. Þetta var kjarkmikið skref í átt til friðar og sáttar svo skömmu eft- ir seinni heimsstyrjöld, en fyrir vikið er stríð á milli hinna evrópsku grannríkja í bandalaginu óhugs- andi. Aðdráttarafl bandalagsins ýtti undir hrun kommúnismans og lok kalda stríðsins. Ríkisstjórnir Evr- ópu hafa smám saman fundið leiðir til að leysa ágreining sinn í samein- ingu. Fundarherbergi í Brussel hafa tekið við af blóðugum vígvöll- um. Það eru framfarir. Þegar ferðin hófst á dögum Schumans, Adenauers og annarra stofnenda voru ríkin sex og við- fangsefnið kol og stál. Nú erum við bandalag 27 lýðræðisríkja og 500 milljóna borgara og náum yfir Evr- ópu frá Finnlandi til Portúgals og Írlandi til Rúmeníu. Við deilum stærsta markaði heims og mik- ilvægri löggjöf, flest okkar hafa sameiginlega mynt, við deilum landamærum og pólitískum stofn- unum; við deilum fortíð og framtíð. Þið leggið nú hart að ykkur að ganga í lið með okkur. Það er ekki alltaf auðvelt að deila hlut- um. Akkurinn er fólg- inn í því að styrkur allra og möguleikar aukast. Þess vegna gerum við það. Hins vegar þýðir það að deila með öðrum að stundum hafa vand- ræði eins áhrif á alla. Þegar unnið er að sameiginlegu markmiði hverjum og einum til góðs verða menn einnig að vera viðbúnir því að takast sam- eiginlega á við óvænt bakslag. Samstaða er einskis virði ef hún á aðeins við þegar vel viðrar. Söguleg velgengni dugar ekki til að varða sameiginlega framtíð. Hverja kynslóð verður að sannfæra að nýju um að við þörfnumst sam- bandsins eða að hún vilji ganga í það. Hvers vegna halda 27 ríki áfram að vinna saman? Vegna þess að ríkisstjórnir landanna 27 gera sér grein fyrir því að í hnattvæddum heimi okkar daga gætu þær ekki lengur tryggt velferð og öryggi borgaranna ef þær væru einar á báti. Því er það svo að jafnvel þótt þær séu ekki sammála um allt og deili stundum harkalega kjósa rík- isstjórnirnar 27 frekar aðild að Evrópusambandinu en að standa einar úti í kuldanum. En hvers vegna þurfa þær á borgurunum að halda í þessu verk- efni? Vegna þess að engin ríkis- stjórn kemst af án stuðnings fólks. Því vil ég ræða um hvað Evrópa hefur þér að færa og hvað hún vill fá frá þér. Evrópusambandið færir fólki margvíslegt hagræði, neytendum, ferðalöngum og frumkvöðlum. Fólk í sambandinu getur nú flogið ódýrt til borga og stranda um alla álfuna. Símtöl innan sambandsins kosta aðeins brot af því sem þau gerðu. Öruggt er að kaupa vöru frá hvaða ESB-landi sem er. Með aðild að ESB er auðvelt að komast í nám erlendis. Því má segja – eins og bent er á í bæklingum okkar í Brussel – að „Evrópa“ hafi opnað rými frelsis og tækifæra. Við þurfum þó að vera hrein- skilin. Þegar blasir við neyðar- ástand eins og nú gerir vegur slíkt hagræði ekki nægilega þungt. Stjórnmálamenn þurfa einnig að svara erfiðu spurningunum. Til dæmis: hvers vegna höfum við, fimmtán Evrópuþjóðir og AGS, ákveðið að lána 110 milljarða evra til að hjálpa Grikkjum og tryggja framtíð evrunnar? Eða: hvers vegna teljum við, 27 Evrópuríki, að vesturhluti Balkanskaga – svæði sem skammt er síðan leið miklar þjáningar vegna stríðs – ætti þegar þar að kemur að fá aðild? Þessi málefni snúast ekki bara um hag- ræðingu fyrir suma heldur tilvist- arlegan stöðugleika og frið fyrir alla. Sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem 27 þjóðarleiðtogar koma saman til að fjalla um horfur og vanda okkar Evrópubúa, vil ég ávarpa ykkur. Við biðjum ekki um ákefð og fána- burð, við biðjum þig ekki að ganga í friðarkór. Við biðjum aðeins um árvekni þína. Við viljum að þú áttir þig á því að þegar við gerum sam- komulag eða leysum vanda dagsins býr oft meira undir en bara sam- komulagið, meira en bara vandinn. Þegar mest er undir á þessum augnablikum eru örlög sjálfrar Evrópu oft í húfi. Saman verjum við þann fjársjóð, sem okkur er kær. Leyfið mér að minna ykkur á hvað við erum að verja. Evr- ópubúar njóta forréttinda í heim- inum. Lönd okkar eru öfunduð fyr- ir pólitískan stöðugleika, fyrir velferðarkerfi og félagslega aðstoð, fyrir lífsgæðin í Evrópu. Í Evrópu- sambandinu býr hálfur milljarður karla og kvenna, sem hafa hlotið einhverja bestu menntun og þjálf- un, sem um getur í heiminum. Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur, sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir ein- staka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin til að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi. Þjóðernishyggja og lýðskrum veita ekki svör við þessum áskorunum. Til að verja okkar evrópsku gildi, hagsmuni og störf þurfum við að halda áfram að vinna saman og þegar við förum fram á eigin spýt- ur að gera það í sameiginlega þágu. Heimurinn í dag krefst styrkari efnahagsstefnu og aukinnar ein- ingar í utanríkis- og umhverfis- málum. Ég fagna því að allir aðilar að framkvæmdastjórn ESB eru til- búnir að axla þessa sameiginlegu ábyrgð. Fyrir sextíu árum lögðu Schu- man og félagar í sameiginlegt verk- efni. Löndunum, sem slógust í för, hefur vegnað vel. Ekki er lengur hægt að tala bara um „Brussel“. Málið snýst um velgengni, öryggi og sameiginleg örlög hálfs milljarðs manna í 27 lýðræðisríkjum og þeirra, sem hafa hug á að bætast í hópinn í okkar fallegu álfu. Í dag bið ég ykkur aðeins um eitt, að staldra við og átta ykkur á því að við Evrópubúar erum í þessu saman. Eftir Herman Van Rompuy »Heimurinn í dag krefst styrkari efna- hagsstefnu og aukinnar einingar í utanríkis- og umhverfismálum. Herman Van Rompuy Höfundur er forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Hvers vegna Evrópa þarfnast þín nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.