Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 ✝ Sigríður KristínJakobsdóttir fæddist á Finnastöð- um, Látraströnd, Grýtubakkahreppi hinn 5. október 1925. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut aðfaranótt 28. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jakob Gunn- laugsson f. 5.2. 1903, d. 6.12. 1992, og Klara Jóhannsdóttir f. 8.11. 1900, d. 30.9. 1968. Systkini Sigríðar eru: 1) Ing- ólfur Reynald Halldórsson, f. 22.2. 1920, d. 24.5. 1991, þau voru sam- mæðra, 2) Þóra, f. 26.6. 1927, d. 15.1. 1931, 3) Elín Jóna, f. 2.4. 1930, d. 11.1. 1931, 4) Þóra Elín Jóna, f. Áður átti Ágústa Ásbjörgu Magn- úsdóttur, f. 13.2. 1978, og Björn Kristin Björnsson, f. 31.1. 1982. Sigríður ólst upp í Holti á Látra- strönd hjá foreldrum sínum. Hún lauk skólagöngu við Grenivík- urskóla og hóf þá ýmis störf í Hrís- ey, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Um tvítugt flutti hún suður til Reykjavíkur og stundaði af- greiðslustörf í verslunum þar til hún kynnist verðandi eiginmanni sínum Birni Ólafssyni. Þau byrjuðu sinn búskap í Hafnarfirði, á Nönnu- stíg 8 þar sem Björn rak fyrirtæki sitt, Trésmiðju Björns Ólafssonar. Sigríður starfaði við hlið manns síns samhliða húsmóðurstörfum. Einnig vann hún ýmis versl- unarstörf og rak Kjólabúðina Dís í Dalshrauni 13 í Hafnarfirði í nokk- ur ár. Sigríður sinnti ýmsum fé- lagsstörfum, hún starfaði m.a. í Hringnum og söng í kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og Fílharm- óníu. Útför Sigríðar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 7. maí 2010, kl. 13. 9.3. 1932, 5) Sigrún, f. 28.5. 1934, 6) Þórdís, f. 19.3. 1937, 7) Gunn- laug, f. 20.2. 1940. Hún giftist Birni Ólafssyni bygg- ingameistara í Hafn- arfirði 15. nóvember 1947. Sonur þeirra er Ólafur Björnsson, for- stjóri, f. 8.10. 1960. Ólafur kvæntist Ágústu Ólafsdóttur, f. 11.11. 1959, hinn 5.3. 1988. Börn þeirra eru: 1) Þorbergur Björn, f. 6.12. 1983, dóttir hans er Diljá Ösp, f. 10.11. 2004. 2) Ólafur Friðrik, f. 18.11. 1988. 3) Jóhann Helgi, f. 13.1. 1990. 4) Vilhjálmur Snær, f. 5.9. 1994. 5) Sigríður Erla, f. 5.9. 1994. Þau slitu samvistum. Elsku hjartans amma okkar hef- ur kvatt þennan heim. Það er svo erfitt að kveðja svona yndislega manneskju, því hún var okkur svo kær. Ótal margar frábærar minn- ingar sem við eigum, vegna þess hversu falleg og góð amma hún var. En það huggar okkur að vita, að loksins eru amma og afi sameinuð á ný. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með ynd- islegu ömmu okkar. Hinsta kveðja til ömmu okkar. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: Góða nótt. (Valdimar V. Snævarr.) Þín barnabörn, Þorbergur Björn Ólafsson, Ólafur Friðrik Ólafsson, Jó- hann Helgi Ólafsson, Vil- hjálmur Snær Ólafsson og Sigríður Erla Ólafsdóttir. Sigríður mágkona mín andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 28. apríl eftir stutta legu, en nokkur veikindi síðasta ár. Sigga eins og við kölluðum hana alltaf var óvenju glæsileg, dugleg og hæfileikarík kona. Hún giftist Birni Ólafssyni ung að árum og bjó honum og Ólafi einkasyni þeirra hjóna glæsilegt heimili. Sigga missti mann sinn fyrir 24 árum og bjó ein eftir það. Fyrst bjó hún í húsi þeirra hjóna í Hafn- arfirði, síðan nokkur ár í Garðabæ, en flutti þá aftur í Hafnarfjörð að Hjallabraut 33 þar sem hún bjó síð- ustliðin 9 ár. Öll hennar heimili báru þess skýran vott að húsráðandi var smekkvís listunnandi sem naut þess að taka vel á móti gestum sín- um. Sigga var einnig mikill tónlistar- unnandi og hafði góða rödd og söng í kórum áratugum saman. Hún sótti tónlistarviðburði og listsýningar sem kostur var á fram til hins síðasta. Sigga var alla tíð þremur börn- um okkar Gullu sem besta amma. Ávallt reiðubúin til þess að veita góð ráð ef eftir var leitað og styðja þau og styrkja. Einnig sinnti hún börnum þeirra af sömu umhyggju. Sigga átti sjálf fimm barnabörn og eitt barnabarn. Hún unni þeim öllum mjög og var þeim hin besta amma. Við fráfall Siggu er mikill harm- ur kveðinn að öllum hennar ætt- ingjum og fjölmörgu vinum en þó mestur að Ólafi syni hennar og börnum hans. Ég kynntist Siggu fyrir tæpum 50 árum þegar mér var fyrst boðið á heimili hennar. Ég hef síðan alla tíð notið vináttu hennar og velvilja. Að leiðarlokum þakka ég Siggu fyrir yndislegar samverustundir og bið góðan guð að styðja og styrkja son hennar og aðra afkomendur og ættingja. Gunnlaugur. Með þessum örfáu orðum vil ég kveðja elskulega systur mína og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og allar okkar sam- verustundir. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Sofðu rótt. Þóra. Ein af hetjum hversdagsins er látin. Sigga systir mín hefur kvatt þennan heim 84 ára gömul, en þótt árin hafi verið orðin mörg bankaði Elli kerling aldrei upp á; Sigga ók um á sínum bíl, fín og flott, tók þátt í lífinu eftir bestu getu og sinnti öllu sem hún þurfti þar til fyrir nokkrum vikum að hún veiktist al- varlega. Á sjúkrahúsinu var hún þó ekki á því að gefast upp: „Þetta fer nú að lagast,“ eða „þetta er eins gott og það getur verið,“ var gjarn- an viðkvæðið. Sigga var elst okkar systranna í Holti á Látraströnd en ég yngst, 15 árum yngri. Hugur hennar stóð til frekara náms eftir fullorðinspróf frá Grenivíkurskóla en á þeim tíma voru það forréttindi að mennta sig og strax eftir fermingu fór Sigga að vinna fyrir sér. Við hittumst því að- eins þegar hún kom í heimsókn en allar heimsóknir hennar í Holt voru hátíð. Margar fallegar og nytsam- legar gjafir sendi hún okkur yngri systrum sínum og foreldrum, gjafir sem glöddu okkur ósegjanlega í fá- sinninu í afskekktri sveit. Hún var alla ævi þekkt fyrir gjafmildi og rausnarskap og starfaði fyrir mörg góðgerðarfélög. Hún var mikill fag- urkeri og listunnandi, sótti reglu- lega tónleika og listsýningar og söng í kórum árum saman. Sigga flutti til Reykjavíkur 1945, vann í verslunum og mjög gott orð fór af henni. Hún kynntist manns- efni sínu, Birni Ólafssyni trésmíða- meistara, fljótlega og 1947 gengu þau í það heilaga og stofnuðu fal- legt heimili að Nönnustíg 8 í Hafn- arfirði. Faðir Björns hafði átt húsið en Björn stækkaði og endurbætti og kom upp verkstæði í kjallaran- um, Trésmiðju Björns Ólafssonar eða Trésmiðju BÓ eins og það hét síðar og Björn rak með miklum myndarbrag áratugum saman. Við söknuðum Siggu mjög, for- eldrar mínir og við Þórdís systir mín, sem vorum enn í föðurhúsum, og ég var því ákaflega hamingju- söm þegar við fluttum til Hafn- arfjarðar 1952. Þá var ég 12 ára og þann rúma áratug sem ég bjó eftir það hjá foreldrum mínum hafði ég nær dagleg samskipti við Siggu. Þau Bubbi – eins og við kölluðum Björn – vildu ætíð allt fyrir mig, systur mínar og foreldra gera. Árið 1960 eignuðust þau Bubbi son, eftir hartnær 14 ára hjónaband. Hann var mikill gleðigjafi og sólargeisli þeirra og var skírður eftir föðurafa sínum, Ólafi. Mjög kært var á milli okkar systra og þegar ég gifti mig tóku þau hjónin Gunnlaugi mínum opn- um örmum. Hann og Bubbi urðu hinir mestu mátar og ekki minnk- aði samgangurinn eftir að börnin komu; við pössuðum Ólaf og þau börnin okkar þrjú; voru þeim sem amma og afi. Mikill harmur var kveðinn að systur minni, Ólafi, konu hans og litlum syni þeirra, Þorbergi Birni, árið 1986 þegar Bubbi lést langt um aldur fram, aðeins 62 ára. Sigga var alltaf hetja og í sorg og söknuði hélt hún sínu striki. Sonarbörnin eru nú orðin fimm, hvert öðru mannvænlegra og Sigga hefur notið samvista við son sinn, barnabörn og Diljá litlu, dóttur Þorbergs sem öll voru henni svo kær. Ég kveð elskulega systur mína með sorg og söknuði. Blessuð sé minning henn- ar. Elsku Ólafur, börn og barnabarn, ég bið góðan guð að hugga ykkur í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Gunnlaug. Móðursystir mín Sigríður hefur kvatt heim okkar. Sigga frænka skipaði stóran sess í lífi mínu og verður því sárt saknað hér eftir. Sigga var nefnilega mun meira en móðursystir mín, hún var mér sem amma. Frá því að ég man eftir mér var henni umhugað um mig og systkini mín. Það var mikill sam- gangur á milli mömmu og hennar þannig að heimili hennar og Bubba var sem mitt annað heimili og Óli frændi eins og stóri bróðir. Gisti- næturnar voru margar á Norður- vanginum í góðu yfirlæti. Kúrt í bólinu hans Bubba sem var rokinn í morgunsundið sitt en stundum náði ég að kúra hjá þeim báðum um stund. Síðan var hægt að leika tím- unum saman í stóra húsinu, í garð- inum eða synda í garðlauginni eftir að yfir hana var byggt. Síðan var það ævintýri að koma inn í her- bergi Óla frænda til að sjá og hlusta á frábæra tónlist í græj- unum hans og ærslast við hann. Eða fá að sitja aftan á mótorhjólinu hans og síðan síðar að sitja í sport- bílunum hans sem voru engar smá- kerrur. Farið var í ísbíltúra sem voru vinsælir eða í heimsóknir til vinafólks Siggu og Bubba. Nær- veran við þau bæði var mér mik- ilvæg þar sem þau voru yndislegar manneskjur. Veislurnar þeirra voru frægar og áramótaveislunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu allt árið. Þegar ég varð eldri naut ég þess að aðstoða Siggu með margt heima- fyrir og gat í leiðinni rætt náið við hana um það sem okkur lá á hjarta. Til að undirstrika upplifun mína og Sigga bróður míns að fá að eiga stund með Siggu og Bubba langar mig að segja frá „biðilsbuxunum“. Þessar biðilsbuxur voru ósýnilegar en við kepptumst um að vera fyrri til að fara í þær og hreppa hnossið (gistingu á Norðurvanginum) þegar Sigga og Bubbi komu í heimsókn á Lindarflötina. Ég minnist Bubba einnig í orðum mínum því þau voru sem eitt, afar samrýnd hjón sem þekktu hvort annað til hlítar. Hjón sem lögðu sig fram við að hlúa vel að hvort öðru. Ég fékk einnig að skottast með Bubba í vinnuna og kynntist honum þar sem atvinnurekanda. Mér þótti og þykir enn vænt um þá um- hyggju sem hann sýndi mér og bý að þeirri reynslu að hafa fengið að sjá hann að störfum. Eftir að ég stofnaði til fjölskyldu og við Bjarni eignuðumst Örnu og Sigurð Þór urðu börnin þess að- njótandi að erfa kynni mín við Siggu. Þau áttu margar góðar stundir með Siggu á Lindarflötinni og á heimili hennar þegar þau heimsóttu hana með ömmu sinni. Bubba kvaddi ég í banalegu hans í ágúst 1986 áður en ég flaug til Bandaríkjanna til ársdvalar sem skiptinemi en hann lést 28. ágúst sama ár. Það var mér þungbært að geta ekki fylgt honum síðasta spöl- inn. Siggu fylgi ég í dag síðasta spöl- inn, spölinn að gröf Bubba. Lifi minning þeirra beggja í hjarta mínu. Elsku Óli frændi, Þorbergur Björn, Ólafur Friðrik, Jóhann Helgi, Sigríður Erla og Vilhjálmur Snær, hugur minn er hjá ykkur. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Aðfaranótt miðvikudags 28. apríl sl. lést móðursystir mín Sigríður Jakobsdóttir, eftir baráttu við krabbamein. Við þær fréttir komu upp minningar um Siggu frænku, eins og hún var kölluð af ættingj- um. Ljúfar minningar frá því þegar ég var strákur í heimsókn hjá þeim, Siggu og Bubba á Reykjavíkurveg- inum. Norðurbærinn var að byggjast upp og við Ólafur höfðum því nóg fyrir stafni á daginn, þar sem hraungjótur og nýbyggingar höfðu mikið aðdráttarafl. Sigga var ákveðin og passaði vel upp á að við færum okkur ekki að voða, t.d. var blátt bann við því að fara yfir Reykjavíkurveginn. Við Ólafur urð- um því að fara nokkuð langa leið til þess að vera komnir úr augnsýn áð- ur en við stálumst yfir. Þegar við komum aftur heim eftir langan dag bauð Sigga okkur iðulega upp á eitthvað gott að borða. Mér er líka minnisstætt þegar þau Bubbi komu úr siglingum, eins og það var kallað í þá daga. Því þá vantaði ekki að Sigga hafði alltaf gjafir handa okkur frændsystkin- unum. Einnig reyndist hún mér vel þegar ég sem unglingur þurfti að glíma við veikindi. Ég gæti haldið áfram, en vil að lokum þakka henni allt sem hún gerði og gaf mér og mínum. Ólafi og börnum sendi ég mína samúðar- kveðju. Gunnlaugur Bjarnason. Ein stórkoslegasta manneskja sem ég hef hitt á minni ævi, mín yndislega vinkona Sigríður Jakobs- dóttir, lést aðfaranótt 28. apríl síð- astliðins, eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm í langan tíma. Aldrei kvartaði hún vegna þess né nokkurs annars í lífinu. Mér fannst hún einhvern veginn taka því sem lífið bauð henni upp á af svo miklu æðruleysi og svo mikilli visku, og það skipti ekki máli hvort dagarnir voru bjartir eða dimmir, að það var í raun stórkoslegur skóli að fá að kynnast henni. Hún var einfaldlega svo vel samsett kona, hvað varðaði dugnað, elju, æðruleysi, visku og kærleika og alls ekki má gleyma að nefna það, hversu fyndin hún gat verið. Oft þegar við sátum og skröf- uðum grét ég hreinlega af hlátri, því tilsvörin hennar voru svo stór- kosleg oft á tíðum. Mikið held ég að veröldin væri betri og fallegri ef fleiri væru eins og Sigríður var. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar svo mikið, og að fá ekki að njóta nærveru hennar lengur er hreinlega óbærilegt. En það er huggun harmi gegn að vita af henni á betri stað með manninn sinn sér við hlið. En ég er ríkari manneskja vegna þess að ég fékk að kynnast henni og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Vinkona mín er á betri stað því Björn hana umvefur núna. Og mikið er gott að vita það að við áttum sömu trúna. (SG) Sólveig Guðnadóttir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Sigríðar. F.h. Systrafélags Víðistaðasóknar, Unnur Sveinsdóttir. Sigríður Kristín Jakobsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI FRÍMANNSSON bankamaður, Hagamel 37, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir, Frímann Ólafsson, Margrét Þórarinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Karl Óskar Hjaltason, Runólfur Ólafsson, Anna Dagný Smith, Ólafur Haukur Ólafsson, Guðbjörg Erlendsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.