Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 mun ávallt varðveita minningu þína, hún er mér dýrmæt. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Fjallablærinn frjálsi, flyttu kveðju mína. Yfir sundið svala, til sólglitrandi linda. Strjúktu mjúkri mundu, míns um bróður vanga. Kysstu hans kæra enni, kossi besta þínum. (Höf: Oddný Kristjánsdóttir.) Anna Kristín Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen.) Góða nótt, elsku langafi okkar. Hrafn, Böðvar og Arnar Helgi. Jæja afi, þá hefur þú yfirgefið svið- ið. Það voru forréttindi að fá að alast upp með þig í næsta húsi. Þú hafðir alltaf tíma fyrir lítinn gutta. Átta ára gamall fékk ég það starfsheiti að vera kúasmali fyrir þig. Það starf var tek- ið mjög alvarlega. Að launum laum- aðir þú einum og einum þúsundkalli í lófann á mér. Þú umgekkst kýrnar með yfirvegun og ætlaðir kúnum að gera slíkt hið sama. Á meðan þú varst að mjólka blístraðir þú svo heilu tón- verkin, bæði heimsþekkt og frum- samin. Seinna vann ég svo ýmisleg störf hjá þér. Ekki vorum við Elli t.d. gamlir þegar þú lést okkur raka dreif af túnunum og til að vel færi um okk- ur þá fengum við landroverinn til af- nota. Ekki veit ég þó hvernig rakstr- arvélinni reiddi af því hraðinn var sennilega oft fullmikill. Þegar þú hættir með búskap var svo hægt að ganga að þér úti í smíðaskúr þar sem gömul orgel og aðrar mublur gengu í endurnýjun lífdaga í höndunum á þér. Á kvöldin hljómaði svo harmon- ikkan út á hlað þegar þú spilaðir á hana í herberginu þínu. Garðurinn við húsið ykkar ömmu er svo sérkafli. Þar unnuð þið sem einn maður að sælureit ykkar þar sem amma var arkitektinn en þú sást um að fram- kvæma af þinni alkunnu nákvæmni. Það verður skrítið að koma í Forsæti og enginn afi úti í garði til að spjalla við. Að tala við þig var gaman. Ef það var eitthvað sem var afslappandi, þá var það að koma til ykkar ömmu í mjólk og kleinur og spjalla um dag- inn og veginn. Þú varst snyrtimenni, góðmenni og einstaklega þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig. Stutt var samt í glettni og stríðni og svo ég tali nú ekki um þrjóskuna. Enda segi ég að þrjóskur Mosdal sé sannur Mosdal. Þú varst ákaflega stoltur af fjölskyld- unni þinni og hafðir virðingu og væntumþykju allra í henni. Sérstak- lega var gaman að sjá hve börnin veittu þér mikla gleði, enda sóttu þau í þig. Síðast þegar ég hitti þig varstu að fara að flytja á Selfoss. Þú sagðir mér þá að þú værir afskaplega sáttur við guð og menn. Ég get sagt þér það afi að bæði guð og menn eru afskap- lega sáttir við þig. Og menn eins og þú eiga besta staðinn bókaðan þar sem ég veit að vel verður tekið á móti þér. Því næst kveð ég þig eins og svo oft, við sjáumst síðar afi. Þinn nafni og vinur, Gestur Þór Kristjánsson. Elsku afi. Nú kveð ég þig í síðasta sinn. Ég hugsa um allar góðu sam- verustundirnar með þér og í höfði mér er mynd af okkur síðan úr ferða- lagi síðasta sumar þar sem við stönd- um og spjöllum saman meðan ferða- félagar okkar klöngrast niður í gil til að skoða fossinn. Það samtal verður mér alltaf minnisstætt og þessi ferð ógleymanleg. Börnin mín eiga ynd- islegar minningar um þig og þú áttir alveg sérstakan vin í honum Viktori Inga sem alltaf þurfti að fara og at- huga með langafa þegar við komum í sveitina, hjálpa til við garðverkin, eða bara til að spjalla. Börnin mín munu lifa með þessar fallegu minningar innra með sér og knúsa þig í hug- anum. Þó það sé sárt að kveðja get- um við alltaf yljað okkur við minning- arnar þar til við hittumst aftur. Degi hallar, húmar að hinstu kveðju þér færi. Í hjarta mér ávallt áttu stað elsku afi minn kæri. Lifi minning þín. Magnþóra. Gestur föðurbróðir minn er farinn yfir móðuna miklu, síðastur sinna systkina. Hann var yngstur þeirra, fæddur í Hafnarfirði en hin eldri fædd á Minna-Mosfelli í Mosfellsdal og má ætla að foreldrar hans hafi verið bundnir þeim stað sterkum böndum, því seinna nafn Gests var tengt við dalinn. Aðeins þriggja ára gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni að For- sæti. Ég kynntist frænda mínum þegar ég var aðeins barn að aldri. Hann var enn ógiftur í foreldrahúsum þegar ég var að heimsækja afa og ömmu og dvaldist hjá þeim nokkrar orlofsnæt- ur eins og ég kallaði þessar heim- sóknir mínar. Eitt var það sem rask- aði nætursvefni mínum, slátturinn í stóru klukkunni sem Gestur hafði smíðað. Slíkur gripur var ekki al- gengur upp til sveita, stofuklukka, sem náði frá gólfi til lofts, með pendúl sem sló á hálftíma fresti. Gestur var snillingur í höndunum, listasmiður og hugvitsmaður. Margir þekkja sög- una um „rokkasmíði“ bræðranna í Forsæti. Mér er í minni, að Gestur talaði við mig eins og jafninga sinn, sem við börnin áttum ekki að venjast hjá full- orðnu fólki. Hann var líka einstak- lega glaðsinna maður, spaugsamur og léttleiki í fasi fylgdi honum alla tíð. Söngur og tónlist var aldrei langt undan, það var mikil hátíð þegar Gestur dró fram harmónikuna og all- ir fylgdu með, hvort sem það var á dansleikjum hér áður fyrr, í fjöl- skylduboðum eða heima í stofu. Síðar var ég ráðin í vinnu skamm- an tíma, á heimili Gests og Helgu Þórarinsdóttur konu hans. Sveita- konur þeirra tíma tóku sér aðeins frí frá heimilisönnum þegar þær fæddu börn sín. Það var mér ljúft að starfa fyrir þau sæmdarhjón og sinna bú- störfum með frænda mínum. Ég minnist þeirra daga með mikilli hlýju. Kæri Gestur, far þú í friði. Ég hef vissu fyrir því að vel verður tekið á móti þér. Ég votta Helgu, börnum og barna- börnum samúð mína vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður og afa og bið guð að gefa þeim styrk. María Kristín Einarsdóttir. Gestur í Forsæti hefur nú stöðvað rennibekkinn og lagt frá sér harm- onikkuna. Þjóðhagasmiður og mann- vinur hefur tekið sér hvíld eftir lang- an og farsælan vinnudag. Við Guðbjörg vorum svo lánsöm að kynnast Gesti á þeim tíma sem við sáum um Félagsheimilið Þjórsárver í Villingaholtshreppi. Fyrsti viðburð- urinn eftir komu okkar var áttræð- isafmæli Gests í Forsæti, og þau Helga urðu því meðal hinna fyrstu sem við kynntumst í sveitinni. Mikil var ánægja þeirra með að nú skyldi hefja kröftugan rekstur í félagsheim- ilinu sem þau áttu mikinn þátt í að byggja upp. Allan minn starfstíma hafði Gestur mikinn áhuga á því sem þar var að gerast. Sá áhugi var mér hvatning, ekki síður en hin mikla og ósérhlífna aðstoð sem ég naut frá fólkinu hans í Forsætishverfinu; Kristjáni og Bjarka og þeirra fjöl- skyldum. Allt byggðist það starf á undirstöðum sem Gestur og aðrir framtakssamir hreppsbúar höfðu skapað. Ein mesta viðurkenning sem uppbyggingarstarfið hlaut voru orð þessa hægláta meistara: „Mikið er þetta orðið glæsilegt.“ Betri einkunn verður ekki gefin. Gestur var afburða hagleiksmaður og framarlega í fjölmennum hópi hugvitsmanna og þjóðhagasmiða í Villingaholtshreppi. Verk þeirra voru efni sýningarinnar „Hugvit og hag- leikur“ í Þjórsárveri 2004. Þá ritaði ég samnefnda kilju og áttum við Gestur nokkur samtöl sem urðu til að auka enn aðdáun mína. Þau sýndu eldhuga sem setti sér markmið og náði þeim; mann sem bjó óvenju vel að verkviti og fegurðarskyni, en einn- ig manngæsku og fallegum hugsjón- um. Hugvitsmann sem gaf góðan gaum að hverju smáatriði og óx ekk- ert verk í augum. Því til sönnunar er sagan um stóru stofuklukkuna. Fáum öðrum hefði komið það til hug- ar á unglingsaldri að smíða stofu- klukku af stærstu gerð án þess að hafa nokkuð efni eða verkfæri við höndina. En Gestur kom draumnum í framkvæmd og smíðaði sína klukku. Efnið var meðal annars fengið úr af- lagðri eldavél og verkfæri og tann- hjól smíðuð eftir þörfum. Enn er þessi klukka sem ný, og hefur þó gengið samfellt í sjötíu ár án þess að skeika. Sigurjóns bróður síns minnt- ist Gestur ávallt með hlýju og þeir áttu langt og farsælt samstarf. Starfsorkan og lífsgleðin entist Gesti vel. Langt framundir níræðis- aldur vann hann daglega í smíðahúsi sínu. Margir urðu til að koma dýr- mætum munum í viðgerð hjá honum; vissu að hvergi yrði verkið betur unn- ið. Mörg voru líka þau orgel sem Gestur gerði upp og stillti. Gestur var vel giftur þar sem var Helga Þórar- insdóttir, sú glaðlega og indæla kona. Mikill kærleikur og snyrtimennska einkenndi heimili þeirra. Eftir að Helga missti heilsuna var Gestur óþreytandi að aka á Selfoss til að heimsækja hana. Gestur var stoltur af sinni fjölskyldu, og ekki að ástæðu- lausu. Mannkostir þessara heiðurs- hjóna erfðust vel til afkomendanna. Við Guðbjörg vottum Helgu; börn- um þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð. Valdimar Össurarson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HENNÝ TORP KRISTJÁNSSON, Birkilaut, Grundarhvarfi 8, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí kl. 13.00. Hinrik T. Pálmason, Margrét Jakobína Ólafsdóttir, Kristján Pálmason, Hulda Ósk Sigurðardóttir, Sóley Pálmadóttir, Þorbjörn Helgi Pálsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EINIR GUNNARSSON, Íragerði 3, Stokkseyri, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 8. maí kl. 14.00. Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandenda, Ingibjörg Jones. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, MARTHA MARÍA AÐALSTEINSDÓTTIR, Þorvaldsstöðum, Breiðdal, lést á heimili sínu sunnudaginn 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Jónsson, Bjarki Pétursson, Viðar Pétursson, Hlíðar Pétursson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÓLAFSSON fv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 3. maí. Útförin verður auglýst síðar. Marta Kristjánsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir, Einar S. Sigurjónsson, Kristján Bjarnason, Steinunn Tryggvadóttir, Kristbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi vinur minn og velgjörðamaður hefur haft vistaskipti og er horfinn yf- ir móðuna miklu. Kallið kom snöggt og þrátt fyrir að heilsunni hafi hrakað og starfsárin orðin mörg er maður ætíð óviðbúinn endalokunum. Hann var fljótur í heimanbúnaði nú eins og oft þegar til hans var leitað með að- stoð sem leysa þurfti fljótt og örugg- lega. Samstarf okkar nær yfir hálfa öld þar sem við höfum unnið við mis- munandi verkefni í alls konar mann- virkjagerð og viðgerðum. Helgi var einstakur fagmaður í sínu fagi og ótrúlega úrræðagóður við erfiðar að- stæður. Fann ætíð lausnir á vanda- sömum verkum án þess að kvarta. Æðruleysi og úthald virtist vera óþrjótandi. Hann hugsaði meira um að leysa verkefni og ljúka þeim heldur en hvað þau gæfu í aðra hönd. Að- staða og aðbúnaður var oft ófullnægj- andi og ekki í samræmi við kröfur og staðla. Ekki kvartaði Helgi en þáði kannski fáeina bolla af köldu kaffi meðan verkið kláraðist. Ef þjóðin hefði í dag tileinkað sér lyndiseinkunn Helga með iðni, sparsemi, heiðarleila og vinnusemi, þá værum við ekki að glíma við óvinsælar og óyfirstíganleg- ar úrlausnir vegna óráðsíu og óheið- arleika misviturra manna. Helgi var margslunginn persónuleiki og gat Helgi Indriðason ✝ Helgi Indriðasonrafvirkjameist- ari fæddist á Ak- ureyri 21. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu, Smára- vegi 6, Dalvík, sunnudaginn 25. apríl. Útför Helga fór fram frá Dalvík- urkirkju fimmtudag- inn 6. maí 2010. komið á óvart vegna mann- kosta sinna. Við fráfall Helga kom upp í hugann ljóð Davíðs Stef- ánssonar. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn Ég horfi langt á eftir þér og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur má lengi rekja gömul spor. Þótt kuldinn næði um daladætur þá dreymir allar um sól og vor. Hestamaðurinn, söngmaðurinn, lífskúnstnerinn og náttúrubarnið tengjast þessu ljóði þjóðskáldsins margræðum böndum og sýnir að Helgi var fjölhæfur og hæfileikaríkur á mörgum sviðum og skilur eftir mæt- ar minningar til vina og samferða- manna, sem ylja og verma þeim sem eftir sitja. Ógleymanleg er mér ferð sem ég fór með Helga um Skagafjörð fyrir nokkrum árum. Hann var hafsjór af fróðleik og þekkti menn og hesta á flestum bæjum. Þar dvaldi hann mörg sumur sem barn og unglingur og lagði sig fram um að halda tengslum við mannlíf og almenn sveitastörf. Hann hefur unnað íslenskri sveit og sveita- menningu æ síðan og verið öflugur talsmaður um vöxt og viðgang þess atvinnulífs. Að lokum færi ég honum alúðarþakkir fyrir hjálpsemi hans og velvild í fjölbreytilegum samskiptum. Við Ása sendum Gunnhildi og allri stórfjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Sveinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.