Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 The Back-up Plan er einþeirra kvikmynda semmaður vildi helst hætta aðhorfa á þegar 15 mínútur eru liðnar en gagnrýnendur geta víst ekki leyft sér það. Þessi mynd er hvorki fugl né fiskur, þökk sé arfaslöku handriti og tilþrifalausum leik aðalleikaranna. Kvikmyndin á að heita rómantísk gamanmynd en hvort tveggja klikkar, grínið og rómantíkin. Þeir sem séð hafa stikl- una úr myndinni hafa þegar séð öll atriðin sem komast nærri því að vera fyndin, allt vafið inn í velgjuleg- an krúttisma. Myndin segir af Zoe, eiganda gæludýraverslunar, sem þráir heitt að eignast barn. Hún fer því í tækni- frjóvgun og verður nær samstundis þunguð. Hún hittir draumaprinsinn um fimm mínútum eftir tækni- frjóvgunina, dökkhærðan ostafram- leiðanda að nafni Stan. Þau bítast um leigubíl en kveðjast síðan í fullri vinsemd. Nokkrum dögum síðar hittir hún Stan aftur á matarmark- aði, þar er hann að selja ostinn sinn, og allt í einu er Stan orðinn ógurlega áhugasamur um hana og daðrar af kappi. Þau fara á stefnumót og sam- band er hafið en vandræðagang- urinn byrjar þegar Zoe tilkynnir honum að hún sé þunguð. Seinna kemur í ljós að hún ber tvíbura und- ir belti og mikill kvíði grípur Stan sem stefnir í að verða tveggja barna faðir. Zoe á aftur á móti erfitt með að treysta honum og trúir því ekki að hann ætli að ganga börnunum í föður stað. Það flýgur margt um huga manns þegar maður horfir á þessa mynd. Til dæmis það hversu samband að- alpersónanna er ótrúverðugt, skyndilega eru Zoe og Stan orðin ástfangin upp fyrir haus án þess að nokkur grunnur hafi verið lagður að því, engin uppbygging. Þá veltir maður því líka fyrir sér af hverju Jennifer Lopez, J-Lo, fái kvik- myndahlutverk yfirleitt. Vissulega er konan hugguleg og hún getur eitthvað leikið, en hún á ekkert er- indi í gamanmyndir. O’Loughlin er þessi dæmigerði sjarmör róman- tískra gamanmynda nútímans, með hnyttin tilsvör á takteinum og 5% líkamsfitu svo kvenkyns áhorfendur fái nú einhverja örvun. Þá veltir maður því fyrir sér hvort leik- urunum hafi ekki beinlínis liðið illa að leika í þessari mynd, hvort þeir hafi ekki vitað hversu laus við fyndni hún væri og rómantíska töfra. Það eina sem rífur hana upp úr svaðinu, frá því að teljast algjör hörmung, eru einstaka atriði þar sem hægt er að brosa út í annað og þá yfirleitt út af einhverju ógurlega kjánalegu. Má þar nefna atriði þar sem Zoe kemst í pottrétt sem ostagerðarmaðurinn hefur mallað og ákveður að stinga tveimur brauðsneiðum ofan í pott- inn, búa til samloku úr gumsinu og troða í andlitið á sér þannig að gumsið sullast út um allt. Dytti ein- hverjum það í hug á öðru stefnu- móti? Svo er bæklaður hundur í myndinni með afturfæturna í sér- smíðuðum vagni sem hann dregur á eftir sér (!) og hann kreistir fram nokkur bros. Einnig er ágætur leik- ari í litlu hlutverki, Anthony And- erson, en hann veitir Stan heilræði varðandi föðurhlutverkið. Því hlut- verki lýsir hann einhvern veginn svo: „Hræðilegt, hræðilegt, hræði- legt … og svo gerist eitthvað. Síðan verður það hræðilegt.“ Þessi setning rímar ágætlega við myndina. Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Regnboginn The Back-up Plan bmnnn Leikstjóri: Alan Poul. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Alex O’Loughlin, Eric Christian Olsen, Michaela Watkins, Noureen DeWulf, Melissa McCarthy, og Danneel Harris. 105 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR J-Lo í djúpum skít Lopez og O’Loughlin Huggulegt fólk en tilþrifalitlir leikarar. BANDARÍSK kvikmyndaútgáfa af fyrstu skáldsögu Stiegs Larssons í Millennium-þríleiknum, Menn sem hata konur, verður tekin í Stokk- hólmi og leikstjóri hennar verður David Fincher. Fincher á að baki myndir á borð við Fight Club og The Game. Sænska dagblaðið Da- gens Nyheter segir frá þessu. Þetta mun verða dýrasta kvikmynd sem tekin hefur verið í Svíþjóð en hún mun heita The Girl with the Dra- gon Tattoo. Nú velta menn því fyrir sér hvort Brad Pitt muni fara með hlutverk Blomkvists. Fincher Larsson fyrir Kanann. Fincher til Svíþjóðar Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI – VIKU Á UNDAN USA! FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. Aðsóknarmesta mynd Tim Burtons fyrr og síðar SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leiknum hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 KICK ASS kl. 8 - 10:30 14 OFURSTRÁKURINN ísl. tal kl. 6 L IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 OFURSTRÁKURINN kl. 6 L KICK-ASS kl. 8 - 10:10 14 IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 8 12 DATE NIGHT kl. 10:10 10 OFURSTRÁKURINN ísl. tal kl. 5:50 L / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.