Morgunblaðið - 07.05.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.05.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 39.900 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum á mann, 2 fyrir 1 tilboð, 13. maí. Gisting frá kr. 7.400 -gott *** hótel Verð á mann pr. nótt m.v. gistingu í tvíbýli á **** Hotel Andalusi Park með morgunverði. Fleiri hótel einnig í boði á frábærum kjöru frá kr. 39.900 Frábær sértilboð á flugi og gistingu! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á morgunflugi með Icelandair til Sevilla 13. maí og gistingu í 4 nætur á mjög góðum hótelum í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menn- ingu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu næturlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana. 2 fyrir 1 til Sevilla 13. maí (Uppstigningardagur) Aðeins 12 sæti í boði og mjög takmörkuð gisting Fyrstur kemur - fyrstur fær! Eftir Helga Bjarnason og Silju Björk Huldudóttur FORMAÐUR bankaráðs Seðlabankans sagði ráðinu að tillaga um hækkun launa seðla- bankastjóra umfram það sem kjararáð ákvað væri lögð fram að höfðu samráði við forsætis- ráðuneytið og ætti rætur að rekja til viðræðna við Má Guðmundsson seðlabankastjóra áður eða um það leyti sem hann var ráðinn til starfa af forsætisráðherra. Þetta segir Ragnar Árnason, fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands. Jó- hanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í gær að hún hefði aldrei gefið neitt loforð um launakjör seðla- bankastjóra. Ragnar segir að Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðsins, hafi lagt tillöguna um launahækkun seðlabankastjóra fram fyrir þremur fundum. Hún hefði þá upplýst að hún hefði einnig rætt málið við Gylfa Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. „Sú staðreynd að málið hefur verið til umræðu á þremur fundum sýnir tregðu fulltrúa í banka- ráðinu til að fallast á þessa tillögu og ég og að minnsta kosti einn annar fulltrúi höfum frá upp- hafi lýst andstöðu okkar við þetta mál,“ segir Ragnar. Segir að samráð hafi ekki verið haft Hefð er fyrir því að bankaráðsmenn tali ekki um innri mál bankaráðsins opinberlega. Ragnar tekur fram að hann hafi talið sig tilneyddan að segja frá því hvernig málið horfði við sér, eftir að formaður bankaráðsins og fleiri bankaráðsmenn hefðu lýst sínum sjónarmiðum opinberlega. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði rangt að núverandi seðlabankastjóra hefði verið gefið loforð um að laun hans myndu ekki lækka þegar hún svaraði spurningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður spurði þá hvort formaður bankaráðsins hefði haft samráð við forsætis- og fjármálaráðherra áður en tillagan var borin upp. Forsætisráðherra neitaði því, sagði að slíkt samráð hefði ekki verið haft. Síðar í umræðunni ítrekaði Jóhanna að hún hefði ekki komið að launamálum seðlabankastjóra með neinum hætti. Það að hækka laun hans væri úr takti við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefði markað í launamálum starfsmanna ríkisins. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði það grafalvarlegt mál ef slíkt loforð hefði verið gefið án vitneskju forsætisráðherra og kall- aði eftir því að kafað væri til botns í því máli. Samráð haft við forsætisráðuneytið  Tillaga um hækkun launa seðlabankastjóra sögð eiga rætur að rekja til við- ræðna við Má Guðmundsson um það leyti sem hann var ráðinn af forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Már Guðmundsson Ragnar Árnason STAÐREYNDIR »Kjararáð ákvað í febrúarað laun seðlabankastjóra yrðu 1.267 þúsund kr. á mán- uði. »Formaður bankaráðsinslagði til á fundi ráðsins að nýtt yrði heimild í lögum og laun hans hækkuð aftur upp í það sem var fyrir ákvörðun kjararáðs. »Tillagan er óafgreidd ensamþykkt hennar hefði í för með sér rúmlega 400 þús- und króna hækkun launa seðlabankastjóra. »Birkir Jón Jónsson hefuróskað eftir fundi í efna- hags- og skattanefnd um mál- ið og að ráðherrar verði m.a. boðaðir á fundinn. MAÐURINN sem björgunarsveitir hófu leit að á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt fimmtudags fannst um sjöleytið í gærkvöldi látinn í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn. Leit var hætt eftir að staðfest var að um var að ræða Eric John Burton, Englendinginn sem lýst hafði verið eftir. Burton var sjötugur að aldri, enskur ríkisborgari en búsettur á Spáni og átti íslenska sambýliskonu. Hann var vel kunnugur í Reykja- vík enda hafði hann komið hingað nokkrum sinnum og dvaldi í þetta sinn í húsbíl við Háaleitisbraut. Ekkert spurðist til Burtons eftir að hann lagði af stað í göngutúr um níuleytið á miðvikudagskvöld þar til lík hans fannst í 9,6 kílómetra fjar- lægð, við Norðurbakka í Hafnarfirði, tæpum sólarhring síðar. Um 100 björgunarsveitarmenn fínkembdu stórt leitarsvæði út frá Háaleitisbraut í hálfan sólarhring og var tilmælum beint til almennings um að veita aðstoð með því að kanna sitt nánasta umhverfi ef vera kynni að maðurinn hefði örmagnast og leit- að sér skjóls. Fram kom að hann var lungnasjúklingur og gat ekki gengið mikið án súrefnis. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að andlát Burtons bar að með þessum hætti né hvernig á því stóð að hann fannst í sjónum svo langt frá þeim stað sem hann lagði upp frá. Lögregla hefur málið til rannsóknar. una@mbl.is Fannst látinn í Hafnar- firði eftir mikla leit Háaleitisbraut 103 Reykjavík Norðurbakki Hafnarfirði Vegalengd á milli staðanna er um 9,6 km. Maðurinn fundinn Mörk svæðis sem leitað var í fyrstu umferð. Í HNOTSKURN »Leit hófst að manninumum klukkan fimm aðfara- nótt fimmtudags. »Landsbjörg kom uppbjörgunarmiðstöð við verslunarmiðstöðina í Miðbæ í Háaleitishverfi og var leitað á bæði hjólum og bílum í radíus út frá því svæði. »Á sjöunda tímanum í gær-kvöldi barst svo tilkynning um lík í Hafnarfjarðarhöfn og reyndist það vera Burton. NÚ er mjög í tísku að velta við hverjum steini, skyggnast undir yfirborðið og hafa allt uppi á borðum, eins og það er kallað. Svanirnir á anda- pollinum á Akureyri eru þannig af guði gerðir, eins og flestir aðrir fuglar, að eiga erfitt með að velta við svo stórum steinum að þar geti leynst mörg leyndarmál. Þeir lyfta heldur ekki miklu í einu upp á borð, en engu líkara var en þessir, sem blaðamaður fylgdist með góða stund í gær, hefðu rökstuddan grun um að eitthvað gruggugt væri að finna í pollinum. Bræður þeirra og syst- ur voru við þessa sömu iðju annars staðar í vot- um híbýlunum en endurnar sem eiga sama heim- ilisfang létu sér fátt um finnast. Ekki er ljóst hvort leit svananna skilaði einhverju bitastæðu í gær, en reikna má með að þeir verði áfram við störf á næstunni. Þeir vita líklega að betur sjá augu en auga og að þolinmæði er dyggð. SKYGGNAST UNDIR YFIRBORÐIÐ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, for- seti bæjar- stjórnar Akur- eyrar, og maður hennar hafa ákveðið að fella kaupmála sem þau gerðu í haust niður. Í yfir- lýsingu frá þeim segir að þau hafi gert með sér kaupmála í samræmi við ákvæði hjúskaparlaga. „Kaup- málinn var ekki gerður í þeim til- gangi að skjóta neinum eignum und- an. Til að taka af öll tvímæli í þeim efnum höfum við ákveðið að fella hann niður.“ Eiginmaður Sigrúnar, Jón Björnsson, er fyrrverandi spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri lýsti yfir fullum stuðningi við oddvita sinn. Fella kaupmála úr gildi Tilgangurinn ekki að skjóta eignum undan Sigrún Björk Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.