Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gestir Grímuverðlaunahátíðarinnar í Þjóðleik- húsinu í gærkvöldi tóku undir og sungu vöggu- vísuna hans Lilla klifurmúsar með Árna Tryggva- syni og Atla Rafni Sigurðssyni, eftir að Árni hafði tekið við heiðursverðlaunum Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leik- listar. Árni sagði í þakkarræðu sinni að árið 2024, þegar hann yrði 100 ára, ætlaði hann að bjóða sig fram til forseta. Lét hann fylgja þeim tíðindum hið fleyga: „Djók“. Leikarar ársins í aðalhlutverkum eru Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. 39 Morgunblaðið/Eggert Allir sungu saman sönginn hans Lilla klifurmúsar Sjávarútvegs- og utanríkismála- nefnd funduðu saman í gær. Til umræðu var m.a. afstaða ESB til hvalveiða. „Ráðherra gerði okkur grein fyrir því að þýskum stjórn- völdum hefði verið gerð grein fyrir stefnu ís- lenskra stjórnvalda sem er almenn stefna strandveiðiríkja um sjálf- bæra nýtingu á þeim auðlindum sem búa í hafinu,“ segir Jón Gunn- arsson alþingismaður en einnig voru gerðar skýrar athugasemdir við rangfærslur í erindi Þjóðverja um aðildarskilyrði Íslands í ESB þess efnis að Ísland veitti skipum heimild til að veiða úr stofnum í út- rýmingarhættu. Hvika ekki frá stefnu sinni „Það hlýtur að vera mjög um- hugsunarvert að þýsk stjórnvöld eru farin að setja okkur skilyrði fyrir því hvernig við eigum að haga okkur áður en formlegar viðræður um aðild okkar að ESB eru farnar af stað. Þetta gefur ekki væntingar um það að ESB sé reiðubúið til að hvika frá sinni sjávarútvegsstefnu sem ég tel verða stærsta þáttinn í deilumálinu um aðild okkar að ESB. Mér finnst ansi alvarlegt þegar þetta kemur fram svona snemma í ferlinu,“ segir Jón og bætir við að ríkisstjórnin hafi enga heimild til að breyta afstöðu Ís- lands innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir kvaðst hafa farið þess á leit við ut- anríkisráðherra að hann beindi því til leiðtogaráðs ESB, að ekki yrði tekin ákvörðun um málefni Íslands á fundi ráðsins fyrr en tillaga þing- manna úr fjórum flokkum um aft- urköllun aðildarumsóknar Íslands hefði verið rædd og afgreidd á Al- þingi. jonasmargeir@mbl.is Ráðherra biðji ESB að hinkra  Vilja afgreiða til- lögu þingmanna fyrst Ragnheiður Elín lagði fram tillögu. Gert var hlé á þingfundum Alþingis um kvöldmatarleytið í gær en næsti fundur verður haldinn 24. júní. „Mönnum þótti réttara að bíða bæði eftir þessum dómi [Hæstaréttar um gengistryggðu lánin] og því að rétt- arfarsnefnd fari yfir málin sem snúa að heimilunum. Þau mál verða því afgreidd 24. júní,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem útilokar ekki fleiri þingfundi ef þörf krefur. Dagskrá næsta fundar hefur ekki verið birt. Ræða dóminn og mál heimilanna Sá sem keypti Víkingalottó- miða í Snælandi við Austurveg 46 á Selfossi hefur heldur betur fagnað þegar í ljós kom eftir út- drátt í gærkvöldi að hann vann 98,7 milljónir, en aðeins þessi eini miði var með allar tölurnar réttar. Miðinn er 10 raða sjálfvalsmiði án Jókers sem kostaði aðeins 500 krónur. Þetta er þriðji stærsti vinningur sem Íslendingur hefur unnið í leikj- um Íslenskrar getspár. Íslendingur datt í lukkupottinn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að nokkrir 12 sjálfstætt starfandi heimilislækna á höfuð- borgarsvæðinu muni annaðhvort setjast í helgan stein eða reyna fyrir sér erlendis, fari svo að heilbrigðis- ráðherra endurnýi ekki samning við þá sem rennur út um áramót. Um 100 heimilislæknar starfa nú hjá Heilsugæslu Reykjavíkur og er talið að 12-13 stöðugildi þurfi til við- bótar til að anna þörfinni. Fari svo að helmingur sjálfstætt starfandi lækna hefji ekki störf á öðrum vettvangi innan heilsugæsl- unnar frá og með áramótum verður þörfin þar með 19 stöðugildi. Framtíðin í uppnámi Björgvin Bjarnason, sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Domus Medica, segir óvissuna mikla. „Það þarf afdráttarlausara svar frá ráðuneytinu og ráðherra um að þetta verði ekki í uppnámi, það er að segja þjónustan við þetta fólk á næstu árum,“ segir Björgvin sem telur ráðherra hafa „dregið í land“ í Morgunblaðinu í gær þar sem hún gefi í skyn að nýir samningar verði gerðir fyrir áramót. Uppsögnin sé að hans mati afdráttarlaus og ekki til marks um góða stjórnsýslu. Einar Rúnar Axelsson, heimilis- læknir á heilsugæslustöðinni Upp- sölum í Kringlunni, er sammála. „Okkur hefur verið sagt upp en fáum að starfa samkvæmt samn- ingnum til næstu áramóta. Þetta fengum við í tölvupósti, ekki frá ráðuneytinu heldur frá Sjúkratrygg- ingum Íslands. Við fengum ekkert formlegt bréf. Mér fannst niðurlægj- andi að fá uppsögnina í þessu formi.“ Munu leita annað Einar Rúnar bætir því við að það sé „alveg öruggt“ að verði samning- ar ekki endurnýjaðir muni læknar leita til annarra landa eða láta af störfum. Stefnir í læknaskort  Sjálfstætt starfandi heimilislæknar hugsa sér til hreyfings eftir uppsögn  Sagt upp í tölvupósti  „Niðurlægjandi“ að mati læknis  Læknar eru þegar of fáir „Mér fannst niður- lægjandi að fá upp- sögnina í þessu formi,“ segir Einar Rúnar. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á lögum um stjórnarráðið mætti and- stöðu á Alþingi í gær. Var það ekki síst gagnrýnt fyrir að allt samráð hefði skort um innihald þess og ljóst væri að ráðherra ætlaði sér í meg- inatriðum að koma því óbreyttu í gegnum þingið. Jóhanna hafnaði því og sagði tilganginn með því að koma málinu í gegnum fyrstu umræðu og í nefnd einmitt þann að hefja sam- ráðið með því að leita umsagna og vinna málið vel áfram fram á haust. Þrír stjórnarþingmenn lögðust með eindregnum hætti gegn frum- varpinu. Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna, útlistaði þá afstöðu fyrir þeirra hönd með því að lesa upp bókun sína frá þingflokksfundi innan VG frá því í síðasta mánuði. Skoðanabræður Atla í málinu eru þeir Ásmundur Einar Daðason þingmaður og Jón Bjarnason, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá mætti frumvarpið mikilli and- stöðu sjálfstæðismanna og flestra þingmanna innan Framsóknar- flokksins. Siv Friðleifsdóttir fór þó jákvæðum orðum um frumvarpið og aðspurð sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinn- ar, að þingmenn þess flokks yrðu líklega reiðubúnir að veita málinu brautargengi á endanum, þótt enn ætti eftir að vinna það mikið áfram. Ekki er því útséð um hvernig fer fyrir frumvarpinu. Sagði Atli í fyrsta lagi að verklag við samningu frum- varpsins væri í and- stöðu við handbók stjórnarráðsins um undirbúning laga- frumvarpa. Í öðru lagi væri tíma- setningin á framlagningu frum- varpsins röng, þegar ráðuneyti væru á kafi í endurreisn og ESB- málum. Í þriðja lagi fækkaði frum- varpið ráðherrum VG í fjóra á með- an Samfylking héldi sínum fimm. „Það veikir pólitíska stöðu VG,“ sagði Atli. Í fjórða lagi sagði hann frumvarp- ið grafa undan baráttunni gegn að- ild Íslands að ESB, vegna þess að ráðherrum flokksins yrði fækkað og einn helsti talsmaður gegn aðild, Jón Bjarnason, hyrfi úr ríkisstjórn. Í fimmta lagi stangaðist frum- varpið á við samþykkt flokksráðs VG frá því í janúar síðastliðnum. Í sjötta lagi væri mikil andstaða við málið í grasrót flokksins og engin stór hagsmunasamtök hefðu ályktað með því. Í sjöunda lagi hefði þver- pólitískrar samstöðu ekki verið leit- að. Veikir pólitíska stöðu VG gagnvart Samfylkingunni  Þrír stjórnarliðar leggjast gegn frumvarpi um breytingar á stjórnarráðinu Frumvarp til laga um þjóð- aratkvæðagreiðslur var sam- þykkt sem lög á Alþingi í gær. Einnig lagabreyting þess efnis að siðareglur skuli settar starfsmönnum stjórnarráðs- ins, breyting á lögum um stjórn fiskveiða, um byggða- kvóta og ráðstöfun afla- heimilda og lög um samein- ingu þjóðskrár og fasteignaskrár Ís- lands, svo eitthvað sé nefnt. Lög streyma frá Alþingi ÞINGMENN ÖNNUM KAFNIR Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.