Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Skemmtilegustu partíin eruþau þar sem er staddurgóður gítarleikari,skemmtileg söngbók og mikið fjör,“ segir Kjartan Sverrisson sem heldur úti vefnum Gítargrip.is ásamt Sævari Öfjörð Magnússyni og Arnari Tuma Þorsteinssyni. Vefinn opnuðu þeir fyrst í októ- ber 2008 en tóku sig til um áramótin síðustu og endurhönnuðu hann. „Við stofnuðum þá fyrirtæki í kringum þetta, öfluðum okkur smá- peninga og endurhönnuðum og end- urforrituðum vefinn alveg frá grunni. Afurðin er það sem fór í loft- ið um helgina, kl. 23 á laugardags- kvöldið nánar tiltekið,“ segir Kjartan sem starfar sem netmarkaðsstjóri hjá IcelandAir þegar hann er ekki að sinna gítargripunum. Dikta að sækja í sig veðrið Á Gítargrip.is er að finna gít- argrip og texta að 2304 lögum, ís- lenskum sem erlendum. „Notendur senda inn lögin að megninu til sjálfir, við erum með nokkra tónlistarmenn með okkur í þessu sem fara yfir lögin og laga gripin til eftir þörfum. Við reynum að hafa þetta eins rétt og hægt er, en við fáum ábendingar endrum og sinnum frá höfundunum um að eitt og annað þurfi að laga og þá gerum við það í einum grænum. Það er að- eins að byrja núna að tónlistarmenn- irnir sjálfir sendi lög sín inn, eftir að við urðum svona vinsælir. Fyrst voru þeir bara að athuga hvort við værum ekki örugglega búnir að ganga frá samningum við STEF, en síðan til að lýsa yfir ánægju með framtakið og senda okkur ný lög og fleira. Er- lendu lögin fáum við send inn frá not- endum vefsins og þar ræður einfald- lega hvað þeir vilja spila. Við erum líka með óskalista þar sem fólk getur sent inn beiðni um ákveðið lag,“ seg- ir Kjartan. „Vinsælasta lagið á vefn- um okkar er búið að vera „Hallelúja“ í ansi marga mánuði. Hinsvegar eru önnur lög að sækja í sig veðrið, Dikta eru að koma mjög sterk inn núna, vinsældir þeirra síðustu mánuði end- urspeglast í vinsældartölunum hjá okkur. Það eru bein tengsl á milli þess sem er vinsælt í útvarpinu og þess sem er vinælt á vefnum hjá okk- ur. Bubbi Morthens er langlang- vinsælasti listamaðurinn hjá okkur, með flest lögin inn á vefnum.“ Toppar yfir sumartímann Kjartan segir að umferðin á síð- una sé mest yfir sumartímann. „Síð- asta sumar sáum við gríðarlega aukningu frá því um miðjan júní og það voru þrír greinilegir toppar: fyr- ir fyrstu góðu veðurhelgina í júní, fyrstu helgina í júlí og fyrir versl- unarmannahelgina. Þá var búinn til alveg gríðarlegur fjöldi af söng- bókum en á síðasta ári voru búnar til yfir sexþúsund bækur í heildina,“ segir Kjartan og vísar þar til söng- bóka sem innskráðir notendur geta búið sér til á síðunni. Innskráðir not- endur eru um 7500 en heimsóknir á síðuna voru yfir þrjátíu þúsund í síð- Góðan gítarleikara þarf í gott partí Ertu að fara í útilegu eða partí um helgina og langar til að slá í gegn? Á vefsíð- unni Gítargrip.is er að finna gítargrip og texta að 2304 lögum, íslenskum sem er- lendum, sem hægt er að nálgast sér að kostnaðarlausu. Síðunni er haldið úti af þremur strákum sem finnst gaman að spila á gítar og taka lagið öðru hverju. Þetta er hörkugóður grillaður kjúk- lingur í anda bandaríska suðvest- ursins þar sem mexíkóskra áhrifa gætir mikir. Hægt er að nota hvort sem er heilan kjúkling klipptan í bita eða þá skinnlausar kjúklingabringur. Með kjúklingnum höfum við svo heimatilbúið Guacamole og papr- ikusósu. 1 kjúklingur skorinn í 8 bita eða 3-4 kjúklingabringur 1 dós kryddlegnar paprikur, Ítalía eða Sacla Uppskrift að heimatilbúnu Guca- mole má finna á www.vinotek.is og www.mbl.is/matur Í kryddlöginn fer eftirfarandi: 1-2 stilkar lemongrass, saxað niður 2 matskeiðar McCormick mes- quite-krydd 4 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 laukur, saxaður fínt 2 límónur, safinn pressaður 1 dl ólívuolía 1 dl Caj P grillolía salt og pipar Blandið öllu saman í skál. Veltið kjúklingabitunum upp úr og leyfið þeim að marinerast í nokkra klukku- tíma eða allt upp í sólarhring í ísskáp. Takið bitana úr leginum og grillið. Á meðan er gott að undirbúa papr- ikusósuna, sem er sáraeinfalt. Takið paprikurnar upp úr leginum í dósinni og maukið í matvinnsluvél ásamt ein- um hvítlauksgeira. Setjið eina mat- skeið af olíuleginum úr dósinni með. Berið kjúklinginn fram með hrís- grjónum, paprikusósunni og Guaca- mole. Gott er að flatlaufa steinselju fínt yfir diskana. Með þessu ferskt og gott hvítvín, t.d. Two Oceans Pinot Grigio eða Lamadoro Bianco. Steingrímur Sigurgeirsson. Uppskriftin Mesquite- og lemongrass- kjúklingur Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.