Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þjóðhátíð-ardag-urinn 17. júní er iðulega sannur gleði- gjafi snemmsumars á Ís- landi jafnvel þótt rigni. Hann er eins konar óop- inber hátíðisdagur hinnar íslensku fjölskyldu, bæði þjóðarfjölskyldunnar og ekki síður þeirra tugþús- unda fjölskyldna sem hana mynda. En hið formlega tilefni má ekki gleymast. Með þjóðhátíðardeginum er fagnað lokaáfanga sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, lýðveldisstofnuninni. Lokaáfanginn sá er ekki endilega sá mikilvægasti í þjóðfrelsisbaráttunni. En hann er dálítið eins og stúdentshúfan. Tákn um að prófraununum hafi lok- ið með fullnægjandi ár- angri. Endurreisn Alþing- is, stjórnarskrá fyrir Ísland, heimastjórn og fullveldi voru vissulega áfangarnir sem skiptu sköpum, en það dregur ekki úr gildi lokaáfangans, stofnunar lýðveldis á Ís- landi. Enda á að gæta þess að fagna fyrri áföng- unum með þeim síðasta. Stundum er að því fund- ið að sögunni um þjóð- frelsisbaráttuna og þjóð- hetjuna sé um of hampað á þessum degi. Þykir mörgum nokkur þjóð- rembubragur á því og jafnvel sé iðulega gert meira úr baráttunni en efni standa til. Þeir eru og til sem segja að tuð um hina fræknu forystumenn og sjálfstæðisþorsta þeirra og þjóðarinnar allr- ar sé gamaldags og gagns- laust og stangist jafnvel á við þarfir þjóðarinnar í nútíma. Þörfin sú sé að laga sig að „alþjóða- samfélaginu“, því svo hafi heimurinn skroppið saman með tíma og tæknibylt- ingu að skaðlegt sé að ala á gömlum gildum um að þjóðin geti búið sæl að sínu, einangruð og engum háð. Nú sé einmitt besta trygging fyrir fullveldi smáþjóðar að verulegum hluta þess sé fórnað fyrir sæti við borð þeirra sem við eigum mesta samleið með í viðskiptalegum og menningarlegum skilningi. Ekki er sú öf- ugmælavísa sennileg þótt hún sé ekki illa kveðin. Vernd fullveldis og sjálfstæðis er ekki andstæða við góð og náin samskipti, jafnt við góða granna sína og þá sem lengra er í. Og hinu skyldu menn síst gleyma, að vandinn er ennþá sá að fullveldis- afsal verður ekki auðveld- lega aftur tekið, ef kenn- ingarnar sem það var reist á reynast haldlaus- ar. Aldirnar sjö, á milli 1262 og 1944, eru enn næg áminning um það. Aðstæður á hverjum tíma geta haft áhrif á hve mik- ill gleðibragur fylgir þjóðhátíðardeginum hverju sinni. Fyrir því hefur fundist þegar slegið hefur í bakseglin eins og til að mynda í lok 8. ára- tugar síðustu aldar. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafði náin tengsl við Morgunblaðið. Þannig var það opinbert leyndar- mál að hann skrifaði Reykjavíkurbréf blaðsins meðan hans naut við. Í einu af hinum síðustu þeirra, dagsett 21. júní 1970, segir hann: „Eins og á stóð var skiljanlegt, að lítill þjóðhátíðarbragur væri yfir Reykjavík hinn 17. júní að þessu sinni. Svo var einnig yfir dag- blöðunum, þar á meðal Morgunblaðinu. E.t.v. skýrist þetta á því, að menn verði þreyttir af því að segja ætíð hið sama og óttast að ofmetta les- endur af því, sem áður gerðist og varð tilefni til þess að þjóðhátíð var haldin. Hugsi menn svo, þá er því gleymt, að ætíð bætast nýir í hópinn og að gamla atburði verður að skoða í ljósi líðandi tíma.“ Þessi orð eru í fullu gildi og lærdómi sögunnar verður að halda að nýjum kynslóðum þjóðarinnar. Og nú háttar að auki svo til að meiri ástæða er til þess en endranær að hugsa til þess fyrir hverju var bar- ist og hvers vegna. Og frelsi og fullveldi megi aldrei umgangast af létt- úð og lausung. Frelsi og fullveldi lands má aldrei um- gangast af léttúð} 17. júní Þ að er til siðs að amast við við- skiptum; fátt sé eins sálardrep- andi og ómögulegt og brask alls- konar. Þeir sem efast um þessi orð geta dundað sér við að tína til ólánspersónur úr bókmenntasögunni og sjá: Stór hluti þeirra hefur fengist við verslun og viðskipti. Hvað veldur því að menn hafa svo ill- an bifur á viðskiptum er ekki gott að segja, en hugsanlega er það vegna þess að þetta er ekki „alvöru“ vinna, menn eru ekki að strita í sveita sín andlitis á akrinum, bogra saltstokknir við borðstokkinn eða gráir af ryki og möl. Í forvitnilegri bók Matt Ridley, The Ratio- nal Optimist: How Prosperity Evolves, veltir hann upp þeirri spurningu hvað hafi eiginlega miðað okkur á það stig sem við erum á í dag. Hann bendir á að forfaðir okkar, Homo erec- tus, hinn upprétti maður, sem átti sitt blómaskeið fyrir ríflega hálfri annarri milljón ára, notaði verkfæri til ým- islegrar iðju eins og sannist meðal annars af því að leifar þeirra verkfæra, til að mynda steinaxir, sé að finna út um allan heim. Homo erectus-menn voru aftur á móti þannig innréttaðir að þegar þeir voru búnir að smíða fyrstu öx- ina, þá voru þeir komnir með fyrirmynd að öllum öxum sem þeir settu saman eftir það; oddhvass steinn, tágar og spýtuskaft – endurtekið eftir þörfum næstu milljón árin. Arftaki Homo erectus var Homo sapiens, hinn viti borni maður, sem kalla má ættföður okkar (við heyrum til undirtegund Homo sapiens og köllumst því Homo sapiens sapiens). Elstu dæmi sem fundist hafa um Homo sapiens eru ca 200.000 ára gömul og því má segja, með nokkurri einföld- un, að við höfum farið frá steinöxi til farsíma á um 200.000 árum. Hvers vegna? Ridley svarar þeirri spurningu í bókinni, eða reynir að svara henni í það minnsta; hann leiðir rök að því að vendipunkturinn hafi verið sá að við fórum að braska; að vöruskipti og síðan verslun hafi leitt af sér sérhæfingu og betri nýtingu á mannaafla og leitin að nýjum tólum og tækjum til að selja hafi knúið upp- finningar og þróun. Nú hefur saga mannkyns verið þyrnum stráð, við tökum eitt skref áfram og tvö (eða fleiri) afturábak þó okkur miði svosem merki- lega vel áfram. Eins og Ridley rekur söguna hefur mönnum farnast best þar sem frelsið hefur verið mest og sagan sýni að ævinlega þegar stjórn- völd taki að hefta frelsi manna til að eiga með sér við- skipti hnigni viðkomandi þjóðfélagi, kjör manna versni og skammt í að uppúr sjóði. Takið eftir: Hér er ekki verið að tala um ósýnilegar hendur, heldur mannkynssöguna og sagan sýni okkur að best sé að breytingar komi að neðan – um leið og vel- eða illviljuð stjórnvöld reyni að stýra framferði manna, að stjórna því hvernig þeir eigi viðskipti sín á milli, fari allt í hund og kött. Homo sapiens þýða menn sem hinn viti borni maður. Má kannski snara Homo sapiens sapiens sem verslunar- maðurinn? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Faðir vor, verslunarmaðurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is F orseti leiðtogaráðs Evr- ópusambandsins, Her- man Van Rompuy, sagði fyrir skömmu í viðtali í Financial Tim- es að rekja mætti vanda ríkja mynt- bandalags Evrópu til fyrri styrks evrunnar. Samanburður á gengi evru og dollars sýnir að frá árs- byrjun 2006 fram á mitt ár 2008 hækkaði evran gagnvart dollar um nærri 40%. Evran hefur sveiflast talsvert frá því hún var tekin upp á árinu 1999. „Það sem fór úrskeiðis er ekki vegna þess sem gerðist í ár. Það sem fór úrskeiðis gerðist á fyrstu ellefu árunum í sögu evrunnar. Á einhvern hátt urðum við fórnarlömb eigin vel- gengni,“ sagði Van Rompuy. Það voru margir sem höfðu efa- semdir þegar evran var tekin upp. Menn bentu á að efnahagsleg staða landanna sem sameinuðust um einn gjaldmiðil væri ólík og ólíklegt væri að efnahagslíf landanna þróaðist með sama hætti. Margt benti til að spádómar um ófarir evrunnar ætl- uðu að ganga eftir því að fyrst eftir að evran var tekin upp féll gengi hennar mikið. Það var ekki fyrr en á árinu 2002 sem hún fór að rétta úr kútnum. Árið 2008 var gengi evru gagn- vart dollar orðið tvöfalt hærra en það var 2002. Van Rompuy telur eft- ir á að hyggja að þessi mikla hækk- un hafi leitt til þess að menn voru ekki vakandi fyrir þeim veikleikum sem voru í efnahagslífi evruríkj- anna. Óróinn í Grikklandi Mikið hefur verið fjallað um vanda Grikklands, en ríkissjóður landsins er mjög skuldsettur. Sam- kvæmt opinberum tölum námu skuldir ríkissjóðs 115% af lands- framleiðslu um síðustu áramót. Hall- inn á rekstri ríkissjóðs er um 13,6%. Það er alveg ljóst að Grikkir hafa staðið illa að stjórn efnahags- mála á undanförnum árum. Þeir hafa ekki virt reglur sem ESB gerir til evruríkja um skuldir og halla á ríkissjóði. Grikkir hafa verið sakaðir um að hafa leynt vandanum og hreinlega gefið upp rangar tölur um stöðu mála. Málið er þó flóknara en svo að hægt sé að skella allri skuld- inni á Grikki. Þegar Grikkir fengu inngöngu í evrusvæðið uppfylltu þeir strangt til tekið ekki þau skil- yrði sem sett voru fyrir evruaðild. Þá var hins vegar gert óformlegt samkomulag um að tilteknar rík- isskuldir skyldu vera teknar út fyrir sviga. Þetta voru m.a. skuldbind- ingar vegna kaupa á herþotum. All- ar þjóðirnar í evrusamstarfinu vissu af þessum reikningskúnstum. Menn ýttu vandanum í sam- bandi við skuldasöfnun Grikkja síð- an alltaf á undan sér, kannski vegna þess að hinar þjóðirnar í evrusam- bandinu voru heldur ekki með hrein- an skjöld. Halli á rekstri ríkissjóða flestra landanna var meiri en hann mátti vera samkvæmt reglum mynt- samstarfsins. Nú er hins vegar komið að skuldadögum. Grikkir verða að taka á þeirri óstjórn sem þar hefur verið í efnahagsmálum. Þetta verður ekki auðvelt. Aðrar þjóðir í Evrópu standa líka frammi fyrir niðurskurði í ríkisfjármálum. Þótt ýmsir spái því þessa dag- ana að evrusamstarfið sé dauða- dæmt er ólíklegt að þjóðirnar sem mynda myntsamstarf Evrópu gefi það upp á bátinn. Spurningin er hins vegar hvernig á að taka á þjóðum sem vegna óstjórnar eða af öðrum ástæðum ná ekki að fylgja eftir markmiðum evrusamstarfsins í efnahagsmálum. Svarið virðist liggja í meiri miðstýringu. Þeir sem lengi hafa fylgst með Evrópuþróuninni segja líka að samstarf Evrópuríkja hafi einmitt oftast aukist þegar eitt- hvað bjáti á. Þegar komi upp krísa þá „neyðist“ menn til að auka sam- starfið. Gengi evru í samanburði við dollar 1,6 1,5 1,4 1,3 1,2 1,1 1 0,9 0,8 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 €$ Of sterk evra átti þátt í hruni hennar „Við höfum tapað hluta af full- veldi okkar vegna þess að við höfum tapað trúverðugleika okkar. Við erum ákveðin í því að endurheimta þennan trú- verðugleika og munum gera það sem nauðsynlegt er,“ sagði George Papandreou for- sætisráðherra Grikklands, í samtali við Bloomberg- fréttastofuna í vor þegar hann ræddi um efnahagsvanda Grikklands. Þegar stjórn Papandreou tók við völdum kom í ljós að hall- inn á ríkissjóði var tvöfalt hærri en gefið hafði verið upp. Undanskot undan skatti er gríðarlegt vandamál í Grikk- landi. Það er því kannski ekki nema von að Papandreou tali um að skortur á trúverðugleika sé hluti af vanda Grikkja. Þær þjóðir sem beðnar voru um að hjálpa Grikkjum telja sig hafa ríka ástæðu til að vantreysta þeim. Hinar þjóðirnar í mynt- samstarfinu vita hins vegar að ef þær reyna ekki að styðja við bakið á Grikkjum grafa þær undan evrunni. Barátta Grikkja við að endurheimta trúverðug- leika snýst því líka um að end- urheimta trúverðugleika evr- unnar. Misstu hluta af fullveldinu GRIKKIR ERU Í VANDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.