Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA, HVAÐ SEGIR ÞÚ UM MAT Í KVÖLD? ÉG VEIT UM ÆÐISLEGAN STAÐ MEÐ HLAÐBORÐI MUNDU AÐ PANTA BORÐ FYRIR ÞRJÁ ÞRISVAR Á DAG DAG EFTIR DAG, VIKU EFTIR VIKU, BORÐAR HANN ÞAÐ SAMA HVAÐ ER ÞAÐ? PÍTSA ÚFF EN FRÁBÆRT! MAMMA MÍN ÆTLAR AÐ VERA HJÁ OKKUR Í ALLAN VETUR! Í ALVÖRU? ÉG VISSI AÐ HELGA ÆTLAÐI AÐ FÁ AÐ RÁÐA HVAÐ YRÐI Á HEIMILINU... EN EF ÉG HEFÐI VITAÐ AÐ EITT AF ÞVÍ VÆRI MAMMA HENNAR ÞÁ HEFÐI ÉG HUGSAÐ MIG BETUR UM ERTU EKKI SAMMÁLA, BLAÐ? ...BLAÐ?!? ÞAÐ ER EKKI VIÐ HANN TALANDI SÍÐAN HANN BYRJAÐI Á ÞESSU „ORIGAMI“ KJAFTÆÐI ÞETTA ER ALVEG ÓÞOLANDI JÆJA, STEINN SKÆRI OG BLAÐ... FRIÐARVIÐRÆÐUNUM MIÐAR ÁGÆTLEGA HJÁ OKKUR, EKKI SATT? JÆJA... ÞÁ ER KLUKKAN ORÐIN 9 JÁ... HEIL NÓTT AF ÚTSÖLUM BÚIN ÞETTA VAR LÖNG OG ERFIÐ NÓTT... EIGUM VIÐ AÐ KOMA OKKUR HEIM? MIG LANGAR AÐ GERA EITT FYRST... HÆTTU ÞESSU! ÉG ER ÞREYTT! GERÐU MÉR GREIÐA OG RAULAÐU LAGIÐ ÚR „ROCKY“ FYRIR MIG! EFTIR HVERJUM ER MARÍA EIGINLEGA AÐ BÍÐA UNDIR ÞESSARI KLUKKU? ÉG HELD AÐ... HÚN SÉ AÐ BÍÐA EFTIR ÞÉR! HVAÐ?!? OG ÞAÐ ER DÓNALEGT AÐ LÁTA DÖMUNA BÍÐA! UNNHH...! Fyrir hvern er sjónvarpið? Er það aðallega fyrir fótboltaáhugamenn? Hvers vegna er ekki hægt að sýna frá er- lendum menningar- viðburðum, t.d. dansi eða tónlist? Ég legg til að sérstök íþrótta- rás verði stofnuð. Eldri kona í Vesturbæ. Kettlingur óskast Óska eftir tveggja mánaða kettlingi, verður að vera fress og orðinn kassavanur. Vinsamlega hafið samband í síma 551-0785. Beta. Taggart – Dómsdagur Þar sem fátt er um fína drætti í ríkissjónvarpinu fyrir oss gaml- ingjana um þessar mundir er það beiðni mín til sjónvarpsstjóra að endursýndur verði saka- málaþáttur um Taggart sem var í sjónvarpinu þriðjudaginn 8. júní síðastliðinn. Guðrún. Leiðarljós Það er hætt að framleiða Leið- arljós í Bandaríkj- unum, þarf sjón- varpið ekki bara að koma með nýja sápu? Inga. Aðgát skal höfð Eftirfarandi sms- skilaboð birtust í símanum mínum þar sem ég var stödd á ferðalagi í útlöndum: Mannslát í Stykkis- hólmi. Fór að synda og drukknaði. Ég hneig niður í næsta stól því ég á syni sem stunda sjósund. Á næsta skjá kom í ljós að þetta átti ekki við mig því undir- skriftin var Óli og ég þekki eng- an Óla sem myndi senda slíka frétt með sms. Ég var lengi að jafna mig eftir skelfinguna. Sms-ið var frá Ja.is svo ég gat ekki svarað sending- unni. Því mælist ég til að Óli og allir aðrir sem þurfa að koma vo- veiflegum tíðindum á framfæri með þessum hætti, vandi sig þeg- ar númer viðtakanda er valið. Guðrún Halla Guðmundsdóttir. Ást er… … kokteilar fyrir tvo. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ljóðabókin Undir breðans fjöll-um kemur út í dag, en hún hefur að geyma ljóð og lausavísur Þorsteins Jóhannssonar Svínafelli í Öræfum (f. 1918, d. 1998). Þor- steinn var bóndi, en starfsvett- vangur hans löngum bundinn skólastarfi, verkstjórn í vegagerð og sláturhúsi, félagsmálastörfum og fleira. Ljóðin eru hefðbundin og fela í sér reynslu hans, lífssýn og ættjarðarást. Þar á meðal er Sólarlag: Gengur nú sól til sængur, – saumuð gullbekkjuð rekkjan, – lýsir af ári ljósu, leggur varma frá barmi. – Dagur þá höfði hneigir hljóður og vangarjóður, hægur af veraldar vegi víkur og háttar líka. En Þorsteinn orti einnig margar vísur og bragi í léttum dúr: Mörgum verður manninum mein að heimsku sinni. Segja má með sanninum að seint þeim galla linni. Í skólanum orti Þorsteinn oft um það sem fór fram í skólastof- unni, eins og í vísu undir yf- irskriftinni „Í reikningstíma“: Á reikningsdæminu rjóð og sveitt reyndum við okkar viskukraft, útkoman reyndist ekki neitt, oft fyrir litlu er mikið haft. Og þegar nemandi hallaði sér í stólnum svo hann missti jafn- vægið: Drengur einn í sessi sat og safnaði í andans hólfið en stóllinn ekki staðið gat og steyptust þeir á gólfið. Lærdómurinn getur verið glopp- óttur: Vitið út í vindinn fór, verður margur af því sljór; en loksins þegar lægja fer, leitina að því hefjum vér. Að síðustu er hér teflt fram tveim vísum eftir Þorstein um ásatrú: Óðinn guða æðstur var Ásatrúarmanna, kollinn hátt í Hliðskjálf bar, húsráðandi Valhallar. Hans á öxlum hrafnar tveir, hyggjufróðir sátu. Huginn og Muninn hétu þeir, hvíslað mörgu gátu. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Þorsteini og skólavísum Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.