Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 SÝND Í ÁLFABA Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leik- num hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA Byggð á sögu Nicholas Sparks sem færði okkur Notebook. HHH - Entertainment Weekly HHHH - New York Daily News JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINLUNNI, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK HEIMSFRUMSÝNING VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI LEIKFANGASAGA 3 kl. 13D -3:203D -5:403D m. ísl. tali L 3D THE LOSERS kl. 5:50 - 8 - 10.10 12 LEIKFANGASAGA 3 kl. 1 - 3:20 - 5:40 m. ísl. tali L PRINCE OF PERSIA kl. 3:20-5:40-8-10:20 10 TOY STORY 3 kl. 83D -10:203D m. ensku tali L 3D THE LAST SONG kl. 3:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2:30-5:30-8-8:30- 10:45 12 DIGITAL AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2 -5-8-10:45 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA LEIKFANGASAGA 3 kl. 3:203D -5:403D m. ísl. tali L TOY STORY 3 kl. 83D -113D m. ensku tali L SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 8D - 10:20D 12 PRINCE OF PERSIA kl. 3 - 5:30 - 8 10 IRON MAN 2 kl. 10:30 L OFURSTRÁKURINN kl. 3 L / KRINGLUNNI AF FYNDNI Kristján Jónsson kris@mbl.is Undirritaður skrifaði á dögunum pistil íMorgunblaðið um íslenska fyndni í fram-haldi af fjölmiðlaumræðu um Heilsubælið. Nefndi ég þar til sögunnar Fóstbræður meðal ann- arra og fór þar fullgeyst því af pistlinum mátti skilja að nokkur atriði þar hefðu verið gerð eftir breskum fyrirmyndum. Þótt mér hafi fundist viss líkindi með atriðum Fóstbræðra og atriðum breskra grínista er ekki þar með sagt að höfundar Fóstbræðra hafi séð þau og fengið að láni. Það var því óvarlegt af mér að draga þá ályktun. Vegna klaufaskapar í framsetningu minni mátti einnig skilja pistilinn þannig að ég væri að setja þessi atriði í Fóstbræðrum undir sama hatt og atriði í Heilsubælinu sem voru til umfjöllunar í Kastljósinu á dögunum. Þar voru nokkur atriði þýdd orðrétt frá ensku yfir á íslensku úr þáttunum Not the Nine O’Clock News. Ég bið höfunda Fóst- bræðra afsökunar á þessu og vonast til þess að þess- ar vangaveltur hafi ekki valdið sárindum.    Íumræddum pistli var heldur ekki meiningin aðsetjast í dómarasæti varðandi hvað er leyfilegt og hvað ekki í afþreyingariðnaðinum. Undirritaður hefur hvorki burði né þekkingu til þess að meta hvað er eðlilegt og hvað ekki þegar skemmtikraftar búa til efni sem er undir áhrifum frá efni annarra skemmtikrafta. Er eitthvað óeðlilegt við að líkja eft- ir öðru efni? Ef svo er hvar á þá að draga línuna? Þess vegna sakna ég þess að íslenskir skemmtikraftar skuli ekki hafa lagt neitt til mál- anna þegar umræðan um Heilsubælið blossaði upp. Það væri fróðlegt að heyra hvaða skoðanir þeir hafa á höfundarrétti og vinnubrögðum þar að lút- andi í afþreyingariðnaðinum. Þegar ég segi þeir þá á ég við einhverja þeirra aðila sem hafa samið skemmtiefni fyrir íslenskt sjónvarp. Þeir ein- staklingar eru allnokkrir. Hvar á að draga línuna? Fóstbræður Úr gamanþáttunum vinsælu. Gunnar, Sigurjón, Helga og Jón kíkja út um gluggann. » Þótt mér hafi fundist visslíkindi með atriðum Fóst- bræðra og atriðum breskra grínista er ekki þar með sagt að höfundar Fóstbræðra hafi séð þau og fengið að láni. Vefur danska dagblaðsins Politiken segir frá því að 224.447 manns hafi nú séð nýjustu myndina um Beðmál í borginni, Sex and the City 2, í Danmörku en hún var frumsýnd þar í landi 3. júní. Í grein Politiken segir að Danir láti slaka dóma um myndina ekki koma niður á bíósókn og að líklega séu konur þar í meiri- hluta. Danski kvikmyndagagnrýn- andinn Kristine Krefeld, sem skrif- ar fyrir Extra Bladet, sagði m.a. um myndina að hún væri álíka grípandi og þvottaleiðbeiningar á Prada- handklæði og gaf myndinni eina stjörnu. Sá dómur virðist ekki hafa haft mikil áhrif. Carrie Aðalpersóna Beðmálanna, leikin af Söruh Jessicu Parker. Danir sækja í Beðmálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.