Morgunblaðið - 17.06.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.06.2010, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Gengistrygging lána dæmd ... 2. Ók drukkin og endaði í hjólastól 3. Fyrsti sigur Sviss á Spáni 4. Íslendingur vann 98,7 milljónir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Félag um reglulegt tónleikahald stendur fyrir tónleikum í kvöld kl. 20.30 í Söngskóla Sigurðar Demetz, Grandagarði 11. Söngvarar úr kórnum Voces Masculorum syngja íslensk þjóðlög, sálma og ættjarðarsöngva. Þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar  Rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson hlaut Björnson-bók- menntaverðlaunin í ár auk rithöfund- arins Milans Richters frá Slóv- akíu. Verðlaunin eru kennd við norska nóbelsskáldið Björnstjerne Björnson. Í verðlaun fá höfundarnir 100.000 norskar krónur og verða þau afhent 30. ágúst í Molde. Einar Már hlaut Björnson-verðlaunin  Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði í gær um rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur í forsíðugrein. Í greininni kom fram að Yrsa væri meðal þeirra höfunda sem bandarísk- ir lesendur myndu líta til þar sem ekki kæmu fleiri verk frá Stieg heitnum Larsson. Yrsa gæti því orðið mögulegur arftaki Lars- sons. Yrsa í forsíðugrein New York Times Á föstudag Sunnan 5-10 m/s og dálítil rigning, en hægari og bjart með köflum á austan- verðu landinu. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands. Á laugardag Suðvestan 5-10 og lítilsháttar væta V-lands. Víða bjart fyrir austan en smá- skúrir síðdegis. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast A-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða bjart veður, en þykknar upp SV-lands síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, en um og yfir 20 stig SA-lands á morgun. VEÐUR Víkingur er í 2. – 3. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurslag á Valbjarn- arvellinum í gærkvöldi. Dan- inn Jakob Spangsberg skor- aði eina mark leiksins strax á 2. mínútu. Víkingur er með 13 stig eftir 7 leiki en Þróttur er með 6 stig eftir 7 leiki. Leiknir er á toppnum með 15 stig eftir 6 leiki. »4 Víkingur 2 stigum á eftir toppliðinu Svisslendingar komu heldur betur á óvart í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í gær þegar þeir sigruðu Evrópumeistara Spánverja, 1:0. Það var síðasti leikurinn í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Spánverjar eiga eft- ir að mæta Chile og Hond- úras en tvö efstu liðin komast í sextán liða úrslit keppninnar. »2-3 Svisslendingar skelltu Evrópumeisturunum Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur ákveðið að söðla um og samdi til tveggja ára við Gróttu sem féll úr N1-deildinni á síð- ustu leiktíð. Sigurður staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið allan sinn feril með uppeldis- félaginu Val, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir hjá Skanderborg í Dan- mörku. »1 Sigurður Eggertsson til 1. deildarliðs Gróttu ÍÞRÓTTIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með samstilltu átaki hefur Öræf- ingum tekist á tveimur áratugum að græða bert land og grýtt með lúpínu og birki. Gróðurinn ræður nú ríkjum á um fimm þúsund hekturum innan girðingar frá þjóðvegi og upp í jökla og frá Hofi að Hnappavöllum. Unga fólkið í sveitinni hefur ekki látið sitt eftir liggja og fyrir þau er það mikið tilhlökkunarefni við tíu ára afmælið að fá þá að taka þátt í uppgræðslunni. Þeirri manndóms- vígslu fylgir vinna í um fjóra tíma á dag fyrri hluta sumars undir leið- sögn fullorðinna. Sagt er að þau beinlínis bíði eftir að fá að taka þátt. Örn Bergsson á Hofi er formaður Landgræðslufélags Öræfinga og segir hann félagið vera fyrsta land- græðslufélag landsins, stofnað 1992. Svæðið var girt af í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og var strax hafist handa við að gróðursetja lúp- ínu og síðan birki. Um 20 jarðir eiga aðild að félaginu, en auk Land- græðslunnar og brottfluttra Öræf- inga hefur sveitarfélagið Horna- fjörður komið að verkefninu. Allt fokið sem fokið gat „Við byrjuðum strax með lúp- ínuna á þessu svæði sem heitir Sker og er á milli Hnappavalla og Hofs,“ segir Örn. „Þetta er gamalt uppblásturssvæði og sorfið niður í grjót. Þarna var allt fokið sem fokið gat. Við notuðum mest bakkaplöntur og þetta er þannig land að það er mat færustu sérfræðinga Land- græðslunnar, sem hefur reynst okk- ur vel, að uppgræðslan hefði ekki verið möguleg án lúpínunnar. Nú er gróður kominn um meginhluta svæðisins og birkið farið að gægjast upp fyrir lúpínuna. Svæðið hefur tekið stakkaskiptum og ásýnd lands- ins er gjörbreytt. Það er langt í frá að við séum and- snúnir lúpínunni, hún hefur gjör- breytt möguleikunum á þessum skika. Svona ræktun tekur langan tíma, en ég get nefnt að fyrir 50 ár- um voru nokkrar plöntur settar í blett innan girðingar. Þær breiddu úr sér og nú er lúpínan að hverfa og allra handa gróður að taka við.“ Örn segir að krakkarnir í sveitinni hafi reynst mikilvægur og skemmti- legur starfskraftur í útsetningu plantna. „Við höfum haft þetta þann- ig að krakkarnir í skólanum fá að fara í gróðursetninguna þegar þau verða 10 ára. Þessi unglingavinna er okkar aðalsmerki og krakkarnir bíða spennt eftir að fá að vera með. Þetta er stór áfangi í lífi þeirra eins og fermingin. Þau fá borgað fyrir þetta og þess er gætt að þau vinni ekki nema fjóra tíma á dag.“ Stór áfangi eins og fermingin Vinnufúsar hend- ur samtaka í land- græðslu í Öræfum Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Í vinnunni Krakkarnir í Öræfum bíða spennt eftir tíu ára afmælinu, en þá fá þau sumarvinnu við gróðursetningu á örfoka landi. Grettistaki hefur verið lyft í landgræðslunni og bláar og grænar breiður þar sem áður voru melar. Hátt í milljón plöntur » Um 20 jarðir eiga aðild að félaginu og um 40 styrktarað- ilar koma að verkefninu. » Íbúar í gamla hreppnum, Öræfasveit, eru innan við 100. » Fimm þúsund hektarar hafa verið girtir af. » Meira en hálf milljón lúpínu- plantna og hátt í 300 þúsund birkiplöntur. » Lúpínan er byrjuð að víkja á hálfrar aldar gömlum gróður- reit innan girðingar. Átak í landgræðslu S k e rHof Hnappavellir Fagurhólsmýri Ö r æ f i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.