Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 40
40 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010  Samúel Jón Samúelsson Big Band hljóðritaði nýja plötu í apríl síðastliðnum og kemur platan Hel- vítis Fokking Funk út í dag á þjóð- hátíðardag okkar Íslendinga. Hald- ið verður upp á útgáfu plötunnar með tónleikum á Nasa við Austur- völl sem hefjast kl. 23 í kvöld. Helvítis Fokking Funk kemur út í dag Fólk  Í dag er ár liðið frá því að gallerí Crymo var opnað að Laugavegi 41a og í tilefni af því ætla listamenn að efna til glæsilegrar listaveislu sem mun standa allan daginn. Donald Anderson sekkjapípuleikari spilar kl 14 á opnu samsýningu myndlist- armannanna á efri og neðri hæð gallerísins. Fyrir framan bílskúrinn verður krítaður körfuboltavöllur og Sigurlaug Gísladóttir og Davíð Örn Halldórsson sýna veggmálverk á hlið húsins. Hálfþrjú hefst tón- leikadagskrá fyrir utan ásamt ljóðalestri Nýhil-skálda sem og öðr- um uppákomum. Gallerí Crymo fagnar eins árs afmæli sínu  Sigurður Þórir Ámundason mun fagna útgáfu á sinni fyrstu ljóðabók Snake Cool and the Cobra Crazies á morgun í bókabúðinni Útidúr á milli kl. 16 og 18. Í tilefni af útgáfu bókarinnar mun Sigurður einnig sýna nokkur ný málverk og plötu- snúður þeyta skífum. Sigurður er nemandi í myndlist við Listahá- skóla Íslands og málaði hann til að mynda vegginn STIGIS við Hjarta- garðinn í Reykjavík. Fagnar útgáfu á sinni fyrstu bók á morgun Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Næstkomandi helgi, hinn 18. og 19. júní, verða haldnir tvennir baráttu- og mótmælatónleikar til að vekja athygli á erfiðri stöðu Tónlist- arþróunarmiðstöðvarinnar. Styrkt- artónleikar verða haldnir á föstu- dagskvöldið á skemmtistaðnum Sódómu við Tryggvagötu en þar munu stíga á svið hljómsveitir á borð við GusGus, Quadruplos og DJ Vector. Á laugardaginn munu síðan félagsmenn TÞM standa fyrir útitónleikum á bílastæðinu fyrir framan TÞM en þar munu ýmsar hljómsveitir sem æfa í húsnæðinu, eða hafa á einhverju tímabili æft þar, koma fram á milli 15 og 22. Tónlistarþróunarmiðstöðin hefur verið starfrækt í leiguhúsnæði við Hólmaslóð 2 frá árinu 2002 en þar eru í boði 15 rými þar sem allt að 2-3 hljómsveitir geta deilt hverju rými saman en stefnan og hug- sjónin á bak við TÞM hefur verið að styðja við menningarlíf ungs fólks og halda uppi sjálfbærri fé- lagsstarfsemi sem ekki þarf á styrkjum að halda til daglegs reksturs. Morgunblaðið hafði samband við forstöðumann TÞM, Danna Pollock. „Nú er svo komið að TÞM er í brýnni hættu og við höf- um verið í stöðugri baráttu und- anfarið fyrir því að miðstöðin fái að starfa áfram. Borgin hefur ekki enn séð sér hag í því að styrkja starf- semina á verðskuldaðan hátt og því höfum við treyst á styrki þvert gegn mínum vilja því svona starf- semi á auðvitað að falla undir ÍTR. En eftir bankahrunið hafa flestir styrktaraðlar dregið sig í hlé og reksturinn verður síerfiðari.“ Að- standendur krefjast þess að Reykjavíkurborg greiði fyrir leigu- húsnæðið líkt og hún gerir fyrir aðrar félagsmiðstöðvar en mik- ilvægt er að styrkja og styðja þar með við starfsemi og félagslíf barna og unglinga. „TÞM hefur það að markmiði að styðja við upp- byggilega menningarstarfsemi ungs fólks og ef við missum húsnæðið þá missa yfir 200 upprennandi tónlist- armenn æfingaaðstöðu sína. Það er svo mikilvægt að hlúa að íslenskri menningarstarfsemi, sérstaklega á erfiðum tímum sem þessum,“ segir Danni. Hann er furðubjartsýnn þrátt fyrir mikið mótlæti undan- farið. „Það á að henda okkur út um mánaðamótin ef ekkert verður að- hafst og við fáum borgina ekki í lið með okkur. Við í TÞM ætlum að vera með útitónleika á laugardaginn til að vekja at- hygli á okkar starfsemi og kröfum um breytt fyr- irkomulag. Lay Low, Dark Harvest, Feldberg og fleiri góðir, jafnvel óvæntir gestir munu stíga á svið. Ég er bara nokkuð bjartsýnn að þetta takist, hver vill hafa það á samviskunni að setja ungt fólk á götuna“. „Stöðug barátta fyrir sjálfsögðum stuðningi“  Tónlistarþróunarmiðstöðin fer á götuna ef ekkert verður aðhafst  Styrktar- tónleikar á Sódómu á föstudagskvöld  Útitónleikar í TÞM á laugardag Ljósmynd/hag Tónlistarkonan LayLow ætlar að sýna Tónlistarþróunarmiðstöinni samstöðu og koma fram á útitónleikunum. Margir tónlistarmenn og hljóm- sveitir hafa í gegnum tíðina lagt leið sína í TÞM í gegnum tíðina til æfinga (m.a. Biogen sem sést hér til hliðar) og haft gríðarmik- inn stuðning frá miðstöðinni. Nokkrir af þessum tónlist- armönnum og hljómsveitum ætla að sýna TÞM sam- stöðu og spila á tónleikum bæði á föstudagskvöld og laugardag. Tónleikarnir á föstudag hefjast kl. 22 á Sódómu en ald- urstakmark er 18 ár. Útitónleikarnir hefjast kl. 15 fyrir utan TÞM og eru opnir öllum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Mikilvægt starf TÞM María & Matti eru þau María Arnardóttir píanóleikari og Matthías Ingiberg Sigurðsson klarinettleikari. Bæði hafa þau stundað klassískt tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og útskrifuðust þaðan síðastliðið vor. Í sumar ætla þau ekki bara að einbeita sér að klassíkinni heldur verður lögð áhersla á létta sumartónlist eins og djass, tangó, latín, auk annarrar heimstónlistar sem þau munu spila fyrir gesti og gangandi í miðbænum í sumar. Listhópar Hins hússins María & Matti Upp mín sál! er uppistandshópur sem samanstendur af þeim Gunnari Jónssyni, Sögu Garðarsdóttur, Uglu Egilsdótttur og Þórdísi Nadíu Óskarsdóttur. Ætla þau að semja sitt eigið efni og prófa sig áfram með annars konar grínmiðla, svo sem söng og lifandi sketsa. Hópurinn ætlar svo að troða upp þrisvar sinnum í viku á vinnustöðum í Reykjavík og á víðavangi. Hóp- urinn segist vera opinn fyrir bókunum og er hægt að hafa samband við uppistandarana í gegnum Hitt húsið. Upp mín sál! Að verkefninu Augnablik stendur Halla Einarsdóttir nemi við Myndlistaskólann í Reykjavík og er markmið hennar að taka myndir af mannlífinu í miðbæ Reykjavíkur og fanga sumarstemminguna sem þar myndast. Fjölbreyttar og litríkar myndirnar verða svo hengdar upp í gluggum verslana og er ætlað að skapa stemmingu og auka spenninginn þegar fólk gengur niður Laugaveginn. Það er því um að gera að taka vel eftir búðargluggunum. Augnablik Daniel Pollock

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.