Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
VIÐTAL
Texti: Karl Blöndal
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson
H
vert er gildi þjóðhátíðardagsins?
Er hann úreltur, notaður til
upphafinnar þjóðrembu og
ræðna um afmælisbarnið, Jón
Sigurðsson, eða táknmynd
stoltrar þjóðar, sem hér hefur skapað samfélag
í fremstu röð?
„17. júní er fyrst og fremst dagur sjálfstæð-
isins,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. „Hann
varð þjóðhátíðardagur okkar vegna þess að
hundrað ára sjálfstæðisbarátta skilaði þeim ár-
angri 1944 að Ísland fékk fullgildan sess í sam-
félagi þjóðanna. Allt annað er umgjörð um dag-
inn. Þótt hann sé tengdur fæðingardegi Jóns
Sigurðssonar vegna hlutverks Jóns í sjálfstæð-
isbaráttunni þá er dagurinn ekki fyrst og
fremst afmælisdagur hans heldur fagnaðar-
dagur sjálfstæðisins.“
Ólafur Ragnar kveðst telja að á undanförn-
um misserum höfum við ef til vill verið minnt
meira á það en á árunum á undan að sjálf-
stæðið geti verið brothætt.
Þurfum að varðveita okkar eigin rétt
„Það er ekki sjálfgefið og við þurfum á því að
halda í samfélagi þjóðanna að standa vörð um
okkar eigin rétt,“ segir hann.
– Telur þú að sjálfstæði Íslands sé í hættu?
„Kannski ekki í hættu, en ég tel að sjálf-
stæðið sé ekki aðeins byggt á formlegum
stjórnskipulegum rétti,“ segir hann. „Það hvíl-
ir einnig á raunverulegum undirstöðum.
Kjarni landhelgisbaráttunnar á sínum tíma
þegar við færðum út landhelgina í áföngum í 12
mílur, 50 mílur og 200 mílur og rökin fyrir því
voru efnahagslegur grundvöllur sjálfstæðisins.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að efnahags-
legur grundvöllur lýðveldisins á fyrstu árunum
hafi verið veikur. Ef ekki hefði komið til árang-
ursrík útfærsla landhelginnar sé vafamál hvort
hinar efnahagslegu forsendur hefðu orðið
nægilega traustar. Þá hvíldi efnahagskerfi
landsins, innflutningur, fyrst og fremst á sjáv-
arútveginum og þeim gjaldeyristekjum, sem
hann færði okkur. Atvinnulífið var einhæft. Ef
ekki hefði komið til útfærsla landhelginnar,
sem var í öllum tilvikum í andstöðu við erlend
ríki, þá er vafasamt að lýðveldið hefði þroskast
með þeim hætti sem við höfum séð.“
Ólafur Ragnar segir að í kjölfar bankahruns-
ins hafi Íslendingar verið minntir á að sjálfs-
ákvörðunarréttur þjóðar er ekki sjálfgefinn.
„Þó að þú hafir nefnt orðið þjóðremba, sem
stundum er notað í þessu samhengi við 17. júní
og sjálfstæðisbaráttuna, finnst mér sjálfs-
ákvörðunarréttur vera raunhæfara hugtak því
um það snýst málið,“ segir hann.
„Mér hefur líka fundist sem í umræðunni á
undanförnum árum hafi gleymst hve sjálfstæði
Íslendinga er ungt, sem kannski er eðlilegt hjá
kynslóð, sem fæðist eftir lýðveldisstofnun og
gengur að sjálfstæðinu sem gefnu. Mér varð
hugsað til þess um daginn í öðru samhengi að
faðir minn fæddist áður en Íslendingar fengu
heimastjórn. Á fyrstu árum ævi hans er allt
ráðherravald í íslenskum málum í dönskum
höndum. Ég man að þegar ég var að alast upp
vestur á fjörðum var stærsti atburðurinn hjá
því fólki, sem bjó í Dýrafirði og á Vestfjörðum,
þegar það hafði safnast saman á Hrafnseyri ár-
ið 1944 til að fagna lýðveldisstofnuninni. Í
minni eigin fjölskyldu hjá föður mínum, hjá afa
mínum og ömmu, hjá móður minni, var ég
minntur á það hve lýðveldið er ungt og hve ár-
angur sjálfstæðisbaráttunnar er ungur.
Ég hef stundum sagt við útlendinga hér á
Bessastöðum til að útskýra hve sjálfstæði Ís-
lendinga er nýtilkomið að þegar Bessastaða-
skóli var hér á staðnum á fyrstu áratugum
nítjándu aldar höfðu Íslendingar engin rétt-
indi, ekki mannréttindi, ekki pólitísk réttindi,
engin efnahagsleg réttindi, ekkert frelsi til við-
skipta eða efnahagslegra athafna, jafnvel ekki
rétt til að gefa út blað – til þess þurfti leyfi yf-
irvalda. Við vorum þá svo fátæk og illa á okkur
komin að það var bara einn skóli í landinu, sá
sem var hér á Bessastöðum með fáeina tugi
skólasveina.
Í því umróti, sem er á alþjóðavettvangi og
hefur verið í okkar eigin málum er sjálfs-
ákvörðunarréttur, sem er kjarni sjálfstæðisins,
svo dýrmætur að hann er í raun það mikilvæg-
asta sem við höfum í okkar eigin höndum. Þess
vegna er 17. júní merkilegur, ekki bara sem
dagur fjölskyldunnar og hátíðarhalda, heldur
fyrst og fremst til að fagna því, minnast þess
og gleðjast yfir því að við náðum þessum sjálfs-
ákvörðunarrétti í okkar hendur og höfum
hann. Þótt oft séu haldnar hástemmdar ræður
á þessum degi liggur í eðli hátíðarhalda að taka
þannig til orða, hvort sem það er í afmælis-
veislum einstaklinga eða þjóða.“
– Þú talar um að sú kynslóð, sem ekki upp-
lifði sjálfstæðisbaráttuna, átti sig ekki á gildi
hennar. Lítur fólk svo á að þessari baráttu sé
lokið? Baráttan um sjálfstæði sameinaði, vant-
ar nú eitthvert sameiningarafl? Er sundur-
lyndi með þessari þjóð?
„Saga sjálfstæðisbaráttunnar var oft saga
átaka í röðum Íslendinga,“ segir Ólafur Ragn-
ar. „Við þurfum ekki annað en að rifja upp deil-
ur heimastjórnarmanna og Valtýinga, þau
hörðu átök, sem þá fóru fram. Eða að rifja upp
hinar hvössu deilur, sem á sínum tíma stóðu
um Jón Sigurðsson, og þá miklu andstöðu, sem
hann mætti og leiddi jafnvel til þess að hann
treysti sér ekki til að koma til Alþingis um ára-
bil.
Sjálfstæðisbaráttan lærdómsbrunnur
Saga sjálfstæðisbaráttunnar er líka lær-
dómsbrunnur um hvernig hægt er að skapa ár-
angur úr átökunum og leiða þau til farsælla
lykta. Það er eitt af því, sem athugun á sjálf-
stæðisbaráttunni getur fært okkur.
Þú spurðir hvort það ætti minna erindi á
okkar tímum. Kannski er rétt að hafa í huga er-
indi forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves,
þegar hann kom hér í síðustu viku. Hann flutti
íslensku þjóðinni boð um að fjölmenna á sjálf-
stæðishátíð Eistlendinga á næsta ári.
Sjálfstæðið er svo mikilvægt hans þjóð að
hann flytur í opinberri heimsókn sérstakt boð
til allra Íslendinga um að fjölmenna á þessa
sjálfstæðishátíð.
Mér fannst fróðlegt í samræðum við hann að
skynja hve sjálfstæðið er honum, Eistum og
Eystrasaltsríkjunum dýrmætur árangur. Það
er ástæðan fyrir því að þeir leggja svona mikla
áherslu á hátíðarhöldin á næsta ári.
Hitt er svo alveg rétt að þær breytingar, sem
orðið hafa á alþjóðasamfélaginu á undanförn-
um áratugum – aukin samskipti þjóða, gagn-
kvæmir hagsmunir, hvernig mörg viðfangsefni
eins og til dæmis baráttan við loftslagsbreyt-
ingar, tengir hagsmuni allra þjóða saman, eða
til dæmis þróun hins alþjóðlega fjármálakerfis,
Sjálfsákvörð-
unarréttur
þjóðar ekki
sjálfgefinn
Sextíu og sex ára afmæli lýðveldisins rennur upp á tímum umbrota og efna-
hagsþrenginga. Hart er deilt í samfélaginu og forsetaembættið hefur ekki
farið varhluta af því. Ólafur Ragnar Grímsson forseti telur að forsetinn eigi
ekki að láta hræða sig frá ákvörðunum, sem hann telji réttar. Hann óttast
að „síbylja hinnar dökku myndar“ dragi kraft úr íslensku þjóðinni og segir
að þorrinn af hrakspánum um framtíð Íslands hafi ekki ræst, heldur séu Ís-
lendingar að mörgu leyti í betri stöðu en margar þjóðir í Evrópu.