Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
Fundið hefur verið að því að Frétta-stofa RÚV hafi látið „nota sig“ til
að koma illu til leiðar innan Fram-
sóknarflokksins. „Fréttin“ hjá RÚV
hljómaði svona:
Evrópusinnaðir framsóknarmennsem fréttastofa hefur náð tali af í
dag segja að sú sátt sem var mótuð á
síðasta landsfundi Framsóknar-
flokksins í Evrópumálum sé úti með
útspili Gunnars Braga. Sáttin hafi
falist í því að athuga hvað fengist
með aðildarsamningi og bera hann
síðan undir þjóðina.
Það beri vitni um hversu viðkvæmt
ástandið er innan Framsóknarflokks-
ins að enginn heimildarmanna frétta-
stofu þorði að koma í viðtal vegna
málsins, þar sem það „myndi
sprengja allt í loft upp“, eins og það
var orðað.“
Kannski var heimildarmaðurinnbara einn og vildi ekki koma í
dagsljósið svona fljótt eftir síðasta
upphlaup gegn forystunni.
Fréttamaðurinn sagði í upphafifréttarinnar að hann hefði rætt
við Evrópusinnaða framsóknarmenn.
Það er sjálfsagt gott og blessað. En
hvers vegna í ósköpunum var ekki
talað við neinn í Framsókn sem styð-
ur stefnu forystunnar?
Voru þeir líka hræddir um aðspringa í loft upp? Þótti þá rétt
að sprengja meint hlutleysi RÚV í
loft upp rétt einu sinni?
Það má Óðinn vita.
Því ekkert veit Páll.
RÚV ennþá að
Veður víða um heim 16.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 léttskýjað
Bolungarvík 11 léttskýjað
Akureyri 14 skýjað
Egilsstaðir 16 skýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 13 súld
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 16 heiðskírt
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 18 heiðskírt
París 20 skýjað
Amsterdam 19 léttskýjað
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 14 skúrir
Moskva 15 alskýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 18 skýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 20 skúrir
Róm 25 léttskýjað
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 24 skýjað
Montreal 19 alskýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 24 léttskýjað
Orlando 33 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
17. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:11 23:47
Eftir Sigurð Sigmundsson
Landgræðslufélag Hrunamanna fór
nýlega í sína árlegu landgræðslu-
ferð. Um tuttugu sjálfboðaliðar með
sjö dráttarvélar auk flutningabíls
voru í för. Að þessu sinni var dreift
um 16 tonnum af áburði og 700 kg
af grasfræi. Meginhluti þess var
túnvingull en lítið eitt af melgresi.
Var borið á og sáð í og við rofabörð
en einnig svæði þar sem þörf er á
að styrkja gróður þar sem hann er
veikastur fyrir.
Skipuleg uppgræðsla hófst á af-
réttinum 1992 undir styrkri leið-
sögn dr. Sigurðar H. Magnússonar
plöntuvistfræðings. Hann er fædd-
ur og uppalin í sveitarfélaginu og
landinu kunnugur.
Árið 1970 var allstórt svæði frið-
að og greri landið nokkuð. Verulega
fór þó að ganga við uppgræðsluna
eftir að farið var að vinna með
skipulögðum hætti. Rofabörðin eru
alltaf erfiðust viðureignar en segja
má að þar hafi margir sigrar verið
unnir. Eins og allstaðar annars
staðar er gengið um landið með
varúð og virðingu. Ofbeit þekkist
ekki lengur enda hefur sauðfé
fækkað mjög mikið hér sem annars
staðar á landinu.
Landgræðslufélagið sem stofnað
var 2007 hefur notið mikillar vel-
vildar góðra aðila við landgræðslu-
starfið. Að þessu sinni fékk félagið
styrki frá Landbótasjóði, Hruna-
mannahreppi og Arionbanka.
Grasfræ var gefið af versluninni
Líflandi, Fóðurblöndunni og Land-
græðslunni.
Að loknu dagsverki var snætt
glóðað lambakjöt í fjallaskálanum í
Svínárnesi í boði sveitarfélagsins.
Formaður Landgræðslufélagsins er
Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sól-
heimum.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Að störfum Sigurður H. Magnússon og þýski háskólaneminn Julia Klauck
vinna að uppgræðslunni. Julia er nú um stundir kaupakona á bænum Bjargi.
Góður árangur af
uppgræðslustörfum
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosn-
ingum hlutu sjálfstæðismenn í Mos-
fellsbæ 49,8% atkvæða og fjóra full-
trúa af sjö í bæjarstjórn.
Vinstri-græn hlutu 11,7% og einn
fulltrúa líkt og fyrir fjórum árum.
Flokkarnir störfuðu saman í meiri-
hluta á síðasta kjörtímabili.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn
hreinan meirihluta en hefur þrátt
fyrir það óskað eftir áframhaldandi
samstarfi við Vinstrihreyfinguna
grænt framboð. „Samstarf síðustu
fjögurra ára hefur reynst vel og hef-
ur einkennst af trausti og samhug.
Niðurstöður kosninganna eru skýr
skilaboð um ánægju íbúa. Þessir
tveir flokkar hafa því orðið sammála
um að halda samstarfi sínu áfram á
kjörtímabilinu 2010-2014,“ segir í
fréttatilkynningu frá flokkunum.
Haraldur Sverrisson oddviti D-
lista verður bæjarstjóri, Karl Tóm-
asson oddviti VG forseti bæjar-
stjórnar og Herdís Sigurjónsdóttir
D-lista formaður bæjarráðs.
Samstarf VG og Sjálf-
stæðisflokks í Mosfellsbæ
Ómissandi
Hrein íslensk náttúruafurð
ms.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
18
5
0