Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
Íslenska plöntuhandbókin eftir
Hörð Kristinsson hefur verið gefin
út í nýjum búningi, aukin og end-
urbætt, á íslensku, ensku og þýsku.
Í bókinni er fjallað um 465 tegundir
plantna, þar af margar sem hafa
bæst við íslenska flóru á undan-
förnum árum.
Í bókinni er litmynd af hverri
tegund, skýringarteikningar og út-
breiðslukort. Við flokkun plantn-
anna eru notaðir myndlyklar þar
sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi ein-
kennum og einnig eru í bókinni efnislyklar. Höfundur-
inn,Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði.
Bækur
Plöntuhandbók í
nýjum búningi
Kápa plöntu-
handbókarinnar.
Næstkomandi sunnudag klukkan 16
flytja Sigríður Thorlacius og Högni
Egilsson úrval íslenskra sönglaga í
stofunni á Gljúfrasteini.
Högni er söngvari, gítarleikari og
tónskáld og útskrifaðist úr tónsmíðum
frá Listaháskóla Íslands fyrir aðeins
nokkrum dögum. Sigríður er söng-
kona og hefur lokið söngnámi frá
jassdeild Tónlistarskóla FÍH. Saman
syngja þau og spila í hljómsveitinni
Hjaltalín.
Stofutónleikar Gljúfrasteins verða alla sunnudaga í sumar
kl. 16. Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á vef
safnsins, gljufrasteinn.is.
Tónlist
Sigríður og Högni
á stofutónleikum
Sigríður Thorlacius
Óli G. Jóhannsson listmálari á Ak-
ureyri er nú á leið til Suður-Kóreu til
að vera viðstaddur opnun á einkasýn-
ingu hans í Opera-galleríinu í Seoul
næstkomandi laugardag. Þar var hann
með nokkrar myndir á sýningunni
Storytelling um áramótin og gekk svo
vel að galleríið óskaði eftir einkasýn-
ingu hans. Á sýningunni eru ríflega
tuttugu myndir.
Á næstu dögum verður einnig opnuð
afmælissýning Opera-gallerísins í New York sem byggir á vali
listfræðinga og þar á Óli myndina The Unfinished Painting
sem er er 2x3 m að stærð. Opera-galleríin eru rekin í tíu stór-
borgum víða um heim.
Myndlist
Óli G. Jóhannsson
sýnir í Seoul
Óli G. Jóhannsson
Hljómsveitin Salon Islandus kemur
fram á hátíðartónleikum í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í
dag ásamt ásamt sópransöngkon-
unni Auði Gunnarsdóttur. Tónleik-
arnir, sem hefjast kl. 20, eru í boði
Garðabæjar og hluti af 17. júní dag-
skrá í Garðabæ. Salon Islandus hét
áður Salonhljómsveit Sigurðar
Ingva Snorrasonar og hefur starfað
síðan 2004. Hljómsveitin hefur hald-
ið tónleika víða um land og verið
reglulegur gestur í Garðabæ und-
anfarin ár.
Stofnandi hljómsveitarinnar, Sig-
urður Ingvi Snorrason, lék um ára-
bil í hljómsveit Kursalon-hússins í
Vínarborg þar sem Johann Strauss
lék með hljómsveit sinni á ofanverðri
19. öld. Hann leikur á klarínett í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og eins í Sa-
lon Islandus, en aðrir hljóðfæra-
leikarar með hljómsveitinni verða
Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína
Árnadóttir, leika á fiðlur, Bryndís
Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður
Tryggvason á kontrabassa, Martial
Nardeau á flautu, Einar Jóhannes-
son á klarínett, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir á píanó og Pétur Grét-
arsson á slagverk.
Auður Gunnarsdóttir, sem syngur
með hljómsveitinni þetta kvöld, lauk
prófi frá söngskólanum í Reykjavík
1991. Haustið 1999 var hún fastráðin
að óperunni í Würzburg og söng
einnig sem gestur í óperuhúsum víða
um Þýskaland og hefur einnig sung-
ið í íslensku óperunni. Uppistaðan í
efnisskránni er Vínartónlist.
Vínartónlist og valsar
í boði Garðabæjar
Valsasveifla Salon Islandus leikur Vínartónlist í Kirkjuhvoli að kvöldi
þjóðhátíðardagsins ásamt söngkonunni Auði Gunnarsdóttur.
Salon Islandus leikur á hátíðartónleikum í Kirkjuhvoli
Árni Heiðar Karlsson píanóleikari
mun spila á sumartónleikum veit-
ingastaðarins Jómfrúarinnar næst-
komandi laugardag, þann 19. júní.
Með honum í för að þessu sinni eru
þeir Ari Bragi Kárason á trompet,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa
og Einar Scheving á trommur. „Við
höfum aldrei spilað saman áður allir
fjórir þannig að þetta verður smá
soðning úr þessu en það er alltaf
mjög gaman að spila með nýju fólki
þó Þorgrímur og Einar séu lands-
liðsmenn í faginu. Hins vegar kemur
Ari Bragi ferskur inn en hann er bú-
inn að vera úti að læra í um tvö ár,“
segir Árni Heiðar en hann var ný-
verið tilnefndur til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna fyrir plötu sína
Mæri. „Við ætlum að spila nokkur
lög af plötunni minni þó svo að
strákarnir hafi ekki spilað með mér
á henni en auk þess tökum við nokk-
ur þekkt djasslög þannig að það
verður forvitnilegt hvað kemur út úr
þessu. Við ætlum ekki að spila neinn
þungan djass heldur verður svona
létt smurbrauðsstemning yfir þessu
og vonandi verður bara gott veður
því við ætlum að spila utandyra.“
Umsjónarmaður hátíðarinnar er
Sigurður Flosason saxófónleikari en
þetta eru þriðju tónleikarnir í sum-
ardjassröð Jómfrúarinnar. Tónleik-
arnir hefjast kl 15 og standa í um tvo
tíma en aðgangur er ókeypis.
Djassstemning
á Jómfrúnni
Lög af Mæri og þekkt djasslög
©2009 Christopher Lund
Árni Heiðar Karlsson píanóleikari.
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Árni Tryggvason leikari hlaut heiðurs-
verðlaun Grímunnar í gærkvöldi. Hann
var að vonum hrærður og þakklátur er
Morgunblaðið hafði samband við hann.
„Ég er afskaplega stoltur og glaður í
hjarta mínu með þennan heiður. Ég get
samt ekki sagt að ég hafi átt von á þessu.
Ef ég á að segja eins og er þá hef ég aldrei
hugsað um það að fá einhver sérstök verð-
laun fyrir mína vinnu. Sumir halda að mað-
ur sé bara að leika sér en þetta er ákaflega
mikil og oft á tíðum átakanleg vinna.“
Árni átti nýverið 60 ára leikafmæli og
segist aldrei hafa séð eftir því að verða
leikari; starfið hafi verið gjöfult og
skemmtilegt. „Ég er búinn að eyða um 60
árum á sviðinu þó svo að ég hafi eytt sumr-
unum á æskustöðvum mínum í Hrísey en
þangað fer ég til að gera upp leikárið og
þangað er ég á leiðinni næstu daga.“ Árni
segist þó ekki alltaf hafa ætlað sér að
verða leikari. „Ég ætlaði að verða sjómað-
ur framan af en var ýtt út í leiklistina af
kaupfélagsstjóranum á Borgarfirði eystri.
Ég var þar innanbúðar í um tvö og hálft ár
og lék á veturna leikrit með krökkunum í
plássinu. Síðan æxlaðist það að ég fór suð-
ur til Reykjavíkur þar sem systir mín bjó
og ætlaði að stoppa stutt við á ferð minni
norður en þá kemur kaupfélagsstjórinn
suður til að ná í mig og segir mér að hann
hafi ráðið mig í kjötbúð og ég eigi fara í
leiklistar- eða söngnám meðfram vinnunni.
Stoltur og glaður í hjarta
Morgunblaðið/Eggert
Heiðursverðlaunahafi Árni tók við heiðursverðlaunum Grímunnar í gær.
Ég ákvað að fara í leiklistina og þá varð
ekki aftur snúið.“
Svitinn lak úr höndunum
Árni segist ekki hafa verið óskeikull í
starfi og man sérstaklega eftir atviki þar
sem hann gleymdi hluta af texta úr leikrit-
inu Fátækt fólk á frumsýningu á Ak-
ureyri. „Ég gleymdi bara textanum og
drengurinn sem lék á móti mér bjargaði
mér alveg því hann kunni hlutverkið mitt
og tuggði textann minn ofan í mig. Það sá
hver maður í leikhúsinu hvað var að gerast
og móðir drengsins fann svo til með mér
að hún kom til mín eftir sýningu og sagði
við mig að hún hefði ekki aðeins orðið
sveitt í lófunum af stressi fyrir mína hönd
heldur hefði svitinn bókstaflega lekið úr
höndunum á sér!“
Leikarastarfið getur verið ansi erfitt og
Árni segir að ef vel eigi til að takast þá
verði hjartað að vera á réttum stað. „Það
þýðir ekkert að vera með neitt hálfkák því
ef menn vilja verða leikarar mega þeir
ekki vilja gera neitt annað.“ Árni segist
vera trúaður maður og hann hafi oft leitað
í trúna eftir styrk: „Mamma var mjög trú-
uð kona og kenndi mér bænir sem ég hef
alltaf haldið í heiðri og hafa hjálpað mér í
gegnum erfiðleika. Hún varð fjörgömul
kona og það sagði mér spákona um daginn
að ég yrði einnig fjörgamall þannig að ef til
vill stíg ég aftur á svið ef guð og gæfa
leyfa.“
Leikarinn Árni
Tryggvason hlaut heið-
ursverðlaun Grímunnar
Sýning ársins
Jesús litli
Leikskáld ársins
Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir leikverkið Jesús litli.
Leikstjóri ársins
Hilmir Snær Guðnason – Fjölskyldunni – ágúst í
Osage-sýslu
Leikari ársins í aðalhlutverki
Ingvar E. Sigurðsson – Íslandsklukkan
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Margrét Helga Jóhannsdóttir – Fjölskyldan – ágúst
í Osage-sýslu
Leikari ársins í aukahlutverki
Björn Thors – Íslandsklukkan
Leikkona ársins í aukahlutverki
Kristbjörg Kjeld – Hænuungarnir
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson – Fjölskyldan – ágúst í
Osage-sýslu
Búningar ársins
Helga Björnsson – Íslandsklukkan
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson – Fjöl-
skyldan – ágúst í Osage-sýslu
Tónlist ársins
Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjart-
arson – Íslandsklukkan
Hljóðmynd ársins
Walid Breidi – Völva
Söngvari ársins
Ágúst Ólafsson – Ástardrykkurinn
Dansari ársins
Steinunn Ketilsdóttir – Superhero
Danshöfundur ársins
Steinunn Ketilsdóttir – Superhero
Barnasýning ársins
Horn á höfði
Útvarpsverk ársins
Einfarar
Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands
Árni Tryggvason
Gríman 2010