Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALIAKKA SÝND Í KRINGLUNNI Frá framleiðanda Pirates of the Caribbean þríleiksins Jerry Bruckheimer kemur ein stærsta bíóupplifun ársins. HHHH „Myndin er veisla fyrir augað og brellurnar flottar“ „Fagmannlega unnin – Vel leikin Skemmtileg – Stendur fullkomlega fyrir sínu“ Þ.Þ. - FBL ‘A joy from start to finish.’ Daily Telegraph ‘The funniest and most assured comedy in all of London. Not to be missed.’ Sunday Express ‘A treat – stylish, hilarious and unmissable.’ Sunday Times tryggðu þér miða í tíma á midi.is eða í miðasölu Sambíóanna LEIKRIT Í BEINNI ÚTSENDINGU Á STÓRA TJALDIÐ! 28. júní kl. 18.00 Frá sviði á stóra tjaldið í Sambíóunum Kringlunni beint frá National Theatre, London ‘A resounding hit.’ Independent LEIKFANGASAGA 3 kl. 5:50 - 8 ísl. tal L BROOKLYN'S FINEST kl. 10:10 16 SEX AND THE CITY 2 kl. 6 - 9 12 LEIKFANGASAGA 3 3D ísl. tal kl. 3:203D - 5:403D L TOY STORY 3 3D m. ensku tali kl. 83D L THE LOSERS kl. 10:20 12 PRINCE OF PERSIA kl. 6 10 SEX AND THE CITY 2 kl. 9 12 THE LAST SONG kl. 4 L LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 5:50 L TOY STORY 3 ensku tali kl. 8 L SNABBA CASH m. sænsku tali kl. 10:10 16 PRINCE OF PERSIA kl. 5:40 12 THE BACK-UP PLAN kl. 8 L BROOKLYN'S FINEST kl. 10:10 16 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI CARRIE, SAMANTHA, CHARLOTTE OG MIRANDA ERU KOMNAR AFTUR OG ERU Í FULLU FJÖRI Í ABU DHABI. HEITASTA STELPUMYND SUMARSINS SKEMMTILEGASTI VINKVENNAHÓPUR KVIKMYNDA- SÖGUNNAR ER KOMINN Í BÍÓ GLAUMUR, GLAMÚR OG SKÓR ERU MÁLIÐ Í SUMAR SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI Street Dance 3D er mikil flat-neskja sem augljóslega erætlað að höfða til dans-glaðra unglinga. Nokkrum hæfileikaríkum, ungum dönsurum var smalað í tökur og þeir látnir sýna listir sínar. Utan um dans- atriðin er svo örlítil saga sem er svo fyrirsjáanleg að áhorfandinn veit alltaf hvað gerist næst. Það er svo sem ekkert nýtt í myndum á borð við þessa, tilgangurinn er væntanlega sá að selja myndina út á dansinn og annað er bara uppfylling svo hægt sé að kalla þetta kvikmynd. Dans- ararnir ungu eru fagrir mjög og vöð- vastæltir og tilþrifin í dansinum eru glæsileg en það sama verður ekki sagt leiklistina, enda býður hand- ritið ekki upp á leiksigra. Í myndinni segir af götudanshópi í London sem stefnir á fyrsta sæti í árlegri götudanskeppni. Sigurlaunin eru ferð til Bandaríkjanna, á götu- danskeppni þar, en Bandaríkin virð- ast vera fyrirheitna landið þegar kemur að slíkum dansi. Ríkjandi götudansmeistarar eru The Surge, vígalegur hópur karldansara sem virðist ósigrandi, slík eru tilþrifin hjá þeim töffurum. Carly, ung götu- dansmær sem vinnur fyrir sér með því að smyrja og selja samlokur og færa viðskiptavinum úti í bæ, fær það verkefni að stýra götudans- hópnum eftir að leiðtogi hans og kærasti hennar, Jay, yfirgefur hóp- inn (segist þurfa að fá að vera út af fyrir sig, þarf næði til sköpunar). Danshópurinn missir æfinga- húsnæði sitt og stefnir allt í að hann geti ekki æft fyrir keppnina. Þá býðst Carly æfingahúsnæði í ball- ettskóla með því skilyrði skólastýr- unnar að hópur ballettnema verði með í götudansinum. Carly fær það erfiða verkefni að kenna þeim réttu sporin. Mikill rígur er í fyrstu milli þessara ólíku danshópa en fer þó svo á endanum að hvor hópur lærir að meta list hins og Carly verður skotin í ballettstráknum Tómasi. Í grunninn er þetta ekki svo galin hugmynd, skotheld unglingasaga þar sem andstæður mætast (ballett og götudans), ástin sigrar allt og draumar rætast. En leikstjórarnir fara illa með efniviðinn. Dansatriðin eru það eina sem halda manni vak- andi og lítið út á þau að setja, sum þeirra eru hreint út sagt frábær og þá sérstaklega hjá „vonda“ dans- hópnum, The Surge. Myndatakan er hins vegar ekki upp á marga fiska, sjónarhornin fá og klippingar hefðu mátt vera miklu hraðari. Undar- legar senur með dönsurunum einum að sprikla heima hjá sér (minna á Flashdance) eða uppi á þaki draga myndina á langinn og fá mann til að líta á úrið. Þó er myndin aðeins 98 mínútur. Þessar senur virðast til þess eins gerðar að sýna fagra kroppa dansaranna og það kunna ef- laust margir að meta. Hálffertugir karlmenn eru ekki markhópurinn og sá sem hér rýnir gerir sér það ljóst, sjálfsagt hefði hann litið þetta öðr- um augum fyrir 20 árum eða svo. Street Dance 3D er sýnd í þrívídd og fékk undirritaður sérstök gler- augu til þess að geta séð myndina. Þessi gleraugu voru býsna óþægileg og þrívíddin gerði þar að auki afar lítið fyrir myndina, nema þá kannski í yfirlitsmyndum af London. Hefði maður þá heldur kosið að sjá dans- arana í hinni hefðbundnu tvívídd. Vonandi heldur hún velli. Illa farið með gott hráefni Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó Street Dance 3D bbnnn Leikstjórar: Max Giwa & Dania Pasquini. Aðalhlutverk: Charlotte Rampling, Nichola Burley, Rachel McDowall og Richard Winsor. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Götudans Andstæðingar götu- og ballettdansaranna í Street Dance 3D, danshópurinn The Surge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.