Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Heiða Kristín Helgadóttir hef- ur verið ráðin að- stoðarmaður Jóns Gnarr borg- arstjóra. Heiða Kristín er 27 ára gömul og er stjórnmálafræð- ingur frá Há- skóla Íslands. Hún gegndi síð- ast starfi sem almannatengill við Vitvélastofnun Íslands. Áður starf- aði hún m.a. sem alþjóðafulltrúi á Alþjóðaskrifstofu Háskólans í Reykjavík, Hún var kosningarstjóri Besta flokksins fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar. Aðstoðarmaður borgarstjóra Heiða Kristín Helgadóttir Úthlutað hefur verið í annað sinn styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hag- kaups. Samtals var úthlutað 22.100.000 krónum til 26 verkefna við hátíðlega athöfn í Iðnó. Hæstu styrkirnir voru fjórir, að upphæð 2 milljónir hver. Þá styrki hlutu: Daníel Bergmann ljósmynd- ari til útgáfu bókar um íslenska fálkann, Norræna húsið til end- urbóta á friðlandinu í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg, Vanda Sig- urgeirsdóttir kennari til dokt- orsrannsókna um börn og náttúru, og kvikmyndargerðarmennirnir Steingrímur Þórðarson og Lind Einarsdóttir til gerðar kvikmyndar um náttúru Íslands séða með aug- um sælkerans. Markmið sjóðsins er að auka al- menna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni fólks og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skyn- semi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hug- arfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við náttúruna. Stjórn sjóðsins skipa Lilja Pálma- dóttir formaður, Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum og Guð- mundur Oddur Magnússon prófess- or í Listaháskóla Íslands. Styrkveiting Verðlaunahafarnir ásamt stjórn sjóðsins. Fjölmörg verkefni fá styrk úr Náttúru- verndarsjóði Pálma Jónssonar KÓR Öldutúnsskóla í Hafnarfirði lagði af stað í tónleikaferð til Kanada á laugardaginn 12. júní sl. og kemur til baka á sunnudag nk. Flogið var til Winnipeg þar sem kórinn mun hafa aðsetur. Dagskrá kórsins er margþætt og heldur kórinn stutta tónleika á öllum stöðum þar sem hann kemur við. Farið verður í heimsóknir til Nýja-Íslands, Árborgar, Mikleyjar (Hecla), Gimli og dvalarheimilis- ins Betelstaða svo eitthvað sé nefnt. Hápunktur ferðarinnar eru stórtónleikar í dag, þann 17. júní. Fyrst mun kórinn syngja við styttu Jóns Sigurðssonar í Þing- húsgarðinum, síðan um kvöldið verður farið til Winnipeg Art Gallery þar sem aðaltónleikar kórsins verða. Kórinn hefur lagt metnað sinn í að flytja íslenska tónlist og hef- ur hann öðlast mikla færni í söng og túlkun á íslenskum þjóðlögum og verkum eftir íslenska höfunda. Þá má að lokum geta að kórinn tók nýlega þátt í gerð landkynn- ingarmyndbands við lagið Jungle Drum. Kórinn Nú stendur yfir ævin- týraferð um Kanada. Kórferðalag til Winnipeg Hinn 19. júní nk., á kvenréttindeginum, munu kvenfélagskonur í kvenfélaginu Iðju standa fyrir áheitagöngu um Mið- fjörð. Tilgangur göngunnar er að safna fé til að koma rafmagni í Réttarsel við Mið- fjarðarrétt sem er í eigu kvenfélagsins. Yfirskrift göngunnar er „Orka fyrir Iðju.“ Gangan hefst kl. 8:00 að morgni dags og verður gengið frá Melstað (vestan megin) til norðurs. Bifreið mun fylgja hópnum og sjá honum fyrir vistum og þjón- ustu. Miðfjarðarhringurinn er 40 km og er áætlað að gangan taki um 10 klst. Að henni lokinni verður grillað fyrir göngugarpana. Í Kvenfélaginu Iðju eru 26 konur og var það stofnað árið 1935. Iðja er mjög virkt kvenfélag og sér um ýmsar uppákomur í héraði. Öllum er velkomið að taka þátt í göngunni og geta skráð sig í gönguna í síma 8924101 eða síma 8918264. Áheitaganga fyrir Kvenfélagið Iðju Réttarsel Safnað er fyrir rafmagni. Helgiganga í minningu Auðar djúp- úðgu verður farin á laugardag nk. í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1.100 árum. Göngufólki er ráðlagt að safnast saman við bílastæðin við Kross- hólaborg. Rúta fer þaðan kl. 14 að Auðartóftum. Eftir stutta helgi- stund verður farið að Hvamms- kirkju, þar sem einnig verður helgi- stund og gengið þaðan að Krosshólaborg, þar sem Landnáma segir að Auður hafi reist krossa og haft bænahald sitt. Gangan er í allt um 3 km. Um kl 16 verður svo helgistund með altarisgöngu á Krosshólaborg sem allir eru vel- komnir til, líka þeir sem ekki geta farið í helgigönguna. Auðarganga STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Óhætt er að segja að nóg verði um að vera hér í höfuðstaðnum næstu daga. Fjörið er reyndar byrjað því í gær voru um hátt í þúsund manns – gamlir MA-stúdentar, makar þeirra og aðrir gestir – á MA-hátíð í Íþróttahöllinni.    Löng hefð er fyrir því að gamlir MA-stúdentar heimsæki skólann sinn á þessum tíma. Nýstúdentar verða svo brautskráðir í dag og skól- anum slitið í 130. sinn. MA-ingar setja ætíð upp hvíta kollinn á þjóðhátíðardaginn.    Í dag hefjast árlegir Bíladagar sem standa fram á sunnudag með bílasýningu, sandspyrnu, torfæru, kvartmílu og óviðjafnanlegu fyr- irbæri sem bíladellumenn kalla Burn-Out; þar keppast ökumenn við að spóla afturdekk af felgunni á sem skemmstum tíma. Sú athöfn verður við stúku Akureyrarvallar annað kvöld.    Árleg Flughelgi verður á laug- ardag og sunnudag á Akureyr- arflugvelli. Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði og nánast allt til sýnis sem getur flogið.    Varla þarf að taka fram en þó sanngjarnt, að spáð er sól og blíðu í Eyjafirði í dag. Og logni. Skátar og aðrir bæjarbúar gleðjast yfir því, en skátafélagið Klakkur sér að þessu sinni um hátíðardagskrá fyrir hönd bæjarins.    Dagskrá í tilefni þjóðhátíð- ardagsins hefst kl. 13 í Lystigarð- inum. Skemmtanir verða svo í mið- bænum um miðjan dag og í kvöld.    Í upphafi fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í fyrradag var lesið upp bréf frá Sigrúnu Björk Jak- obsdóttur, sem kjörin var í bæj- arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hún baðst lausnar út kjör- tímabilið af persónulegum ástæðum. Var beiðnin samþykkt samhljóða.    Hermann Jón Tómasson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar og frá- farandi bæjarstjóri, sagðist myndu sakna Sigrúnar. „Hún var góður og öflugur bæjarfulltrúi sem vann vel fyrir sveitarfélagið. Það verður missir að henni sem bæjarfulltrúa.“    Hljóðfærasýning sem vakti mikla athygli á Glerártorgi í fyrra hefur verið opnuð aftur á sama stað. Það er flott framtak! skapti@mbl.is Flug og bíll og stúdentshúfur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fegurð Lystigarðurinn er tilbúinn fyrir bæjarbúa og fjölmarga gesti. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Högum hf. Miðvikudaginn 23. júní 2010 verða hlutabréf í Högum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Haga hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verður ekki tekið við tilkynningum um eigendaskipti á bréfum félagsins 22. og 23. júní 2010. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Högum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Haga hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Haga hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogi, eða í síma/tölvupóstfangi 530-5500/geg@hagar.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri fyrir skráningardag við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum framangreindum takmörkunum á tilkynningum um eigendaskipti 22. og 23. júní 2010. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun stofnar í þessu skyni VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins er kynnt framangreint bréf leiðis. Stjórn Haga hf. Lögreglustjórinn á Hvolsvelli hef- ur ákveðið að af- létta lokun á veg- inum inn í Þórsmörk að höfðu samráði við vísindamenn. Vísindamenn telja þó fulla ástæðu til að fara varlega því lón hefur myndast í toppi Eyjafjallajök- uls og því hætta á vatnsflóði niður Gígjökul. Vatn er að safnast fyrir í lóninu og vísindamenn fylgjast náið með því sem gerist við eldstöðina. Lögreglan mun því takmarka um- ferð á ný ef ástæða er til. Þá er lónsstæðið neðan Gígjökuls áfram talið hættusvæði en þangað leita eitraðar gastegundir sem enn eru að losna frá eldstöðinni og úr nýja hrauninu að því er segir í til- kynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands, segist ekki geta metið stöðu eða þróun lónsins að svo stöddu. Hann kveðst brátt ætla í flug yfir lónið og bera það saman við myndir sem teknar hafa verið af því síðustu daga. Þannig muni hann meta hvort um sé að ræða raunverulega hækkun á yf- irborði lónsins en það gæti leitt til flóðs yfir veginn til Þórsmerkur. jonasmargeir@mbl.is Þórsmörk opin Mistök urðu við vinnslu fréttar um framhaldsskóla, sem birtist í blaðinu í gær. Rangt var haft eftir Inga Ólafssyni, skólastjóra Verzl- unarskólans. Samkvæmt fréttinni sagði Ingi að „bestu skólarnir“ nytu vinsælda. Í raun átti þar að standa að „bekkjarskólarnir“ nytu vin- sælda. Ekki var að öllu leyti rétt greint frá því hverjir væru vinsælustu skól- arnir. Stóð í fréttinni að MR og Borgarholtsskóli væru næstvinsæl- astir á eftir VÍ. Hið rétta er að það eru MH og MS sem verma annað og þriðja sætið. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Bekkjarskólarnir, ekki bestu skólarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.