Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 ✝ Guðríður Jó-hannsdóttir, eða Gauja eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Reykjavík 17. júlí 1916. Hún lést 29. maí 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Bjarnadóttir ættuð frá Húsafelli í Borg- arfirði, f. 8. nóvember 1876, d. 11. febrúar 1966, og Jóhann Árnason sem ólst upp á Litlu-Vallá á Kjal- arnesi, f. 6. nóvember 1880, d. 5. september 1963. Systkini Guðríðar voru: Aðalheiður Fanney, f. 1908, d. 1995. Árni, f. 1913, d. 1995, maki Ingibjörg Álfsdóttir, f. 1916, d. 2009. Sigurjóna, f. 1913, d. 2003, maki Axel E. Bjarnason, f. 1911, d. 1981. Sammæðra hálfbróðir var Helgi Kristinn Bjarnason, f. 1902, d. 1991. Guðríður giftist árið 1938 Christian Nilsson Beck, f. 10. októ- ber 1916, d. 18. janúar 2009, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Olga Þórdís Beck, f. 13. september 1938, maki Þorsteinn Gregor Þor- steinsson (Þór), f. 26. nóvember 1935, d. 7. maí 2002, þau skildu. Barn Olgu og Gísla Grétars Sig- urjónssonar, f. 4. apríl 1938, er arsdóttir, f. 9. apríl 1976. Seinni maki Sigmundur Stefánsson, f. 4. júní 1949. Börn þeirra: a) Hulda, f. 15. janúar 1981, maki Davíð Ell- ertsson, f. 7. febrúar 1981. Sonur þeirra er Hlynur, f. 26. desember 2006. b) Helga, f. 21. júlí 1987, sam- býlismaður Einar Andri Einarsson, f. 21. maí 1981. 2) Kristinn Ómar Kristinsson, f. 1. febrúar 1957, maki Þorbjörg Edda Guðgeirsdóttir, f. 18. maí 1957, þau skildu. Börn þeirra: a) Kolbrún, f. 23. nóvember 1978, sambýlismaður Víðir Atli Ólafsson, f. 16. janúar 1974. Synir þeirra: Breki, f. 13. september 2004, og Brimar, f. 25. ágúst 2006. b) Sylvía, f. 9. ágúst 1986, sambýlis- maður Eðvarð Ingi Björgvinsson, f. 6. júní 1986. Sambýliskona Kristins Ómars er Inga Anna Gunnars- dóttir, f. 13. nóvember 1964. Guðríður ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt systkinum og bjuggu þau í Miðhúsi við Lindargötu 43a, Reykjavík. Íbúðarhúsið Miðhús er nú komið á Árbæjarsafn. Guðríður bjó flest sín búskaparár í Reykja- vík, lengst á Neshaga 19. Guðríður var lengst af heimavinnandi hús- móðir en utan heimilis vann hún við saumaskap og verslunarstörf, m.a. í Glugganum við Laugaveg. Útför Guðríðar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 7. júní 2010. Snorri Beck, f. 23. október 1979, sam- býliskona Bryndís Júlía Róbertsdóttir, f. 20. desember 1983. 2) Konráð Beck, f. 4. september 1941, maki Helga Hall- grímsdóttir, f. 3. sept- ember 1942. Börn þeirra: a) Bjarni Rún- ar Beck, f. 15. ágúst 1965, maki Paulina Agnieszka Kieszek, f. 9. júní 1975, þau skildu. Dóttir þeirra er Íris Jónína, f. 8. maí 2005. b) Vig- dís Beck, f. 3. júlí 1968, maki Rúnar Kristinsson, f. 18. október 1967. Börn þeirra: Fannar Helgi, f. 21. desember 1989, Helga, f. 11. janúar 1993°, og Anna, f. 27. júlí 1999. c) Hallgrímur Kristján Beck, f. 12. september 1973, sambýliskona Hildur Eygló Einarsdóttir, f. 8. júlí 1975. Börn þeirra: Aron Dagur, f. 21. september 2001, og Sara Rut, f. 25. apríl 2006. Árið 1958 giftist Guðríður Kristni Þórðarsyni, f. 24. maí 1913, d. 29. júlí 1981. Börn þeirra: 1) El- ísabet Kristinsdóttir, f. 22. október 1950, maki Ingvar Sveinsson, f. 6. desember 1949, d. 24. desember 1976. Sonur þeirra er Kristinn, f. 8. apríl 1971, maki Birna Ósk Ein- Guðríður tengdamóðir mín (Gauja) var Reykvíkingur í húð og hár, alin upp í foreldrahúsum á Lind- argötu 43a sem nefnt var Miðhús. Í því húsi bjó síðan hluti næstu kyn- slóðar og þar ólust upp mörg systk- inabarna hennar. Þarna var miðstöð fjölskyldunnar um langt árabil og glatt á hjalla þegar frændsystkinin söfnuðust þar saman. Ekki voru tök á langri skólagöngu og fór Gauja því ung að vinna m.a. í verksmiðjunni á Álafossi. Lengst af var hún samt heimavinnandi hús- móðir en Kristinn (Kiddi) maður hennar starfaði allan þeirra búskap sem vélstjóri til sjós og var því lang- dvölum að heiman. Hvíldi því allt heimilishald á henni og einnig voru á þessum tíma miklar áhyggjur af ást- vinum á hafi úti því öryggi skipa og búnaðar var ekki það sama og síðar varð. Sá kostur fylgdi þó þegar Kiddi var á farskipum að mökum gafst færi á að fara með. Siglt var til fjarlægra landa eins og til Mið- og Suður-Am- eríku sem fólk átti þá almennt ekki kost á að ferðast til. Slíkar ferðir voru mikið ævintýri fyrir Gauju sem hún naut til fulls og bjó að alla tíð. Gauja var mikil hannyrðakona og á fjölskyldan marga listilega vel gerða muni eftir hana, bæði útsaum og skerma. En á fyrri árum var það saumaskapurinn bæði fyrir heimilið og aðra sem sparaði og aflaði tekna. Þá prjónaði hún mikið fyrir Hringinn á basara til styrktar Barnaspítalan- um. Hannyrðirnar styttu því bæði stundir og voru til ánægju og nyt- semdar. Þegar ég kynntist Gauju var hún komin á sjötugsaldur. Ég veitti fyrst athygli hennar afar hressa viðmóti og hún kom beint að hlutunum í sam- ræðum. Ekkert óþarfa varfærnis- og kurteisishjal. En það sem ekki átti að fara lengra fór heldur ekki lengra. Hún var mannblendin og vildi hafa fólk í kringum sig og mestu ánægju- stundirnar voru þegar fjölskyldan kom öll saman. Ég skynjaði fljótt hversu mikils virði Kiddi var henni. Hann var hennar kjölfesta, ástvinur- inn sem breytti lífi hennar sem hafði verið erfitt. Það var því henni reið- arslag þegar hann féll skyndilega frá á góðum aldri og hún rétt orðin 65 ára. En þótt Gauja væri mannblend- in tók hún ekki hverjum sem var. Það tók sinn tíma að öðlast traust hennar og hún vissi að fagurgali og yfirborð sýndi ekki alltaf það sem undir bjó. Hún gat verið dómhörð um þá sem henni líkaði ekki og notaði þá ómeng- aða íslensku eins og hún orðaði það. En hún fann til með lítilmagnanum og þeim sem á hallaði og nutu ýmsir góðs af því. Síðustu fjögur árin reyndust Gauju erfið vegna heilablóðfalls sem olli helftarlömun og algeru máltapi. Þá varð að tjá sig með bendingum annarrar handar og svipbrigðum. En brosið var til staðar og blíðast skein það þegar yngstu kynslóðirnar komu í heimsókn. En þrátt fyrir að vera af- ar ósátt við hlutskipti sitt hélt hún reisn sinni til síðustu stundar og reyndi ætíð að gera það sjálf sem hún gat. Þegar kallið kom var hún umvaf- in sínum nánustu og kveður nú síðust í sínum ættlið og sömuleiðis eru systkini Kidda og makar fallin frá. Ég kveð tengdamóður mína með þökk og eftirsjá. Blessuð sé minning hennar. Sigmundur Stefánsson. Elsku Gauja amma, nú ert þú búin að kveðja. Við þekkjum ekki lífið án þín, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur. Það var alltaf gott að koma til þín á Neshagann í spjall um lífið og tilveruna. Þú komst alltaf fram við okkur sem jafningja, þú varst hrein og bein og ekkert að skafa utan af hlutunum, sagðir þá eins og þeir voru. Þú ert á tíræðis- aldri þegar þú kveður en aldrei leistu á þig sem gamalmenni. Umræða um þjónustu fyrir eldri borgara, hvort heldur varðandi þjónustuíbúð, fé- lagsstarf eða hjálpartæki, átti aldrei upp á pallborðið hjá þér. Til að mynda þegar líkaminn fór að gefa sig og stafur hefði auðveldað þér gang þá tókstu það ekki í mál en í stað stafsins notaðir þú moppuna þegar enginn sá til því moppur eru ekki fyr- ir gamalt fólk. Um tíma tókstu þátt í tómstundastarfi í Múlabæ en sást fljótt að þú ættir ekki samleið með gamla fólkinu þó svo þú værir að nálgast nírætt. Þú sýndir mikinn áhuga á öllu okk- ar lífi og því sem við tókum okkur fyrir hendur hvort sem það var tengt íþróttum, skóla, stráka- eða stelpu- málum. Þú bakaðir bestu pönnukök- ur í heimi og ekki vafðist fyrir þér að vera með tvær pönnukökupönnur á hellunni í einu. Stundirnar sem við áttum saman í eldhúskróknum eru ógleymanlegar þar sem allt milli himins og jarðar var rætt og kræs- ingunum raðað á borðið. Þú varst mjög handlagin og þau eru ófá hand- verkin sem þú lætur eftir þig. Helgu er kærastur dúkkukjóllinn sem þú saumaðir á Húlluna hennar og mikil vinna var lögð í hverja blúndu. Huldu þótti gott að eiga stundir með þér eftir hjólaferðirnar til þín úr Hafnarfirðinum, spjall í eldhús- króknum eða yfir sjónvarpinu að horfa á Guiding Light, en sá þáttur var í miklu uppáhaldi og reynt var að passa upp á að hringja ekki þegar hann var í sjónvarpinu. Laugavegur- inn mun skipa stóran sess í hjörtum okkar. Þeir voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum með þér og enduðu margir á því að farið var niður Laugaveginn. Keyrt löturhægt og skoðað í búðarglugga og fylgst með mannlífinu. Elsku amma, síðustu fjögur ár hafa verið þér erfið en nú ertu komin til Kidda afa sem þú talaðir svo fal- lega um. Takk fyrir allar samveru- stundirnar, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness) Kristinn, Hulda og Helga. Elsku amma okkar. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sylvía, Eðvarð, Kolbrún, Víðir, Breki og Brima Guðríður Jóhannsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.                          ✝ Við þökkum af alúð og vinsemd, samúð og hlýhug allra sem voru okkur vel við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, BALDURS BJARNASONAR vélstjóra, Hafnarbraut 31, Hornafirði. Við minnumst sérstaklega með þakklæti umönnunar og aðhlynningar sem starfsfólk heilbrigðisstofnunar Suðausturlands veitti af hlýleik og hugulsemi í hinstu legu hans. Einnig erum við afar þakklát Útgerð Sigurðar Ólafssonar ehf. fyrir vináttu, rausn og liðsinni á liðinni tíð og nú við ævilok hans. Sigríður, Gísli, Sigjón, Kristín og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar mágs og frænda, GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Gestsstöðum, Strandabyggð. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson, Sólveig Jónsdóttir, Bragi Guðbrandsson, Ragnheiður Jónsdóttir og fjölskyldur. Nú kveð ég þig, elsku afi, það er erf- itt og söknuðurinn mikill. Ég hef átt svo margar dýr- mættar stundir með þér. Þú varst alltaf svo hlýr og notalegur í um- gengni en þú lést alveg þínar skoðanir í ljós. Þið amma áttuð ykkar fallega og notalegt heimili í Hamragerði og svo á Mýrarveginum. Það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn til ykkar og ég var alltaf svo velkomin, þú varst alltaf svo glað- ur þegar ég kom til ykkar. Ég man þegar ég var lítil stelpa, þá hljóp ég alltaf svo stolt til þín þegar ég sá þig á stóra sendibílnum þínum og ég þurfti Friðgeir Bjarnar Valdemarsson ✝ Friðgeir BjarnarValdemarsson bifreiðarstjóri fædd- ist í Felli, Gler- árþorpi, 24. júlí 1931, hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 21. maí 2010. Útför Friðgeirs fór fram frá Akureyr- arkirkju 31. maí 2010. alltaf að koma og heilsa upp á þig og tilkynna vinkonum mínum að þú værir afi minn. Ég man hvað það var mikið sport að fá að setjast upp í afabíl og það var svo gaman þegar þú keyrðir mig í skólann í sendibíln- um þínum, ég var svo stolt. Elsku afi, þú varst alltaf tilbúinn að koma og hjálpa ef ég þurfti á þér að halda og þú varst alltaf svo gjafmildur, ég man allt- af eftir því að þú stakkst alltaf pening í vasann minn eftir heim- sókn, svo gleymi ég ekki heldur skemmtilegu sögunum sem þú sagði mér um hann pabba minn, það þótti mér alltaf svo gaman að heyra. Eftir að ég flutti til Danmerk- ur, þá hitti ég þig ekki eins oft og ég vildi. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Berglind Sif Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.