Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 4
Eyvindur bendir á að hugsanlegt sé að breyta vaxtakjörum lánsins með vísan til 36. gr. samn- ingalaga en þar segir: „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.“ Annar þáttur þessa máls er hvaða þýðingu dóm- urinn hefur fyrir lánafyrirtækin. Munu þau öll geta staðið þetta af sér? Því er ekki hægt að svara á þessu stigi. Það liggur fyrir að af bílalánafyrirtækj- unum stendur Lýsing verst. Ef fyrirtækið færi í þrot gætu sumir lántakendur staðið höllum fæti. Þeir sem hafa t.d. þegar gert upp lán við lánafyr- irtæki sem fer í þrot eiga erfitt með að sækja rétt sinn ef fyrirtækið er ekki lengur til. Á þetta benti Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda, eftir uppkvaðningu dómsins. Hann sagðist vona að fyr- irtækin lifðu þetta af. Örlög Lýsingar ráðast að nokkru leyti af viðbrögðum Deutsche Bank. Enginn veit með vissu hversu miklir fjármunir munu flytjast frá lánafyrirtækjunum til lántakenda með þessum dómi. Sigurmar K. Albertsson, lög- maður Lýsingar og SP-fjármögnunar, sagði að um hundruð milljarða væri að tefla. Það er einnig ljóst að sú vinna sem fjármálafyr- irtækin hafa lagt í á síðustu mánuðum við að breyta lánunum er núna í talsverðu uppnámi. Ef ekkert nýtt gerist færir dómurinn lántakendum betri kjör en lánafyrirtækin bjóða nú. Ólíklegt verður líka að telja að Alþingi samþykki bílalánafrumvarp félags- málaráðherra sem liggur fyrir þinginu. Ekki lengur ólán að hafa tekið myntkörfulán  Staða skuldara batnar um nokkur hundruð milljarða með dómi Hæstaréttar Morgunblaðið/Ernir Dómur Ragnar Baldursson lögmaður rennir yfir dóminn stuttu eftir dómsuppkvaðningu Hæstaréttar. Ragnar segir dóminn vera skýran. Óheimilt sé að verðtryggja lán með tengingu við gengi krónunnar. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Með lögum um vexti og verðtrygg- ingu sem sett voru árið 2001 tók Al- þingi af skarið um að óheimilt er að verðtryggja lán með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur málum þar sem tekist var á um lögmæti myntkörfulána. Fyrir Hæstarétti var tekist á um þrjú meginatriði, hvort bílasamn- ingurinn sé lánasamningur eða leigusamningur, hvort hann sé um skuldbindingu í erlendri mynt eða íslenskum krónum, sem bundnar séu gengi erlendra gjaldmiðla, og loks hvort slík gengistrygging sé heimil samkvæmt lögum. Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu að um sé að ræða lána- samning í skilningi laga. Kaupverð bílanna er tilgreint í íslenskum krónum og mánaðarlegar afborg- anir eru sömuleiðis í krónum. Ber- um orðum kemur fram í texta samninganna að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar skuli breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum sem mið var tekið af. Hæstiréttur bendir auk þess á að í texta annars samningsins sem deilt var um standi að hann sé „100% gengis- tryggður“. Í yfirskrift hins samn- ingsins var tekið fram að hann væri gengistryggður. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að samn- ingurinn væri skuldbinding í ís- lenskum krónum. Vísaði í lögskýringargögn Fjármögnunarfyrirtækin töldu að gengistrygging væri ekki and- stæð lögum og vísuðu í 13. gr. laga um vexti og verðbætur. Hæstirétt- ur fjallar um forsögu ákvæða þess- ara laga og kemst að þeirri nið- urstöðu að opnað hafi verið fyrir heimildir til að binda sparifé og lánsfé í íslenskum krónum við vísi- tölu á svokölluðum samsettum gjaldmiðlum árið 1979. Með laga- breytingunni árið 2001 hafi löggjaf- inn hins vegar tekið af skarið um að þessi tenging sé óheimil. „Af lög- skýringargögnum er ljóst að ætlun löggjafans var að fella niður heim- ildir til að binda skuldbindingar í ís- lenskum krónum við gengi er- lendra gjaldmiðla og heimila einungis að þær yrðu verðtryggðar á þann hátt sem í 14. gr. laganna segir. Vilji löggjafans kom skýrlega fram í því að í orðum lagaákvæð- anna var eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum teg- undum verðtryggingar, en þar var ekkert rætt um þær tegundir, sem óheimilt var að beita. Lög nr. 38/ 2001 heimila ekki að lán í íslensk- um krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla,“ segir í dómi Hæsta- réttar. egol@mbl.is Tenging við gengi var bönnuð 2001 Morgunblaðið/Sverrir Lán Hæstiréttur felldi tvo dóma í málum sem varðaði myntkörfulán.  Hæstiréttur dæmdi að óheimilt væri að verðtryggja lán með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla  Skuldbindingin er í íslenskum krónum Gísli Tryggva- son, umboðs- maður neytenda, segir að dóm- urinn hafi mikið fordæmisgildi og áhrifin geti orðið víðtæk. „Þetta getur leitt til skaðabótaskyldu vegna greiðslna. Þetta getur jafnvel leitt til skaða- bótaskyldu vegna óréttmætra vörslusviptinga og einnig vegna þess að menn fylgdu ekki réttar- farslögum við að innheimta bíla- lán.“ Gísli bendir á að í þessu máli hafi ekki reynt á ákvæði um for- sendubrest, en hugsanlegt sé að þar geti lántakendur sótt rétt. Getur leitt til skaða- bótaskyldu vegna vörslusviptingar Gísli Tryggvason „Ég hef haft trú á að Ísland sé réttarríki og að menn dæmi eftir lögunum og það fengu menn að sjá í dag,“ sagði Björn Þorri Vikt- orsson sem sótti málið gegn SP- fjármögnun. Hann sagði að Hæstiréttur hefði skorið afdrátt- arlaust úr um það að lánin sem um var deilt væru lán í íslenskum krón- um og gengistrygging slíkra lána væri ólögmæt. „Ég trúi því afar illa að ríkis- stjórninni detti það í hug að koma fram með lagafrumvarp núna sem er ætlað að veita fjármögnunarfyr- irtækjunum betri stöðu gegn al- mennum neytendum á Íslandi. Það finnst mér alveg með ólíkindum.“ Trúi ekki að sett verði lög gegn neytendum Björn Þorri Viktorsson „Lánin fara nið- ur á upphafs- punkt miðað við það gengi sem var á myntunum þegar lánin voru greidd út,“ segir Ragnar Baldurs- son lögmaður sem sótti málið gegn Lýsingu. Hann segir að gefa verði lánafyr- irtækjunum svigrúm til að bregðast við dómnum, en hann sér engar for- sendur til að stjórnvöld geti sett lög og gert lántakendum að greiða meira af lánunum en dómurinn ætl- ast til. Þeir sem hafa greitt lánin upp eða tapað bílum sínum vegna van- skila þurfi líka að skoða stöðu sína. „Ég tel að allir sem hafa greitt af þessum lánum eigi að skoða rétt- mæti endurgreiðslukröfu. Það hef- ur greinilega verið greitt umfram það sem lögmætt er að innheimta.“ Miða verður við stöðu á lántökudegi Ragnar Baldursson Sigurmar K. Al- bertsson, lög- maður Lýsingar og SP-fjármögn- unar, segist hafa verið búinn undir að svona kynni að fara. Dómar héraðsdóms hefðu verið ólíkir og því tvísýnt hver yrði nið- urstaða Hæstaréttar. Sigurmar segist ekki treysta sér til að meta áhrifin á lánafyrirtækin. „Ég á von á að það verði eitthvert puð á þeim bæjum á næstu dögum. Þetta skap- ar mikla erfiðleika. Þetta snýst um nokkur hundruð milljarða.“ Snýst um nokkur hundruð milljarða Sigurmar K. Albertsson Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, segir að dómur Hæstaréttar muni frek- ar hafa góð en slæm áhrif fyrir efnahags- kerfið og fjármálakerfið í heildina. „Þetta hefur auðvitað einhver þjóðhagsleg áhrif en ég fæ nú ekki betur séð en að mestu séu þau bara til góðs,“ segir Gylfi. „Þó að þetta sé visst áfall fyrir stóru bank- ana þá er þetta langt innan þolmarka fyrir þá, þannig að þó þetta séu ekki góðar fréttir fyrir þá er þetta engan veginn til þess fallið að slá þá út af laginu,“ segir Gylfi. Hann hyggur að sama eigi við um stærri lánafyrirtæki. Gylfi segir ríkisstjórnina hafa verið búna undir þessa niðurstöðu og verið sé að kortleggja málið en ekki liggi fyrir hvort stjórn- völd þurfi að grípa til aðgerða. skulias@mbl.is Bílalánadómurinn hef- ur bara góð áhrif EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ef þetta þýðir að öll lán þar sem ekki var afhentur gjaldeyrir verða skilgreind íslensk lán hefur þessi dómur gríðarlega víðtæk áhrif.“ Þetta sagði einn viðmælandi blaðsins þegar hann var spurður um áhrif dóms Hæstaréttar um bílalánin. Það er ekki komið í ljós hver áhrifin af dóminum verða, en leiða má líkum að því að hann styrki stöðu skuldara um hundruð milljarða króna. Nú þurfa allir sem eru að greiða af því sem menn hafa stundum kallað „erlend lán“ að skoða lána- samningana og sjá hvort dómur Hæstaréttar þýðir ekki að lánið sé í reynd íslenskt. Það eru ekki bara heimilin sem hafa verið að borga af lánum sem hafa verið verðtryggð með tengingu við gengi. Þetta á einnig við um fyrirtæki, verktaka, bændur, smá- bátasjómenn og sveitarfélög. Eru öll þessi lán ólög- leg? Viðmælendur blaðsins sögðu að þau væru örugglega ekki öll ólögleg. Það þyrfti að skoða hvern og einn lánasamning, en þorri bílalána og fasteignalána heimilanna fellur undir dóminn. Þá er einnig vert að halda því til haga að þessir umdeildu lánasamningar eru ekki ólöglegir í heild sinni. Það er eingöngu verðtryggingarþáttur samn- inganna sem er ólöglegur. Óverðtryggt lán með 3% vöxtum Þar sem verðtryggingarþáttur lánanna er fallinn úr gildi er tæplega um annað að ræða en að miða höfuðstól lánanna við það gengi sem var þegar lán- in voru tekin. Vextir á þessum myntkörfulánum eru afar lágir eða 1-3% ofan á liborvexti. Verðbólga í fyrra og hittifyrra var í kringum 12%. Það er því ljóst að án verðtryggingar koma þessi lán til með að bera neikvæða vexti. „Það er nokkuð ljóst að ef einhver hefur fengið þrjátíu milljónir króna að láni til fjörutíu ára til að kaupa hús hefði hann aldrei fengið óverðtryggt lán á 3% vöxtum,“ segir Eyvindur G. Gunnarsson, lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands. Erlendu lánin hafa hangið yfir höfði þeirra sem tóku myntkörfulán eins og fallexi í tvö ár, en lánin eru núna skyndilega orðin að lánum sem bera afar lága vexti og verðbólgan hjálpar lántakendum að greiða þau niður. Þeir sem tóku hefðbundin verðtryggð lán í ís- lenskum krónum sitja hins vegar áfram í sömu súp- unni. Spurningin er hvort þeir sem eru í þessari stöðu sætta sig við að ekkert verði gert fyrir þá þegar staða þeirra sem tóku myntkörfulánin hefur batnað svona mikið. Margir velta fyrir sér hvort stjórnvöld ætla að grípa inn í málið með lagasetningu og eins hvort það sé yfirleitt hægt, en í lögfræði er miðað við að lögum sé ekki breytt afturvirkt. Þetta verður án efa skoðað næstu daga bæði af hálfu ríkisstjórn- arinnar og þingsins. Óskað hefur verið eftir að viðskiptanefnd komi saman vegna málsins. Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.