Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Það var fallegur vor- morgunn hinn 16. maí sl. þegar elskuleg mágkona mín, Hulda Guðbjörnsdóttir, lést eftir stutt en snörp veikindi. Sagt er að náttúran ákvarði öllum mönnum tak- mörk og skapadægur. Örlög sín fær enginn flúið og síst af öllu dauðann sem er oftast miskunnarlaus dómur sem allra bíður, fyrr eða síðar. „Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á.“ (Matthías Jochumsson) Það er sársaukafullt fyrir ástvini að upplifa slíka baráttu. Orð verða fá- tækleg þegar maður verður vitni að slíkri hetjudáð. Í veikindum sínum sýndi Hulda mikið æðruleysi, stað- festu og hugrekki. Margt skipast á mannsævi. Hulda sigldi ekki alltaf á lygnum sæ og oft var verulegt öldu- rót. Sjaldan var lognmolla en hún vildi sigla þöndum seglum og hafa fjör um borð. Hún var litrík persóna, lífsglöð, tilfinninganæm, skapmikil og fölskvalaus. Kímnigáfa hennar var mikil og hlátur hennar ógleymanleg- ur. Oft hló hún þó mest að sjálfri sér. Hún var lífsnautnamanneskja, víð- sýn, vel lesin, fordómalaus og vel að sér um hin ýmsu málefni og hafði sterkar skoðanir, en hallmælti ekki öðrum þótt skoðanir færu ekki sam- an. Hún ferðaðist víða bæði innan- lands og utan og hafði unun af. Hrif- næmi hennar var mikil og naut hún þess að lýsa því sem hún hreifst af. Eiginleikar Huldu nýttust henni vel í starfi sem hjúkrunarfræðingur. Væntumþykja hennar og virðing fyr- ir þeim sem minna mega sín, eru sjúkir eða hjálparþurfi. Hún sótti sér frekari menntun og efldi sig sem fag- manneskju. Hún var einstök frænka og fyrir hönd barna minna vil ég þakka henni samfylgdina, sam- veruna, áhugann á því sem þau tóku sér fyrir hendur, hlýjuna, gjafmildina og þá einnig hvað hún var gjafmild á sjálfa sig. Raunveruleikinn er kaldur og harðneskjulegur en sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Hulda Guðbjörnsdóttir ✝ Hulda Guð-björnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 27. desember 1951. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 16. maí 2010. Útför Huldu fór fram í Grafarvogs- kirkju 26. maí 2010. „Trú þú ei, maður á hamingjuhjól heiðríka daga né skín- andi sól þótt leiki þér gjörvallt í lyndi. (Matthías Joch- umsson) Með söknuði kveð ég Huldu Guðbjörns- dóttur. Blessuð sé minning hennar. Kolbrún Alberts- dóttir. Borðið var hlaðið veitingum og skreytt kertaljósum að endilöngu. Það var verið að ferma Krumma, eldri son Huldu, og hann stóð manna- legur ásamt yngri bróður sínum Steingrími og tók á móti gestum. Móðir þeirra var spennt og gerði stöðugar athugasemdir við fram- komu drengjanna. Ég hafði nýlega tekið saman við Hrafnhildi Soffíu, systur Huldu, og okkur var boðið í veisluna. Ég vildi láta lítið fyrir mér fara og teygði mig varlega eftir servéttu og flatköku. Líklega hef ég farið of ná- lægt kertaljósinu því skyndilega kviknaði í servéttunni og brátt stóð annar endi borðsins í ljósum logum. Snarráðum gestum tókst að slökkva eldinn en ég vildi helst af öllu láta mig hverfa og fannst að þessi fyrstu kynni við verðandi mágkonu yrðu mér vart til framdráttar. Ég hafði brennt mig á fingrinum og Hulda tók mig afsíðis og bjó um sárið. Hún var orðin róleg, brosti hlýlega og fór allt í einu að skellihlæja. Hlátur hennar var svo smitandi að það varð engum vörnum við komið. Mér létti og fann að ég var velkominn. Í lífi Huldu sjálfrar höfðu skipst á skin og skúrir. Hún bjó yfir margháttaðri reynslu og kannski var það einmitt þess vegna sem hún sýndi svo mikinn skilning og umburðarlyndi gagnvart veikleikum og brestum annarra. Hulda var glaðlynd, hlý og innileg. Þessir eiginleikar nýttust vel í far- sælu starfi hennar sem hjúkrunar- fræðingur. Hún hafði brennandi áhuga á mannlegu samfélagi og tók um árabil virkan þátt í pólitík á Sel- fossi. Hún hafði ákveðnar skoðanir og tók gjarnan þátt í umræðum og þá af miklum hita og eldmóði. Oftar en ekki náðu þó gleðin og hláturinn yfirhönd- inni. Saga og menning voru Huldu hugleikin og á seinni árum var hún gripin ferðaþrá. Það að geta sökkt sér niður í lestur um nýja áfangastaði og framandi menningarheima virtist henni jafnvel meira virði en ferðalög- in sjálf. Hulda lifði tilfinningaríku og áköfu lífi og upplifanir hennar voru sterkar. Í nærveru hennar urðu litir bjartari og andstæður skarpari. Veikindum sínum og örlögum tók hún af yfirveg- un og æðruleysi en var langt frá því að vera sátt. Til þess var lífið henni allt of mikið ævintýri. Kristján Kárason. Elsku Hulda mín, nú er lokið erf- iðri baráttu þinni við illvígan sjúkdóm sem að lokum dró þig að dánarbeði þínum þar sem þú loks fékkst hvíld- ina. Drottinn gaf og Drottinn tók og ég lofa hann fyrir að hafa fengið að eiga þig sem frænku. Við höfum átt saman margar góðar stundir í gegn- um tíðina og í hjarta mér geymi ég þær. Fyrstu minningarnar eru frá því ég var lítill strákur og þú varst að passa mig uppi í Borgarnesi. Á þinni lífsgöngu hefur þú marga hildi háð í stórsjóum og mótbyr, en að lokum ætíð tekist að vinna sæta sigra sem gáfu þér góðar stundir í þínu lífi. Mér varð það ljóst fyrir löngu að þú átt sérstakan stað í hjarta Drottins og hann notaði þig á stundum til að gera kraftaverk eins og þegar þú bjargaðir lífi slasaðra sjómanna á strandstað við Húsavík. Ég man að ég hitti þig stuttu eftir þennan atburð og þú lýst- ir því að þér hefði fundist eins og þér hefði verið stýrt af æðri mætti, mætti Drottins. Með því gafst þú honum dýrðina og fyrir það er hann þér ætíð þakklátur. Því Drottinn elskar líf okkar mannanna. Því átt þú samastað í dýrðinni hjá Drottni í eilífðinni sem bíður okkar allra. Þitt göfuga hjarta- lag, sem meðal annars endurspeglast í ævistarfi þínu sem hjúkrunarfræð- ingur þar sem þú hlúðir að veikum og slösuðum, vitnar um hvaða mann- eskju þú hafðir að geyma. Þess vegna átt þú sérstakan sess í mínu hjarta, sem ég er afskaplega þakklátur fyrir. Vegir Guðs eru okkur mönnunum órannsakanlegir og því er erfitt og sárt að þú skulir nú langt fyrir aldur fram vera farin frá okkur. En Drott- inn hefur áætlun fyrir hvert og eitt okkar, okkur til heilla. Í sorginni get- ur verið erfitt að koma auga á þetta en í þessum kringumstæðum er mesta huggun að hafa hjá Drottni, því ber okkur að lofa hann fyrir verk sín og hann mun þerra hvert tár og lækna hjartasár. Ég bið Drottin að gefa ykkur Hrafnhildi, Krumma, Steina, Bjössa, Soffu og öllum sem nú syrgja þig, kraft og náð til að takast á við sorgina. Hugur minn er hjá ykkur. Að lokum, Hulda mín, þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við eigum eftir að hitt- ast á ný. Drottinn blessi ykkur öll. Helgi Georgsson. Kæra Hulda. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þér kynntumst við þegar þú hófst störf á deildinni okkar vorið 2008. Of seint að okkar mati, við hefðum kosið að fá að kynnast þér fyrr. Fljótt varð okkur ljóst hvaða mannkostum þú bjóst yfir. Dugnað- ur, elja og ekki síst sú virðing sem þú sýndir skjólstæðingum þínum prýddu þig. Aldrei fórst þú af þinni vakt án þess að allt væri frágengið af þinni hálfu. Full ábyrgð ávallt til stað- ar. Einstaklega gott lundarfar þitt gerði það að verkum að okkur leið vel í návist þinni. Aðstandendum þínum vottum við okkar dýpstu samúð. Við þökkum þér samfylgdina. Sofðu rótt, elsku Hulda. Fyrir hönd samstarfsfólks deildar 32A, Guðbjörg Gunnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Takk fyrir allt, elsku nafna mín. Þín er sárt saknað. Hulda Hrund. „Hæ Helga mín, varstu nokkuð búin að fá þér þennan Clapton- disk“, hljómaði dæmi- gerð kveðja frá Sig- tryggi þegar þau Lína komu færandi hendi frá New York. Þau höfðu þrátt fyrir miklar annir gefið sér tíma til að hugsa til ættingja og vina heima á Ís- landi. Leiðir okkar Sigtryggs hafa legið saman meira og minna frá barnæsku. Við vorum uppalin í sömu götu, vor- um bekkjarsystkin í barnaskóla, gengum í Verzlunarskólann á sama tíma og sungum þar saman í kór í nokkur ár. Síðar lágu leiðir okkar saman að nýju í gegnum maka okkar sem eru systkini. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum Sigtrygg enda smitaði ákafi hans og lífsgleði nærstadda. Hann var félagslyndur maður, vinamargur og ætíð áhugasamur um hagi vina sinna og fjölskyldu. Það átti ekki síst við um börnin í fjölskyldunum en hann var sérlega barngóður maður og sýndi börnum og áhugamálum þeirra lif- andi áhuga. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og þótti gaman að rökræða um það sem á döfinni var hverju sinni, ekki síst stjórnmál bæði heima og heiman. Sigtryggur og Lína mágkona mín hófu búskap sinn hér á landi en flutt- ust svo búferlum vestur um haf með 3 lítil börn sín. Á heimili þeirra í Brews- ter, New York, var gott húsrými og enn betra hjartarými. Gestrisni þeirra var einstök enda voru þau svo góð heim að sækja að ég held að oftar en ekki hafi einhverjir gestkomandi Sigtryggur Jónsson ✝ Sigtryggur Jóns-son fæddist í Reykjavík 9. júní 1954. Hann lést í Bandaríkjunum 25. apríl 2010. Útför hans fór fram í Brewster, NY, 1. maí 2010. verið í húsinu. Margar góðar minn- ingar koma í hugann frá ferðum fjölskyldu minnar vestur til þeirra. Sigtryggur að dansa heila kvöldstund við litla 7 ára lipurtá sem ekki vildi hætta að dansa. Sú hin sama ljómandi af stolti með dollaraseðil sem hún hafði fengið í kaup fyr- ir að fara með bréf í póstkassann fyrir Sig- trygg. Hann óþreyt- andi að ráðleggja og skipuleggja ferðalög og leiðsaga um spennandi slóðir, tíminn skyldi nýttur vel. Þau hjónin voru einnig dugleg að heimsækja vini og ættingja á Íslandi og lögðu mikið upp úr því að halda góðu sambandi hér heima. Það var mér alltaf jafnmikið undrunarefni hve marga þau gátu komist yfir að hitta í stuttum ferðum heim og komu þar skipulagshæfileikar Sigtryggs að góðum notum. Sigtryggur var lánsamur maður í einkalífi. Þau Lína höfðu kynnst þeg- ar þau bæði stunduðu nám við við- skiptadeild HÍ. Þau voru að mörgu leyti ólík en áttu þrátt fyrir það svo vel saman. Samband þeirra var sér- lega náið og hlýtt og var öllum ljóst að gagnkvæm ást og virðing ríkti þeirra á milli. Þetta kom best í ljós eftir að Sigtryggur veiktist af krabbameini, þá gengu þau í gegnum erfiðleikana samstiga og æðrulaus eins og einn maður. Ekki má gleyma þeim mikla stuðningi sem þau fengu frá börnun- um sínum, Kristínu, Þórði og Ragn- heiði, sem öll hafa erft mannkosti for- eldra sinna. Afastrákarnir tveir lýstu upp tilveruna síðustu mánuðina. Ég og fjölskylda mín kveðjum kær- an vin og þökkum honum samfylgd- ina. Við sendum Línu, börnunum, tengdadóttur, barnabörnum, Krist- ínu móður hans og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga I. Guðmundsdóttir. Þegar ég hugsa um ömmu sé ég bara bros, hún var alltaf brosandi og sjaldan í vondu skapi. Hún kunni svo vel á börn og vissi alltaf hvað hún gæti gert til að gleðja mann eða stytta manni stundir. Hvort sem það var að leyfa manni að leika sér með ýmislega hluti sem hún átti eða fá köku og mjólkurglas, tala nú ekki um þegar maður datt í lukkupottinn og hún var búin að kaupa kók. Raulandi og létt á fæti og alltaf svo vel til fara. Það lifnaði yfir manni þegar hún kom inn í her- bergi. Amma er góð fyrirmynd. Það er kannski ekki oft sagt um eldra fólk en amma var töffari og hugsaði ég oft: „Svona ætla ég að vera þegar Ásgerður Kristjánsdóttir ✝ Ásgerður Krist-jánsdóttir fæddist að Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði 9. júlí 1918. Hún lést á dval- arheimilinu Skóg- arbæ 24. maí 2010. Útför Ásgerðar fór fram frá Langholts- kirkju 31. maí 2010. ég verð amma.“ Mér fannst alltaf gaman að fara í heimsókn til hennar þó svo að ferð- um hafi fækkað á ung- lingsárunum. Ég á margar góðar minn- ingar um ömmu. Minnisstæðust er minningin um okkur tvær þegar ég var sett í það verkefni ein jólin að leggja á borð. Ég gleymi ekki svipnum á ömmu þegar ég setti bæði hnífinn og gaff- alinn saman sömu megin við diskinn og þar að auki sneri ég hnífnum öf- ugt. Hún var nú ekki alveg nógu sátt við yngsta barnabarnið sitt og var ekki lengi að segja mér til um hvernig þetta væri rétt gert. Þetta atvik rifjast upp í hvert sinn sem ég legg á borð. Elsku amma verður alltaf geymd í mínu hjarta og erfitt er að trúa að hún sé búin að kveðja þennan heim en nú er hún á betri stað umvafin englum, líklegast að syngja eða dansa eins og hún gerði best. Helga Þórðardóttir. Mér er afar ljúft að minnast Lilju vinkonu minnar með nokkrum orðum. Hún var sérstök kona, mjög reglusöm á allt sem sneri að hennar lífi, hún var mjög barngóð, öll börn hændust að henni. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann eða mismuna nokkrum, það var ekki til í hennar huga. Það mátti læra margt með því að vera í návist hennar, hún var eins og prófessor, þyrfti maður að vita eitthvað um ættfræði, hvort sem var ætt hennar eða annarra, aldrei kom maður að tómum kofan- um hjá henni. Hún var mjög vel lesin um ólíkleg- asta efni, og enda þótt skólaganga hennar hafi ekki verið löng, eins og reyndin var hjá fólki af hennar kyn- slóð, þá var hún vel menntuð, minn- ug um allt, jafnvel fram á síðasta dag ævi sinnar, og enda þótt hún væri orðin níræð las hún ávallt gler- augnalaust, átti til að píra augun svona smá þegar letrið var smátt, baðst undan að ræða notkun gler- augna eða heyrnartækja, hafði svo sem þokkalega heyrn, hlustaði á út- varp og horfði á sjónvarp. Hún var mikil handavinnukona, vann sína löngu starfsævi við saumaskap. Við höfum þekkst í meira en hálfa öld eða alveg síðan ég og Díana dótt- ir hennar vorum unglingar. Kom ég oft inn á heimili þeirra og naut góð- Lilja Bjarnadóttir ✝ Lilja Bjarnadóttirfæddist í Háu- Kotey í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu 26. júlí 1919. Hún andaðist á Land- spítalanum í Fossvogi 27. apríl 2010. Útför Lilju fór fram í kyrrþey frá Áskirkju þann 6. maí 2010. gerða, einkum var heita kakóið hennar og meðlætið með því kærkomið á köldum vetrardögum, og mér var fljótt ljóst að hér var góð kona og vel gefin, og svo þegar kom í ljós að við vær- um fjarskyldar frænkur fræddi hún mig um allt sem ég vissi ekki áður um ætt mína. Eins og ég hef nefnt var hún vel les- in, og ávallt þegar hún var heimsótt voru bækur á náttborði eða á borð- um, og það voru ritverk snillinga ís- lensks skáldskapar, hún hélt mikið upp á verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og hún lætur eftir sig fjöldann allan af bókum af ýmsum toga. Hún lagðist aldrei veik á spít- ala nema undir hið síðasta og jafnvel þá var bók með í farteskinu, og þeg- ar ég spurði hana fárveika hvort hún vildi að ég læsi úr henni, þá kvaðst hún ekki vilja það, hún kynni sögu- þráðinn nógu vel til að muna hann. Banalega hennar var stutt, alveg eins og hún vildi hafa hana, enda orðin heltekin af því meini sem bar hana ofurliði að síðustu. Hún naut frábærrar og kærleiksríkrar umönnunar á spítalanum, af lækn- um, hjúkrunarfólki og sjúkrahús- presti, öllum sem ber að þakka af al- hug. Megi þau hljóta Guðs blessun fyrir. Hugur minn er hjá Díu vinkonu minni sem sér nú á eftir elskulegri móður sinni, sem reynst hefur henni svo góð og ávallt verið til staðar fyr- ir hana. Góði Guð, legg þú Lilju mína að brjósti þér. Þín María.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.