Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 9

Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Skiptborð Morgunblaðsins verður opið í dag, 17. júní, kl. 8 – 13. Símanúmerið er 569- 1100. Þjónustuver áskriftar og auglýsinga er opið í dag kl. 7 – 13. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is til klukk- an 15 í dag á slóðinni mbl.is/ mogginn/andlat. Þjónusta við blaðbera er opin í dag kl. 5-11. Morgunblaðið kemur út á morgun, 18. júní. Fréttaþjón- usta verður að venju í dag á mbl.is. Skiptiborð og þjónustuver opin í dag Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir einum af fimm Litháum sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir mansal og fleiri sakir. Hæstiréttur mildaði þá refsingu hinna fjögurra úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Lagt var til grundvallar að sá sem hlaut þyngstu refs- inguna hefði átt ríkastan þátt í málinu en að öllu gættu þótti ekki ástæða til að gera greinarmun á hlut hinna fjögurra svo að máli skipti við ákvörðun refsingar. Þeim var einnig gert að greiða hinni nítján ára stúlku, sem var send til Íslands til að stunda vændi á þeirra vegum, eina milljón króna í bætur. Í dómi Hæstaréttar segir að mennirnir hafi unnið saman að því að svipta unga konu, sem mátti sín lítils, frelsi til að ráða ferðum sínum og dvalarstað í þeim tilgangi að láta hana leggja stund á vændi hér á landi. Þessi háttsemi hafi greinilega verið þaulskipulögð með einbeittum ásetningi í samstarfi við brotamenn erlendis. Málið vakti fyrst töluverða athygli í fréttum þegar stúlkan var leidd út úr flugvél eftir að hafa valdið óspektum þar vegna geðshræringar. jonasmargeir@mbl.is Hæstiréttur mildar dóm yfir Litháum  Fimm Litháar dæmdir í mansalsmáli  Fimm ára refsivist staðfest hjá einum Morgunblaðið/Kristinn Sena, eigandi Skífunnar, hefur ákveðið að selja verslunina en félag- ið hyggst einbeita sér að útgáfu og láta aðra sjá um smásölu á afþrey- ingarmarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Unnið hef- ur verið að breytingum á Skífunni í Kringlunni að undanförnu en stutt er síðan verslun Skífunnar á Lauga- vegi var lokað. „Frá því að Sena tók við rekstri Skífunnar í nóvember 2008 hefur markvisst verið unnið í því að laga til í rekstrinum með það að markmiði að koma Skífunni í rekstrarhæft form. Skífan hefur verið rekin sem sérfélag og höfum við fengið utan- aðkomandi ráðgjafa með okkur í lið til að annast þetta verkefni,“ segir í tilkynningunni. Er því verkefni nú lokið. Morgunblaðið/G.Rúnar Breytingar hafa verið gerðar á Skífunni í Kringlunni og boðað til skemmtidagskrár á laugardag. Skífan boð- in til sölu Sena ætlar að ein- beita sér að útgáfu Eldur kviknaði í mannlausri rútu við Smiðjuveg í gær- kvöldi. Var hún alelda þegar slökkvilið bar að. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og tók það um hálfa klukkustund. Óljóst er hvernig eldurinn kviknaði. Rúta varð alelda á Smiðjuvegi Ljósmynd/Karl West Karlsson Hæstiréttur hefur heimilað að lík- amsleifar skákmeistarans Bobbys Fischers verði grafnar upp til að skera úr um faðerni Jinky Young, stúlku frá Filippseyjum sem segir Fischer vera föður sinn. Sneri Hæstiréttur þar við úrskurði héraðs- dóms frá síðasta mánuði en þar var kröfunni hafnað. Bobby Fischer lést í janúar árið 2008 og hvílir í Laugardælakirkju- garði skammt frá Selfossi. Hæstiréttur segir, að telja verði að hagsmunir barnsins séu ríkari friðhelgi grafreits og því féllst rétt- urinn á kröfuna um að fram- kvæmd verði mannerfðafræði- leg rannsókn á lífsýnum Fisc- hers og blóðsýn- um, sem tekin hafa verið úr Jinky Young og móður hennar. Hæstiréttur áréttaði að staðreynt hefði verið að ekki væri unnt að framkvæma aðrar rannsóknir til að skera úr um faðerni barnsins en með lífsýnum úr Fischer og að þau yrðu ekki fengin nema úr líkamsleifum hans. jonasmargeir@mbl.is Lík Fischers grafið upp til lífsýnatöku Bobby Fischer Fær ekki að hvíla í friði.  Heimilað til að skera úr um faðerni Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboðá allra síðustu sætunum 22. júní í 14 nætur til eins allra vin- sælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði bæði 22. júní og 6. júlí. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Stökktu til Costa del Sol 22. júní frá kr. 69.900 í 14 nætur Verð kr. 69.900 14 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 14 nætur. Verð m.v. 2-3 í herbergi / stúdíó / íbúð kr. 74.900. Sértilboð 22. júní. Miðstjórn ASÍ gagnrýnir ríkis- stjórnina harð- lega fyrir að standa ekki við fyrirheit um starfsendurhæf- ingu í stöðug- leikasáttmál- anum. „Það er engin launung að væntingar mið- stjórnar ASÍ til lögbindingar þessara ákvæða var síðasta hálmstráið sem rökstuddi að- ild ASÍ að stöðugleikasáttmálanum. Nú er sú von að engu orðin og lýsir miðstjórn ASÍ því formlega yfir að engar forsendur eru fyrir aðkomu þess að frekara samstarfi á þeim grunni,“ segir í frétt frá ASÍ eftir miðstjórnarfund sem haldinn var í gær. Yfirgefur sáttmálann Eitt ár er liðið frá gerð stöðugleika- sáttmálans. Hæstiréttur staðfesti í gær þriggja ára fangelsisdóm yfir karl- manni sem beitt hafði unga dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Hæsti- réttur staðfesti jafnframt að hann skyldi greiða stúlkunni 1,5 millj- ónir króna í skaðabætur auk vaxta. Maðurinn sem er á fimmtugs- aldri var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni þegar hún var 7 ára gömul. Brotin voru framin á heimili fjölskyldunnar og á heimili ömmu og afa stúlkunnar. Maðurinn ját- aði að hafa káfað á kynfærum dóttur sinnar innanklæða en neit- aði hins vegar að hafa haft sam- ræði við hana eða önnur kynferð- ismök. Var hann hins vegar sakfelldur fyrir þau brot þar sem framburður lækna og vitna eru í samræmi við framburð stúlk- unnar. Það þótti hins vegar ekki sannað að verknaður hans hefði verið fullframinn og hann því dæmdur fyrir tilraun til þess brots. Fangelsi í 3 ár fyrir kyn- ferðisofbeldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.