Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 21
íslensku útrásina, en ég held að þær séu ekki
margar á þessum átta til tíu árum. Í sam-
anburði við öll önnur efni, sem ég hef fjallað
um, er það bara lítill hluti. Mér finnst líka sum-
ir hafi gert of mikið úr vægi þessa málflutnings
og þeim áhrifum, sem orð mín kunni að hafa
haft.
Það sem ég var að gera í sumum af þessum
ræðum eins og til dæmis Walbrook-ræðunni,
var að reyna að svara þeirri spurningu, sem
bæði ég og fjölmargir aðrir fengum iðulega á
þessum árum frá fjölmiðlum, áhrifafólki,
fræðimönnum og öðrum: Hverjar eru skýring-
arnar á því að athafnamenn frá lítilli þjóð hafa
á svo skömmum tíma náð jafn miklum árangri
og þá virtist blasa við? Eins og margir aðrir
reyndi ég að svara þeirri spurningu með því að
skoða sögu okkar, menningu og áherslur og
annað í þeim dúr og draga saman í ákveðnum
eðlisþáttum, sem reyndar eru svipaðir þeim,
sem sumir fræðimenn við háskólana hér voru
að komast að niðurstöðu um á þeim tíma. Það
sem hins vegar var ekki ljóst á þessum árum,
en hefur komið betur í ljós síðan er hve þessi
árangur, sem þarna virtist blasa við, var
byggður ótæpilega á lántökum og hæpnum
forsendum og á engan hátt jafn traustur og við
héldum.
Auðvitað liggur það í eðli forsetaembætt-
isins að í slíkum málflutningi um þjóðina og ár-
angur hennar, hvort sem það er í menningu,
listum eða viðskiptum, leggi menn áherslu á þá
þætti, sem hægt er að telja mönnum til tekna,
og taki sterkt til orða.
Það minnir mig á það, sem forseti Eistlands
sagði, þegar hann var hér um daginn, og tók
dæmi af sinni eigin þjóð, að það lægi kannski í
eðli smáþjóða að ýkja kosti sína og finnast þær
þurfa að tíunda árangur sinn. Það held ég að
hafi verið hluti af því, sem setti svip á þennan
málflutning minn og annarra. En mér finnst að
sú gagnrýni, sem ég vissulega tek til mín og
skoða í ljósi sögunnar og met, megi ekki verða
til þess að við Íslendingar höldum ekki til haga
þeim árangri, sem við höfum náð, og því, sem
við höfum fram að færa við aðrar þjóðir. Nú er-
um við til dæmis að undirbúa þátttöku í bók-
menntamessunni í Frankfurt á næsta ári þar
sem íslenskar bókmenntir verða í heiðurssæti.
Það er auðvitað mikill árangur fyrir litla þjóð
og þar ætlum við að verja miklum fjármunum í
að kynda undir þeim bókmenntaáhuga, sem
við höfum löngum talið okkur til tekna.“
– En þar ætlum við ekki að taka út áður en
við leggjum inn eins og átti við um útrásina.
„Nei, ég er bara að tala um að við héldum
þessum mikla árangri í viðskiptalífinu á loft,
ekki bara ég, heldur nánast allt fjölmiðlakerf-
ið, ráðamenn og kannski þjóðin öll og jafnvel
hluti af listalífinu hérna líka, ég er að tala um
gagnrýnina og viðbrögðin. Þú talar um hvern-
ig menn hafa nýtt þessa ræðu til að draga
ákveðnar ályktanir um að við megum ekki of-
metnast og halda þessu fram. Þá vil ég svara
því með þeim hætti að það sé líka hættulegt að
bregðast við bæði því sem við sögðum sjálf,
bæði ég og aðrir á þessu tímabili, með því að
draga þá ályktun að nú þurfum við að halda
okkur til hlés, passa okkur að taka ekki of
sterkt til orða um okkur sjálf og ekki halda
okkur fram um of.
Staða Íslands ótrúlega sterk
Við erum að leggja í mikla bókmenntakynn-
ingu á næsta ári, við erum með glæsilegan sýn-
ingarskála í Kína þar sem við höldum til haga
árangri okkar á sviði hreinnar orku og við höf-
um núna verið í mikilli herferð – Inspired by
Iceland – til þess að auglýsa íslenska náttúru
og hvernig menn geta notið hennar. Hluti
þessarar umræðu um ræður mínar og reynsl-
una af hruninu hefur orðið til þess að menn
hafa annars vegar verið að segja: nú megum
við ekki halda okkur of mikið fram og verðum
að vera hógvær og jafnvel hlédræg, yfir í það
að menn segja: það fyrirlíta allir okkur fyrir
þennan málflutning og það sem við gerðum;
við erum bara útskúfaðir og svo framvegis.
Það er að mínum dómi efnislega alröng nið-
urstaða. Það er kolröng mynd af stöðu Íslands
á alþjóðavettvangi. Við eigum ekki að telja
okkur sjálfum trú um að við séum útskúfuð,
fyrirlitin og gagnrýnd.
Þvert á móti. Staða Íslands í hinu alþjóðlega
samfélagi er ótrúlega sterk. Menn sækjast eft-
ir samskiptum við okkur. Menn væru ekki að
bjóða forseta Íslands í opinberar heimsóknir
til annarra landa, væru ekki að bjóða honum að
vera aðalræðumaður á fjölmennum erlendum
þingum, margir erlendir þjóðhöfðingjar væru
ekki að sækjast eftir því að koma í heimsóknir
til Íslands ef við værum fyrirlitin, útskúfuð og
gagnrýnd þjóð. Þvert á móti, menn telja sér
það til ávinnings og tekna að hafa samskipti við
Ísland og eiga þess kost að koma hingað. Hér
var nýlega fjölmenn sendinefnd frá Kína. Er
ekki umhugsunarvert að á þessu ári skuli fjöl-
mennasta lýðræðisríki heims, Indland, bjóða
forseta Íslands í opinbera heimsókn og bjóða
þeir þó ekki mörgum á hverju ári? Fjölmenn-
asta ríki heims og eitt helsta efnahagsveldi
veraldar sendir svo hingað fjölmenna sendi-
nefnd, óskar eftir samvinnu á sviði jarðhita og
orkunýtingar og býður upp á gjaldeyrisskipta-
samning. Forsvarsmenn fræðigreina og vís-
inda í veröldinni vilja fá þjóðhöfðingja Íslands
til að opna sín þing og erlendir þjóðhöfðingjar
eins og forseti Maldíveyja gera sér hingað
ferð, þó að þeir séu ekki boðnir sérstaklega, til
að kynna sér árangur okkar.
Ummæli hins gríðarlega mikla fjölda fjöl-
miðlafólks, sem hefur komið hingað í kringum
þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna Icesave-
málsins, vegna eldgossins og þau ummæli og
sú umfjöllun, sem allt þetta hefur fengið í ver-
öldinni, sýnir okkur að þvert á móti njótum við
þess í dag að eiga öfluga viðspyrnu í hinu al-
þjóðlega samfélagi. Það er hættulegt fyrir
okkur að leggjast í sjálfsvorkunn og búa okkur
til þá kolröngu mynd, sem jafnvel sumir al-
mannatenglar og aðrir halda fram í fjölmiðl-
unum að staða okkar sé svo óheyrilega slæm í
hinu alþjóðlega samfélagi að við getum nánast
ekkert aðhafst.
Allt of mikil eftirspurn
Að mínum dómi er staðan allt önnur. Vanda-
mál mitt í forsetaembættinu er að það er allt of
mikil eftirspurn eftir forseta Íslands al-
þjóðlega. Rekstrarfé forsetaembættisins og
minn tími og orka eru á þann veg að ekki er
hægt að verða við öllum þeim óskum.“
Ólafur Ragnar segir að heimsókn forseta
Eistlands hafi sett stöðu Íslands í ákveðið sam-
hengi í sínum huga.
„Atvinnuleysið og hinn efnahagslegi sam-
dráttur hér á landi eru til muna minni en í hans
landi. Það vakti athygli okkar, sem áttum við
hann orðastað, að þegar horft er til Evrópu er
staðreyndin sú að okkar erfiðleikar, þótt okkur
finnist þeir miklir og þeir séu vissulega erfiðir
fyrir ákveðinn hluta þjóðarinnar, þá eru þeir
minni en víða annars staðar, hvað þá ef farið er
út fyrir Evrópu. Hér er til dæmis minna at-
vinnuleysi en í Svíþjóð og Finnlandi og mun
minna en að meðaltali í Evrópu. Við heyrum
núna í fréttum um þá glímu, sem menn þurfa
að heyja í Bretlandi og Þýskalandi við efna-
hagserfiðleikana þar og við heyrðum boðskap
nýs forsætisráðherra Japans í þessari viku.
Það er hætta á því að við drögum úr okkur
kjark og kraft með því að mikla erfiðleikana,
þótt vissulega séu þeir verulegir, á þann hátt
að við séum kannski einsdæmi hvað það snert-
ir að þurfa að glíma við erfiðleika í kjölfar
bankahruns og alþjóðlegrar kreppu. Þvert á
móti er Ísland meðal þeirra ríkja í Evrópu þar
sem ástandið er í áttina að því að vera í betri
flokknum samkvæmt öllum mælikvörðum; at-
vinnuleysi, samdrætti í efnahagslífi og öðru
slíku. Við þurfum ekki að fara til Afríku til að
fá þann samanburð. Við getum bara haldið
okkur við Evrópu, okkar heimshluta. Við ætt-
um að hafa raunhæfa sýn á stöðu Íslands, meta
sjálfstæði okkar og framtíð á raunsönnum
grundvelli. Við þurfum að hafa sögulega vídd í
umræðunni, ekki bara vera heltekin af augna-
blikinu. Við þurfum líka að hafa alþjóðlega
vídd. Við þurfum að horfa til þess hvernig
ástandið er meðal annarra þjóða, ekki bara að
fyllast sjálfsvorkunn vegna þess að ástandið
hér sé verra en það var fyrir fimm árum.
Til þess að við höfum kraft til að vinna okkur
út úr þessum erfiðleikum og bæta ástandið
fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið og fyr-
irtækin, megum við ekki missa sjónar af þess-
um tvíþætta samanburði, annars vegar hinum
sögulega samanburði fyrir okkur sjálf og hins
vegar samanburði við önnur ríki.“
Síbylja hinnar dökku myndar
–- Hefur þú áhyggjur af að það sé að gerast?
„Já, ég hef vissulega áhyggjur af því. Ég
fylgist náið með umræðunni, ég sé hvað sagt er
í fjölmiðlum, hvað er í umræðuþáttunum, hvað
er á blogginu, og hvernig þessi síbylja hinnar
dökku myndar er dregin upp á sama tíma og
víða í okkar samfélagi er að nást gríðarlegur
árangur. Við búum yfir auðlindum, sem aðrar
þjóðir öfunda okkur af.
Ég fann þetta strax á fyrstu mánuðunum
eftir hrunið þegar ég tók, án þess að blása í
mikla lúðra út af því eða kalla til fjölmiðla,
marga mánuði í að heimsækja fyrirtæki og
vinnustaði vítt og breitt um landið. Þá fann ég
hve víða var mikill sóknarkraftur, tækifæri til
að sækja fram. Enda hefur það verið að koma í
ljós. Ef við flettum upp þeim hrakspám, sem
settar voru fram haustið 2008 og fyrstu mán-
uðina 2009 um samdrátt í efnahagslífinu, um
atvinnuleysi, um landflótta og aðra þætti get-
um við glaðst yfir því í dag, 17. júní 2010, að
þorrinn af þeim hrakspám hefur ekki ræst. Við
erum að mörgu leyti í betri stöðu í dag en
margar þjóðir í Evrópu, að ekki sé minnst á
þjóðir í öðrum heimshlutum.“
» Í millitíðinni tel ég tví-mælalaust að staða Ís-
lands hafi styrkst á afgerandi
hátt og þar eigi þjóðarat-
kvæðagreiðslan kannski mest-
an hlut. Hún hóf til vegs það
sem er grundvöllur hins vest-
ræna lýðræðis, vilja þjóðar.
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010