Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
Elsku hjartans
guðsástin mín. Nú
ertu floginn á braut til englanna
þinna og eftir sitjum við með
óbærilegan söknuð og sorg í huga.
Frá því þú veiktist sl. sumar mátt-
um við vita að orrustan væri töpuð,
að við gætum aðeins vonað og ósk-
að að þú fengir að vera lengi hjá
okkur. Í veikindum þínum varstu
tilbúinn að láta allt yfir þig ganga,
bæði aðgerðir og lyfjameðferðir en
vopnin voru alltaf slegin úr höndum
okkar. Eftir læknisheimsóknir
sagðir þú oft: „Mamma mín, góðu
fréttirnar eru þegar allt stendur í
stað.“ Ég fann hins vegar til með-
aumkunar með lækninum að þurfa
alltaf að segja vondar fréttir. „En
hann segir það svo fallega,“ sagðir
þú þá. Já, þú sást alltaf það fallega
í öllu og öllum, vildir hafa ljós,
birtu og líf í kringum þig. Ég verð
að viðurkenna að ég kom ekki alltaf
auga á það á þessu tímabili. Við
lágum saman í rúminu þínu dag
eftir dag, héldumst í hendur og töl-
uðum um lífið og framtíðina, börn-
in, vinina, fjölskylduna, náttúruna,
veiðisögur. Öllum heimsóknum til
þín var beint inn í rúm því þú varst
svo lélegur. Rúmið þitt góða var
orðið samverustaður, vinirnir þínir
lágu uppi í og þú sagðir að „það
væru nú ekki allar mæður sem
byðu dömunum upp í rúm til sonar
síns“.
Fjórtán mánaða varstu orðinn
stóri bróðir þegar Marta systir þín
fæddist og fylgdust þið að eins og
tvíburar. Þið voruð mjög náin syst-
kin og báruð alla tíð mikla um-
hyggju hvort fyrir öðru og studduð
hvort annað í sorg og gleði. Níu ára
gamall fórstu í sveit tvö sumur í
Þrastahlíð í Breiðdal til eldri hjóna
af gamla skólanum. Þar voru belj-
urnar mjólkaðar úti á túni og tókst
þú til hendinni þar og stoppaðir
ekki. Við fórum austur í heimsókn
og lentum í heyskap og þegar ég
var að rogast með heybagga sagðir
þú: „Mamma mín, það er svo miklu
léttara að taka bagga í sitt hvora
hendi heldur en að rogast með
einn,“ og þetta reyndist rétt. Það
Þorsteinn Örn
Sigurfinnsson
✝ Þorsteinn ÖrnSigurfinnsson
fæddist á Fæðing-
arheimili Reykjavík-
ur 5. júlí 1964. Hann
lést á Landspít-
alanum föstudaginn
14. maí 2010.
Útför Þorsteins fór
fram frá Guðríð-
arkirkju í Grafarholti
26. maí 2010.
var svo gott að sjá
hvað þér leið vel
þarna og þú hjúfraðir
þig upp að bóndanum
í sófanum eftir
strangan vinnudag og
drakkst í þig sögur
og vísur eins og göm-
ul sál í ungum líkama.
Þá var ævin björt og
blíð
bærði lítt á meini.
Þá var lundin létt og
þýð
sem lækur rynni af
steini.
(Höf. ók.)
Fimmtán ára varstu eiginlega
orðinn pabbi og Marta mamma
þegar örverpið okkar Pétur Már
fæddist. Aumingja barnið, þegar
við sögðum nei sögðuð þið já og öf-
ugt en þegar upp er staðið kom
góður, duglegur og hjartahlýr ein-
staklingur. Samband þeirra bræðra
var einstakt. Steini var góður leið-
beinandi og besti vinur. Kærleiks-
ríkara og fallegra samband hef ég
ekki oft orðið vitni að í gegnum líf-
ið. Umhyggjan í hávegum höfð
gegnum þykkt og þunnt. Og svo
færist þetta samband frá Pétri til
Hlyns og Sólveigar því hann hefur
alltaf verið eins og pabbi þeirra og
stóri bróðir sem kemur sér ein-
staklega vel nú í raunum þeirra.
Börnin þín endurspegla allt það
góða sem þú kenndir þeim, kær-
leika, virðingu, vináttu og um-
hyggju fyrir lífinu og náttúrunni.
Þú varst góður sonur, Guð geymi
þig.
Mamma.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Steini var mikill útivistarmaður,
veiðimaður á silung og lax og átti
góðar byssur. Vinahópurinn var
stór en alltaf var pláss fyrir mig ef
ég vildi koma með. Hann fór oft á
hestbak með mér en stundaði það
ekki sérstaklega. Hann fylgdist vel
með fjárbúskapnum okkar á Reykj-
um enda hafði hann unun af öllu
sem sneri að búskap. Hann var af-
kastamaður til vinnu og virtist vera
sama hvað var. Það kom vel í ljós
er hann smíðaði sveinsstykkið sem
var snúinn stigi. Hann var fljót-
astur í hópnum og fékk verðlaun
fyrir vandvirkni. Við unnum mikið
saman og rákum seinni árin fyr-
irtæki saman. Æðruleysið var ótrú-
legt eftir að hann vissi í hvað
stefndi en hafði þó helst áhyggjur
af perlunum sínum Hlyni og Sól-
veigu og getur maður tæplega sett
sig í þessi þungu spor. Vil ég láta
fylgja þér ferðabænina sem amma
mín á Bergstöðum kenndi mér þeg-
ar ég var þar lítill drengur og hef
notað fyrir okkur fjölskylduna.
Ég byrja reisu mín
Jesú í nafni þín
höndin þín helg mig leiði
úr hættu allri greiði
Jesú mér fylg í friði
með fögru engla liði.
Elsku sonur og vinur, vertu sæll
að sinni,
pabbi.
Okkur bræður langar til að
minnast Steina frænda okkar, sem
hefur kvatt allt of snemma með,
með fáeinum orðum.
Steini var næstelstur barnabarna
ömmu og afa í Stigahlíðinni. Þar
hittumst við oft og áttum ógleym-
anlegar stundir saman sem nú eru
hluti af okkar dýrmætu minningum
um stóra frænda sem við vildum
svo gjarnan líkjast.
Gleði, jákvæðni, samhugur,
kraftur, einlægni og hlýja eru allt
orð sem lýsa Steina afskaplega vel
þar sem hann var sannur vinur
vina sinna, frændrækinn, mikil fé-
lagsvera og einlægur í öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
var duglegur að koma í heimsókn í
Gilsárstekkinn, þar sem við bræður
bjuggum hjá foreldrum okkar, og
var oft mikið hlegið enda Steini
hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann kom. Veiðin var honum hug-
leikin ásamt svo mörgu öðru og fór
honum hún vel úr hendi. Hann
lagði metnað sinn í að hnýta sínar
eigin flugur og deildi ástríðu sinni á
sportinu með hverjum þeim sem
nema vildi. Skemmst er að minnast
þess þegar hann kenndi litlum
frænda um eiginleika hverrar flugu
og hvernig best væri að nota þær
miðað við aðstæður og er þessi
kennsla þessum litla dreng hug-
leikin í dag. Börn löðuðust að hon-
um enda alltaf með brosið breitt og
útbreiddan faðm og ekki annað
hægt en að taka honum opnum
örmum. Þrátt fyrir minni samgang
okkar á milli hin seinni ár voru
tengslin sterk og vináttan ósvikin.
Söknuðurinn er því mikill og erf-
itt að skilja tilgang þess að fólk í
blóma lífsins skuli tekið svo fljótt.
Æðruleysi hans var aðdáunarvert í
þessum erfiðu veikindunum.
Við yljum okkur við þá hugsun
að hans hafi beðið stærra hlutverk
annars staðar. Minnumst við hans
með bros í hjarta um leið og við
vottum Hlyni, Sólveigu, Finni,
Siggu, Mörtu og Pétri okkar
dýpstu samúð og megi Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Jóhann Þorsteinn og Óskar Þór.
Við andlát Gunnars
Álfars Jónssonar á
Selfossi leitar hugur-
inn fyrst hátt í þrjá
áratugi aftur í tím-
ann. Ég hafði verið ráðinn í starf
endurskoðanda Kaupfélags Árnes-
inga snemma árs 1983 og í hönd
fór tæpra tveggja áratuga við-
fangsefni á því sviði. Frá fyrsta
degi varð Gunnar Á. sem skrif-
stofustjóri félagsins minn nánasti
samstarfsmaður við þetta verk og
þar var svo sannarlega ekki í kot
vísað. Hann bjó yfir yfirburða
þekkingu á félaginu eftir áratuga
starf og það var svo sannarlega
ekki ónýtt að geta „flett upp í hon-
um“ þegar leysa þurfti ýmis við-
Gunnar Álfar Jónsson
✝ Gunnar ÁlfarJónsson fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1934. Hann lést 22.
maí sl. á Ljósheimum
á Selfossi.
Útför Gunnars fór
fram frá Selfoss-
kirkju 1. júní 2010.
fangsefni tengd fé-
laginu.
Það kom fljótt í
ljós, að við Gunnar
náðum einstaklega
vel saman bæði í
starfi og leik þótt
einn og hálfur ára-
tugur skildi okkur að
í aldri. Hann var ein-
hvern veginn svo
ungur í anda og af og
til var brugðið á leik
að loknum löngum
vinnudegi og dagur-
inn kryddaður með
góðri kvöldstund í góðum hópi.
Þar naut hann sín vel og var
gjarnan hrókur alls fagnaðar. Þá
var ekki ónýtt að eiga þau að,
hann og hans góðu konu, hana
Unni, þegar langar „útilegur“ und-
irritaðs á Selfossi stóðu yfir. Þau
voru ófá skiptin sem mér var kippt
með heim á Skólaveginn í kvöld-
snarl og spjall. Það voru góðar
stundir.
Hann Gunnar Á. var ekki skap-
laus maður, síður en svo. Hann
hafði gjarnan á orði að hann væri í
hrútsmerkinu og að hrútar væri
fljótir upp og jafnfljótir niður enda
var ekki til í honum langrækni
þótt okkur greindi á og fyrir kæmi
að gustaði aðeins. Reyndar var á
þessum árum einstakt „hrútaval“ á
skrifstofu K.Á. og býsna fróðlegt
að skoða kenningu Gunnars í því
samhengi.
Eftir að starfi mínu hjá K.Á.
lauk árið 2001 urðu samfundir
strjálli en lögðust þó fjarri því af.
Við heyrðumst og hittumst af og
til og væntingar voru til tíðari
samskipta, ekki síst eftir að þau
hjónin luku sinni starfsævi og
hugðust njóta elliáranna. For-
senda slíks er að heilsan sé í lagi
og því miður fyrir Gunnar vin
minn brast sú forsenda og gerði
honum síðustu árin erfið.
Komið er að kveðjustund. Að
leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti til þessa ljúfa og hlýja
manns fyrir góðar stundir, velvilja
og vináttu í minn garð og fjöl-
skyldu minnar alla tíð. Unni og
fjölskyldu sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Gunnars
Álfars Jónssonar.
Guðmundur Jóelsson.
Elsku Magga mín.
Það er skrýtið að
hugsa til þess að þú
sért farin en ég veit
að nú líður þér vel.
Alltaf var gott að koma í heim-
sókn til þín, þú varst alltaf svo
yndisleg og mér þótti svo vænt um
þig.
Alltaf var heitt á könnunni þeg-
ar við mamma komum til þín og
Magnþóra Kristín
Þórðardóttir
✝ Magnþóra KristínÞórðardóttir
fæddist á Kvía-
bryggju, Snæfells-
nessýslu 4. apríl 1932.
Hún lést 2. júní 2010.
Magnþóra var jarð-
sungin frá Neskirkju
10. júní 2010.
ekki vantaði kræs-
ingarnar sem þú
barst á borð fyrir
okkur, pönnsur,
kleinur og fleira góð-
gæti sem þú bakaðir.
Elsku Magga mín
ég þakka þér allar
stundirnar á Meist-
aravöllum þegar ég
kom í pössun til þín
þegar mamma var að
vinna, alltaf var tekið
vel á móti manni og
fannst mér gott og
gaman að koma til
ykkar, ég var bara eins og ein af
dætrum þínum alla tíð elsku
Magga mín.
Guð blessi minningu þína.
Þín (dóttir)
Anna Þórisdóttir.
Elsku Héði afi. Ég
veit að þú ert kominn
til ömmu og þið eruð saman á ný
brosandi og ánægð eins og alltaf.
Það var alltaf jafngaman að koma
til ykkar í Safamýrina og leika með
kubbana og skoða allar stytturnar
ykkar. Það var svo þægilegt að vera
hjá ykkur og ég fann að við vorum
velkomin hjá ykkur.
Þú varst alltaf glaður og brosandi.
Betri mann verður erfitt að finna.
En elsku langaafi minn, mikið
óskaplega mun ég sakna þín en ég
veit að þið eigið svo eftir að líta eftir
okkur og mér finnst ég vera öruggari
að vita af ykkur fylgjast með mér og
passa mig.
Kysstu langömmu frá mér og
passið svo hvort annað.
Elska ykkur alltaf.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
Skarphéðinn Jónsson
✝ SkarphéðinnJónsson fæddist
14. ágúst 1917 í
Kringlu, Miðdölum,
Dalasýslu. Hann lést á
hjúkrunardeild Selja-
hlíðar þriðjudaginn
25. maí 2010.
Útför Skarphéðins
var gerð frá Kvenna-
brekkukirkju í Dala-
sýslu 5. júní 2010.
þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta
vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari
um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur
hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum
mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir.
Elsku Skarphéðinn afi. Ég hafði
alltaf gaman af því að heimsækja
ykkur ömmu. Ég man eftir að þegar
ég kom í heimsókn til ykkar fékk ég
alltaf konfekt og ís og lék mér svo
með kubbana eða púslaði skemmti-
leg púsl. Þið voru alltaf svo góð og ég
veit að þið munuð alltaf vera góð.
Ég bið innilega að heilsa lang-
ömmu.
Hvíldu í friði elsku langafi minn.
Elska ykkur – kossar og knús á ykk-
ur.
Elskuleg ástarkveðja frá
Írisi Dröfn.
Látinn er vinur
okkar, Ólafur Finn-
bogason. Óla kynntist
ég 1945 þegar ég
byrjaði að vinna í Pennanum, sem
þá var til húsa í Ingólfshvoli á horni
Pósthússtrætis og Hafnarstrætis.
Óli var yndislegur félagi og gott að
vera í samvistum við hann. Hann
hafði herbergi á þriðju hæð í þessu
húsi og stundaði þar pennaviðgerðir
og pennamerkingar ásamt fleiru.
Seinna meir stofnaði hann Penna-
viðgerðina í Ingólfshvoli 2, sem
hann rak ásamt konu sinni Krist-
jönu um árabil eða þar til Penna-
Ólafur Finnbogason
✝ Ólafur BreiðfjörðFinnbogason
fæddist á Bíldudal 14.
desember 1918. Hann
lést á Landspítalanum
21. maí 2010.
Útför Ólafs fór
fram frá Seltjarnar-
neskirkju 28. maí
2010.
viðgerðin sameinaðist
Pennanum.
Óli átti yndislega
konu og eignuðust
þau fjóra syni, en
einn af þeim er látinn.
Vil ég þakka þeim
hjónum allar heim-
sóknirnar til manns-
ins míns, Ásmundar,
sem dvelur á Hrafn-
istu. Alltaf hressti það
upp á tilveruna að fá
þau hjón í heimsókn,
því Óli var alltaf
hress og kátur. Við
sem unnum með Óla bárum mikla
virðingu fyrir drengskap hans og
alltaf var hann fús að hjálpa ef leit-
að var til hans og alltaf var hann
hress og kátur fram á síðustu
stund, en svona endar þetta hjá
okkur öllum.
Ég sendi fjölskyldunni okkar
bestu samúðarkveðjur og við hjónin
minnumst Óla með vinsemd og virð-
ingu.
Ingibjörg Kristjánsdóttir.