Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 3
Kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 14:00 Þess verður minnst með ýmsum hætti á næsta ári að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, forseta. Dagskrá minningarársins verður kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14:00 í dag og við það tækifæri opnaður vefur, helgaður Jóni Sigurðssyni, www.jonsigurdsson.is 200Minningarár Afmælisnefnd forsætisráðuneytisins kynnir viðburðadagskrá minningarársins. Úrslit í samkeppni um nýja sýningu á Hrafnseyri, um sérstakt minningarmerki og frímerki og opnuð sýning á öllum innsendum tillögum. Hleypt af stokkunum opinni sam- keppni um minjagripi og handverk. Opnaður vefurinn www.jonsigurdsson.is Dagskrá kynningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 50 02 8 04 /1 0 Nafn Jóns Sigurðssonar er órjúfanlega tengt stofnun þjóðríkis á Íslandi. Hann hóf friðsama baráttu fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði Íslands um miðja 19. öld og bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína sem foringi Íslendinga. Eftir andlát hans var nafn hans sem lýsandi viti fyrir landsmenn alla, tengdist þeim sigrum, sem unnir voru á vettvangi þjóðfrelsis og lýðréttinda, og hefur ávallt verið sameiningartákn þjóðarinnar. Sýningum, viðburðum og útgáfu á minningarárinu er ætlað að draga upp mynd af lífi og starfi Jóns Sigurðssonar og veita innsýn í þátt hans í sjálfstæðis- baráttu Íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.