Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Tuttugu og eins árs sögu þyrlupallsins í Kol-
beinsey er nú lokið, þar sem lítið er eftir af
honum annað en boltar sem reknir voru í berg-
ið, þegar slegið var upp fyrir pallinum sumarið
1989. Þetta kom í ljós þegar varðskipið Týr fór
að Kolbeinsey fyrir skömmu og skipverjar
fóru á léttabáti að skoða eyna.
Tveir kollar standa upp úr hafinu en þyrlu-
pallurinn var áður þar sem skarðið á milli
þeirra er núna. Sá austari er 10 sinnum 11
metrar að flatarmáli og sá vestari 10 sinnum
14 metrar.
Pallurinn var steyptur á meðan Íslendingar
stóðu í stappi við Grænlendinga og Dani um
hvernig ákvarða skyldi miðlínuna milli Íslands
og Grænlands og um leið mörk efnahags-
lögsögu ríkjanna. Áhöfn varðskipsins Óðins og
starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunar
steyptu pallinn og hefur Landhelgisgæslan
reglulega fylgst með eynni síðan þá.
Samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu
þjóðanna getur efnahagslögsaga ríkja lengst
náð 200 sjómílur á haf út frá svokallaðri grunn-
línu, sem dregin er á milli útnesja með vissu
millibili og þvert á firði og flóa. Ef svo stutt er
á milli að þessi svæði skarast þarf að ákvarða
miðlínuna og hin norðlæga Kolbeinsey kom Ís-
lendingum að góðu í því máli. Þyrlupallurinn
var hluti af því að sýna einhver umsvif Íslend-
inga á eynni og jafnframt að sýna fram á að
henni væri hægt að halda við svo hún væri ekki
komin í vota gröf innan skamms tíma.
Síðan þá hefur sífellt brotnað úr eynni og
hún orðið öldugangi og hafísjökum að bráð.
Það hefur hins vegar ekki komið að sök, enda
var samið um miðlínuna árið 1997 og var sú
niðurstaða endanleg.
Samkomulagið fól í sér viðurkenningu á full-
um áhrifum Grímseyjar við afmörkunina og
hafsvæðið umdeilda vegna Kolbeinseyjar
skiptist þannig að Íslendingar fengu 30% í sinn
hlut og Grænlendingar 70%. Í skýrslu utanrík-
isráðuneytisins um utanríkismál árið 1997
sagði að þetta væri vel viðunandi niðurstaða,
enda væri það mat íslenskra stjórnvalda að við
hefðum ekki fengið betri niðurstöðu í dóms-
máli.
Einn helsti hvatamaðurinn að byggingu
pallsins á sínum tíma var þáverandi sam-
gönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sem
enn er Íslendingum vel kunnur fyrir þátttöku
sína í stjórnmálum. „Ég beitti mér dálítið í
þessu og hafði hreyft þessu máli á Alþingi,“
segir Steingrímur, þegar hann er beðinn um
að rifja málið upp. „Það tókst hið ágætasta
samstarf og menn unnu þetta saman, með eig-
in tækjum.“ Ráðherrann fór með á varðskipinu
Ægi, þar sem möl og sement voru með í för og
lítil steypuvinnslustöð starfrækt um borð.
„Það þurfti talsverða styrkingarvinnu, voru
boraðir bergboltar og festingar. Svo fór
óhemju miklu meira af steypu í þetta en við
héldum í fyrstu, ofan í sprungur í berginu. Síð-
an hélt pallurinn toppnum saman og var hæsti
punkturinn á eynni síðustu tíu, fimmtán árin,“
bætir Steingrímur við. Hann segir nokkra eft-
irsjá að pallinum, en hann hefur séð hann bæði
úr lofti og frá sjó síðan hann var byggður. „Það
styrkti okkar samningsstöðu að sýna að við
kynnum að halda eyjunni við og vakti tals-
verða athygli á Grænlandi og í Danmörku. Ég
er samt ekki að segja að við hefðum ekki getað
náð sömu niðurstöðu án hans.“
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Árið 1988 Unnið að því að slá upp móti fyrir þyrlupallinn í júlímánuði. Aðgerðin vakti athygli
og hafði áhrif á deiluna um það hvar skyldi draga miðlínuna milli Íslands og Grænlands.
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Árið 1999 Skipverjar af varðskipinu Ægi standa á pallinum sem á þessum tíma er hæsti punkt-
urinn og byrjað að brotna undan honum. Ótraust berglög eru í eyjunni neðan sjávarborðs.
Ljósmynd/Jón Kr. Friðgeirsson
Árið 2010 Skipverjar af Tý fóru í Kolbeinsey fyrir skömmu en þar eru nú aðeins tvö sker eftir
og pallurinn alfarið horfinn. Með sama áframhaldi verður eyjan horfin innan fárra ára.
Niðurbrotinn út-
vörður Íslands
Ekkert eftir af þyrlupallinum í Kolbeinsey
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Í dag er kvennadagurinn og fer þá
Kvennahlaup ÍSÍ fram, nú í 21.
skipti. Yfirskrift hlaupsins í ár er
„Konur eru konum bestar“ til að
varpa kastljósi á það hverju konur
geta áorkað í krafti samstöðu,
áræðis og dugnaðar fyrir sam-
félagið. Í þetta sinn er kvenna-
hlaupið unnið í samstarfi við Kven-
félagasamband Íslands sem fagnar
80 ára afmæli sínu í ár. Þúsundir
kvenna á öllum aldri hafa starfað
undir merkjum Kvenfélaga-
sambandsins og vinna eftir mark-
miði þess en það er að stuðla að
framfaramálum er varða velferð
barna, kvenna og heimila í landinu .
Jafnframt að efla félagsleg tengsl
og samvinnu kvenna og hvetja kon-
ur til áhrifa í þjóðfélaginu.. Kvenna-
hlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjöl-
mennasti íþróttaviðburður sem
haldinn er á Íslandi ár hvert. Um
15.000 þúsund konur taka þátt á um
85 stöðum hérlendis og á 16 stöðum
erlendis. Þátttakendur geta valið
um vegalengdir allt frá 2 km upp í
20 km. Stærsta hlaupið er í Garða-
bæ klukkan 14, þar sem þúsundir
kvenna koma saman og hlaupa frá
Garðatorgi. Þar verður glæsileg
dagskrá og munu Ragnheiður
Gröndal og Ásdís Ólsen koma fram
en einnig verður elsti þátttakandinn
heiðraður. Þá verður boðið upp á 3
km hlaup í Viðey kl. 13 og hlaupið á
Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði
klukkan 11 og á Selfossi klukkan
13. Kvennahlaup ÍSÍ er haldið í til-
efni kvennadagsins 19. júní en með
honum er þess minnst þegar ís-
lenskar konur, 40 ára og eldri,
fengu kosningarétt. Það gerðist
1915 og eru því í dag 95 ár frá því
konur fengu kosningarétt á Íslandi.
Síðustu daga hafa nokkur dval-
arheimili þjófstartað kvennahlaup-
inu og hafa konur af eldri kynslóð-
inni þegar lagt sitt af mörkum.
Ljósmyndara Morgunblaðsins bar
að garði á Hrafnistu í Reykjavík í
gær þegar hressar konur þar drifu
sig út í góða veðrið og fóru sínar
vegalengdir, á sínum hraða og með
sínum aðferðum.
Eldri kynslóðin tekur þátt í kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið er í 21. sinn á kvennadaginn 19. júní
Konur eru kon-
um bestar
Morgunblaðið/Ernir
Samstaða Konurnar á Hrafnistu sýndu hvernig konur geta verið konum bestar þegar þær héldu sitt Kvennahlaup.