Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 21
60 myndatökumenn og tíu frétta-
menn sjónvarpsins eiga að fylgjast
með brúðkaupinu og hátíðarhöld-
unum um helgina.
Hafa fengið nóg
Fréttavefur Dagens Nyheter
skýrði þó frá því í gær að ný
skoðanakönnun benti til þess að
meirihluti Svía hefði fengið sig full-
saddan á gífurlegri umfjöllun
sænskra fjölmiðla um brúðkaupið
síðustu mánuði.
Sænsku kvöldblöðin hafa að
undanförnu gefið út 24 síðna auka-
blöð um brúðkaupið daglega.
Sænska ríkissjónvarpið hefur sýnt
alls 40 klukkustunda þætti og heim-
ildarmyndir um konungsfjölskyld-
una. Þar að auki hefur sjónvarpið
sýnt fjögurra stunda þátt daglega
frá sérstöku „konungsmyndveri“ frá
því á föstudaginn var, auk mikillar
umfjöllunar í fréttatímum.
„Áhuginn á brúðkaupinu ætti
að vera í hámarki núna. Umfangs-
mikil umfjöllun fjölmiðlanna virðist
hins vegar hafa haft þveröfug áhrif.
Meirihluti Svía hefur nú þegar feng-
ið nóg af henni,“ sagði Dagens
Nyheter. Blaðið skírskotaði til
skoðanakönnunar sem bendir til
þess að 61% Svía telji að fjölmiðl-
arnir hafi fjallað of mikið um brúð-
kaupið. Um helmingur þátttakend-
anna í könnuninni sagðist ætla að
fylgjast með brúðkaupinu og
hátíðarhöldunum.
Gert hafði verið ráð fyrir því að
tugir þúsunda ferðamanna myndu
fara til Stokkhólms vegna brúð-
kaupsins en ferðamálaráð borgar-
innar segir að færri hafi komið
þangað en spáð var. Mörg hótel í
Stokkhólmi séu ekki fullbókuð.
Skipulögð var umfangsmikil
brúðkaupshátíð í borginni, LOVE
Stockholm 2010, en áhuginn á henni
hefur verið minni en gert var ráð
fyrir, að sögn Dagens Nyheter.
Stuðningurinn við
konungdæmið minnkar
Mikil umfjöllun fjölmiðlanna
um konungsfjölskylduna í aðdrag-
anda brúðkaupsins virðist einnig
hafa stuðlað að því að stuðningurinn
við konungdæmið hefur minnkað
verulega. Skoðanakönnun, sem gerð
var fyrir 15 árum, benti til þess að
um 70% Svía styddu konungdæmið
og aðeins 10% voru andvíg því.
Samskonar könnun bendir nú til
þess að aðeins 46% Svía styðji kon-
ungdæmið og fjórðungur þeirra vilji
að það verði lagt niður og stofnað
verði lýðveldi.
Reuters
Fréttir 21ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
Sýningin Náttúran í hönnun verður
opnuð í dag 19. júní í Ljósafossstöð.
Þar verður boðið í ferðalag um hlut-
gerða náttúru íslenskra hönnuða
og skyggnst inn í hugarheim þeirra.
Sýnendur eru rúmlega 30 talsins.
Sýningin verður opin til 28. ágúst,
alla daga vikunnar.
Opnunartími er 13–17 virka daga
og 13–18 um helgar.
Náttúran í hönnun
er samstarfsverkefni
Hönnunarmiðstöðvar
Íslands og Landsvirkjunar.
Nánari upplýsingar
www.honnunarmidstod.is
www.landsvirkjun.is
Sýningarstjóri
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Hönnuðir á sýningunni
Árni Grétarsson
Aurum
Björg Juto
Borðið/Leir 7
Dagný Bjarnadóttir
Friðgerður Guðmundsdóttir
Guðrún Björk Jónsdóttir
Guðrún Lilja
Gunnlaugsdóttir
HAF
Hanna Jónsdóttir
Hreinn Bernharðsson
Hildur Yeoman
Hrafnkell Birgisson
Ingibjörg Hanna
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Jón Björnsson
Katrín Ólína
Kría design
Kristín Birna Bjarnadóttir
Óðinn Bolli
Ragnheiður Ösp
Hugdetta
Sigríður Sigurjónsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir
Sigurður Már Helgason
Snæfríð Þorsteins &
Hildigunnur Gunnarsdóttir
Sruli Recht
Steinunn Sigurðardóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Tuesday Project
Vík Prjónsdóttir
Þórunn Árnadóttir
Viktoría krónprinsessa er 32 ára
að aldri og nýtur talsverðra vin-
sælda í Svíþjóð, er þekkt fyrir af-
slappaða framkomu, stillingu og
hlýju en hefur einnig getið sér orð
fyrir að vera með bein í nefinu.
Brúðgumi hennar, Daniel West-
ling, er 36 ára og var lítt þekktur í
Svíþjóð áður en hann trúlofaðist
prinsessunni. Hann rekur nokkrar
lúxuslíkamsræktarstöðvar og hitti
Viktoríu sína í fyrsta skipti árið
2001 þegar hann varð einkaþjálf-
ari hennar.
Hermt er að faðir Viktoríu, Karl
Gústaf konungur, hafi í fyrstu ver-
ið andvígur því að hún giftist
Westling og óttast að samband
þeirra gengi ekki vegna gerólíks
bakgrunns þeirra og uppeldis.
Prinsessan er sögð hafa staðið
uppi í hárinu á föður sínum og
neitað að gefa ástina upp á bát-
inn. Staðfesta hennar í deilunni er
talin hafa aukið vinsældir hennar
meðal Svía og hún hefur oft
reynst vera vinsælust allra í
sænsku konungsfjölskyldunni í
skoðanakönnunum.
„Viktoría er mjög sterk kona,“
sagði Johan T. Lindwall, sem
skýrði fyrstur frá ástarsambandi
hennar og Westling í dagblaðinu
Expressen í maí 2002. „Hún er
krónprinsessa Svíþjóðar og hann
venjulegur sveitamaður sem varð
einkaþjálfari hennar, þannig að
mínum augum gat þetta ekki
gengið upp,“ sagði Lindwall.
Hermt er að Westling hafi síðan
fengið ýmiskonar þjálfun og
fræðslu til að búa hann undir lífið
í konungsfjölskyldunni. Hann er
vel liðinn, þykir glæsilegur og vel
samboðinn sænsku konungsfjöl-
skyldunni í allri sinni dýrð.
Westling ólst upp í Ockelbo,
2.700 manna bæ, og starfaði í
skóla fyrir börn með sérþarfir áð-
ur en hann flutti til Stokkhólms
þar sem hann hóf störf í líkams-
ræktarstöð.
Prinsessa með bein í nefinu
VIKTORÍA OG BRÚÐGUMI HENNAR ERU VEL LIÐIN
Stærsti gullpeningur í heimi verður
brátt settur á uppboð í Vín í
Austurríki eftir að fjárfestingar-
fyrirtæki sem átti peninginn varð
gjaldþrota.
Peningurinn, sem er frá árinu
2007, er metinn á eina milljón
Bandaríkjadala, eða sem svarar
tæpum 130 milljónum króna. Búist
er þó við að hann verði sleginn á
fjórar milljónir dala, eða rúmar 500
milljónir króna.
Peningurinn vegur 100 kíló og er
53 cm í þvermál. Sérfræðingar
segja að hann sé úr hreinu gulli sem
sé mjög mjúkt. Þurft hafi að þróa
nýja aðferð til að búa til gullpening
af þessari stærð.
Reuters
Stærsti gullpen-
ingur heimsins
settur á uppboð
Ástralskur karlmaður var dæmdur
í þrjátíu daga fangelsi í gær fyrir
að blása tyggjókúlu í réttarsalnum.
Ekki nóg með það heldur sprengdi
hann kúluna um leið og hann leit í
augu dómarans. Var hann látinn
laus þar sem lögmaður hans áfrýj-
aði dómnum og taldi hann allt of
harðan.
Mirza Zukanovic, sem er tvítug-
ur, var í réttarsal í Melbourne
vegna árásarákæru. Í stað þess að
svara dómaranum sem beið þess að
heyra hvað maðurinn hefði til mál-
anna að leggja, blés hann upp
tyggjókúluna með fyrrnefndum
árangri.
Í fangelsi fyrir að
blása tyggjókúlu
Viðbúnaður Verðir við kon-
ungshöllina í Stokkhólmi í gær
þegar hirð Svíakonungs var
önnum kafin við að undirbúa
brúðkaup krónprinsessunnar.