Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 24
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is S trandveiðar, sem hófust til bráðabirgða á síðasta ári og festar voru í sessi með lagasetningu í apríl sl., eru nú í fullum gangi, en veiðitímabilið í ár er frá maí og til loka ágúst. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið í fyrirkomulagi veiðanna er ójafnvægi á milli þeirra fjögurra strandveiðisvæða sem landinu er skipt upp í þegar kemur að úthlutun kvóta. Á tveimur þeirra, svæðum A og D, hefur kvótinn klárast þegar tiltölulega skammt hefur verið liðið á veiðitímabilin, sem er almanaks- mánuðurinn, á meðan hann hefur dugað út tímabilið á svæðum B og C og jafnvel rúmlega það. Ráðherra hefur valdið Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir að þótt smábátasjómenn séu almennt séð ánægðir með strandveiðarnar sé ljóst að ákveðnir hnökrar séu á fyrirkomulagi þeirra, m.a. ójafnvægi á milli veiðisvæða þegar kemur að kvótaúthlutun. Örn segir að ýmislegt spili þarna inn í, ekki síst það hversu vel veiðist á hverju svæði á hverjum tíma. Þá skipti einnig miklu máli sá fjöldi báta sem gerður er út á hverju svæði. Þannig séu yfir 200 bátar gerðir út á svæði A, sem m.a. Vest- firðir tilheyra, en mun færri bátar séu gerðir út á svæðum B og C. Staðan á milli svæða verði vænt- anlega endurskoðuð síðar í sumar og staðan jöfnuð á milli svæða , en sjáv- arútvegsráðherra hafi vald til þess að færa kvóta á milli þeirra. Misjöfn vandamál Páll Heiðar Hauksson, sem ger- ir út Apríl BA frá Patreksfirði, segir að strandveiðimenn á svæði A hafi aðeins getað róið samtals í 6 daga í maí og 5 daga í júní þegar kvótinn hafi verið uppurinn. Á sama tíma hafi jafnvel ekki náðst að veiða upp í kvótann á öðrum svæðum. „Mesta fiskeríið er væntanlega hér á svæð- inu hjá mér og því hafa margir bátar skráð sig hér, sömuleiðis mesta nýt- ingin og stutt að fara á miðin,“ segir Páll. Vandamálið er hins vegar þver- öfugt hjá Gísla Gunnari Oddgeirs- syni sem gerir út Sjöfn EA frá Grenivík sem tilheyrir svæði B. Þar vantar fleiri veiðidaga fremur en meiri kvóta. Gísli segir að ekki megi mikið út af bera svo veiða megi upp í úthlutaðan kvóta. Ekki sé heimilt að stunda strandveiðar nema fjóra daga í viku, allajafna, og þá geti veð- ur alltaf sett strik í reikninginn. Hann segir að á svæði B séu vissu- lega færri bátar um hituna en á móti þurfi að hafa talsvert meira fyrir því að hafa uppi á aflanum. Allur kvótinn veiddur Jóhann Guðmundsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra, seg- ir að fjöldi báta á hverju veiðisvæði hafi eðlilega mikil áhrif í þessum efnum. Þannig hafi t.a.m. mjög margir ákveðið að gera út frá Vest- fjörðum og fyrir vikið hafi fleiri verið um kvótann á því svæði, en mönnum sé frjálst að skrá sig þar sem þeir kjósa. Reynt hafi verið að bregðast við þessu m.a. með því að breyta veiðisvæðunum frá því sem var í fyrra og flytja Strandirnar af svæði A og yfir á svæði B án þess að láta kvóta fylgja með. Hann segir fyr- irkomulagið annars vera í þróun og það verði væntanlega tekið til nánari skoðunar þegar sést betur hvernig spilast úr málum á öðrum svæðum. Jóhann leggur þó áherslu á að tryggt verði að veitt verði upp í allan strandveiðikvótann. Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson Strandveiðar Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. Ójafnvægi á milli strandveiðisvæða 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ekkitalið holltfyrir traust og tiltrú, ef þeir sem eftir slíku sækjast af brýnni þörf senda frá sér skilaboð sem stangast illa á. Á nútímamáli heitir það að misvísandi skila- boð veiki trúverðugleikann. Nú síðast hvatti Obama Banda- ríkjaforseti 20 mestu efnahags- veldi heims til að auka ríkisút- gjöld til að örva eftirspurn. Það má vera að þetta ákall forset- ans sé ekki út í hött. En vand- inn er sá að það kemur beint á eftir því að Bretland, Japan, Þýskaland og Ítalía hafa boðað það sem þau kalla „sársauka- fullan niðurskurð ríkis- útgjalda“. Sömu ríki hafa ný- lega í kór með Evrópu- sambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum krafist þess að Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland skeri útgjöld sín til sameiginlegra þarfa niður um meira en það sem kallast myndi „sársaukafullur nið- urskurður“. Hefur enginn sagt Obama Bandaríkjaforseta frá þessu? Reyndar hafa nokkur fylki sem mynda það öfluga ríkjasamband sem Obama er í forsæti fyrir þegar gert sitt. Þannig hefur Kalifornía, undir stjórn leikarans með langa nafnið og fyrirrennara hans þegar örvað sitt hagkerfi svo rösklega umfram getu ríkisins að það er komið að fótum fram og þarf neyð- araðstoð frá Wash- ington. Sömu sögu er að segja af fleiri fylkjum. Þau eru að fást við mikla efnahagserfiðleika og eru þó ekki með hestapestina sem að sögn Steingríms J. er það eina sem angrar Íslendinga og á hann þá ekki bara við hestana. Og nú hefur Evrópusambandið ákveðið að auka trúverðugleik- ann á evrópskum bönkum með því að birta í næsta mánuði álagspróf sem yfirvöld álf- unnar hafa gert á þeim. Þá er eins gott að sérhver maður haldi sér saman um það að ís- lensku bankarnir stóðust með fljúgandi fánum öll álagspróf allt fram til þess að þeir fóru á hausinn og gott ef ekki eitt- hvað lengur. Álagspróf eru nefnilega ágæt svo lengi sem inn í þau eru færðar réttar töl- ur en ekki þær tölur sem stjórnendur banka leggja fram að viðlögðum drengskap og innri sem ytri endurskoðendur þeirra hafa samviskulega vott- að að séu réttar en reynast það ekki, þegar öllu er á botninn hvolft í orðanna fyllstu merk- ingu. Sannarlega er rétt að vona að svipuð dæmi og hin ís- lensku sé ekki að finna vítt og breitt um Evrópu. En þótt Ís- lendingar séu vissulega öðru vísi er ekki hægt að útiloka að græðgin hafi haft sannleiksást- ina undir víðar en hér. Ákall Obama um aukningu ríkis- útgjalda í veröldinni koma spánskt fyrir víðar en í Madríd} Skilaboð á skakk og skjön Virðingarleysifyrir íslenskri náttúru sést á óteljandi örum eft- ir ökutæki í nátt- úrunni. Allt of margir ferðalangar fara út fyrir vegi og slóða, þótt átak hafi verið gert til að vekja fólk til vitundar. Í Morgunblaðinu í vikunni var sagt frá máli þar sem erlendir ferðamenn fóru langt út fyrir slóða og festu sig kirfilega. Þegar búið var að losa farartæki þeirra var eftir eitt drullusvað. Áður en ferðamennirnir villtust af leið voru þeir á slóða, sem er merktur inn á kort Máls og menningar frá 2001 og lengdist í útgáfunni frá 2003, en á þangað ekkert erindi. Landeigandinn, Þór- hallur Helgason, bóndi á Núp- um, fór fram á að slóðinn yrði fjarlægður af kortunum, en segir að því hafi ekki verið sinnt. Erfitt er að átta sig á hvernig slóð, sem bóndi notar á sinni einkajörð til fjárleita, kemst inn á kort ætlað al- menningi. Þórhallur segir að slóðin liggi eftir viðkvæmu svæði sem ekki þoli umferð. Í nýju frumvarpi til umferð- arlaga er gert ráð fyrir því að í stað orðsins „götuslóði“ standi „merkt vegslóð“. Teljist þá akstur á ómerktri vegslóð akstur utan vega. Það getur hins vegar gefið ökumönnum misvísandi skila- boð ef slóðar, sem í raun ættu að teljast „utan vega“, eru merktir inn á kort. Með ein- hverjum hætti þarf að koma í veg fyrir að kastað sé til hönd- um með þessum hætti. Íslensk náttúra er of viðkvæm til að þola gáleysislegan átroðning og ökumaður getur á auga- bragði valdið sárum, sem tek- ur ár og áratugi að gróa. Á kortum eru slóðir sem eiga þangað ekkert erindi} Spjöll á viðkvæmri náttúru F rá hruni hefur eitt helsta tóm- stundagaman okkar Íslendinga verið að finna sökudólga, einhvern eða eitthvað sem hægt er að kenna um hvernig fór fyrir bönkunum og okkur hinum. Hjá mörgum hefur stóra grýlan verið ný- frjálshyggjan, sú mikla skemmdarverkakerling sem reið hér röftum í skjóli Sjálfstæðisflokksins og gerði þjóðina brjálaða af græðgi og andsnúna öllum eðlilegum reglum og hömlum á einka- framtakinu. Þetta er alltént sú saga sem heyrist oft í þingsölum og sést á síðum blaðanna. En sjaldnast sést einhver útskýring eða skil- greining á því hvað felst eiginlega í þessari skelfilegu hugmyndafræði. Nýlega las ég pistil í öðru dagblaði þar sem höfundurinn sagði hana slæma m.a. vegna þess að hún væri útlend að uppruna og að fylgismenn hennar hefðu verið þeir félagar Milton Friedman og George W. Bush. Fyrri athugasemdin er vart svaraverð og minnir mann helst á það þegar forvígismenn Framsóknarflokksins sögðust hvorki fylgjandi sósíalisma né kapítalisma því þær stefnur væru útlenskar og þar með slæmar. Manneskjan er alls staðar eins að eðlisfari og við Íslendingar erum ekki svo frábrugðnir öðru fólki að hugmyndir sem spretta ann- ars staðar en í afdölum íslenskum virki ekki hér. Sú pæling að Friedman og Bush hafi átt eitthvað sam- eiginlegt er öllu fyndnari, því nær allt stórt sem Bush greyið gerði á sínum valdatíma var í algerri andstöðu við kenningar Friedmans. Friedman var alla tíð á móti Íraksstríðinu, var á móti þeim mikla útblæstri í velferðarkerfinu sem Bush stóð fyrir og hefði vart samþykkt hundraða millj- arða dala björgunaraðgerðir fyrir illa rekna banka. Ég held nefnilega að þeir sem tala um ný- frjálshyggju noti hugtakið flestir í einhvers konar hugmyndafræðilegri leti. Orðið er not- að yfir allt það sem óskemmtilegt er og helst ef það er bandarískt. Nýíhaldsmennska (e. neoconservatism) hefur til dæmis verið kölluð nýfrjálshyggja af íslenskum pennum, þótt sú stefna sé í flestu andsnúin frjálshyggju. Það er auðvelt að búa til grýlu sem hægt er að ata auri í umræðunni og hjá mörgum er hin svokallaða nýfrjálshyggja sú grýla. Þegar markmiðið er að berja niður umræðu og koma fyrirhafnarlitlum höggum á andstæðinginn er betra að hugtakið sé illa skilgreint því þá er hægt að nota það oftar. Þess vegna sér maður aldrei notendur hugtaksins skýra það nákvæmlega hvað átt er við. Það eitt er ljóst að undanfarin ár var lítið um frjáls- hyggju (í upprunalegum skilningi þess orðs) í íslenskum stjórnmálum. Undir stjórn hins svokallaða hægriflokks Sjálfstæðisflokksins blés ríkið út sem aldrei fyrr og pen- ingum var ausið í alls konar gæluverkefni og fram- kvæmdir. Það má svo sem kalla það nýfrjálshyggju, en það á lítið sammerkt með klassískri frjálshyggju. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Skemmdarverkagrýlan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon » Strandveiðisvæði A nær fráEyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi og norður til Súðavíkurhrepps á Vestfjörðum. » Svæði B nær frá Stranda-byggð á austanverðum Vest- fjörðum til Grýtubakkahrepps við austanverðan Eyjafjörð. » Svæði C teygir sig frá Þing-eyjarsveit í Þingeyjarsýslu og austur að Djúpavogshreppi á Austfjörðum. » Svæði D nær síðan frá Sveit-arfélaginu Hornafirði og alla leið vestur að Borgarbyggð í Borgarfjarðarsýslu. Strandveiðisvæði 100% Svæði: A B C D 109,5% 59,1% 47,4% 97,9%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.