Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
Vandlegar merkingar Það fer vart á milli mála að stígarnir í Öskjuhlíðinni eru ætlaðir jafnt gangandi vegfarendum sem hjólreiðagörpum. Nú er sumarið gengið í garð og þá nýta Íslendingar svo
sannarlega tímann og eru úti við sem mest þeir mega. Margir borgarbúar leggja leið sína í Öskjuhlíðina og þá er gott að hafa alveg á hreinu hverjum göngustígarnir eru ætlaðir.
Kristinn
Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra heldur
því fram að 17. júní sé sér-
stakur „heilladagur“ fyrir
Íslendinga. Ekki vegna
þess að þá öðlaðist þessi fá-
menna þjóð fullt sjálfstæði,
heldur vegna þess að leið-
togaráð Evrópusambands-
ins ákvað að hefja viðræður
við Ísland um aðild að sam-
bandinu. Mikill meirihluti
Íslendinga er á móti aðild
og ljóst er að meirihluti
þingmanna er einnig mótfallinn aðild, þótt
nokkrir þeirra hafi samþykkt að óska eftir
viðræðum eftir pólitísk hrossakaup milli
Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Það er hrein ósvífni af hálfu utanrík-
isráðherra að kalla það „heilladag“ þegar
samþykkt er að ganga gegn meirihluta
þjóðarinnar. En það er eftir öðru sem rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur sér
fyrir hendur, í stað þess að ráðast í að-
gerðir til að leysa vanda heimila og fyr-
irtækja. Íslendingar hafa aldrei samþykkt
að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
„Heilladagur“ utanríkisráðherra er í
óþökk meirihluta Íslendinga.
Alþingi samþykkti 16. júlí á liðnu ári
þingsályktun utanríkisráðherra með
nokkrum breytingum, þar sem ríkisstjórn-
inni var falið að leggja inn umsókn um að-
ild Íslands að Evrópusambandinu. Tillagan
var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28
en tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði.
Frá fyrstu tíð hefur ályktunin verið um-
deild enda í andstöðu við vilja meirihluta
þjóðarinnar. Andstaðan við aðild hefur
aukist á síðustu mánuðum og þá ekki síst
meðal aðila atvinnulífsins.
Aðlögun hafin
Eftir að hafa setið á Alþingi í nokkrar
vikur hefur mér orðið ljóst að ýmsir þeirra
þingmanna sem stóðu að samþykkt þess að
sótt var um aðild að Evrópusambandinu
hafa áttað sig á því hvernig umsóknarríki
er gert að standa að umsókn sinni og í
raun hefja svokallað aðlögunarferli löngu
áður en niðurstaða hefur fengist í við-
ræðum um umsókn. Í þessu sambandi er
vert að vitna til upplýsinga sem birtast á
upplýsingasíðu utanríkisráðuneytisins en
þar segir:
„Að loknum samningaviðræðum um
hvern einstakan kafla tekur við vinna er
snýr að því að yfirfæra samnings-
niðurstöðuna í lagatexta. Sú
vinna fer fram í sérstökum vinnu-
hópi ráðherraráðsins sem síðan
ber textann undir umsóknarríki.
Þessi vinna fer í raun fram sam-
hliða samningaviðræðum um aðra
kafla og bíður því ekki heildar-
niðurstöðu viðræðna. Þegar öllum
köflum hefur verið lokað með
þessum hætti liggur aðildarsamn-
ingur fyrir.“
Ljóst er að ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Vinstri grænna [VG]
hefur þegar hafið vinnu að því að
laga allt lagaumhverfi landsins að
kröfum Evrópusambandsins, án þess þó að
viðræðum um aðild sé lokið og í raun ekki
hafnar með formlegum hætti. Þessi aðlög-
un er gerð í skjóli og stuðningi Steingríms
J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna,
sem fyrir kosningar á síðasta ári lofaði
kjósendum að standa einarður gegn aðild.
Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu VG studdi
meirihluti þingmanna flokksins aðild-
arumsókn. Andstaða flokksins við aðild var
hins vegar skýr fyrir þingkosningarnar í
apríl 2009 og ítrekuð á flokksráðsfundi 16.
janúar 2010. Í ályktun fundarins segir
meðal annars:
„Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs við
hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt
um aðild að sambandinu er það eindreginn
vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að
vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambands-
ins.“
Þá eru ráðherrar, þingmenn og fé-
lagsmenn VG hvattir til þess að halda
stefnu flokksins um andstöðu við aðild að
Evrópusambandinu á lofti og berjast ein-
arðlega fyrir henni.
Umsókn dregin til baka
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráð-
herra og formaður VG, greiddi atkvæði
með aðildarumsókn en sagði í umræðum
um atkvæðagreiðsluna meðal annars:
„Öll eigum við það sameiginlegt, þing-
menn VG, að áskilja okkur rétt til mál-
flutnings og baráttu utan þings sem innan
í samræmi við grundvallaráherslur flokks-
ins og okkar sannfæringu. Það tekur einn-
ig til þess að áskilja okkur rétt til þess að
slíta samningaviðræðum skili þær ekki
fullnægjandi árangri á hvaða stigi málsins
sem er sem og auðvitað að hafna óvið-
unandi samningsniðurstöðu.“
Þessi yfirlýsing Steingríms J. Sigfússon-
ar er mikilvæg enda felur hún það í sér að
þeir þingmenn VG sem studdu aðild-
arumsókn áskildu sér rétt til þess að end-
urskoða umsóknina. Yfirlýsingin verður
ekki skilin með öðrum hætti en að VG telji
að þingmenn flokksins hafi rétt til þess að
styðja tillögu um að draga umsókn um að-
ild að Evrópusambandinu til baka, hvenær
sem er, óháð þátttöku í ríkisstjórn, enda
ljóst að umsóknin skili ekki tilætluðum
árangri.
Frá því að meirihluti Alþingis samþykkti
umsókn um aðild að Evrópusambandinu
hefur staða sambandsins gjörbreyst. Gríð-
arlegir efnahagslegir erfiðleikar steðja að
sambandinu og sum ríki þess, sem eru inn-
an evrusvæðisins, glíma við jafnvel djúp-
stæðari erfiðleika en Ísland. Vegna þessa
þykir einsýnt að Evrópusambandið þarf að
taka allt skipulag sitt til endurskoðunar.
Við slíkar aðstæður þjónar það ekki hags-
munum Íslands að standa í aðildarvið-
ræðum við ríkjabandalag sem ljóst er að
mun taka gríðarlegum breytingum –
breytingum sem Ísland mun aldrei geta
haft áhrif á. Þó ekki væri af öðrum ástæð-
um er það fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu
íslenskra stjórnvalda að ganga til við-
ræðna við ríkjabandalag sem stendur á
efnahagslegum og pólitískum krossgötum.
Einnig liggur fyrir að sameiginlegt mynt-
samstarf meirihluta ríkja Evrópusam-
bandsins glímir við mikinn vanda. Trú-
verðugleiki evrunnar hefur beðið hnekki.
Meðal forystuþjóða evrusvæðisins er
uppi ríkjandi krafa um að ríkisfjármál
verði samþætt og þar með gengið enn
frekar gegn fullveldi einstakra ríkja. Hug-
mynd um að Ísland taki upp hina sameig-
inlegu mynt – evru – var og er ein helsta
röksemd þeirra sem barist hafa fyrir aðild
Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir utan
að slíkt kemur aldrei til greina fyrr en eft-
ir nær einn áratug er það talið ólíklegra
en áður að upptaka evru þjóni hagsmunum
Íslands.
Fjórir þingmenn úr öllum flokkum, utan
Samfylkingar, hafa lagt fram þingsályktun
á Alþingi um að draga umsókn um aðild að
Evrópusambandinu til baka. Fyrsti flutn-
ingsmaður er Unnur Brá Konráðsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tillagan
er tímabær og nauðsynlegt að Alþingi ræði
hana og afgreiði.
Athyglin ekki á því sem skiptir máli
Með því að samþykkja að draga aðild-
arumsókn til baka er ekki verið að taka af-
stöðu til þess hvort það kunni að þjóna
hagsmunum Íslendinga að ganga til liðs
við Evrópusambandið í framtíðinni. Vand-
inn við umsóknina nú er a.m.k. þríþættur.
Í fyrsta lagi er efnahagsleg staða Ísland
þannig að hún veikir stöðu landsins gagn-
vart Evrópusambandinu. Í öðru lagi er
einnig ljóst að alla pólitíska forystu skortir
í umsóknarferlinu. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og
formaður Samfylkingarinnar, hefur rétti-
lega bent á þessa staðreynd og telur rétt
að draga umsóknina til baka. Í þriðja lagi
liggur fyrir að umsóknin um aðild hefur
truflað uppbyggingarstarf íslensks efna-
hagslífs. Stór hluti stjórnkerfisins sinnir
litlu öðru en verkefnum sem tengjast um-
sókn að bandalaginu en á meðan liggja
önnur mál í skúffum.
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu
hefur dregið athyglina frá meginverk-
efnum löggjafans og framkvæmdavaldsins,
sem er að vinna að endurreisn atvinnulífs-
ins. Við þessu varaði Atli Gíslason, þing-
maður VG, þegar hann gerði grein fyrir
atkvæði sínu þegar aðildarumsókn var
samþykkt:
„Það blasir við mér og mörgum fleirum
að þessi aðildarumsókn gengur gegn brýn-
um hagsmunum sjávarútvegs og landbún-
aðar og þar með landsbyggðarinnar. Það
er borin von, það er tálsýn, blekking að við
fáum undanþágur í þeim efnum frá grund-
vallarreglum Rómarsáttmálans, fjórfrels-
inu, frá hinu sameiginlega markaðssvæði.
Umsóknin felur í sér að hafin er vegferð
sem vegur að sjálfstæði og fullveldi lands-
ins. Umsóknin er í mótsögn við stefnu
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
eins og ég skil hana. Umsóknarferlið og
allt sem því fylgir hindrar að við getum
unnið af þeim krafti við að bjarga heim-
ilum landsins og atvinnulífinu sem okkur
er lífsnauðsynlegt. Málið er auk þess til
þess fallið að kljúfa þjóðina þegar aldrei
er meiri þörf á samstöðu en nú.“
Eftir Óla Björn Kárason » Það er hrein ósvífni af hálfu
utanríkisráðherra að kalla
það „heilladag“ þegar sam-
þykkt er að ganga gegn meiri-
hluta þjóðarinnar.
Óli Björn
Kárason
„Heilladagur“ án samþykkis þjóðarinnar
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.