Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
Það hefur ekki farið
hátt né verið mikið
auglýst sýning frá at-
vinnuþróun síðustu
aldar, sem hófst í kjöl-
far heimskreppunnar
1935 í Hafnarfirði, er
stórhuga menn með
Sveinbjörn Jónsson
(fyrrum forstj. Ofna-
smiðjunnar hf) og
Emil Jónsson, (þá
bæjarstjóri í Hafn-
arfirði og síðar ráðherra) lögðu í
það stórvirki eftir virkjun Sogsins
á sínum tíma að hefja framleiðslu
rafmagnstækja aðallega til heim-
ilisnota.
Í byggðasafninu getur nú þessa
dagana að líta í litlum sal, strax
fyrir innan forstofu safnsins í
Pakkhúsinu við hlið hús Bjarna
Sívertsens á Strandgötunni í
Hafnarfirði, sýningu á nokkrum
rafmagnstækjum og ljósmyndum
með skýringartexta á starfsemi
Raftækjaverksmiðjunnar hf eða
Rafha hf eins og hún var kölluð og
auglýst á síðustu öld.
Það er lofsvert framtak hjá
byggðasafninu að setja upp sýn-
ingu sem þessa, og ekki seinna
vænna þegar ný atvinnutækifæri
vantar.
Ekki er það ætlunin að lasta
framtakið og gagnrýna þessa
„mini“-sýningu sem hefði komist
fyrir í meðalstórum útstilling-
arglugga í Kringlunni. Fyrirtækið
setti stóran svip og hafði mikil
áhrif á atvinnu í Hafnarfirði á síð-
ustu öld. Margt er ágætlega gert
á sýningu byggðasafnsins, s.s.
kvikmyndasýningin um fram-
leiðslu en þó verður að segja að
eitt og annað hefði mátt betur
fara sbr. uppstilling ljósmynda og
lýsing.
Það má segja að rýmið bjóði
ekki upp á að margir hlutir séu
sýndir í þessum litlu húsakynnum,
en þar er þeim hlutum stillt upp,
sem voru hvað vinsælastir í fram-
leiðslu, s.s. eldavélar, ísskápar,
ryksugur, hitaofnar ofl munir.
Raftækjaverksmiðja Rafha hf. á
sögu, sem spannar yfir 50 ár og
hafði gólfrými allt að 5.000 fer-
metrum. Hún kom við sögu á
hverju heimili í landinu á þessu
tímabili. Í Rafha voru framleiddar
yfir 30 mismunandi vörutegundir,
allt frá lömpum upp í stóra
spennubreyta auk raftækja til
heimilis og fyrirtækja.
Stjórn byggðasafnsins á skilið
þakkir fyrir frumkvæðið að þess-
um litla glugga aftur í tímann.
En sýningin vísar aðeins á
brotabrot af því sem Rafha fram-
leiddi í 50 ára sögu fyrirtækisins.
Þrátt fyrir að verksmiðjunni
hafi aldrei verið sköpuð viðunandi
skilyrði vegna gjaldeyrishafta til
hráefniskaupa og samkeppni við
innfluttar vörur á lægra verði,
fullnægði hún þörfum landsmanna
á kreppu- og styrjaldartímum og
ekki síst á tímum gjaldeyrishafta
og sparaði óhemju gjaldeyri fyrir
þjóðarbúið. Og ekki má gleyma
því að framleiðslan náði hylli ís-
lenskra heimila, sem treysti raf-
tækjum Rafha í áratugi.
Eftir því sem leið á síðustu öld
fjaraði undan Rafha hf enda lítill
sem enginn vilji eða metnaður
stjórnvalda til að hlúa að fyr-
irtækinu. Innflutningi var hampað
hömlulaust og ekki nægilega stutt
við Rafha til að það gæti mætt
aukum kröfum neytenda. Árið
1989 var verksmiðjunni lokað eftir
3ja ára taprekstur en hún varð
aldrei gjaldþrota.
Hinn 20. janúar 1995 ritaði Sig-
urður Grétar Guðmundsson
merka grein í Morgunblaðið, þar
sem hann kom með þá tillögu að
Rafhahúsið yrði gert að tækni-
minjasafni. Bæði
fóru fram viðræður
við Ólaf Einarsson,
þáverandi mennta-
málaráðherra og Þór
Magnússon, þáver-
andi þjóðminjavörð,
til að afla hugmynd-
inni brautargengis.
Talað var fyrir dauf-
um eyrum þessara
manna. Þór gerði
m.a. eina at-
hugasemd, sem var á
þá leið að „þetta
(tækniminjasafnið) yrði svo langt
í burtu“. Hvergi verður þess vart
að Hafnarfjarðarbær hafi sýnt
hugmyndinni áhuga, þótt bænum
hafi ítrekað verið boðið að taka
þátt í verkefninu.
Spurningin er: Hvað var þjóð-
minjavörður að hugsa ?
Hvað voru ráðamenn Hafn-
arfjarðarbæjar að hugsa?
Af hverju tóku þeir ekki þessari
hugmynd fagnandi?
Í dag er Snorrabúð ekki einu
sinni lengur stekkur við Lækj-
argötu 22-30 í Hafnarfirði, þar
sem bankavæðingin 2004 og bygg-
ingaræðið í kjölfarið varð til þess
að öll hús verksmiðjunnar voru
jöfnuð við jörðu og rækilega af-
máð hið einstæða framtak ein-
staklinga, bæði starfsmanna og
stjórnenda, sem hófu rekstur þess
með „tvær hendur tómar“ með
kaupum hlutabréfa í fyrirtækinu
og langtíma starfa. Staðreyndin
er sú að Rafha veitti örugga at-
vinnu og skjól. Starfsmennirnir
vildu fyrirtækinu vel og veg þess
sem mestan og ekki síst voru þeir
stoltir af vörunni frá Rafha. Þeir
gáfu jafnvel sumarfrí sín eftir.
Það má segja að samheldni
starfsmanna hafi verið töluverð. Á
sínum tíma var rekið pönt-
unarfélag starfsmanna, stór sam-
komusalur var fyrir starfsmenn
til að halda ýmsa viðburði, s.s.
spilakvöld, árshátíðir og jólaböll.
T.d. var sérmerkt matar- og kaffi-
stell (merkt Rafha) fyrir starfs-
menn og lífeyrissjóður stofnaður
1958.
Mörgum þáttum Rafha hafa
ekki verið gerð skil hingað til og
er það enn og aftur einkennilegt
að Hafnarfjarðarbær skuli hafa
látið sögu þessa fyrirtækis sig
engu varða, sem þó skapaði bæn-
um stórkostlegar tekjur.
En sem sagt, byggðasafnið, þótt
seint sé, á þakkir skildar fyrir
framtakið.
En að sama skapi hafi þeir litla
sæmd og engar þakkir, sem brutu
niður veggi og minningar um
Rafha og þá fjölmörgu, er störf-
uðu þar lungann úr starfsævi
sinni.
Rafha í byggðasafni
Hafnarfjarðar
Eftir Magnús Björn
Brynjólfsson
»Hafi þeir litla sæmd
og engar þakkir,
sem brutu niður veggi
og minningar um Rafha
og þá fjölmörgu, er
störfuðu þar lungann úr
starfsævi sinni.
Magnús Björn
Brynjólfsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Íslendingar hafa
enn og aftur verið
minntir á hve við-
burðaríkt landið okk-
ar er. Tvö eldgos, það
fyrra stutt túristagos,
þar sem sjá mátti
kraftinn og ægifegurð
gjósku- og hraungoss.
Hið síðara byrjaði
sem sprengigos þar
sem askan dreifðist
um háloftin og hafði
meiri áhrif á flugumferð í heim-
inum en nokkurn tíma hafði átt sér
stað. Gosið var mest öskugos þótt
mikill ís hafi verið bræddur sem
orsakaði jökulhlaup í byrjun. Því
miður hefur gosið þegar haft meiri
og verri afleiðingar fyrir þá íbúa
landsins sem búa í næsta nágrenni
jökulsins en nokkur lifandi Íslend-
ingur hefur orðið vitni að, ef frá er
talið gosið í Vestmannaeyjum 1973.
Við þurfum að fara allt aftur til
Öskjugossins 1875 til að finna gos
sem hafði meiri áhrif á búsetu í
landinu en þá varð ógurlegt ösku-
fall um mikinn hluta Norðaust-
urlands.
Fyrir okkur eru eldgos engin
nýlunda. Við vitum að eldgos verða
hér á 4-5 ára fresti og er aðeins
spurning hvar. Síðasta gos, undir
Vatnajökli, var í nóvember 2004
svo fræðilega var kominn tími á
eldgos.
Jarðfræðingar okkar, sem eru
meðal þeirra fremstu í heiminum,
hafa leyft okkur, með hjálp fjöl-
miðla, að fylgjast með breytingum
á mörgum stöðum á landinu, sem
gætu alveg leitt til eldgosa. Má þar
nefna Upptyppinga austan Herðu-
breiðar og svo auðvitað Heklu.
Jarðfræðingarnir sögðu einnig frá
breytingum í Eyjafjallajökli en ein-
hvern veginn var eins og fyrra
gosið, á Fimmvörðuhálsi, kæmi
þeim svolítið á óvart enda hafði
ekki gosið þar í mörg þúsund ár. Í
jöklinum gaus hins vega síðast
1821-1823 og því í raun líklegra að
þar myndi kjósa. Ísland kemur
jafnvel færustu vísindamönnum á
óvart.
Á þessu tíma árs, þ.e. í mars og
apríl, kemur hingað, og hefur gert
í mörg ár, sívaxandi fjöldi hópa
skólakrakka frá Evr-
ópu, aðallega Bret-
landi. Langflestir
þessara hópa ráða ís-
lenska leiðsögumenn
sér til aðstoðar. Marg-
ir kennaranna hafa
komið hingað oft, ég
var t.d. með einum
sem var að koma í sjö-
unda sinn, en vilja
samt hafa leiðsögu-
mann sér við hlið. Þeir
vita að kunnátta og
reynsla leiðsögumann-
anna er slík að fyllsta öryggis er
gætt og frásögn þeirra af lífinu í
landinu, fyrr og nú, sem og af öðru
sem áhuga vekur hjá þessum ung-
mennum svarar kröfum þeirra.
Fyrra gosið vakti auðvitað mik-
inn áhuga og ugg hjá sumum en
þegar aðstæður voru útskýrðar var
öllum ljóst að lítil sem engin hætta
var á ferðum enda ekki verið að
fara nærri gosinu. Reynt var að
fara á staði þar sem vel sást til
gossins og var það mikil upplifun.
Hér kemur vel í ljós munurinn á
að hafa íslenska leiðsögumenn eða
ekki. Þónokkrir hópar voru aðeins
undir stjórn kennara sem ekki tala
íslensku og geta því ekki uppfrætt
nemendur á sama hátt og leið-
sögumenn gera, þ.e. ferð þessara
hópa verður engan veginn eins
upplýsandi eða innihaldsrík.
Þegar jökulgosið hófst gistu
tveir skólahópar í Mýrdalnum.
Þeir komust ekki vestur til
Reykjavíkur því brúin yfir Mark-
arfljót var lokuð. Nú var ekki ann-
að til ráða en fara austur og norð-
ur fyrir til Reykjavíkur. Íslenskir
leiðsögumenn voru með báðum
þessum hópum. Upplýsingar sem
fengust úr fjölmiðlum komust því
til hópanna án nokkurs æsings.
Krakkarnir sendu sms-skilaboð
heim og í fyrstu voru aðstand-
endur þeirra áhyggjufullir en með
góðum útskýringum leiðsögumann-
anna sáu foreldrar og aðrir ætt-
ingjar að allt var í lagi.
Fyrri hópurinn keyrði beint til
Reykjavíkur og tók ferðin 16 tíma.
Skipta þurfti um bílstjóra því
þannig eru vinnutímareglur þeirra.
Leiðsögumaðurinn var á vaktinni
allan tímann. Vandamál komu upp
t.d. varðandi salerni en engin slík
eru á milli Skaftafells og Hafnar,
Djúpavogs og Egilsstaða. Áð var á
Akureyri síðla kvölds en engin
greiðasala er við hringveginn þeg-
ar vel kemur fram á kvöld. Fo-
stöðufólk Staðarskála í Hrútafirði
opnaði dyr sínar um nóttina og
bjargaði það miklu. Alltaf var leið-
sögumaðurinn (kona) á vakt. Allir
komu þreyttir til borgarinnar eftir
mikið ævintýraferðalag og ótrúlega
upplifun – gos – öskufall – Jökuls-
árlón – norðurljós – ríki Vatnajök-
uls – hreindýr – Austur- og Norð-
urland. Alla þessa löngu leið undir
vökulu auga leiðsögumannsins.
Hins hópsins beið samskonar
ævintýri nema hann gisti eina nótt
á Akureyri. Þessi hópur lenti í
meira öskufalli en sá fyrri því hann
gisti aðra nótt í Mýrdalnum. Aftur
kom í ljós ótvíræður kostur þess
að hafa íslenskan leiðsögumann.
Íslendingar ferðast mikið til út-
landa. Þeir vita að það gefur ferð-
inni mjög aukið gildi að hafa stað-
kunnugan fararstjóra en líka er
augljós kostur að hafa heimamann
til að veita leiðsögn. Það sama á
við hér á landi.
Stór hópur fólks hefur lagt á sig
að fara í skóla til að læra leiðsögn.
Við eigum því mikinn fjölda út-
lærðra leiðsögumanna sem tala
ótal tungumál. Þetta fólk er tals-
menn þjóðarinnar, það upplýsir
ferðamenn um allt er varðar land-
ið, sögu þess og lífið hér á eyjunni
okkar, hvort sem er í styttri eða
lengri ferðum, í langferðabílum,
gönguferðum, hjólaferðum, fjalla-
ferðum.
Útlærðir íslenskir leiðsögumenn
eru nauðsynlegir, ef gestir okkar á
ferð um landið eiga að geta notið
ferðarinar til fullnustu.
Ferðamenn – leiðsögumenn
Eftir Skúla Möller » Stór hópur fólks hef-
ur lagt á sig að fara í
skóla til að læra leið-
sögu. Við eigum því
mikinn fjölda leiðsögu-
manna sem tala ótal
tungumál.
Skúli Möller
Höfundur er formaður Félags leið-
sögumanna.
Þann 1. júní 2010 hækkuðu laun
skv. kjarasamningum VR um 2,5%.
Hækkunin kemur til útborgunar
um næstu mánaðamót, þann 1. júlí 2010.
Virðing
Réttlæti
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
2,5% launahækkun