Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 man þegar þú byrjaðir að taka að þér mjaltir heima í Sólheimakoti og hve ánægðir foreldrar mínir voru með verk þín. Pabbi var nú þannig að hon- um leist ekki alveg jafn vel á alla og hafði efasemdir um að þú gætir þetta. Þá man ég eftir að þú leist á það sem áskorun og varst fljótur að ávinna þér virðingu hans og eftir þetta heyrði ég aldrei efasemdir um þín verk frá hon- um koma. Þetta er dæmi um orðstír þinni. Annað sem mér dettur í hug, en af mörgu er þó að taka, er eldhúsið heima á Sólheimum og allar þær stundir sem ég sat þar og spjallaði við þig yfir kaffibolla eða einhverju sterk- ara. Sjaldnast var ég þó einn með þér þar, því margir vissu af þessum góða stað og því góða fólki sem þar átti heima. Reyndar var ég ekki hár í loft- inu þegar ég byrjaði að heimsækja þig að Sólheimum og margar minn- ingar eigum við Siggi bróðir um heim- sóknir okkar til þín frá því við vorum litlir. Þú varst góður vinur sem ég veit að margir syrgja í dag. Ég held að ég megi segja að enginn sem ég þekki fær jafnoft athugasemdir um góð- mennsku og þú Óskar, þó þekki ég mörg góðmenni. Þess vegna eru þessi Hávamál svo sterk í huga mér þegar ég hugsa til þín. Ég vil að lokum þakka þér fyrir að hafa fengið að verða þér samferða og vil senda fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Björn Gísli Erlingsson. Það er erfitt að horfa á eftir góðu fólki. Þú munt skilja eftir tómarúm í hjörtum fólks sem þekkti þig, svo ein- lægur og ljúfur eins og þú alltaf varst. Undanfarið hafa rifjast upp ýmsar minningar sem við eigum um þig. Sumar tengjast vinum þínum músun- um og prakkarastrikum systkinanna í Skógum, aðrar tengjast skemmtun- um og við förum ekki að hafa þær eft- ir hér, við vitum öll hvers vegna! Þess í stað yljum við okkur við þessar minningar og brosum út í bæði. Án efa verða þær rifjaðar upp í góðra vina hópi við tækifæri og hlegið dátt. Sjáum fyrir okkur að þú sitjir þar hjá og hristist af hlátri og látir braka í hnúum og fingrum. Brennandi áhugi þinn á rollum og búskap hefur smitast víða og þið Siggi Toni áttuð þau áhugamál sameigin- leg. Oftar en ekki heyrðist í þeim stutta þegar einhver rökræddi við hann um lit á kind að sá hinn sami skyldi bara spyrja hann Óskar. Í seinni tíð hefur rökræðum við kapp- ann heldur fækkað enda hann búinn að afla sér mikillar þekkingar frá ykk- ur sér eldri og reyndari. Mikla þol- inmæði og tíma hefur þú gefið börn- unum okkar og að því munu þau búa. Eftir síðustu heimsókn til þín tók- um við í fyrsta sinn eftir textabroti í lagi hjá Bubba sem við höfum hlustað á ótal sinnum. Brotið hljómar á þessa leið: „…og fegurstur allra er feigur maður sem fela kann ótta sinn!!“ Mik- ið varð okkur hugsað til þín. Þú hefur staðið þig vel í þessu sem öðru. Þó þú hafir farið á annan stað viljum við meina að þú hafir sigrað. Það skiptir máli hvernig baráttan er háð hver svo sem endirinn verður. Þú hefur sýnt og sannað á undangengnum misser- um hvers megnugur þú ert. Búið hjá ykkur bræðrum hefur vaxið í höndum ykkar. Þú hefur barist við fleiri drauga en þann sem felldi þig að lok- um og borið stórkostlegan sigur úr býtum. Miðvikudagskvöldanna með heimsóknum þínum höfum við hjónin saknað og munum gera áfram. Það er komið að leiðarlokum að sinni, kæri vinur. Þó við sjáum á eftir þér og munum sakna þín vitum við að skottan okkar hefur fengið góðan fé- lagsskap. Við sjáumst aftur. Fjölskyldu þinni sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Birna og Pétur. Í dag kveðjum við góðan vin, Óskar Sigurð Þorsteinsson bónda á Brekk- um, sem barist hefur hetjulegri bar- áttu við illvígan sjúkdóm síðustu mán- uðina. Óskar fæddist á Sólheimum og ólst þar upp við almenn bústörf. Búskap- ur átti hug hans allan og var stefnan tekin á Bændaskólann á Hvanneyri og var hann búfræðingur þaðan. Upp frá því vann hann við landbúnaðar- störf víðs vegar, þar á meðal hjá okk- ur bæði við tamningar og almenn landbúnaðarstörf. Óskar reyndist af- skaplega vel hér og hefur vinátta okk- ar haldist síðan. Vorið 2008 fékk Ósk- ar sitt draumastarf er hann hóf búskap og varð bóndi að Brekkum í Mýrdal, ásamt Ragnari bróður sín- um. Þá var markið sett á að ná góðum afurðum eftir bæði kýr og kindur og allt gekk þetta eftir og vel það. Vart fórum við svo til Víkur að við kæmum ekki við á Brekkum og fengjum kaffi og alltaf var það búskapurinn sem var til umræðu. Óskar hafði einnig gaman af litadýrð á öllu búfé og ræktaði for- ystukindur sér til gamans. Hann hafði átt í erfiðleikum með Bakkus en það var með það eins og annað sem hann setti sér, hann hætti að bragða vín og fór létt með. Óskar var ein- staklega dagfarsprúður og geðgóður maður. Hann var barngóður og sóttu krakkar til hans og þótti það mikill kostur við reiðskólann ef Óskar var að kenna þar og voru börnin stundum keyrð langt yfir skammt til að geta verið með honum. Við hjónin vottum foreldrum Ósk- ars, systkinum, mökum þeirra, ætt- ingjum og vinum, okkar innilegustu samúð. Kæri vinur, nú er komið að leið- arlokum. Við þökkum þér fyrir ein- stök kynni, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Minningin lifir um góðan dreng. Hvíldu í friði. Kristín Elínborg og Sigurður (Kidda og Siggi). Elsku Óskar, ég var búin að óttast þessa stund lengi, vissi að hverju stefndi og stóð öldurnar síðustu metr- ana með það að leiðarljósi að til þess að vera til staðar fyrir einhvern þarf maður að vera í lagi sjálfur. Ég keyrði sjálfa mig á þeirri hugsun og bauð þér nærveru mína síðustu daga þína þessa lífs sem þú þáðir með þökkum. Eftir á tæklaði ég þetta eins og þú, fronturinn var í lagi en innan í mér var allt í molum. Stundin nálgaðist og baráttan harðnaði, ég þráði orðið hvíldina til handa þér, þar sem það kramdi hjarta mitt að sjá þig veslast upp og þjást. En þegar hún loks kom var ég ekki tilbúin að sleppa takinu, langaði að dorma eðeins lengur við rúmið þitt með hönd mína í hlýjum lófa þínum og krumpu á vanganum, smátíma í viðbót. En minninguna geymi ég í hjarta mínu og hlýja mér við hana alla tíð. Á milli okkar hafa lengi verið tryggðabönd, hafði ég við- urnefnið „bytta frænka“ þegar við hittumst á böllum hér áður fyrr og kynnti ég þig fyrir öðrum sem Óskar besta frænda minn. Leiðir okkar lágu oft saman við hrossastúss, störfuðum saman í æskulýðsnefnd og sáum um reiðskólann oftar en einu sinni. Þær voru líka ófáar hestaferðirnar eða út- reiðatúrarnir sem farnar voru og varst þú þá oftar en ekki á einhverj- um tamningartrippum en lánaðir þína betri hesta undir einhvern annan. Ég naut góðs af því þegar þú skelltir Skjóna undir rassgatið á mér. Það má svo segja að baráttan við bakkusinn hafi orðið til þess að okkar samskipti og vinabönd styrktust. Þú afsakaðir við mig þína síðustu daga allt þetta umstang og vesen í kringum brenni- vínsruglið. Ég þverneitaði að taka við þeirri afsökunarbeiðni og urðum við sammála um að vera þakklát fyrir það ferli, þar sem það varð í raun til þess að okkar tengsl voru svona sterk. Ár- ið 2007 tókst þú þá ákvörðun að fara í meðferð, bakkusinn var farinn að ógna heilsu þinni og lífi. Í því ferli varstu með annan fótinn hjá okkur á Suður-Fossi. Á þessum tíma var ég ófrísk og áttum við margar góðar stundir við spjall yfir eldhúsborðið um raunir hvort annars. Ég kvartaði og kveinaði yfir raunum ófrískrar konu og þú ræddir baráttuna við bakkus. Þessar stundir rifjuðum við upp um daginn þegar ég bað þig um ráð þar sem ég var að fara til ófrískrar systur minnar. Ég vildi vita hvernig maður héldi athyglinni í sam- ræðunum, þá hnussaði í þér og þú svaraðir: „Dettur þér í hug að ég hafi ekki verið að hlusta?“ Hér á bæ er lít- ill drengur sem á erfitt með að skilja þetta allt. Síðasta samverustundin ykkar er fest á mynd, hann situr í fangi þínu með fullan munn af súkku- laðirúsínum. Sú mynd mun prýða herbergið hans til að halda minningu þinni á lofti. Ég hef að þinni ósk faðm- að börnin mín frá þér og skilað góðri kveðju til allra, sem endurspeglar æðruleysi þitt, þér var mikið í mun að kveðja. Elsku hjartans Óskar minn, ég kveð þig með orðum sem ég lét þig reglulega heyra í baráttunni við lífs- ins ólgu sjó, mér þykir óstjórnlega vænt um þig. Þín Hjördís Rut. Að eiga góðan vin er eitt af því mik- ilvægasta í lífinu og þegar þeir hverfa frá manni finnst manni lífið ósann- gjarnt. Að setjast niður og skrifa fá- tækleg orð í minningu um sinn besta vin er heldur ekki auðvelt. Við Óskar ólumst upp nánast á sömu þúfunni. Við vorum leikfélagar frá því við mundum fyrst eftir okkur. Svo áttum við áhugann á dýrunum og búskapnum sameiginlegan. Óskar var auðvitað miklu fremri mér í bú- fjárræktinni, hann kunni alltaf nöfn, númer og ættir þeirra líka. Á ung- lingsárunum sóttum við sveitaböllin vítt og breitt, Óskar hafði mjög gam- an af því að dansa og skemmta sér í góðra vina hópi. Svo margt prýddi vin minn Óskar. Hann var einstaklega umhyggjusamur, barngóður og hjálp- fús maður. Þegar ég hleypti heim- draganum og fór á Hvanneyri héldum við góðu sambandi. Nokkrum árum seinna bar hann undir mig hvernig mér litist á að hann færi í búfræði- nám. Því var auðsvarað því þar var Óskar á réttri hillu, bóndi fram í fing- urgóma. Draumurinn um eigin jörð og bú- skap rættist svo fyrir tveimur árum og það var gaman að sjá hversu vel bræðurnir komu sér fyrir á Brekkum. Á vináttu okkar Óskars hefur aldrei borið skugga. Börnin mín nutu líka gæsku Óskars, öll fengu þau lamb að gjöf úr fjárrækt hans. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Óskar en honum tókst alltaf að snúa mótbyr í meðbyr. Bjartsýnin og æðruleysið voru hans vopn í baráttunni allt til endaloka. Ég þakka þér kæri vinur samfylgdina sem var alltof stutt. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringir nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Ég votta fjölskyldu Óskars mína innilegustu samúð. Elín. Samferðamenn okkar á lífsleiðinni fyrir utan fjölskyldu eru margir og misjafnir, sumir minnisstæðir, aðrir ekki, sumir verða vinir manns eða ekki og síðan eru þeir sem ná tökum á manni og fanga hjarta og væntum- þykju manns vegna persónuleika og gæsku viðkomandi. Óskar var einn af þeim og þess vegna vil ég minnast hans í nokkrum orðum. Ég kynntist Óskari fyrst þegar ég var á níunda ári og sá hann í skóla- bílnum á leið okkar í Ketilsstaðaskóla. Í mörg ár áttum við eftir að ferðast saman í skólabílnum úr og í skóla og deila sama grunnskólanum bæði á Ketilsstöðum og í Skógum. Óskar fæddist ekki heill líkamlega en það skipti okkur krakkana í sveit- inni ekki máli – hann var einn af okk- ur. Óskar var ári yngri en ég og þegar skólagöngu á Ketilsstöðum lauk kom hann ári á eftir mér að Skógum þar sem krakkar voru hvaðanæva af land- inu. Ósjálfrátt tók ég hann undir minn verndarvæng, en þess þurfti þó ekki lengi, því allir sáu og fundu fljótt hversu ljúfur og góður drengur hann var og persónan sem slík þurfti ekki á vernd að halda. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Óskar og vilja hag hans sem bestan. Reyndar er Óskar eina mann- eskjan á lífsleið minni sem ég hef lent í götustimpingum út af, en þær stimp- ingar áttu sér stað eftir dansleik fyrir nokkuð mörgum árum og var kveikj- an að þeim að mér fannst Óskar fá heldur slæma útreið hjá félögum sín- um það sinnið. Allt endaði þó vel og allir komu heilir heim. Fyrir þremur árum fór ég ásamt góðum hópi fólks í hinn árlega miðnæturreiðtúr hesta- mannafélagsins Sindra. Óskar var þar með í för og var hann þá nýbúinn að taka á sínum persónulegu málum og sá maður og fann hve sjálfstraust hans hafði aukist. Ég gat ekki haft augun af honum og margsagði við hann þessa nótt, hve fallegur og flott- ur hann væri. Þannig var hann líka í augum mínum alla tíð, fallegur og góður vinur sem átti allt gott skilið. Óskar var ásamt Ragnari bróður sín- um nýfarinn að búa á Brekkum í Mýr- dal – „Sólbrekku“ eins og þeir kölluðu jörðina sína og virtist lífið og draumar hans blasa við honum. Veikindi sín tókst Óskar á við af æðruleysi og gerði sér grein fyrir í hvað stefndi. Sveitin átti hug hans all- an og í sveitinni sinni kveður hann okkur. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Ósk- ari og átt hann að vini í gegnum lífið. Allir þeir sem þekktu Óskar eru rík- ari í hjarta sínu. Fjölskyldu hans flyt ég samúðarkveðjur, því þeirra er missirinn mestur. Hafðu þökk, vinur, fyrir að hafa verið til. Þín vinkona, Agla Sigríður Björnsdóttir.                          ✝ Okkar ástkæri sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, KRISTINN LÍNDAL HAFSTEINSSON, f. 11. október 1951, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hirtshals í Danmörku, föstudaginn 14. maí. Jarðarförin fór fram föstudaginn 21. maí í Hirtshals. Minningarathöfn verður haldin í Akraneskirkju föstudaginn 25. júní kl. 14.00. Sigurlaug Karlsdóttir, Ragnhildur & Ray Hamper, Siggi & Line Strandeng, Jonathan, Maria, Alexander, Jacob, Oliver, Victor, William, systkini hins látna. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JAKOB HELGASON, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Patreksfirði, lést fimmtudaginn 10. júní á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Veronika Pétursdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Pétur Ólafsson, Bjarki Ólafsson, Sigþrúður Ólafsdóttir, Björn J. Hannesson, Guðrún Ólafsdóttir, Vignir Richardsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR KR. GUÐNASON, Vesturgötu 2, Keflavík, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 13. júní . Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 11.00. Erla Jósepsdóttir, Guðni Gunnarsson, Guðlaug Pétursdóttir, Karolína Gunnarsdóttir, Þórður Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Jónína Þórðardóttir, Hjörtur Þ. Reynarsson, Gréta Beale, Anthony R. Beale, Unnur G. Karlsdóttir, Sigurður Tómasson, Valgarður T. Davíðsson, Sigrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.