Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 ✝ Eiríkur Kol-beinn Eiríksson fæddist þann 25. mars 1926, í Þing- dal í Flóa. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi þann 12. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Kol- beinsson, f. 15. jan- úar 1875 í Stóru- Mástungu í Eystri- hrepp, d. 12. sept- ember 1925 og Ragnheiður Benjamínsdóttir, f. 8. júní 1891 í Syðri-Gegnishólum í Flóa, d. 21. apríl 1981. Fóstur- foreldrar Eiríks frá þriggja vikna aldri voru hjónin Björn Markússon og Margrét Jóhanns- dóttir, bændur á Gafli í Vill- ingaholtshreppi. Alsystkin Ei- ríks voru drengur Eiríksson, f. 30. júní 1921, d. sama dag og Sig- ríður Benny Eiríksdóttir, f. 18. Björn Heiðrekur, f. 6. maí 1953, kvæntur Arnheiði Húnbjörgu Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Tinna Ósk, f. 10. nóvember 1981, gift Finni Hafliðasyni, börn þeirra eru Arndís María og Hild- ur Embla. Inga Dóra, f. 8. júlí 1983, gift Tómasi Jóni Sigmunds- syni, börn þeirra eru Sigmundur Nói, Benedikt Snær og Óskar Tumi. Lilja, f. 17. júní 1988, í sambúð með Agnari Benedikts- syni. Fríða, f. 17. júní 1988, í sambúð með Jóni Hilmari Magn- ússyni. Eiríkur tók við búi fósturfor- eldra sinna á Gafli og bjó þar all- an sinn búskap með Gunni Gunn- arsdóttur f. 16. september 1917, d. 11. ágúst 2007. Þegar Eiríkur hætti búskap á Gafli flutti hann á Selfoss og bjó þar til dauðadags. Sambýliskona hans síðustu árin var Áshildur Öfjörð Magn- úsdóttir f. 29. september 1930. Útför Eiríks verður gerð frá Selfosskirkju í dag, laugardag- inn 19. júní 2010, og hefst athöfn- in kl. 11. Jarðsett verður í Villingaholts- kirkjugarði. mars 1924. Bróðir Eiríks samfeðra var Gísli Eiríksson, f. 10. maí 1909, d. 22. október 1992. Börn Eiríks og Ingibjargar Hall- dórsdóttur, f. 29. júlí 1922 frá Króki í Gaulverjabæj- arhreppi eru 1) Lilja, f. 22. sept- ember 1949, gift Gísla Grétari Magnússyni. Börn þeirra eru Magnús f. 10. júní 1969, kvæntur Kristínu Traustadóttur, börn þeirra eru Gísli Rúnar, Trausti Elvar, Anna Bára og Hjalti Heiðar. Ingibjörg, f. 6. maí 1971, gift Guðmundi Maríasi Jenssyni, börn þeirra eru Andrea, unnusti Davíð Örn Jóns- son, og María Dögg. Ragnheiður f. 26. júlí 1973, gift Ævari Svan Sigurðssyni, börn þeirra eru Lena Rut og Arnar Svan. 2) Elsku afi. Það er meira en að segja það að skrifa um þig minningargrein. Þú hefur átt svo stóran hluta af lífi okkar og nú er allt í einu komið að kveðju- stund. Þegar við hugsum til baka koma upp í hugann margar frábærar samverustundir. Afi var óþreytandi við að fara með okkur til Reykjavíkur í menningarferðir, bæði í leikhús og á hinar ýmsu sýningar. Sérstaklega er skriðdýrasýningin okkur minnisstæð og alltaf var stoppað í Litlu kaffistof- unni á leiðinni heim. Afi var bóndi af lífi og sál og feng- um við systurnar að kynnast því frá fyrstu hendi. Ungar að árum fórum við í sveit til afa og vorum titlaðar vinnukonur. Vistin á Gafli var ævin- týri út af fyrir sig. Við tíndum egg í hænsnakofanum og rabbarbara en þá var viðbúið að hún Gunnur myndi búa til rabbarbaragraut, og það þótti okk- ur nú ekki leiðinlegt. Afa fannst líka nauðsynlegt að við kynnum á traktor. En hann skipti snarlega um skoðun eftir að Inga Dóra bakkaði næstum því með þau bæði ofan í skurð. Styrk- leikar okkar lægju greinilega annars- staðar en í traktorskeyrslu. Hann afi var litríkur karakter og vílaði ekkert fyrir sér. Hann var mik- ill barnakall og náði vel til langafa- barna sinna. Hans skoðun var sú að því óþekkari sem þau væru því betra. Afi var náttúrubarn sem elskaði dýr. Við munum ennþá eftir hundunum sem voru á Gafli og má segja að þar hafi sannast máltækin að hundurinn sé besti vinur mannsins og að mað- urinn sé besti vinur hundsins. Síðustu árin bjó afi á Selfossi og þá fengum við að kynnast henni Ásu sem við erum svo þakklátar fyrir. Oft birt- ist afi fyrirvaralaust á tröppunum með eplakassa, rófur eða annað góð- gæti og var farinn jafnhratt og hann birtist. Hans kveðja var ætíð: „Jæja, þá segi ég bara bless,“ og svo var hann rokinn. Hvíldu í friði, elsku besti afi. Við afastelpurnar þínar söknum þín óendanlega mikið. Tinna Ósk, Inga Dóra, Lilja og Fríða. Afi minn, Eiríkur Kolbeinn Eiríks- son, var aðeins þriggja vikna gamall þegar hann var tekinn í fóstur að Gafli í Villingaholtshreppi. Þar ólst hann upp hjá fósturforeldrum sínum ásamt börnum þeirra. Eiríkur afi tók við búinu á Gafli og bjó þar lengstum eða þar til hann flutti á Selfoss á seinni árum. Snemma fékk hann verslunarleyfi og náði hann í ýmsar nauðsynjar fyrir sig og sveitunga sína. Var mikið á ferðinni um allt land og kynntist mörgu fólki í gegnum tíð- ina. Eftir að afi fluttist á Selfoss hitt- umst við oftar og það var gaman að vera í kringum hann. Hress og kátur og kunni að segja frá mörgu skemmtilegu. Afi var mikill listamað- ur og hafði mikinn áhuga á myndlist. Hann málaði sjálfur nokkrar myndir og það hefði verið gaman að sjá fleiri myndir eftir hann. Árið 2002 veiktist afi mikið og var um tíma nokkuð veik- ur á spítala. Eftir spítalavistina bjó hann hjá mömmu og pabba og beið þess að ná fullri heilsu aftur. Það gekk brösuglega að fá hann til að borða þar til mömmu datt í hug að sjóða skötu handa honum. Afi var í eðli sínu mikill flökkukarl – nú- tímakúreki, eins og einhver orðaði það – og það var eins og við manninn mælt. Nokkrum dögum eftir skötu- máltíðina lá miði á eldhúsborðinu: „Er farinn á Strandir eða norður í land, kveðja Eiríkur.“ Afi var kominn á ferðina aftur og síðar dundaði hann sér meðal annars við að færa okkur barnabörnunum ávexti. Stundum kom hann inn og hossaði Hjalta litla, sínu yngsta langafabarni. Afa þótti al- veg óskaplega gaman að sjá hvað strákurinn gat étið af vínberjum. Afi fór aftur á spítala í fyrrahaust og var þá við dauðans dyr. Maðurinn með ljáinn var farinn að vera óþægilega nærgöngull en afi reis upp aftur með góðri hjálp. Ég vil þakka okkar ynd- islega heilbrigðisstarfsfólki fyrir alla hjálpina og ekki síst henni Öddu fyrir stundirnar hjá honum á spítalanum. Afi bauð langafabörnum sínum í af- mælið sitt í mars síðastliðnum, þar var boðið uppá vínarbrauð og kók. Hann lagði mikla áherslu á að fá börnin og helst foreldrana með í kaffi. Þar naut hann þessarar stundar með afkomendum sínum og gleðin skein úr andliti hans. Þessi stund er okkur fjölskyldunni afar dýrmæt minning. Þegar maður skoðar gamlar myndir af afa sér maður myndarlegan mann sem minnir um margt á einhvern stórleikarann. Dökkur yfirlitum með þykkt svart hár og arnarnef. Minn- ingin mun lifa áfram um bóndann sem yrkir jörðina og sáir og uppsker eftir því. Við afkomendur afa munum halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Þetta ljóð eftir Þorstein Valdimars- son, Örn, finnst mér passa vel við afa sem var engum háður og frjáls eins og örninn. Þar sem ég er, þar er ég svo einfalt er það. Og þegar ég fer, þá fer ég, og þá fyrst, í annan stað. Handgenginn engum áttum, af öllum frjáls, næ ég hvarvetna háttum mín sjálfs. (Þorsteinn Valdimarsson) Afi minn, hvíl þú í friði. Magnús Gíslason. Meira: mbl.is/minningar Moldin er þín. Moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvær, en sumum er moldin eins hjartakær, því andinn skynjar hið innra bál, sem eilífðin kveikti í hennar sál, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðrar mátt og gleður þá, sem gleðina þrá, gefur þeim öll sín blóm og strá, allt – sem hún á. Hýstu þér bæ hlé fyrir vindum, regni og snæ. Taktu sjálfur tinnu og stál, og tendraðu gneistann – þitt arinbál. Tak hest þinn og plóg. Helga þér jörð... hér er landrými nóg. Moldin geymir hinn mikla auð. Moldin gefur þér daglegt brauð. Uppskeran bætir þinn ytri hag. Umhyggjan mildar þitt hjartalag. Átakið skapar afl og þrótt. Í erfiði dagsins skal gæfan sótt. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor... Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson) Þín langafabörn, Arndís María, Hildur Embla, Sigmundur Nói, Benedikt Snær og Óskar Tumi. Hann snarast inn úr dyrunum með pappakassa. „Sæl verið þið“ hljómaði kveðjan eins og vanalega. „Átt þú ekki einhverja munna fyrir þetta?“ spyr hann Lilju dóttur sína, en hjá henni var ég stödd sl. haust. Vínber voru í kassanum, hann skellir honum á eldhúsborðið og var jafnskjótt far- inn. „Alltaf eins,“ hugsaði ég „annað hvort að koma eða fara.“ Þrátt fyrir veikindi fyrir nokkrum misserum var hann snöggur í hreyf- ingum og síbraskandi. Hann átti þó skýringu – sagði hann mér – á því hvers vegna hann hafði orðið svona veikur: „Það var búið að dæla í hann blóði úr einhverjum helvítis körlum og kerlingum.“ Ég man þegar hann fór út í bylinn að sækja meðul handa mér út í Hveragerði, smákrakkanum. Færð eða veður hamlaði Eiríki aldrei og ég held að því verra sem útlitið var, því meiri var áskorunin. Í stóra verkfall- inu veturinn 1952 ók hann Krýsuvík- urveginn og ýmsar krókaleiðir með vörur til Reykjavíkur, því hann vissi af verkfallsvörðum, sem sátu fyrir mönnum á Suðurlandsvegi. Hann átti alltaf góða reiðhesta, sem á einhvern hátt voru tamdir að hans vilja; hágengir töltarar, viljugir og fótfráir, engin hreppakerlingar- reið var liðin. Munið þið hestinn Hring, sem var glaseygur á báðum eða hundinn Rommý, sem var „burstaklipptur“, á þeysireið eftir Gaflsveginum, allir sem einn; hnar- reistir, Eiríkur, hesturinn og hund- urinn? Hann átti sniðuga bíla; hervörubíl með lúgu upp úr þakinu og fyrrver- andi sjúkrabíl frá ameríska hernum, sem tók nokkra farþega. Eitt sinn bauð hann okkur krökkunum í bíltúr „út á hálan ís.“ Hann keyrði út á ísi- lagt Stangarflóðið á urrandi ferð og skrensaði svo til beggja hliða og sneri bílnum í hringi. Þá tísti nú í grísling- unum við töffaraskapinn. Hann var jafnan fljóthuga og dag nokkurn líklega á 6. áratugnum var skyndilega risið hesthús við veginn rétt sunnan við Gafl. Ekki héldu nú allir að vel hefði verið vandað til und- irstöðunnar en húsið gegndi vissulega sínu hlutverki lengi vel og var einnig talið af drengjum á Gafli og í Skógs- nesi – athvarf drauga. Eiríkur var ákaflega félagslyndur, flakkaði landshorna á milli án þess að slá slöku við heima fyrir. Hann gladd- ist harðla mjög þegar verið var að byggja Þjórsárver og maður fékk að fylgjast með framkvæmdum þar af frásögnum hans. Þegar við systkinin höfðum aldur til (eða ekki) fórum við þangað á skemmtanir. Stundum var ekki annað í stöðunni en að sníkja sér far með Eiríki heim af ballinu. Auð- vitað var það sjálfsagt og hann kunni á „flóttamannaleiðir“ því hann vissi hvar lögreglan gæti setið fyrir hon- um, því þá hafði hann kannski rekið nefið í stút á meðan hátíðin stóð yfir. Hann var Skógsnesheimilinu góð- ur nágranni um áratuga skeið sem beðinn og óbeðinn rétti hjálparhönd. Ég bið Eirík ekki fyrir kveðjur á akra eilífðarinnar því hann sagði einu sinni við mömmu þegar hún bað hann fyrir kveðju: „Því skila ég aldrei,“ og hló hátt og stríðnislega. Ég kveð Eirík á Gafli og votta börnum hans og aðstandendum sam- úð mína. Þórdís Kristjánsdóttir. Ég kallaði hann stundum stjúpa minn okkar á milli í léttum dúr en meining bjó að baki og hann stóð sig vel sem slíkur í þann skamma tíma sem við þekktumst. Kynni mín af Ei- ríki hófust með því að frændi minn einn stóð upp á ættarmóti og kynnti hann sem kærastann hennar móður minnar og þar með var orðið ljóst að gömul æskukynni höfðu tekið sig upp á fullorðinsaldri og var það hið besta mál. Næsta sinn sem ég hitti Eirík var ekki eins létt yfir, hann lá þá mjög veikur á Landspítalanum og mátti taka vel á því til að ná heilsu á ný. Ég leit inn til hans og fékk tækifæri til að kynnast aðeins þessum svipsterka, reynda bónda sem búið hafði á Gafli í áratugi í nágrenni við móðurfjöl- skyldu mína í Skógsnesi. Eiríkur og mamma rugluðu sínum reitum að nokkru leyti saman og bjuggu á Sel- fossi í nokkur ár. Þangað var gott að koma og sækja þau heim og finna að væntumþykja og virðing ríkti milli þeirra og alltaf var vel tekið á móti þeim sem í heimsókn komu. Mér kemur í hug sólbjartur sumardagur fyrir 4 árum þegar við Konni komum með dótturson minn, Bjart Kára, í heimsókn. Eiríkur vissi að börn hafa áhuga á öllu sem hreyfist og hafði veitt nokkrar feitar köngulær í krukku, svo drengurinn gæti séð fyr- irbærin í nærmynd og skoðað vel. Þetta fannst þeim stutta mikið æv- intýri og augljóst að Eiríki fannst það ekki síður skemmtilegt að fylgjast með barninu yfirvinna öryggisleysið og fara að skoða dýrið nánar. Þetta sýndi vel hve annt Eiríki var um ung- viðið enda hændust að honum börn á öllum aldri og dýr líka. Hundurinn okkar stökk ætíð beint til hans í þau fáu skipti sem þeir hittust. Slíkir skynja hjartað sem slær og hlýjuna sem geislar frá traustum manni. Fyr- ir ári héldum við mörg að Eiríkur kæmi ekki heim aftur eftir alvarlega blæðingu í hjartaæð. En hann var ekkert á því að gefast upp og kom Eiríkur K. Eiríksson HINSTA KVEÐJA Kæri langafi. Ég óska að þér líði betur núna. Ég sakna þín mjög mikið. Þín langafastelpa, Arndís María. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR SIGTRYGGSSON, Þórunnarstræti 136, Akureyri, lést miðvikudaginn 9. júní. Alda Sólrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigtryggsson, Þuríður Þráinsdóttir, Guðrún Hulda Sigtryggsdóttir, Kári Halldórsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Álfheiður Atladóttir og afabörn. ✝ Elskaður eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS Ó. STEPHENSEN, Suðurtúni 27, Álftanesi, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 17. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg I. Stephensen, Kristbjörg Stephensen, Björn H. Halldórsson, Ragnheiður Stephensen, Lilja Þóra Stephensen, Arnar Helgason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.