Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 33

Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 heim ákveðinn í að sjá um sig sjálfur eins og hægt var. Að vera ekki sjálf- stæður eða sjálfbjarga var einfald- lega ekki til í orðabók Eiríks. Hann vildi standa með reisn og falla með reisn. Nú hefur hann kvatt að sinni og fær kærkomna hvíld. Þangað til við sjáum uppfyllingu fyrirheita frelsar- ans um endurkomu og upprisu í fyll- ingu tímans, getum við glaðst yfir að hafa átt góðan vin í Eiríki og þakkað fyrir að fá að kynnast og njóta sam- ferðar með honum um stund. Ég vil þakka fyrir þá viðkynningu og fyrir allt það góða sem hann og móðir mín áttu saman og við sem nærri stóðum fengum að sjá og finna. Fjölskyldu hans og afkomendum votta ég inni- lega samúð. Þórdís Ragnheiður Malmquist. Það var öllum ljóst sem hittu Eirík á Gafli að þar fór ekki maður lítilla sanda og sæva. Snarlegt göngulag, þétt handtak, glaðvær kveðja: „Sæl verið þið“. Orðið „töffari“ má nota um Eirík og að hann hafi slegið við þeim „Gústa í Hruna“ og „Kalla á Hóli“. Fyrsta minning mín um Eirík er þegar hann ók um sveitir á kanadísk- um eyðimerkurherbíl, sem upphaf- lega mun hafa verið búinn vélbyssu yfir farþegasætinu. Hann rennir í hlað í Skógsnesi á fögru sumarkvöldi með sementsfarm og timbur, sem var bundið sitt hvorum megin, þannig að það lokaði bíldyrunum. Við börnin góndum á og hugsuðum: „Hvernig kemst hann út“? Þá vippar Eiríkur sér upp um skotlúguna. Vitni að gestakomunni var 18 ára haukleg mær, sem nam hjúkrunarfræði og varð hún snortin af knáleik komu- manns. Eiríkur var víða kóngur í sínu ríki, t.d. á hestbaki. Þá hafa eflaust greypst í barnshugann myndir af ná- grannanum Höskuldi í Saurbæ. Ei- ríkur var næmur fyrir öllum dýrum. Inni á afrétti urðu búrakkar oft fót- sárir af Hekluvikrinum og vatnssull- inu. En Eiríkur tamdi saman hund og hest þannig að rakkinn stökk á bak hestinum þegar við átti. Móðurfólkið mitt fluttist að Gaul- verjabæ og við að Skógsnesi. Eiríkur fór eitt sinn með okkur að Gaul- verjabæ og þá formerkti ég atriði er síðar varð. Ég sá Eirík og Ásu tendra í tóbaki hvort hjá öðru þvert yfir mat- borðið. Ég skynjaði að þar fór fram orðlaus spásögn, sem tengdi þau sam- an. Ása giftist norður og átti fjölda barna, en sagt var að æskudáleikar hefðu verið með þeim Eiríki og eldur myndi í öskunni leynast. Nema hvað? Allt er gott sem endar vel eins og í óp- erum Mozarts. Kveðjur til fjölskyldu Eiríks. Erlingur Kristjánsson. Það er víðsýnt af gamla fjárhús- túninu á Vatnsenda og þar var ég og frændi minn að vinnu sumarið 1964. Sólin skein og það var bjart yfir og verkið hafði gengið vel, þar til við festum dráttarvélina sem við notuð- um. Annar var fimmtán ára þegar þetta var, en hinn þrettán, og okkur mun báðum hafa verið ljóst þegar hér var komið að við þörfnuðumst hjálp- ar. Eins og svo oft, þá er hjálpin nær en maður gæti í fljótu bragði haldið, og þar sem við stóðum þarna í ráða- leysi, þá sjáum við grænleitan jeppa koma utanað og fara nokkuð greitt. Var nú brugðið á það ráð að hlaupa svo hratt sem verða mátti niður að vegi í veg fyrir bílinn og freista þess að biðja ökumanninn að kippa í vél- ina. Það tókst og snaggaralegur mað- urinn sem jeppanum ók brást vel við og gerði það sem gera þurfti og vélin losnaði. Þarna var kominn Eiríkur, maður sem við á þessari stundu þekktum ekki neitt, en þarna sýndi hann á sér þá hlið greiðvikni sem við áttum eftir að kynnast svo miklu bet- ur þegar tímar liðu og ótaldar urðu þær síðan ferðirnar sem farnar voru „fram að Gafli“, ýmist til að kvabba á Eiríki varðandi járningar á hestum, eða bara til að njóta alkunnrar gest- risni. Það þróuðust góð kynni milli okkar á Vatnsenda og Eiríks og oft kom hann kvöldstund til að slá í spil. Hann hafði afar gaman af að spila og þegar hann kom í heimsókn var spilaður bridds. Eiríkur var einn þeirra manna sem hafa gaman af lífinu, naut þess að vinna, bregða sér á hestbak, ferðast og hitta fólk, svo fátt eitt sé talið, og ekki man ég eftir að hafa komið að Gafli án þess að hann hafi haft einhverja góða bók undir hönd- um, enda vel lesinn og fróður. Minn- isstæðar eru mér ferðirnar sem við fórum upp í Grímsnes til að spila, sem og stundin sem við áttum saman fyrir skömmu yfir myndum um hesta og söng. Þá gleymi ég því líka seint er ég, þá sautján ára, var í hlaðinu á Skálda- búðum á leið til fjalls og Eiríkur birt- ist þar óbeðinn og yfirfór allan minn búnað. Vildi fullvissa sig um að allt væri í lagi hjá því hálfa borgarbarni sem þarna var að leggja upp í fjall- ferð. Eiríkur var einn þeirra íslensku bænda sem skera sig úr hvar sem þeir koma; hafði yfirbragð heims- borgarans og var það svo eðlilegt, að engum fannst annað en að þannig ætti það að vera. Mér er minnisstætt þegar móðir mín, eftir að hafa hitt hann í fyrsta skipti, sagði: Þessi mað- ur er enginn venjulegur bóndi. Það sagði hún ekki öðrum til lasts, heldur til að lýsa því hvernig áhrif sérstök og glæsileg framganga hans hafði á hana. Seinna, eftir að við Þórunn fórum að búa á Vatnsenda og börnin okkar voru komin í heiminn, held ég að þeim hafi þótt fátt skemmtilegra en fá í heimsókn „Eirík á Gafli“, eins og hann var almennt kallaður. Eiríkur var einn þeirra manna sem ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst og eiga góðar stundir með. Maður sem skilur eftir sig góðar minningar, sem gott verður að ylja sér við á kom- andi tímum. Ég votta börnum hans og aðstand- endum öllum innilega samúð. Ingimundur Bergmann. Kveðja frá Ungmennafélaginu Vöku Eiríkur K. Eiríksson, eða Eiríkur á Gafli eins og hann er alltaf kallaður hér í sveit, var einstakur félagi í Ung- mennafélaginu Vöku. Hann gekk ungur í félagið og tók virkan þátt í störfum þess alla sína tíð, var meðal annars formaður árin 1956-1957 og aftur 1962-1963. Eiríkur var einn af hvatamönnum þess að ráðist yrði í byggingu félagsheimilis í gamla Vill- ingaholtshreppnum. Hann hafði ein- stakt lag á því að fá fólk til liðs við sig og innan skamms var draumurinn orðinn að veruleika. Hafist var handa við byggingu Félagsheimilisins Þjórsárvers og vann Eiríkur þar mik- ið og óeigingjarnt starf við húsið, sem allt var byggt í sjálfboðavinnu. Við vígslu Þjórsárvers árið 1959 tók hann við húsvörslu þess og má með sanni segja að engin lognmolla hafi ríkt í Þjórsárveri á þeim fjölmörgu árum sem hann var þar í forsvari. Dans- leikjahald var eitt af aðalsmerkjum Eiríks og voru böllin í Þjórsárveri víð- fræg. Fjölmargar landsþekktar hljómsveitir stigu þar á svið og fjöldi ballgesta var slíkur að oft komust færri að en vildu. Þar svifu ungir pilt- ar og meyjar Suðurlands um gólfið og Eiríkur oftar en ekki fremstur í flokki. Á þessum samkomum rakaði Eiríkur fé inn í rekstur hússins og sá undraverði árangur náðist að húsið var borgað upp á fáum árum svo ung- mennafélagið og aðrir eigendur þess voru skuldlausir. Þegar Eiríkur lét af störfum sem húsvörður hætti hann alls ekki að hafa áhuga á málefnum Þjórsárvers og ungmennafélagsins. Hann kom oft á aðalfundi hjá félag- inu, tók alltaf til máls og lagði til ýms- ar góðar hugmyndir fyrir ungmenna- félagið. Eiríkur átti hugmyndina að því að félagið stæði fyrir skötuveislu í Þjórsárveri á Þorláksmessu. Nú hef- ur skötuveislan í Þjórsárveri verið ár- legur viðburður í yfir 15 ár og er ein af bestu og fjölsóttustu samkomum sveitarinnar ár hvert. Eiríkur var dyggur lesandi Frétta- bréfs Velvakanda í Villingaholts- hreppi og síðar Áveitunnar í Flóa- hreppi, þegar hún tók við. Hann var upphafsmaður að því að sveitungar skrifuðu pistla í blaðið og skoruðu svo á næsta pistlahöfund. Hefur þessi sið- ur haldist í fjölda ára og gætt frétta- bréfin lífi. Eiríkur sendi einnig gjarn- an sjálfur inn efni í blöðin, oft gamlar frásagnir sem gáfu góða mynd af lífi þess tíma sem hann var barn og ung- lingur. Hafa margir notið þess að lesa góða grein frá Eiríki. Eiríkur var um langt árabil fasta- maður á spilakvöldum Ungmenna- félaganna Vöku og Samhygðar enda hafði hann gaman af spilamennsku og stóð jafnan með efstu mönnum í lok kvölds. Mörg ungmenni hér í sveit muna eftir því að hafa lent á borði með Eiríki í félagsvist en þá var eins gott að fylgjast vel með og vera ekki of lengi að hugsa. Eiríkur vildi að spilamennskan gengi hratt og vel fyr- ir sig. Stjórnarfólk í Ungmennafélaginu Vöku þakkar Eiríki af alhug hversu ungur í anda hann var og áhugasam- ur um málefni félagsins alla tíð. Fyrir hönd stjórnar Umf. Vöku, Haraldur Einarsson, Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, Fanney Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR KRISTINSSON leigubílstjóri, Kríulandi 6 Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, sunnudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00. Halldóra Stefánsdóttir, Stefán Hjálmarsson, Victoria Nunez Cavazos, Azúl Björt Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi, sunnudaginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elías Héðinsson, Björg Jónsdóttir, Atli Héðinsson, Pia Héðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN EIRÍKSSON fv. aðstoðarslökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem lést að morgni laugardagsins 12. júní, verður jarðsettur frá Seljakirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.00. Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller, Helga Björk Stefánsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir, Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Jón Dan Einarsson, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VERNHARÐSDÓTTIR, lést mánudaginn 14. júní. Jarðarförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 21. júní kl. 15.00 Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Nanna Þórisdóttir, Ragnar Þórisson, Sigrún Sæmundsdóttir, Sandra Karen Ragnarsdóttir, Sigfús Örn Sigurðsson, Birna Rut Ragnarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA FANNEY STEFÁNSDÓTTIR, Rauðagerði 12, lést miðvikudaginn 16. júní. Útförin verður auglýst síðar. Jónína Kárdal, Þorbjörn Vignisson, Anna María Kárdal, Ásgeir Karl Ólafsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLEY SVEINBJARNARDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, er látin. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.00. Kristján Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ívar Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson, Sonja B. Jónsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Ívar Kristján, Þórbergur, Aron, Júlía, Birkir Kristján, Kristján Júlían og Jóhann Haukur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.