Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 34

Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Elsku afi minn. Nú ert þú kominn upp til Guðs og hittir hann Ása kisa minn. Það var gaman þegar við mamma komum með hundana til þín, þá brostir þú mikið. Þú varst alltaf svo góður við mig og hélst stundum að ég væri mamma mín þegar hún var lítil. Ég ætla að passa bangsana þína vel. Það var alltaf gaman að fara með þér út í sólina á Eir og þá fengum við ís, þú og ég. Ég sakna þín mikið, afi minn, og ég vona að þú fáir nógan ís þar sem þú ert í dag. Þín afaskotta, Hildur Ása. Það hefur verið heldur kuldalegt um að litast og rysjótt tíð hér norð- anlands í vor og það sem af er sumri, og ekki hlýnaði eða birti yfir að kvöldi þriðjudagsins 8. þ.m. þegar mér barst frétt um að Kaj svili minn og vinur væri lagður af stað í sigl- inguna miklu. Hann var sannanlega alltaf afdráttarlaus í skoðunum og raunar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og því kom það ekki á óvart að hann var ekki lengi í heimanbún- aði þegar blásið var til brottfarar. Vinátta okkar Kajs stóð í rúm fjörutíu ár og bar aldrei skugga á, vissulega vorum við báðir varkárir í fyrstu, stigum létt til jarðar og völd- um þau orð sem sögð voru, en sá tími stóð ekki lengi og með okkur tókst órofa vinátta sem aldrei bilaði. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að búa á heimili þeirra Snæju á námsárum mínum í borginni og vinna þá einnig með Kaj og sá tími er beinlínis ógleymanlegur. Hann var einn af drengjunum hans séra Friðriks í KFUM, sprungulaus Valsari og sjálfstæðismaður, heill í gegn, og ekki til viðræðu um neitt frávik frá þessum gildum. Hann var vélsmíðameistari frá Landssmiðj- unni og hafði umsjón með og ann- aðist uppsetningu hringsviðs í hinu nýja þjóðleikhúsi um miðja síðustu öld og var ráðinn til að hafa eftirlit með því fyrstu misserin, en varð síð- ar fastráðinn leikmuna- og sviðs- stjóri hússins og starfaði þar hátt á annan áratug. Eftir það vann Kaj við verslunar- störf, í Ritfangaverslun Ísafoldar, Bókhlöðunni, versluninni Snæ- björgu, Skerjaveri og síðast í Hag- Kaj Anders Winther Jörgensen ✝ Kaj Anders Wint-her Jörgensen, fyrrverandi kaup- maður, fæddist í Reykjavík 8.3. 1928. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 8.6. 2010. Útför Kaj A.W. Jörgensen fór fram frá Dómkirkjunni 18. júní 2010. kaupum í Skeifunni. Hvar sem Kaj Jörgen- sen vann varð gengið að fullkominni fag- mennsku hvort sem um var að ræða bók- menntir eða matvöru, Kaj Jörgensen veitti enga afslætti af því sem hann vissi réttast og sannast. Gamli vinur, það hefur ekki alltaf andað hlýju í vor, en kannski verður sumarið gott, og þeir eru farnir að veiða aftur í Laxánni þar sem þið Guðjón áttuð svo marga ógleyman- lega daga saman, við Laugarhylinn, Streng og Jarðfallið, – og núna lifir bara minningin um samvinnuna ykkar Ólínu, þegar haldnar voru veislur á Króknum, veislur sem voru alvöru, veislur sem Konráð á Sögu sagði um: „Maður gerir ekki svona á venjulegri árshátíð og fyrir þetta verð“. Gamli góði vinur, góða ferð, við hin komum seinna. Elsku Snæja, við Birna biðjum þess að góður Guð veri hjá ykkur öllum ástvinum hans, á þessum erf- iðu dögum, en mundu að Kaj steig inn í ljósið, inn í nóttlausa voraldar veröld, þegar Skagafjörðurinn sem honum þótti vænna um en aðra staði skartar sínu fegursta og breiðir faðminn á móti þeim sem hann gista. Björn Björnsson. Ég man aldrei eftir því að Kaj Jörgensen væri í vondu skapi, skipti engu þó allt væri vitlaust í kringum hann og langur vinnudagur að baki. Leiftrandi augun og góðlátlegt bros þar sem hláturinn var ekki langt undan, gáfu til kynna að þar færi maður með óbilandi kraft og þraut- seigju sem átti auðvelt með að sjá hið skoplega og sá fremur hið góða sem lífið býður upp á en hitt sem miður fer. Við Kaj vorum vinir frá fyrstu tíð. Hann kom fram við okkur bræður, sem flæktumst fyrir þegar mest gekk á við undirbúning á stór- veislum á Sauðárkróki, með öðrum hætti en ungir óþekktarormar voru vanir frá hendi flestra annarra. Og þegar ekki tókst að koma færinu rétt fyrir laxinn kom Kaj til hjálpar. Eftir að ég varð eldri áttum við oft löng samtöl um það sem efst var á baugi hverju sinni. Kaj hlustaði en ögraði á stundum til að kenna ung- um manni að rökstyðja mál sitt og setja það fram með skipulegum hætti. Kaj var gallharður sjálfstæðis- maður og þoldi ekki hálfvelgju í stjórnmálum. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, hafði á þeim lifandi áhuga og fastmótaðar en öfgalausar skoðanir. Við áttum skap saman í þessum efnum sem öðrum. Grunn- tóninn í lífsskoðun Kaj var að hver maður væri sjálfstæður og bæri ábyrgð á lífi sínu. Þess vegna gerði hann fyrst og fremst kröfur til sín sjálfs. Hann ætlaðist aldrei til þess að aðrir réttu honum hjálparhönd en var ætíð reiðubúinn að koma til hjálpar og aðstoðar þegar aðrir þurftu á því að halda. Kaj lagði mik- ið á sig – oft myrkranna á milli – að búa fjölskyldu sinni þægilegt og huggulegt heimili – heimili þar sem allir voru velkomnir til lengri eða skemmri dvalar – heimili sem skemmtilegt var að heimsækja. Kaj tilheyrði þeirri kynslóð Ís- lendinga sem lagði grunninn að þeirri velferð sem við sem yngri er- um höfum fengið að njóta. Allt sem hann tók sér fyrir hendur miðaði að því að taka þátt og leggja lóð á vog- arskálar þjóðar sem á nokkrum ára- tugum komst í hóp auðugustu þjóða heims. Við sem njótum verkanna gleymum því oft að sýna þakklæti okkar í verki. Nú er komið að leiðarlokum eftir erfið veikindi undanfarin ár. Það er oft erfitt að kveðja góðan vin og fé- laga sem gerði sitt að kenna mér til verka og koma mér til manns. En ég veit að Kaj er hvíldinni feginn eftir langt og farsælt ævistarf. Af veikum mætti færi ég honum mínar dýpstu þakkir um leið og ég sendi Snæju og öllum frændum mínum og frænkum samúðarkveðjur. Einstakur maður er genginn til hvílu og við sem stöndum eftir vitum að minning merkilegs manns mun lifa. Óli Björn Kárason. Ég man eftir því þegar ég hóf störf í kjötborðinu í Hagkaupum, Skeifunni og hitti Kaj fyrst. Einn starfsmanna undirbjó mig örlítið og útskýrði að Kaj væri menntaður járnsmiður en vissi allt um kjöt sem vert væri að vita. Hann gerði mér jafnframt grein fyrir því að Kaj stjórnaði og því væri best að gera það sem Kaj fyrirskipaði. Þegar ég síðan hitti Kaj, fannst mér hann hrjúfur á yfirborðinu, stundum stuttur í spuna og jafnvel hranaleg- ur. Eftir skamman tíma í vinnu, fór hins vegar að glitta í hinn raunveru- lega Kaj undir yfirborðinu og maður fór að taka eftir skemmtilegum brosum út í annað og hnyttnum at- hugasemdum um menn og málefni. Kaj vissi sínu viti og leyfði ungum háskólanema oft að njóta visku- korna úr skóla lífsins. „Þú verður ríkur, Einar“, sagði hann eitt sinn við mig og bætti við, „ef þú vilt, en ég er ekkert viss um að þú viljir það.“ Já, hann Kaj kunni að orða hlutina. Hann kunni líka að njóta lífsins með því að eiga góða þýska „alvöru“ bíla með úrvali af gæða- tónlist innanborðs. Svo átti hann sér sitt athvarf í í bústaðnum uppi í Eyrarskógi í Svínadal og talaði mik- ið um það. Þó að samverustundir okkar hafi verið bundnar við þessi tæpu tvö ár sem við unnum saman, þá minnist ég þeirra með hlýju og sendi aðstandendum Kajs mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Skúlason. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs vinar míns, Kaj A. W. Jörgensen, sem lést þann 8. júní sl. á Hjúkrunarheimilinu Eir. Ég kynnt- ist Kaj og fjölskyldu hans árið 1995 þegar ég og Ditta dóttir hans hófum báðar nám í Tækniskólanum en mik- ill og góður vinskapur myndaðist á milli okkar Dittu. Það eru ófáar stundirnar sem maður átti á heimili Kaj og fjölskyldu hans í Fellsó og eru þær góðar minningar í mínum huga. Alla tíð var maður ævinlega velkominn og strax varð maður einn af fjölskyldunni. Kaj var ekki allra en við náðum mjög vel saman og urðum góðir vinir. Hann spurði mig alltaf hvernig ég hefði það og hvort allt væri ekki í lagi þegar við hitt- umst. Kaj var rólegur og hæglátur maður sem lét lítið fyrir sér fara. Hann var stórmenni í mínum huga og hans verður sárt saknað. Minn- ing um góðan mann mun lifa að ei- lífu. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Snæja, Ditta, Dóri, Snæ- björn, Anna María, Lolla, Róbert, Erla og aðrir aðstandendur, innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. Jakobína Ó. Ólafsdóttir (Bína). Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GEORGSDÓTTIR, frá Miðhúsum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní. Jón Guðmundsson, Áslaug Garðarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðbjartur Daníelsson, Jenný Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær maðurinn minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HANNES ELÍSSON matsveinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00 Þórhildur Hjaltadóttir, Berglind Óskarsdóttir, Guðmundur Hagalín, Hákon Fenrir Hagalín, Freyja Rún Hagalín, Auður Elísdóttir, Erna Elísdóttir, Elísa Elísdóttir, Elín Jónsdóttir, Ágústa Katrín Jónsdóttir, Sólveig Kristín Jónsdóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, frá Eyri við Ingólfsfjörð, Strandasýslu, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 14.00. Gunnar Guðjónsson, Sigríður E. Gunnarsdóttir, Sveinn T. Þórólfsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Guðrún A. Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Jónsson, Helga Gunnarsdóttir, Sigtryggur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra, EMMA ÁRNADÓTTIR sem lést sunnudaginn 13. júní, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 21. júní kl. 14.00. Ágústa G. Garðarsdóttir, Henry Stefánsson, Árni Ingi Garðarsson, Ástríður S. Valbjörnsdóttir, Edda K. Lystrup, Arne Lystrup, Ásdís Þr. Garðarsdóttir, Björn Guðmundsson, Hafdís Garðarsdóttir, Rúnar Ásgeirsson, Hörður Garðarsson, Þóranna Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem heiðruðu minningu elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar, bróður, tengdasonar og frænda, GUNNLAUGS NIELSEN, Skógarlundi 10, Garðabæ, fæddur þennan dag 19. júní 1953, látinn 22. janúar 2010. Friðný Heiða Þórólfsdóttir, Guðný Nielsen, Þórólfur Nielsen, Lára Hannesdóttir, Þorsteinn Jökull Nielsen, Áslaug G. Nielsen, Kristín Theodóra Nielsen, Jón Alfreðsson, Vilhelmína Nielsen, Guðmundur H. Jóhannesson, Þóra Lind Nielsen, Axel Emil Nielsen, Jóhanna Á. Sigurðardóttir, Hjalti Nielsen, Elín Björg Smáradóttir, Þórólfur Jónsson, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, Bjarni Þorsteinsson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.