Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 VARNARMÁL Rannsóknarstofnun sænska hersins, Totalförsvarets forskningsinstitut, telur að á Íslandi ríki þreföld kreppa, nefnilega varn- armálakreppa auk efnahagskreppu og stjórnmálakreppu. Þetta kemur fram í þrjátíu blað- síðna skýrslu stofnunarinnar um ástand öryggismála á Íslandi, en sérfræðingar hennar sóttu Ísland heim og ræddu við marga sérfræð- inga og álitsgjafa, auk fulltrúa stjórnvalda. Sænsku sérfræðingarnir segja að varnarmálakreppan hafi komið í kjölfar einhliða brotthvarfs Bandaríkjahers árið 2006, en hark- an í íslenskum átakastjórnmálum hefur að mati skýrsluhöfunda tafið stefnumótun til framtíðar í varnar- málum. „Þar sem mikið af pólitísku orkunni fer í að takast á við efna- hagskreppuna þá dregst á langinn vinna við að greina og takast á við breytingar í varnar- og öryggismál- um,“ segir í skýrslunni. „Á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins.“ Þær breytingar stafa ekki síst af loftslagsbreytingum og þeim fylgir meðal annars aukin umferð skipa og rússneskra herflugvéla í nágrenni landsins. Skýrsluhöfundar telja íslenska stjórnmálamenn eiga í vandræðum með að bregðast við þessum breyt- ingum og afleiðingin sé meðal ann- ars sú að Ísland sé ekki í takt við nágrannaríkin í öryggis- og varnar- málum. Í skýrslunni segir þannig að á meðan NATO-ríkin efli fjölþjóða- samstarf um heræfingar á norður- slóðum, sjáist engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðild- arríkis NATO“. „Pólitísk sundrung, ósam- komulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ segja skýrsluhöfundar og bæta við að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem gerist í hinum norrænu ríkjunum að því leyti að minni áhersla sé lögð á að ná sam- stöðu um mál sem deilt sé um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönn- um erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma,“ er mat sænsku varnarmálasérfræðing- anna. - gb / sjá síðu 8 STJÓRNSÝSLA „Telur stjórn Banka- sýslu ríkisins engum vafa undir- orpið að Páll Magnússon hafi uppfyllt laga- sem og aðrar hæfnis- kröfur sem gerðar voru og verið hæfastur umsækjenda um starfið,“ segir í svari til fjármálaráðherra vegna ráðningar Páls sem forstjóra Bankasýslunnar. „Í þessu kemur ekki fram svar við minni höfuðathugasemd. Ég tel að Bankasýslan hafi hunsað hæfis- skilyrði forstjóra varðandi mennt- un og sérþekkingu á banka- og fjármálum,“ segir Ólafur Örn Ing- ólfsson, einn fjögurra umsækjenda sem metinn var hæfur til að gegna forstjórastarfinu. Líkt og fjármála- ráðherra ósk- aði Ólafur eftir rökstuðningi Bankasýslunnar fyrir ráðningu Páls Magnús- sonar. Í svari sínu ti l fjármála- ráðherra segir stjórn Banka- sýslunnar það sitt mat að Páll hafi uppfyllt laga- kröfur um „haldgóða menntun“. Hann hafi skorað næsthæst á pers- ónuleikaprófi, hann hafi ásamt tveimur öðrum verið hæst metinn með tilliti til stjórnunarreynslu og verið annar tveggja sem áttu bestu úrlausnina í „raunhæfu verkefni“ sem lagt hafi verið fyrir hópinn. Páll var hins vegar aðeins þriðji af fjórum umsækjendum í mati á því hversu talnaglöggir menn eru. „Með tilliti til huglægrar getu Páls ætti hann að búa yfir getu til að auka færni sína á lestri á gögn- um úr töflum og myndum í nýju starfi,“ segir stjórn Bankasýslunn- ar sem kveður Pál betri í mann- legum samskiptum og tjáningu en aðra umsækjendur og hafa afar góð meðmæli frá þremur aðilum. Páll er guðfræðingur með meist- arapróf í stjórnsýslufræði. - gar Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is Föstudagur skoðun 16 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur Lyklar og lásar veðrið í dag 14. október 2011 240. tölublað 11. árgangur Þar sem mikið af pólitísku orkunni fer í að takast á við efnahags- kreppuna þá dregst á langinn vinna við að greina og takast á við breytingar í varnar- og öryggismálum. ÚR SKÝRSLU SÆNSKA HERSINS Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 MATSEÐILL LEIKHÚS- Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikakaDjúpsteiktur ís og súkkulaði-hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu-stappa og ostrusveppir eða... Grillað LambafilleMeð rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Félagsleg áhrif á náms- og starfsval framhalds- skólanemenda er yfirskrift erindis sem dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, heldur í dag klukkan 15 í stofu 101 í Odda. S veinn Kjartansson, eigandi Fylgifiska, heldur ásamt Gunnþórunni Einarsdótt-ur, sérfræðingi hjá Matís, erindi á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands á þriðjudag. Þar munu þau fjalla um verðlaunaþættina Fagur fiskur í sjó og áhrif þeirra en þeir voru sýndir á RÚV í fyrra og endur-sýndir fyrir skemmstu. „Gunnþórunn mun sjá um fræðilega hlutann en ég tala út frá reynslu minni í fiskbúðinni. Ég sé mun á ungu kynslóðinni og hvern-ig hún nálgast búðina. Hún er að miklu leyti hætt að taka fyrir nefið og ég verð var við meiri forvitni. Þá skilst mér að lþo ki FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 800 gr. þorskhnakkarnýmalaður pipar2 msk. dijon-sinnep1 hvítlauksrif 150 gr. blandaðar ólífur50 gr. kapers 1 stk. límóna 2 stönglar bergminta (0regano)um það bil 4 msk. kaldpressuð ólífuolíasalt olía til steikingar Skerið þorskinn í fjögur álíka stykki. Smyrjið þorskstykkin með sinnepipiprið St ikið ofan á þorskinn ásamt ólífunum og sneiddri límónunni. Stráið kapersinu og bergmintunni yfir og bakið í 10-12 mínStráið Maldon l i OFNBAKAÐUR ÞORSKUR MEÐ ÓLÍFUM OG LÍMÓNU FYRIR 4 Sveinn Kjartansson brúar kynslóðabil þegar kemur að fiskneyslu. Unga fólkið tekur síður fyrir nefið LYKLAR&LÁSAR FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Kynningarblað Smíði, viðgerðir, neyðarþjónusta og rafræn aðgangsstýring A llt frá því að Neyðarþjónust-an var stofnuð árið 1991 hefur hún aðstoðað þá sem þurfa að láta opna læsta hluti. „Bílar, peninga-skápar og sílendrar eru engin fyrir-staða fyrir okkar starfsmenn að sögn Ólafs Más Ólafssonar, framkvæmda-stjóra Neyðarþjónustunnar. Óðinn, Páll og Sigurður eru sérfræðingar á sínu sviði.“ Hann tekur fram að nafn fyrirtækisins segi ekki alla söguna. „Þetta er ekki bara einhver neyðar-sími, heldur verslun ásamt verkstæði með lásasmíði og lásaviðgerðum eins og fjölmargir þekkja. Fyrirtæk-ið vinnur mjög náið með öðru fyrir-tæki sem heitir Gler og lásar og er í eigu sömu aðila en það sinnir opn-unarútköllum í heimahús fyrir þá sem læstir eru úti auk bráðalokana vegna gler- og innbrotstjóna. Þessi þjónusta er í boði allan sólarhring-inn,“ útskýrir hann.Ólafur Már segir flestar gerðir bíl-lykla smíðaðar hjá Neyðarþjónust-unni, með og án fjarstýringa. „Í gegn-um tíðina hafa bílaframleiðendur lagt áherslu á forritaða bíllykla og því þarf mikla þekkingu ásamt dýrum búnaði til að framleiða slíka lykla. Neyðarþjónustan hefur lagt mikinn metnað í að bæta sig og vera í fremstu röð á þessu sviði með fjárfestingum í búnaði og þjálfun starfsmanna hér heima og erlendis,“ segir Ólafur og getur þess að starfsmenn hafi farið um allt land að forrita svisslykla, því yfirleitt þurfi að tölvutengja lyklana við bílinn svo hann fari í gang.Skrár, læsingar, sílendrar lkerfi e um sílendra þegar það flytur í notaða fasteign. „Enginn veit hversu margir lyklar að íbúðinni eru í umferð,“ segir hann og bendir á að hægt sé að taka sílendra úr hurðum og koma m ð í Neyðarþjón þar sem útlendingar höfðu læst lyklana í skottinu á bílaleigubílnum sínum en þeir voru staddir á Ísafirði Kona ein úr Þetta er ekki bara einhver neyðarsími, heldur verslun ásamt verkstæði með lásasmíði oglá Við opnum nánast allt Flestir lenda einhvern tíma í því að týna lyklum og þá er að leita til Neyðarþjónustunnar á Laugavegi 168 því þar geta menn opnað nánast allt. Hvort heldur það eru peningaskápar, tengdamömmubox, hvers kyns skápar eða skrín, og nýr lykill er smíðaður á stuttum tíma. Þ r starfa þaulreyndir og duglegir menn með Ólaf Má Ólafsson í forsvari. GOTT AÐ VITANeyðarþjónustan hefur tuttugu ára reynslu í lásavið-gerðum, lyklasmíði og opnun á hvers konar læsingum. Það var eitt fyrsta fyrirtækið á landinu sem bauð útkallsþjónustu allan sólarhringinn fyrir þá sem voru læstir úti. Núverandi eigendur Neyðar-þjónustunnar tóku við rekstr-inum 1. ágúst 2007 og reka auk þess Gler og lása sem sérhæfa sig í þjónustu allan sólarhring-inn. Neyðarþjónusta hefur á undanförnum árum keypt hátæknibún ð til að forrita lykla í flestar tegundir bíla. Það er nauðsynleg,t að sögn Ólafs Más framkvæmdastjóra, þar sem ræsivörn bíla verður sífellt flóknari. Yfir tíu þúsund gerðir af lyklum eru til í Neyð þ „Bílar, peningaskápar og sílendrar eru engin fyrirstaða fyrir okkar starfsmenn,“ segir Ólafur. Frá vinstri: Sigurður Birgir Sigurðsso , Ólafur Már, Óðinn Sigurðsson rekstrarstjóri og Páll Rafnsson. MYND/GVA föst gur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 14. október 2011 Lög eftir íslenskar konur Agnes Amalía flytur nánast óþekkt lög eftir íslenskar konur í Gerðubergi. allt 2 FÓLK Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussa- ieff, eiginkona hans, verða við- stödd glæsilegan galakvöldverð á Hilton-hótelinu í New York hinn 21. október. Galakvöldverðurinn er á vegum American-Scandinavian Foundation en þetta er aðalfjár- öflunarleið samtakanna enda kosta dýrustu borðin í salnum tæpar sex milljónir íslenskra króna. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtak- anna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. Yfir þúsund manns hafa boðað komu sína á galakvöldið en þar verða meðal annars Karl Gúst- af Svíakonungur ásamt Sylvíu drottningu, Haraldur Noregskon- ungur og Sonja drottning, Friðrik krónprins Danmerkur og Mary Donaldson sem og finnski for- setinn. - fgg / sjá síðu 38 Forsetahjónin á leið í veislu: Sitja galakvöld- verð í New York fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Sími 585 8300 - www.postdreifing.is Plata með kærastanum Bryndís Jakobsdóttir gefur í næstu viku út plötu með dönskum kærasta sínum. fólk 38 Telja öryggisstefnu í ólestri Meðan orka íslenskra stjórnmála fer í að glíma við afleiðingar efnahagshruns situr á hakanum vinna við mótun varnarmálastefnu. Þetta fullyrða sérfræðingar sænska hersins í skýrslu um ástandið á Íslandi. SKÚRIR Í dag verða víða sunnan 5-10 m/s en 8-13 SV-til. Skúrir S-og V-lands en bjart NA-til. Hiti víðast 5-9 stig. VEÐUR 4 7 7 6 6 8 Bankasýslan segir Pál Magnússon hæfastan en meðumsækjandi er ósáttur: Gagnrýni vegna menntunar stendur PÁLL MAGNÚSSON Reiptog við Pálma Matthías Imsland segir frá starfslokum sínum hjá Iceland Express. föstudagsviðtalið 12 SPILAÐ FYRIR SPJÁTRUNGA Það var þétt setið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar í Kjörgarði seinni partinn í gær þegar tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm tróð þar upp. Tónleikarnir voru hluti af Iceland Airwaves hátíðinni sem nú stendur sem hæst. Sjá síðu 30. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framliðið á sigurbraut Framarar yfirbugðuðu Hlíðarendagrýluna í gær. sport 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.