Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 10
14. október 2011 FÖSTUDAGUR10
Einn af veigamestu köflum
nýrrar Hvítbókar um nátt-
úruvernd er úttekt á skipu-
lagi stjórnsýslunnar á sviði
náttúruverndar. Fyrir-
komulag mála á Íslandi er
borin saman við stjórnsýslu
á Norðurlöndunum. Niður-
staðan er að full ástæða sé
til að huga að sameiningu
stofnana og tilfærslu verk-
efna.
Umhverfisstofnun, ásamt Náttúru-
fræðistofnun Íslands, er óumdeild
lykilstofnun í málefnum náttúru-
verndar hér á landi. Stofnuninni
var komið á fót með lögum nr.
90/2002 og gjörbreyttist við það
stofnanaskipulag umhverfisráðu-
neytisins. Verkefni ýmissa stofn-
ana og stjórnvalda voru felld
undir nýja stofnun, eða Hollustu-
vernd ríkisins, Náttúruvernd
ríkisins, veiðistjóraembættið og
fleiri minni ráð. Voru nefndar
stofnanir lagðar niður í framhald-
inu. Það vekur þó athygli að hlut-
verki Umhverfisstofnunar er ekki
lýst með skýrum hætti í lögum nr.
90/2002 heldur einungis vísað til
hinna ýmsu laga um þau verkefni
sem stofnuninni var falið að yfir-
taka.
Þetta geta auðvitað ekki talist
góð lög og er gert sérstaklega að
umtalsefni í upphafi kafla Hvít-
bókarinnar um stjórnvöld náttúru-
verndarmála og dæmi um verk-
efnið fram undan.
Á þriðja tuginn
Samanburður við Norðurlöndin
þegar kemur að stofnanaskipulagi
er „sláandi“, segir í bókinni. Þar er
átt við hversu miklu fleiri stofnan-
ir sinna málefnum náttúruvernd-
ar hérlendis en í þeim löndum sem
við berum okkur gjarnan saman
við. Og þegar grannt er skoðað fer
þessi munur ekkert á milli mála.
Fjórar stofnanir á vegum
umhverfisráðuneytisins annast
stjórnsýslu og framkvæmd nátt-
úruverndar, eða Umhverfisstofn-
un, Vatnajökuls þjóðgarður, Land-
græðsla ríkisins og Skógrækt
ríkisins. Þrjár þessara stofnana
hafa samtals fimmtán starfsstöðv-
ar á landinu, auk þess sem skóg-
arverðir starfa á fjórum stöðum.
Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í
fjórar rekstrareiningar.
Fjórar stofnanir umhverfis-
ráðuneytisins annast einkum
rannsóknir, ráðgjöf og þjónustu,
eða Náttúrufræðistofnun, Nátt-
úrurannsóknastöðin við Mývatn,
Veðurstofa Íslands og Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar. Þar að auki
starfa tvær rannsóknastofnanir á
vegum sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytis; Hafrannsókna-
stofnunin og Veiðimálastofnun.
Einföldun
Flestar íslenskar stofnanir á sviði
náttúruverndar eru litlar og sinna
afmörkuðum verkefnum. Hættan
er auðvitað sú að gagnabankar
verði sundurleitir og einn viti ekki
hvað annar gjörir. Það eykur líkur
á því að verkefni skarist og hrein-
lega kallar á tvíverknað og óþarfa
kostnað.
Á Norðurlöndunum hefur víðast
verið lögð áhersla á að setja á stofn
sterkar miðlægar ríkisstofnanir
til að forðast nákvæmlega þetta.
Nefndarmenn líta mjög til Norð-
manna, Dana, Finna og Svía þegar
þeir segja að í takti við breyttar
aðferðir og áherslur í náttúru-
vernd sé æskilegt að endurskipu-
leggja stjórnsýsluna og einfalda
hana umtalsvert.
Þessi samanburður við Norður-
löndin er jafnframt dreginn fram í
því ljósi hversu fámennt samfélag
Ísland er og hvað landið er stórt og
hafið sem okkur er falið víðáttu-
mikið. Hafandi þetta í huga er skil-
virkni og gott skipulag sérstaklega
mikilvægt.
Skiptar skoðanir
Íslendingar hafa ekki farið þá
leið að aðskilja náttúruvernd og
mengunarþáttinn; hvort tveggja
fellur undir Umhverfisstofnun.
Nefndin leggur ekki til að þessu
verði breytt, enda var eindreginn
vilji til að þetta færi saman þegar
Umhverfisstofnun var sett á lagg-
irnar árið 2002. Þessu er öfugt
farið víðast á Norðurlöndunum
og þessar höfuðgreinar umhverf-
ismála, náttúruvernd og mengun-
armál, eru aðskildar hjá ólíkum
stofnunum.
Innan nefndarinnar voru
skiptar skoðanir um það hvort
sameining stofnana undir hatti
Umhverfisstofnunar hafi verið
vel heppnuð og hvort samrekstur
mengunarmála og náttúruverndar
innan einnar stofnunar sé æskileg-
ur. Þess vegna setur nefndin ekki
fram sameiginlega niðurstöðu eða
tillögur um hvort rétt sé að endur-
skoða þetta fyrirkomulag.
Í athugasemdum við frumvarp-
ið um Umhverfisstofnun sem varð
að lögum 2002 kom fram að með
sameiningunni væri stigið fyrsta
skrefið í endurskoðun á stofnana-
uppbyggingu ráðuneytisins en
ástæða væri til að skoða í kjölfar-
ið möguleika á sameiningu þeirra
stofnana ráðuneytisins sem sinna
vöktun, rannsóknum og ráðgjöf.
Stjórnsýslan
En hvar skal stokka upp. Nefndin
telur að stofnanafyrirkomulagið
eigi að byggjast á skýrri skipt-
ingu á milli stjórnsýsluverkefna
og rannsóknastarfs.
Umhverfisstofnun er megin-
stjórnsýslustofnun umhverfis-
ráðuneytisins en á sama tíma eru
þrjár aðrar stofnanir sem annast
slík verkefni eða Landgræðslan,
Skógræktin og Vatnajökulsþjóð-
garður. Fyrir þessu liggja ýmsar
ástæður. Þegar Umhverfisstofnun
varð til heyrðu Landgræðslan og
Skógræktin undir landbúnaðar-
ráðuneytið og færðust ekki undir
umhverfisráðuneytið fyrr en fimm
árum seinna. Það var svo að kröfu
sveitarfélaganna að þjóðgarðurinn
var stofnaður á grunni sérstakra
laga.
Nærtækt er, að mati nefndar-
innar, að hugleiða sameiningu
allra þessara stofnana; væntanlega
er þá verið að vísa til þess að þær
minni renni inn í Umhverfisstofn-
un. Önnur rök eru fyrir slíkri sam-
einingu en það er umsjón og varsla
lands og eftirlit með því sem fell-
ur undir allar stofnanirnar eins og
staðan er núna.
Rannsóknastarfið
Í Hvítbókinni er sett fram sú skoð-
un að því fylgi ótvíræðir kostir að
byggja upp öfluga, miðlæga þekk-
ingarstofnun á sviði náttúrufræða.
Núna stunda margar stofnanir
slíkar rannsóknir, oft í tengslum
við tiltekna auðlindanýtingu svo
sem Hafrannsóknastofnun, Veiði-
málastofnun og Orkustofnun. Skóg-
ræktin og Landgræðslan annast
sértæk verkefni. Náttúrufræði-
stofnun hefur svo aftur mun víð-
tækara hlutverk.
Nefndin telur að móta þurfi
skýra stefnu um hvaða upplýsinga
og gagna ríkið tekur að sér að afla
fyrir landslýð. Gera verði kröfu um
að þessi vinna sé skilvirk og hag-
kvæm og stofnunum lagðar ríkar
skyldur á herðar hvað það varðar.
Því skuli rannsóknastarfsemi rík-
isins skoðast í því ljósi hvort ekki
sé ástæða til að sameina stofnan-
ir eða flytja til verkefni. Það verði
að gerast með skýra mynd af því
hverju á að safna í gagnagrunna
sem náttúruvernd næstu áratuga
á að byggjast á.
Eitt blasir við að mati nefnd-
armanna og það er sameining
Náttúrufræðistofnunar og Veiði-
málastofnunar. Telur nefndin að
sameiningin sé í samræmi við hug-
myndir hennar um öfluga miðlæga
þekkingarstofnun, sem væntanlega
þýðir stærri og sterkari Náttúru-
fræðistofnun.
Þjóðgarðarnir
Stjórn þjóðgarða landsins telur
nefndin sjálfgefið að verði tekin
til gagngerar endurskoðunar. Eins
og staðan er núna er stjórn þjóð-
garða landsins með mjög mismun-
andi móti. Vatnajökulsþjóðgarður
er sjálfstæð ríkisstofnun, Snæfells-
jökulsþjóðgarður er undir stjórn
Umhverfisstofnunar og Þingvell-
ir lúta stjórn sérstakrar nefndar
sem heyrir undir stjórnsýslu for-
sætisráðuneytis. Nefndin er sam-
mála um að þetta fyrirkomulag sé
óheppilegt og telur að yfirstjórn
þeirra eigi að vera á einni hendi.
Í Hvítbókinni kemur þó ekki fram
afstaða um hvernig heppilegast
væri að útfæra þessa breytingu.
Náttúrustofurnar
Á móti gagnrýni á heildarmynd
stjórnsýslunnar er sérstaklega
tekið fram að sjálfstæði lítilla
stofnana geti verið af hinu góða.
Náttúrustofurnar, sem eru sjö
talsins vítt og breitt um landið, eru
teknar sem dæmi þar um. Lagt er
til að samstarf stofanna við Nátt-
úrufræðistofnun verði útfært frek-
ar og til greina komi að þær fái
fleiri og stærri verkefni.
Nefndin telur mikilvægt að stjórn-
sýsla ríkisins á landsbyggðinni
verði efld. Eins og fram hefur
komið eru starfsstöðvar stofnana
á sviði náttúruverndar margar og
smáar. Með sömu rökum og nefnd-
in telur koma til greina að sam-
eina stofnanir mætti hugsa sér
samrekstur starfsstöðva. Þetta
myndi engu breyta um mikilvægi
sveitarfélaganna í náttúruvernd.
Kynnt er til sögunnar hugmynd
um að í hverju sveitarfélagi, eða
innan tiltekinna svæða, starfi nátt-
úruverndarfulltrúi sem gæti verið
skref til að efla ábyrgð sveitar-
félaganna í náttúruverndarmálum.
Umhverfisþing
Hvítbókin verður til umfjöllunar
á Umhverfisþingi sem umhverfis-
ráðuneytið efnir til í dag á Selfossi.
Í framhaldinu hefst opið umsagn-
arferli um bókina sem lýkur 1. des-
ember. Að því loknu hefst vinna
við gerð frumvarps um breyting-
ar á náttúruverndarlögum og er
gert ráð fyrir að það komi til kasta
Alþingis í vor.
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Langar þig að breyta um lífsstíl?
Nýtt námskeið fyrir 16 - 25 ára hefst 24. okt.
Heilsulausn 1- Hentar ungu fólki sem glímir við ofþyngd,
offitu eða einkenni frá stoðkerfi
Heilsumat hjá
hjúkrunarfræðingi,
stuðningur, aðhald
og fræðsla fagaðila
Verð fyrir 8 vikur kr.
49.800.- (24.900 kr. á mán)
Hægt að fara í HL 3
framhald að loknu
námskeiði
Skráning á
mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Hvítbók um náttúruvernd seinni hluti
Þarf að endurhugsa stjórnsýsluna
HAFRAFELL Í ÖRÆFUM Fjallið losnaði úr faðmi jökla um miðja 20. öld. Þetta er gott dæmi um land sem nú er sýnilegt en var hulið mönnum í árhundruð. Þetta er ein
birtingarmynd hlýnandi loftlags. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM