Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 46
14. október 2011 FÖSTUDAGUR30 folk@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is „Vildi alveg eiga Pétur Jóhann fyrir pabba,“ segir Bára Lind Þórarinsdóttir, sem leikur stelpuna í Heimsenda. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Iceland Airwaves ★★ Dikta Norðurljós í Hörpu Stemningsleysi Þrátt fyrir að Dikta sé þekkt sem ein besta tónleikasveit landsins átti hún í mestu vandræðum með að ná upp stemningu í Norðurljósasalnum. Kannski var sveitin þreytt eftir tónleikaferð sína um Þýskaland. Ekki hjálpaði samt til að helmingur tónleikagestanna sat á miðju gólfinu nánast allan tímann á meðan hinn helmingurinn stóð allt í kring. Aðeins nokkrar hræður stóðu uppi við sviðið og langmesta lífið var í þeim. Stórundarlegt svo ekki sé meira sagt. Einnig hafði það sín áhrif að meginuppistaðan í tónleikadag- skránni voru gömul og margspiluð Diktu-lög. Ferskleikann vantaði og þegar áhorfendur eru farnir að hrópa á sveitina að spila ný lög er ljóst að breytinga er þörf. Tvö ný lög fengu þó að fljóta með og þau voru fín, sér í lagi það fyrra, og lofa þau góðu fyrir væntanlega plötu. - fb Iceland Airwaves ★★★ Amaba Dama Faktorý Gleðin skein úr hverju andliti Amaba Dama er reggísveit sem rapparinn Gnúsi Yones leiðir, en hún hefur vakið athygli undanfarið fyrir reggíútgáfu af Bjartmars-smellinum Týnda kynslóðin. Þetta er fjölmenn sveit sem er að hluta til skipuð sömu meðlimum og Ojba Rasta, a.m.k. á þessum tónleikum á Airwaves. Tónlist Amaba Dama er hressilegt alíslenskt reggí. Lögin þeirra voru misgóð og stundum fannst mér vanta aðeins meiri dýpt í hljóminn, en á köflum var Amaba Dama samt að gera mjög skemmtilega hluti á Faktorý á miðvikudagskvöldið. Gleðin skein úr hverju andliti á sviðinu og það smitaði áhorfendur. - tj Iceland Airwaves ★★★ Markús and the Diversion Sessions Kaldalón í Hörpunni Hreinræktað popp Markús and the Diversion Sessions spila það það sem tónsmiðurinn og söngvarinn sjálfur kallaði „pjúra popp“. Tónlistin er svolítið í anda Pavement, grípandi og skemmtileg. Markús Bjarnason var áður söngvari hljómsveitarinnar Skáta áður en hann hóf sólóferil sinn með útgáfu plötunnar Now I Know. Frumraunin lofar góðu og verður gaman að fylgjast með framhaldinu, enda aldrei nóg til af góðri tónlist. Tónleikarnir voru hressir, Markús var einlægur á sviði og spjallaði um daginn og veginn við tónleikagesti á milli laga. - sm Iceland Airwaves ★★★★ Náttfari Kaldalón í Hörpu Spikfeitt síðrokk Síðrokksveitin Náttfari lét nokkuð til sín taka fyrir um áratug en lagðist svo í dvala. Sveitin var endurvakin fyrir nokkrum misserum og hefur nú lokið við gerð fyrstu breiðskífu sinnar sem fáanleg er á Bandcamp og kemur á geisladiski á næstu dögum. Náttfaramenn renndu sér í gegnum þétt prógramm og voru í flottu formi. Tónlist Náttfara er ekki beint vin- sældavæn, enda að mestu ósungin, en sveitinni tókst að heilla viðstadda með þéttum samleik hrynparsins og flottum gítarleik, til að mynda í laginu Lævís köttur. Þetta var einstaklega grúví síðrokk, eins undarlega og það kann að hljóma, spikfeitt og töff sánd. - hdm Iceland Airwaves ★★★★ Sóley Kaldalón í Hörpunni Krúttlegt og kósí Sóley Stefánsdóttir gaf út sína fyrstu sólóplötu, We Sink, í byrjun hausts og hlaut einróma lof fyrir. Áður hafði hún gert garðinn frægan með „indie“ sveitunum Seabear og Sin Fang Bous. Sóley steig á svið ásamt trommu- leikara sínum og saman slógu þau tvö vart feilnótu. Tónlistin var hugljúf og krúttleg, líkt og Sóley sjálf sem heillaði tónleikagesti með skemmti- legu spjalli milli laga. Þó að Sóley sé fyrst og fremst píanóleikari er hún einnig með fína rödd sem minnti á stundum á unga Emilíönu Torrini. Af tónleikunum að dæma má búast við miklu af þessari ungu tónlistarkonu í framtíðinni. - sm Iceland Airwaves ★★★ Ourlives Silfurberg í Hörpu Flottur söngvari Það verður seint sagt að Ourlives hafi náð upp brjálaðri stemningu í Silfur- bergssalnum. Maður ímyndar sér ein- hvern veginn að bæði hljómsveitin og aðdáendur hennar sé vanari sveittari stemningu á öldurhúsum bæjarins. Ourlives spilaði nokkur vinsæl lög af fyrri plötu sinni og kynnti til leiks efni af nýútkominni plötu. Ágætis sveit sem söngvarinn Leifur Kristins- son ber uppi. - hdm Miðvikudagurinn 12. október Það var margt um manninn á tónleikum Blaz Roca á Gauki á Stöng á miðvikudagskvöld. Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós voru á staðnum, auk Valdimars Guðmundssonar, forsprakka hljómsveitarinnar Valdimar. Þorsteinn Stephensen, fyrrverandi stjórnandi Iceland Airwaves og stofnandi hátíðar- innar, var einnig á meðal gesta. Biophilia-tónleikar Bjarkar Guð- mundsdóttir voru haldnir í Silfurbergi í Hörpunni þetta sama kvöld. Eldar Ástþórsson, kynn- ingarfulltrúi CCP, og kona hans Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi voru í húsinu. Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir var þar líka, rétt eins og Guðjón Már Guð- jónsson stofnandi OZ. Popparinn Jón Jónsson var sömuleiðis í Hörpunni, enda var bróðir hans Friðrik Dór að spila þar í Norður- ljósasalnum. Airwaves-aðdáand- inn og markaðssérfræðingurinn hjá N1, Jón Gunnar Geirdal, var einnig á svæðinu og virtist skemmta sér vel. - fb, áp FÓLK Á AIRWAVES F l e i r i d ó m a o g m y n d i r e r a ð f i n n a á 6.300 KRÓNUR kostar í Blue Lagoon-partí Iceland Airwaves á morgun. Innifalið í því er rútuferð á staðinn og miði í teitið í lóninu bláa. Hátíðin byrjar með látum STUÐ Í HÖRPUNNI Markús and the Diversion Sessions tróð upp í Kaldalóni í Hörpu. Gestir fengu hressilegt popp og kunnu vel að meta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.